Morgunblaðið - 26.07.2009, Blaðsíða 16
16 Þjóðarbúið
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
1
Geta Íslendingar
staðið undir
skuldbindingum
vegna Icesave?
2
Ef við tökum
á okkur þessar
skuldbindingar,
megum við þá
við áföllum, svo
sem aflabresti?
3
Yrðu
lífeyrissjóðirnir
þjóðnýttir?
4
Hver eru áhrifin
á lífskjör
í landinu –
daglegt líf
landsmanna?
5
Hver eru áhrifin
á þá vinnu sem
stendur yfir
um viðbrögð
við kreppunni?
Þórólfur
Matthíasson,
prófessor
í hagfræði
við Háskóla
Íslands.
1 Seðlabanki Íslands meturgreiðslubyrði íslenska ríkisins
vegna Icesave-skuldbindinga á
bilinu 3,1% til 1,7% af tekjum lands-
manna á árabilinu 2016 til 2023.
Forsendan er að eignir Landsbank-
ans dugi til að greiða 75% af for-
gangskröfum í þrotabúið. Létta má
árlega greiðslubyrði með endur-
fjármögnun lánanna. Greiðslubyrðin
getur með þeim hætti lægst orðið
um 1% af tekjum landsmanna
(mældum á mælikvarða lands-
framleiðslunnar). Til samanburðar
má nefna að það er svipað hlutfall
og aðrar norrænar þjóðir gefa sem
þróunaraðstoð. Augljóst er að ná-
grannaþjóðirnar telja sig geta rekið
sín hagkerfi þó svo ríflega 1% af
tekjum séu teknar út úr kerfinu.
Þessi upphæð jafngildir líka hag-
vexti eins ársþriðjungs. Við eðlileg-
ar aðstæður ættu Íslendingar því
ekki að eiga í nokkrum vandræðum
með að standa undir fjárútlátum á
borð við Icesave. En nú háttar svo
að erlendar skuldir Íslands eru
mjög miklar vegna bankahrunsins.
Það er engu að síður mat seðlabank-
ans að Ísland geti staðið við skuld-
bindingar sínar enda stuðli stjórn-
völd að góðri nýtingu
framleiðsluþátta á næstu árum.
Sagt með öðrum orðum, sé stjórn
efnahagsmála ógætileg gæti stefnt í
óefni, en það yrði þó ekki hægt að
kenna Icesave-samningnum einum
og sér um hugsanlegt greiðsluþrot
ríkissjóðs. Til að öllu sé til haga
haldið skal minnt á að „hin hliðin“ á
hinum gífurlegu erlendu lántöku er
mikið magn hálf- eða fullfrágeng-
inna mannvirkja, iðnaðar-, tónlistar-
og íbúðarhúsnæðis og samgöngu-
mannvirkja. Þó að þessi mannvirki
skapi litlar tekjur nú standa vonir til
að öðruvísi horfi við á tímabilinu í
kringum 2020.
2 Ef við tökum á okkur þessarskuldbindingar, megum við þá
við áföllum, svo sem aflabresti? Þær
miklu erlendu skuldbindingar sem
við höfum tekið á okkur takmarka
möguleika okkar á að jafna út af-
komusveiflur með erlendum lánum.
Mæta verður óhagstæðum breyt-
ingum á viðskiptakjörum eða öðrum
óhagfelldum ytri breytingum með
lækkun kaupmáttar og lækkun lífs-
kjara. Á sama hátt yrði skynsamlegt
að mæta jákvæðum breytingum á
viðskiptakjörum með því að greiða
niður skuldir en ekki með því að
auka kaupmátt.
3 Sé ekki skynsemina í slíkri ráð-stöfun því þjóðnýttar eignir
skulu bættar að fullu! Ríkið getur
því ekki bætt stöðu sína með þjóð-
nýtingu fjármagns.
