Morgunblaðið - 26.07.2009, Síða 10
10 ViðhorfINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
Indriði H. Þorláksson, aðstoð-armaður Steingríms J. Sigfús-
sonar fjármálaráðherra, gerir lítið
úr gagnrýnendum Icesave-
samningsins í viðtali í Morg-
unblaðinu í gær: „Ég get ekki neit-
að því að ég er undrandi á því
hvernig umræðan bæði í þinginu og
í fjölmiðlum hefur að mestu farið
frá aðalatriðum og leiðst út í lítils-
verðan sparðatíning, upphrópanir
og órökstuddar
fullyrðingar.“
Er það sparða-tíningur þeg-
ar því er haldið
fram að í stað
þess að fara eftir
lögum um for-
gang kröfuhafa
sé hún með þeim
hætti að Íslend-
ingar kunni að þurfa að borga 300
milljarða króna að óþörfu?
Er það sparðatíningur þegar þvíer haldið fram að gengið hafi
verið lengra í að afsala þjóðarétti
en dæmi séu um í lánasamningum
Íslands við önnur ríki?
Í viðtalinu segir Indriði: „Það eryfirleitt ekki svo að þeir sem sitja
við samningaborðið séu óvinir sem
reyna að klekkja hvorir á öðrum
heldur eru þeir í sameiginlegum
leiðangri að leita að lausn sem er
viðunandi fyrir báða aðila.“
Leiðarahöfundur dagblaðsins Fin-ancial Times sér framkomu
Breta ekki sömu augum: „Bretar,
sérstaklega, sýndu að þeir eru bara
vinir þegar vel viðrar þegar þeir í
síðustu viku neyddu Íslendinga til
að samþykkja óréttlátan samning
þar sem íslenskir skattborgarar
munu bera byrðina af að end-
urgreiða auðtrúa breskum spari-
fjáreigendum 3,8 milljarða punda.
Hagkvæmni stærðarinnar hefur
aldrei virst jafn skýr.“ Leiðarahöf-
undurinn kallar samkomulagið
ekki þorskastríð heldur þorskafrið
í fyrirsögn.
Indriði H.
Þorláksson
Sparðatíningur?
Lamisil Once 1% húðlausn inniheldur 10 mg af terbínafíni (sem hýdróklóríð). Lamisil Once er einskammta meðferð við
fótsvepp (tinea pedis).Ekki má nota Lamisil Once ef til staðar er ofnæmi fyrir terbínafíni eða einhverju öðru innihaldsefni
lyfsins. Lamisil Once er eingöngu ætlað til útvortis notkunar. Lyfið er eingöngu ætlað til húðmeðferðar á fótum. Lamisil
Once á ekki að nota á meðgöngu nema brýna nauðsyn beri til. Konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Lamisil Once.
Börn og unglingar undir 18 ára aldri eiga ekki að nota lyfið þar sem reynslu skortir af slíkri notkun. Lyfið á einungis að
bera á einu sinni. Best er að bera Lamisil Once á húðina eftir sturtu eða bað. Lyfið verður að bera á báða fætur, jafnvel
þótt einkenni sjáist einungis á öðrum fæti. Þetta tryggir eyðingu sveppsins. Hann getur leynst víðar á fótum þótt ekki
sjáist nein merki um hann. Lamisil Once er mild lausn og ertir sjaldnast húðina. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Lesið vandlega leiðbeiningarnar sem fylgja hverri pakkningu. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare. Umboð á Íslandi:
Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ.
