Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
einfaldlega betri kostur
Komdu og njóttu
góðra veitinga
Smurbrauð
m/rækjum og kaffi
499,-
laugardaga 10-18 sunnudaga 12-18 mánudaga - föstudaga 11-19
s: 522 4500 www.ILVA.is
Eftir Orra Pál Ormarsson
orri@mbl.is
M
anst’eftir City? sagði ígildi
Bjarna Fel. íbyggið á svip í einu
áramótaskaupinu. Það gerði
náttúrlega ekki nokkur maður.
Nú er öldin önnur. Eftir eitt æð-
islegasta eyðsluflipp í sögu fótmenntanna verð-
ur ekki hjá því komist að muna eftir City þegar
spáð er í spilin fyrir komandi leiktíð í Englandi.
Ásetningur Marks Hughes og lærisveina hans
er einlægur – þeir ætla að blanda sér í baráttuna
um efstu sætin í úrvalsdeildinni.
Efnahagskreppan hefur ekki knúið dyra á
Borgarleikvanginum í Manchester en eftir að
eignarhaldsfélag skráð í Abu Dhabi tók þar við
lyklunum fyrir tæpu ári hefur því verið haldið
fram að Manchester City sé ríkasta knatt-
spyrnufélag í heimi. Einhver kann að benda á
Real Madrid í því sambandi en munurinn er sá
að það er alveg örugglega innistæða fyrir út-
gjöldunum hjá City. Þeir sjeikar vita ekki aura
sinna tal.
Yfirgengilegur auður eigendanna
Auður sjeiks Mansour Bin Zayed Al Nahyans,
sem skráður er eigandi City, er metinn á 33
milljarða sterlingspunda. Hann heyrir til valda-
mestu fjölskyldunni í Abu Dhabi – hálfbróðir
hans er forseti furstadæmisins – og hún mun
vera metin á litla 550 milljarða punda. Ég legg
það hvorki á heilabúið á mér né þær fátæklegu
reiknivélar sem ég ræð yfir að snúa þeirri upp-
hæð yfir í íslenskar krónur. En ljóst má vera að
einhverjar 20 til 30 milljónir punda fyrir Téveza
og Adebayora eru bara gárur á vatni.
Leikmannahópi City hefur verið umturnað á
einu ári. Hinir nýju eigendur höfðu ekki fyrr
skrifað undir kaupsamninginn að metin tóku að
falla. 32,5 milljónir punda reiddu þeir fram fyrir
þjónustu Brasilíumannsins Robinhos sem er
hæsta verð sem breskt félag hefur greitt fyrir
leikmann. Nokkrum dögum áður
hafði týndi sonurinn, Shaun
Wright-
Phillips, snú-
ið heim og
belgíski lands-
liðsmaðurinn
Vincent Komp-
any verið keypt-
ur frá Hamburger
Sportverein.
Buddan var áfram galopin í jan-
úarglugganum enda þótt smærri
upphæðir skiptu þá um hendur. En
Shay Given, Wayne Bridge, Nigel de
Jong og Craig Bellamy kunna allir
sitthvað fyrir sér.
Í ljósi liðstyrksins kemur
kannski á óvart að City skyldi
ekki ljúka keppni ofar en í tí-
unda sæti úrvalsdeildarinnar
á liðinni leiktíð. Það er hins
vegar gömul saga og ný að
það tekur yfirleitt tíma að
stilla nýjan mannskap sam-
an – óháð því hvað hann hef-
ur kostað. Sumir hafa líka
þurft að laga sig að nýrri deild, svo sem Robinho
sem átti æði kaflaskipt tímabil, blessaður.
Svo sem við var að búast hefur Hughes haldið
uppteknum hætti í sumar. Einkum hefur hann
sankað að sér framherjum. Fyrstur kom Para-
gvæinn Roque Santa Cruz frá Blackburn Ro-
vers, þá Argentínumaðurinn knái Carlos Tévez,
sem síðast lék með nágrönnum City, Man-
chester United, og loks Tógómaðurinn
Emmanuel Adebayor frá Arsenal.
Þremenningarnir hafa allir verið í
hópi skæðustu framherja í úrvalsdeild-
inni undanfarin ár og Hughes leiðist
væntanlega ekki að hafa höggvið skörð í
raðir United og Arsenal, sem eru félög
sem City hyggst héðan í frá miða sig
við, um leið og hann hefur aukið sam-
keppnishæfni sinnar eigin sveitar.
Enski landsliðsmiðvellingurinn Ga-
reth Barry, sem kom frá Aston Villa,
mun einnig styrkja hópinn en þaðan fékk
City líka markvörðinn gamalreynda Stu-
art Taylor, sem veita á Given aðhald í vet-
ur.
Athygli vekur að Hughes hefur eingöngu
fest kaup á leikmönnum frá öðrum úrvals-
deildarfélögum í þessari lotu. Það rennir
stoðum undir þær vangaveltur að hann fái
ekki langan tíma til að skila City í hæstu
hæðir. Eigendurnir hafi ekki þolinmæði til
að bíða eftir því að nýir leikmenn lagi sig
hægt og rólega að aðstæðum í Englandi.
Í ljósi útgjalda hlýtur það að vera skýlaus
krafa sjeikanna að Hughes skili Manchester
City í Meistaradeild Evrópu að ári. Allt annað
yrði áfall.
Reuters
Manst’eftir City?