4 Á árunum 2003 til 2008 var hald-ið uppi fölskum lífskjörum á Ís-
landi. Met var sett í halla á við-
skiptum við útlönd á hverju ári á
þessu árabili. Á mannamáli þýðir
það að íslenska þjóðin tók lán fyrir
neyslu sinni og lífsstíl. Nú er komið
að skuldadögum. Þessir skuldadag-
ar eru harkalegir og má líkja við
vanda þess sem kaupir dýrasta
sportbílinn á markaðnum á lánum
og ekur honum á vegg í fyrstu öku-
ferð; við sitjum uppi með atvinnulíf
þar sem stuðarinn er kominn inn í
vatnskassann og framrúðan er úti á
stétt. Þessu til viðbótar eigum við
eftir að borga upp miklar skuldir
sem voru notaðar til að fjármagna
veisluna. Icesave-samkomulagið er
bara einn þátturinn af því skulda-
uppgjöri. Lífskjör munu á næstu ár-
um verða mun lakari en þau voru á
lífskjarafölsunartímanum 2003 til
2008. Hvort við samþykkjum eða
fellum Icesave-samkomulagið breyt-
ir engu um það. Mitt mat er þó að
það sé betra fyrir okkur að borga
skuldir í samkomulagi við kröfu-
eigendur en að neyða þá til harka-
legri aðgerða á borð við frystingu
eigna eða takmarkanir á aðgangi að
fjármálamörkuðum. Vandi íslenskra
stjórnvalda er að halda utan um
hina óhjákvæmilegu lífskjaraskerð-
ingu án þess að rústa mennta-, heil-
brigðis- og félagskerfi okkar. Það er
risavaxið verkefni og alls ekki útséð
um að það takist.
5 Icesave-skuldbindingin er hlutiaf kreppunni. Almennt talað má
fullyrða að þeim mun minni sem er-
lendar skuldir eru þeim mun styttri
tíma tekur að komast út úr krepp-
unni. Það verður að skrifast á Fjár-
málaeftirlitið, Seðlabanka Íslands,
viðskiptaráðuneytið, fjármálaráðu-
neytið og forsætisráðuneytið að hafa
ekki brugðist við ábendingum frá
systurstofnunum í Hollandi og Bret-
landi áður en Landsbankanum tókst
að safna jafn háum upphæðum und-
ir hatti Icesave og raun ber vitni.
Hefðu íslenskir eftirlitsaðilar verið
starfi sínu vaxnir væru erlendar
skuldir íslensku þjóðarinnar veru-
lega lægri en þær eru nú. Hefðu ís-
lenskir bankamenn verið varkárari í
strandhöggum sínum erlendis væri
staða íslensks efnahagslífs jafnvel
öfundsverð nú, svo vitnað sé til yf-
irskriftar síðustu skýrslu greining-
ardeildar Landsbankans.“
Framrúðan er úti á stétt
Gylfi Zoëga
hagfræðingur,
prófessor
við Háskóla
Íslands
1 Það er ekki rétt að líta á rík-isábyrgð vegna Icesave-
samningsins sem einangrað fyr-
irbæri. Nú er unnið að efnahags-
áætlun um endurreisn efnahagslífsins
sem samin var í samráði við Alþjóða-
gjaldeyrissjóðinn á síðasta ári. Þau
skref sem nú er verið að taka lúta að
endurfjármögnun á bankakerfi, áætl-
un um ríkisfjármál og samningum við
Breta og Hollendinga. Tilgangurinn
er að skapa forsendur fyrir afnámi
gjaldeyrishafta, lækkun vaxta og að-
gengi fyrirtækja og stofnana að er-
lendu fjármagni til þess að hagvöxtur
geti orðið sem mestur hér í framtíð-
inni. Ef ekki tekst að endurvekja
traust og trú á efnahagslífinu verður
afleiðingin að öllum líkindum lágt
gengi krónu, háir vextir, fjármagns-
skortur, langvarandi atvinnuleysi,
minni hagvöxtur og verri lífskjör. Það
væri eins unnt að snúa spurningunni
við: Höfum við efni á að hafna Ice-
save-skuldbindingunum? Þá yrði
væntanlega ekki gengið frá lána-
samningum við Norðurlönd, endur-
skoðun AGS myndi frestast og tiltrú
fjárfesta minnka. Þá verða vextir
væntanlega hærri fyrir vikið, höftin
áfram og tvísýnna verður með fjár-
mögnun ýmissa lykilstofnana og fyr-
irtækja. Ákvörðun Norræna fjárfest-
ingabankans um að hætta að lána
íslenskum fyrirtækjum er eitt dæmi
um afleiðingar skorts á tiltrú og
trausti.
2Gengi krónunnar mun breytast áþann veg að nægilegur viðskipta-
afgangur myndist til þess að greiða
skuldbindingarnar hver svo sem afli
verður. Ef afli er minni þá lækkar
gengi krónunnar, innflutningur verð-
ur dýrari og lífskjör lakari en lægra
gengi mun efla útflutning og minnka
innflutning og við munum geta staðið
í skilum með skuldbindingarnar.
Reyndar mun gengi krónunnar
næstu 15 árin endurspegla væntingar
um þessar greiðslur og aðrar og enn
lengur ef við síðan tökum lán til þess
að greiða Icesave-lánið niður og
dreifum byrðinni þannig yfir lengri
tíma. En gengið mun einnig fara eftir
tiltrú fjárfesta og þar með umfangi
erlendra fjárfestinga hér á landi og
nýrra erlendra lána.
