Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 17
17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
Þótt mýmörg dæmi séu um höf-undarrétt á bulli, klóra íbúarBæjaralands í Þýskalandi sér í
kollinum yfir málaferlum, sem eru
nýhafin í München. Þau snúast um
höfundarrétt á stefinu Holla-rä-di-ri,
di-ri, di-ri í einu vinsælasta og fræg-
asta jóðli Alpa-héraðanna í Mið-
Evrópu, Kufstein-söngnum eftir tón-
skáldið Karl Ganzer. Stefið sem og
önnur í svipuðum dúr í jóðli eru nefni-
lega bull í þeim skilningi að þau eru á
engu máli og þar af leiðandi óþýð-
anleg.
Frá ómunatíð hafa kátir sveinar í
Ölpunum jóðlað til að fanga hjörtu
mjaltastúlkna og síðustu tvær ald-
irnar hafa góðglaðir gestir á Október-
fest í München jóðlað af hjartans lyst.
Á steinöld jóðluðu menn af einskæri
gleði yfir fegurð og undrum náttúr-
unnar. Mongólskir þjóðflokkar eru
sagðir hafa jóðlað á ákveðinn hátt til
að ná hverjir til annarra yfir stepp-
urnar og ættflokkar í Afríku og Asíu
notuðu sömuleiðis visst afbrigði af
jóðli.
Jóðl er ekkert grín
Öllum hefur verið frjálst að jóðla,
hvað sem er og hvenær sem er, sjálf-
um sér og öðrum til ánægju og ynd-
isauka. Opinberlega líka ef því er að
skipta. Fyrir Bæjara er jóðl þó ekk-
ert grín, a.m.k. ekki hjá erfingjum
Ganzers, sem hafa lögsótt Egon
Frauenberger, útgefanda, en sá
kveðst hafa samið fyrrgreindan jóðl-
kafla. Erfingjarnir halda því hins
vegar fram að Ganzer eigi heiðurinn
af Holla-rä-di-ri, di-ri, di-ri, sem hann
hafi samið fyrir 60 árum, og vilja
hindra að Frauenberger fái áfram
einn tólfta höfundarlaunanna. Holla-
rä-di-ri, di-ri, di-ri er sannkölluð pen-
ingamaskína því söngurinn hljómar
látlaust í Þýskalandi og Austurríki. Í
báðum löndunum hafa vinsældir
þjóðlagatónlistar aukist og er hún
jafnan leikin á besta tíma á ríkissjón-
varpsstöðvunum. Í hvert skipti sem
hljómsveitir til flutnings,“ segir lög-
fræðingurinn.
Frjáls atkvæði
Jóðlsérfræðingurinn Josef Ecker,
sem kennt hefur þúsundum nemenda
söng, kveðst ekki skilja hvernig nokk-
ur geti krafist höfundarréttar á jóðli.
„Jóðl er gert úr einstökum atkvæð-
um, ekki orðum. Atkvæðin eru frjáls
og almenningseign,“ segir Ecker,
sem er Bæjari í húð og hár. Hann
heldur því fram að jóðl veiti fólki and-
lega fullnægju, sem æ fleiri um allan
heim kunni að meta. „Jóðl er listform,
sem á rætur að rekja þúsundir ára
aftur í tímann, og fjallar um sam-
skipti manns og náttúru,“ útskýrir
hann. Jóðl hafi líka sprottið af þörf
mannsins til samskipta við aðra þótt
auðnir og öræfi hafi skilið þá að.
Bændur í Ölpunum hafi jóðlað með
mismunandi hætti eftir því hvort þeir
kölluðu á hjálp, döðruðu við mjalta-
stúlkur í næsta þorpi eða versluðu
með nautgripi.
Holla-rä-di-ri, di-ri, di-ri virðist því
ekki vera neitt bull þegar öllu er á
botninn hvolft.
Holla-rä-di-ri, di-ri, di-ri . . .
Jóðl
‘‘JÓÐL Á RÆTUR AÐREKJA ÞÚSUNDIR ÁRAAFTUR Í TÍMANN
Októberfest Gamlar hefðir eru í heiðri hafðar á árlegum bjórhátíðum í
München þar sem góðglaðir gestir eiga til að bresta í jóðl að þjóðlegum sið.
umrætt jóðl er flutt opinberlega rúlla
peningarnir til erfingja Ganzers – og
tólfti hlutinn til Frauenberger.