Drepur fótsveppinn
- þarf aðeins að bera á einu sinni
½½
Notaðu alla Lamisil
Once® túpuna á báða
fæturna til að forðast
að sýkingin taki sig
upp á ný
Berðu Lamisil
Once® á:
á milli tánna, bæði undir
þær og ofan á
bæði á iljar og jarka
24h
Til að ná sem bestum
árangri skal ekki þvo
fæturna í sólarhring
1 32
Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands
Veður víða um heim kl. 9.00 í gærmorgun að ísl. tíma °C Veður
Reykjavík 4 léttskýjað Lúxemborg 13 léttskýjað Algarve 21 heiðskírt
Bolungarvík 4 alskýjað Brussel 14 léttskýjað Madríd 17 heiðskírt
Akureyri 5 skýjað Dublin 10 léttskýjað Barcelona 24 léttskýjað
Egilsstaðir 4 heiðskírt Glasgow 11 léttskýjað Mallorca 24 heiðskírt
Kirkjubæjarkl. 6 léttskýjað London 14 léttskýjað Róm 23 heiðskírt
Nuuk 4 alskýjað París 13 léttskýjað Aþena 30 heiðskírt
Þórshöfn 8 léttskýjað Amsterdam 16 léttskýjað Winnipeg 15 léttskýjað
Ósló 14 skýjað Hamborg 14 skýjað Montreal 17 skýjað
Kaupmannahöfn 16 léttskýjað Berlín 14 skúrir New York 22 heiðskírt
Stokkhólmur 16 léttskýjað Vín 16 skúrir Chicago 21 þrumuveður
Helsinki 18 skýjað Moskva 18 alskýjað Orlando 25 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://morgunbladid.blog.is/
STAKSTEINAR
VEÐUR
26. júlí Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 3.15 0,2 9.25 3,9 15.30 0,3 21.44 4,0 4:17 22:53
ÍSAFJÖRÐUR 5.22 0,2 11.22 2,2 17.36 0,3 23.36 2,3 3:56 23:24
SIGLUFJÖRÐUR 1.33 1,5 7.44 0,0 14.07 1,3 19.49 0,2 3:37 23:08
DJÚPIVOGUR 0.20 0,4 6.23 2,2 12.39 0,2 18.50 2,2 3:40 22:28
Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið
Á mánudag
Norðaustan 8-13 m/s og væta
á N- og A-landi en annars skýj-
að að mestu. Hiti 8 til 18 stig,
hlýjast SV-til.
Á þriðjudag, miðvikudag,
fimmtudag og föstudag
Norðlægar áttir og fremur
vætusamt, en skúrir SV-til. Hiti
7 til 15 stig, hlýjast SV-lands.
Tunglfylling: 24,68% fylling,
vaxandi (= ca. plús 25%)
VEÐRIÐ NÆSTU DAGA
SPÁ KL. 12.00 Í DAG
Austan 5-10 metrar á sekúndu,
skýjað með köflum norðan- og
vestanlands en rigning suð-
austantil.
grein fyrir því að Icesave-samningurinn hvíldi
þungt á þingmönnum. Það væri hins vegar ekki
kostur í stöðunni fyrir Alþingi að fella samninginn
enda hefði verið skrifað undir hann með fyrirvara
um samþykki Alþingis.
Þegar forsætisráðherrann lét þessi orð falla
hélt ég að Jóhanna blessunin væri bara gengin af
göflunum. Hvernig má það vera að forsætisráð-
herra leyfi sér að tala af slíku virðingarleysi til
hins háa Alþingis? Hún var beinlínis að segja, að
Alþingi yrði að samþykkja ríkisábyrgðina, hvort
sem þingheimi líkaði betur eða verr. Hún var að
segja að Alþingi væri bara stimpilsamkunda, sem
ætti að stimpla gerðan samning og lögleiða þar
með. Hún var að segja að framkvæmdavaldið
segði löggjafanum fyrir verkum. Hún var beinlín-
is að lýsa frati á þingræðið á Íslandi.
Er hægt að tala svona við 62 þingmenn Alþing-
is? Hvað finnst forseta Alþingis, Ástu R. Jóhann-
esdóttur, flokkssystur Jóhönnu, um ummæli for-
sætisráðherra? Hvað finnst Steingrími J.
Sigfússyni, formanni Vinstri grænna, um það
virðingarleysi sem forsætisráðherra sýndi Al-
þingi? Hvað finnst þingheimi öllum?
Gerir forsætisráðherra sér enga grein fyrir því
að við búum við þrískipt vald á Íslandi; fram-
kvæmdavald (ríkisstjórnin), löggjafarvald og
dómsvald?
Mér finnst það grafalvarlegt mál að forsætis-
ráðherra skuli tala með þeim hætti sem Jóhanna
gerir til Alþingis.
Vitanlega var samningurinn gerður með fyr-
irvara um samþykki Alþingis, en það er Alþingis
að samþykkja eða fella frumvarp fjármálaráð-
herra um ríkisábyrgð. Það er ekki í verkahring
forsætisráðherra að skipa Alþingi fyrir verkum.