3Nei, en tekjur af erlendum eign-um, þar með talið eignum lífeyr-
issjóða, munu hjálpa til við gjaldeyr-
isöflun til þess að standa straum af
vöxtum og afborgunum vegna Ice-
save og annarra lána sem nú eru tek-
in vegna fjármálakreppunnar. Íslend-
ingar eru reyndar að koma mun
betur út úr hruninu hvað skuldastöðu
varðar en gefið er til kynna í um-
ræðunni. Erlendar skuldir lækka úr
því að vera meira en 13 þúsund millj-
arðar króna í árslok 2008 í það að
vera um þrjú þúsund milljarðar í árs-
lok 2009 ef Icesave-samkomulagið
verður samþykkt. Erlendir aðilar
verða fyrir mun meira tapi en íslensk-
ir skattgreiðendur! Erlendar skuldir
umfram eignir munu í árslok 2009
nema um 100% af vergri landsfram-
leiðslu ef Icesave-samkomulagið er
tekið með í reikninginn sem verður
að teljast vel sloppið í ljósi þess að hér
urðu nokkur mestu gjaldþrot hagsög-
unnar. Reynsla annarra landa sem
lent hafa í fjármálakreppu kennir
okkur að kreppan nær botni um
tveimur árum eftir að áfallið dynur
yfir og síðan getum við búist við góð-
um hagvexti ef rétt er haldið á mál-
um. Hins vegar aukast alltaf skuldir
ríkisins vegna kostnaðar við að bjarga
eða endurreisa fjármálakerfi og halla
á rekstri á meðan á kreppunni stend-
ur og það getur tekið einhvern tíma
fyrir atvinnuleysi að minnka. Aukning
ríkisskulda er því eðlilegur þáttur í
því aðlögunarferli sem við erum að
fara í gegnum. Nú skiptir mestu máli
að efla trú á efnahagslífi hér á landi og
traust á stjórnvöldum, að þau komi á
sem sanngjarnastan hátt fram við er-
lenda lánveitendur og sparifjáreig-
endur.
4Lífskjörin næstu árin verða verrien ef bankarnir hefðu ekki verið
einkavæddir, þeir ekki notaðir sem
fjárfestingabankar fyrir eigendur
sína og þeir ekki orðið gjaldþrota. En
höfnun Icesave-samkomulagsins mun
ekki endilega bæta úr skák. Auðvitað
er æskilegt að fá sem hagstæðastan
lánasamning en þegar ákvörðun er
tekin um hvort reyna eigi að ná betri
samningi verður að hafa í huga að því
fylgir mikill kostnaður að lifa við láns-
fjárskort, háa vexti og fjármagnshöft.
Því er slíkt ekki ráðlegt nema góðir
möguleikar séu á því að ná slíkum
betri samningi á skömmum tíma.
Betra væri þá að samþykkja með ein-
hverjum fyrirvörum, t.d. um endur-
skoðunarákvæði. Samþykkt rík-
isábyrgðar mun draga úr óvissu,
auka traust erlendra fjárfesta og
flýta fyrir vaxtalækkunum og betra
aðgengi að erlendu lánsfé.
5Höfnun Icesave-samkomulagsinsmun væntanlega hafa í för með
sér að endurreisn efnahagslífsins
verður seinkað. Meginvandinn sem
landið stendur frammi fyrir er skort-
ur á trausti og tiltrú erlendra fjár-
málamarkaða, fyrirtækja og stjórn-
valda. Það er því afar mikilvægt að
semja við erlenda kröfuhafa og sýna
að við komum fram við erlenda spari-
fjáreigendur í íslenskum bönkum á
sanngjarnan hátt. Því má heldur ekki
gleyma að hluti af Icesave-innistæð-
unum fór í neyslu og fjárfestingu á Ís-
landi á undanförnum árum. Icesave-
samningurinn er erfiður en rétti lær-
dómurinn af honum er sá að rekstur
banka er þess eðlis að hagnaður kem-
ur til eigenda en tap til skattgreið-
enda, innlendra sem erlendra, og því
þarf að tryggja að varkárir ein-
staklingar eignist banka sem ekki
hafa aðra viðskiptahagsmuni og að
þeir þurfa að sæta stöðugu eftirliti
hlutlausra eftirlitsstofnana og seðla-
banka sem gæta hags almennings.
Höfnun líkleg til að seinka endurreisn efnahagslífsins
Jón Steins-
son hag-
fræðingur,
lektor við
Columbia-
háskóla
í New
York.