Kaupæði er runnið á Manchester City sem ætlar sér stóra hluti í ensku úrvalsdeildinni á
komandi árum og misserum Mark Hughes kaupir nú hvern miðherjann á fætur öðrum
Galvaskir Gareth Barry, Carlos
Tévez, Mark Hughes, Stephen
Ireland og Roque Santa Cruz
stilla sér upp á blaðamanna-
fundi í Abu Dhabi á dögunum.
Enda þótt eigendur Manchester
City laugi sig í seðlum hafa þeir
ekki fengið allar sínar óskir upp-
fylltar á leikmannamarkaði. Enn
sem komið er hafa stærstu bit-
arnir gengið þeim úr greipum.
Korteri áður en skrúfað var
fyrir viðskipti með leikmenn síð-
astliðið haust vildu þeir ólmir
klófesta búlgarska miðherjann
Dimitar Berbatov frá Tottenham
Hotspur. Hann var hins vegar
með tilboð frá hinu úrvalsdeild-
arfélaginu í Manchester, United,
upp á vasann og varð ekki hagg-
að. Berbatov iðrast þess ugg-
laust ekki enda stóð hann uppi
sem enskur meistari um vorið.
Annar stórlax sem slapp af
önglinum var Brasilíumaðurinn
Ricardo Izecson dos Santos
Leite, sem í daglegu tali er kall-
aður Kaká. Hermt er að City hafi
verið reiðubúið að greiða AC
Milan ríflega eitt hundrað millj-
ónir punda fyrir þjónustu hans í
janúar síðastliðnum. Ítalanna
var freistað en leikmaðurinn
sjálfur vildi ekki heyra á það
minnst að flytja búferlum til
Manchester. Þar með var málið
úr sögunni. Sem kunnugt er
gekk Kaká síðan í raðir Real Ma-
drid í vor fyrir litlar 56 milljónir
punda.
Í sumar hefur allt snúist um
John Terry fyrirliða Chelsea.
City gerði tilboð í hann og síðan
hafa fjölmiðlar kjamsað á mál-
inu. „Okkar hugmynd var að
hafa tilboðið undir ratsjá en
Chelsea lét fjölmiðla vita af því
og síðan hef ég ekki haft undan
að svara spurningum um málið.
Þetta þurfti aldrei að fara
svona,“ sagði Mark Hughes í vik-
unni.
Fyrir fáeinum misserum hefði
Chelsea, sem ekki er beinlínis á
flæðiskeri statt, hlegið að til-
boði í fyrirliða sinn og slegið
það strax út af borðinu. Það hef-
ur ekki tekist enda þótt Carlo
Ancelotti knattspyrnustjóri hafi
lýst því ítrekað yfir að hann vilji
halda Terry.
Það staðfestir að Manchester
City er ekki lengur boðflenna í
samkvæmi risanna í spark-
heimum.
Svelgist enn á stærstu bitunum
Reuters
Eftirsóttur John Terry hinn firna-
sterki varnarmaður Chelsea.
Enda þótt ný-keyptar
stjörnur muni
setja sterkan
svip á lið Man-
chester City í vet-
ur verður þar
einnig pláss fyrir
uppalninga. Önn-
ur félög hafa
nefnilega um ára-
bil öfundað City af akademíu sinni
sem elur af sér hvern fullburða
kappann af öðrum. Má þar nefna Mi-
cah Richards, Nedun Onuoha, Mich-
ael Johnson og Stephen Ireland sem
var að flestra mati besti leikmaður
City á liðinni sparktíð, þrátt fyrir allt
stjörnustóðið. Enn eitt ungstirnið,
miðherjinn Daniel Sturridge, stökk
frá borði í sumar og ætlar að freista
gæfunnar í Lundúnum hjá Chelsea.
Micah Richards
ManchesterCity var
stofnað árið 1880
undir hinu þjála
nafni St. Mark’s
(West Gordon).
Núverandi nafn
var tekið upp
1894.
Félagið hefur
tvívegis unnið enska meistaratit-
ilinn, 1936-37 og 1967-68, enska bik-
arinn fjórum sinnum, síðast 1969,
Evrópukeppni bikarhafa einu sinni,
1970, og deildabikarinn í tvígang,
1970 og 1976. Þá hefur City sjö sinn-
um farið með sigur af hólmi í næst-
efstu deild sem er met. Félagið flutti
frá Maine Road inn á Borg-
arleikvanginn 2003. Hann er fjórði
stærsti leikvangurinn í úrvalsdeild-
inni, tekur 47,726 manns í sæti.
Fremstir meðaljafningja í
fyrra meistaraliði
City voru marka-
skorarinn mikli
Peter Doherty og
markvörðurinn
Frank Swift, sem
síðar gerðist
íþrótta-
fréttamaður.
Hann týndi lífi í München-slysinu
1958 eftir að hafa fjallað um síðasta
leik Barnunganna hans Busbys.
Seinna meistaraliðið var ekki síð-
ur vel mannað. Má þar nefna Mike
Summerbee, Colin Bell, Tony Book
og Francis Lee. Margir muna eflaust
líka eftir jaxlinum Alan Oakes og
markverðinum Joe Corrigan, sem
tapaði eftirminnilega í vítakeppni á
Akureyrarvellinum sumarið 1981
fyrir Samúel Jóhannssyni, baðverði
og listmálara, en hann varði mark
Þórs á þeim árum. Gekk Samúel upp
frá því undir nafninu „The Corrigan
Killer“ norðan heiða.
Frank Swift
Félag með sögu
Nýliði Emmanuel Adebayor kom frá Arsenal.