Ég hef verið að velta því fyrir mér að undanförnu,
hvers konar gríðarlegan vanda við Íslendingar
eigum við að stríða, þar sem Icesave-samning-
urinn við Breta og Hollendinga er annars vegar,
og þá sérstaklega frumvarpið um hina umdeildu
ríkisábyrgð, sem nú er til umfjöllunar og með-
ferðar hjá fjárlaganefnd Alþingis.
Það er alveg ótrúlega erfitt að leggja mat á
þann samning sem gerður hefur verið fyrir hönd
íslenskra skattborgara í nútíð og framtíð, en eitt
er víst, að hagsmunir skattgreiðenda, sem, nota
bene, stofnuðu ekki til Icesave, réðu ekki för við
þá samningagerð og ekki heldur réttlætið.
Svo margir sérfræðingar, hagfræðingar, lög-
fræðingar, lektorar, prófessorar, heimspekingar,
rithöfundar og ég veit ekki hvað hafa stigið fram,
lagt orð í belg og allt vitað, ýmist um kosti eða
lesti Icesave-samningsins, að það er nóg til að æra
óstöðugan að reyna að henda reiður á spekinnni
allri, hvað þá að skilja og geta ályktað. Ýmist hafa
hinir fróðu úthúðað samningunum sem afarkost-
um sem við eigum að hafna, eða sagt að við séum
borgunarmenn þessara samninga og þótt það sé
súrt í broti, þá verðum við að borga.
Enn er ég sannfærð um að ekki hafi verið sýnt
fram á, að okkur beri að lögum að borga, en satt
best að segja, þá veit ég ekki með hvaða hætti
okkur er kleift að taka samninginn upp, því „okk-
ar menn“ virðast hafa
málað okkur út í
horn.
Jóhanna Sig-
urðardóttir for-
sætisráðherra
sagði á Alþingi á
fimmtudag að
hún gerði sér
Svo einfalt er það.
Annars finnst mér sem Guðbjartur Hannesson,
formaður fjárlaganefndar, hafi komið fram af
festu undanfarið og sýnt að hann er ekki einhver
strengjabrúða sem forsætisráðherra getur kippt í
spottana á að vild. Hann hefur af yfirvegun og
skynsemi sagt að það væru margar hliðar á Ice-
save-málinu sem þyrftu frekari skoðunar við og
nefndin myndi ekki afgreiða málið frá sér til Al-
þingis fyrr en þeirri skoðun væri lokið. Eins bíður
fjárlaganefnd eftir áliti hagfræðistofnunar Há-
skóla Íslands á efnahagslegum áhrifum af samn-
ingnum um Icesave.
Loksins var skynsamleg ákvörðun tekin á Al-
þingi á fimmtudag, þegar samkomulag allra
flokka náðist um að fresta þingfundum fram yfir
verslunarmannahelgi, eða til þriðjudagsins 4.
ágúst. Þetta var niðurstaða af fundi formanna
allra flokka á þingi og af fundi allra þingflokks-
formanna.
Vikan sem framundan er verður notuð til
nefndastarfa, enda er tilgangur þess að gera hlé á
þingfundum sá að þingnefndir fái þann tíma sem
þær þurfa til þess að ná utan um Icesave-málið.
Þetta eru skynsamleg vinnubrögð og sjálfsagt er
þörfin á þverpólitískri samstöðu ekki brýnni í
nokkru máli en einmitt í Icesave-málinu. Vinnu-
brögð af þessu tagi vekja í það minnsta veikar
vonir um að frumvarpið
geti tekið slíkum breyt-
ingum í þverpólitísku
samstarfi í fjár-
laganefnd, að nið-
urstaðan verði ekki
jafn skelfileg og allt
hefur hingað til bent
til að hún yrði.
agnes@mbl.is
Agnes segir …
Loksins rétt ákvörðun!
Virðingarleysi Jóhanna Sig-
urðardóttir forsætisráðherra.
gefur lítið fyrir þingræðið.
Staðfastur Guðbjartur Hann-
esson, formaður fjárlaganefnd-
ar, er engin strengjabrúða.
Steingrímur J.
Sigfússon Ásta R.
Jóhannesdóttir