1 Já. Þetta snýst ekki um þaðhvort við getum greitt
þessar skuldbindingar. Það er
klárt mál að við getum greitt
þær. Hin raunverulega spurning
er hvort það svarar kostnaði
fyrir okkur að standa við þenn-
an samning eða ekki. Seðla-
bankinn metur að kostnaðurinn
við að standa við núverandi
samning sé 240 ma.kr. Ábatinn
við að standa við samninginn
felst aðallega í betri sam-
skiptum við alþjóðasamfélagið
en ef við fellum samninginn og
reynum að semja upp á nýtt.
Því miður hefur umræðan um
þennan ábata einkennst af upp-
hrópunum á báða bóga.
Áður en Alþingi ákveður hvort
það samþykkir þennan samning
er nauðsynlegt að yfirveguð
umræða fari fram um afleið-
ingar þess að fella samninginn.
Hvað gera Bretar og Hollend-
ingar ef við viljum semja upp á
nýtt? Hvað myndu slíkar að-
gerðir vara lengi? Hversu mikl-
um skaða myndu þær valda
okkur?
Við værum langt því frá
fyrsta ríki heims til þess að
ákveða einhliða að semja upp á
nýtt um meintar skuldbindingar.
Það er nokkuð almenn skoðun
hagfræðinga sem rannsaka slík
tilfelli að kostnaður ríkja af því
að gera slíkt sé „ekki mikill“. Í
New York eru lögfræðiskrif-
stofur sem sérhæfa sig í því að
fara með mál ríkja eins og Arg-
entínu þegar þau ákveða ein-
hliða að endursemja um skuldir
sínar. Eitt sem ríkisstjórn Ís-
lands gæti gert væri að fá ráð-
gjöf eða álit frá þessum lög-
fræðingum um líklegar
afleiðingar þess að ákveða ein-
hliða að semja upp á nýtt.
Afleiðingarnar af því að hafna
núverandi samningi beint eða
óbeint og leitast við að semja
upp á nýtt munu án efa ráðast
að miklu leyti af yfirlýsingum
okkar um hvað við séum tilbúin
að semja um að borga. Ef okkar
afstaða er að við eigum ekki að
greiða neitt og að Bretar og
Hollendingar eigi einfaldlega að
höfða mál fyrir héraðsdómi
mætti segja mér að alþjóða-
samfélagið setti óbærilegan
þrýsting á okkur. En ef afstaða
okkar er sú að við munum
standa við lágmarkstrygginguna
svo framarlega sem eignir
Landsbankans gangi óskiptar
upp í þá kröfu (þ.e. að Trygg-
ingasjóður hafi forgang) þá er
ég alls ekki viss um að þjóðir
heims fari með okkur eins og
sjóræningja. En þetta þarf að
hugsa rækilega.
2 Ef við tökum á okkur þessarskuldbindingar en lendum
síðan í miklum áföllum þá get-
um við einfaldlega hætt að
greiða og farið fram á að samið
verði upp á nýtt.
3 Nei!! Það er fráleitt.
4 Til þess að greiða þessaskuld þurfum við talsvert
hærri skatta og lægri ríkisút-
gjöld en ella. Það mun hafa nei-
kvæð áhrif á lífskjör. Háir skatt-
ar eru vinnuletjandi. Þessi skuld
mun því draga þrótt úr hagkerf-
inu í mörg ár. En við þurfum líka
að skila mjög miklum afgangi af
viðskiptajöfnuði til þess að
greiða þessa skuld. Það mun að
öllum líkindum þýða að gengi
krónunnar verður talsvert lægra
um árabil en það ella væri. Ein
afleiðing lágs gengis er hátt
verð á innfluttum vörum. Það
mun koma niður á lífskjörum al-
mennings. 240 ma.kr. eru há
upphæð. Það er ekki hjá því
komist að greiðsla slíkrar upp-
hæðar hafi talsverð áhrif á lífs-
kjör.
4 Þau yrðu tvískipt. Hið já-kvæða væri að samþykkt
samningsins myndi draga úr
óvissunni sem þetta mál skapar.
Líklega myndi lánshæfismat rík-
issjóðs batna. Líkurnar á því að
okkur verði tekið vel af ESB
myndu aukast mjög. Væntingar
um að við tökum upp evru fyrr
en síðar myndu líklega aukast.
Þá væri síðustu hindruninni
hvað það varðar að aflétta
gjaldeyrishöftunum rutt úr vegi.
Hið neikvæða væri hins vegar
hærri skattar og lægri ríkisút-
gjöld en ella, sem myndi draga
þrótt úr hagkerfinu.
DREGUR ÞRÓTT ÚR
HAGKERFINU Í MÖRG ÁR