Lögfræðingur Frauenberger segir
Ganzer upphaflega hafa samið Kuf-
stein-sönginn, sem fjallar um dá-
semdir samnefndrar austurrískrar
borgar, sem nokkurs konar tangó.
Hins vegar hafi skjólstæðingur sinn,
vinur Ganzers, gert viðamiklar breyt-
ingar sem gáfu söngnum slagkraft í
anda Alpanna.
Í frumútgáfunni var stefið Di-da,
di-da-da-da-da öflugt „gauks-jóðl“,
eins og það er útskýrt á Spiegel On-
line. „Frauenberger gerði jóðlið
meira spennandi fyrir gesti í tjöld-
unum á Októberfest og líka fyrir
Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is
Birt með fyrirvara um prentvillur. Heimsferðir áskilja sér rétt til leiðréttinga á slíku.
Ath. að verð getur breyst án fyrirvara.
Costa del Sol
frá kr. 89.990 – 2 vikur
– með eða án fæðis
Aðeins örfá sæti & íbúðir á þessu kjörum!
Heimsferðir bjóða frábær tilboð á allra síðustu sætunum til
Costa del Sol þann 11. ágúst í 2 vikur. Í boði er stökktu tilboð,
með eða án fæðis, þar sem þú bókar sæti (og fæðisvalkost) og
4 dögum fyrir brottför færðu
að vita hvar þú gistir. Gríptu
þetta frábæra tækifæri og
njóttu lífsins í sumarfríinu á
vinsælasta sumarleyfisstað
Íslendinga á ótrúlegum
kjörum.
Verð kr. 89.990
Netverð á mann, m.v. 2 fullorðna og 2
börn í íbúð í 2 vikur. Stökktu tilboð 11.
ágúst. Verð m.v. 2 saman kr. 99.990.
Aukalega fyrir hálft fæði í 2 vikur kr.
44.000 fyrir fullorðna og kr. 22.000 fyrir
börn.
11. ágúst
Stökktu til
Allra síðustu sætin!
Trúlega varð Edward TheodoreGein engum harmdauði þegarhann lést úr hjartabilun á geð-
sjúkrahúsi í Madison, Wisconsin, 26.
júlí 1984. Hann var á sjötugasta og
áttunda aldursári og hafði verið bak
við lás og slá frá árinu 1957 þegar lög-
reglan fann höfuð- og innyflalaust lík
eiganda járnvöruverslunar, Bernice
Worden, á bóndabýli hans og æsku-
heimili.
Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós
enn frekari óhugnað; fjölda haus-
kúpna auk ýmissa húsmuna úr lík-
amshlutum og flíka, t.d. sokka og ein-
hvers konar galla, sem Gein hafði búið
til úr mannshúðum.
Þótt lögreglan fyndi líkamsleifar tíu
kvenna á víð og dreif um heimili Geins
var hann að lokum aðeins dæmdur
fyrir tvö morð, annars vegar á fyrr-
nefndri Worden og hins vegar á konu
að nafni Mary Hogan, sem hvarf 1954.
Hin líkin kvaðst Gein hafa grafið upp í
kirkjugörðum af nýlátnum konum,
sem höfðu minnt hann á móður hans.
Óhugnaðurinn sem blasti við lög-
reglumönnunum á heimili hans var
meiri viðbjóður en orð fá lýst. Ekki
kom á óvart að Gein var úrskurðaður
geðveikur og vanhæfur til að koma
fyrir dóm og sendur rakleiðis á geð-
sjúkrahús.
Ömurleg æska
Ed Gein og eldri bróðir hans,
Henry, ólust upp hjá stjórnsamri
móður og ofbeldisfullum og drykk-
felldum föður á afskekktum bóndabæ
í Plainfield í Wisconsin. Hann er sagð-
ur hafa verið ákaflega hændur að
móður sinni, sem innrætti honum að
konur – að henni sjálfri undanskilinni
– væru hórur og verkfæri djöfulsins
og kynlíf væri af hinu illa. Hún las á
hverjum degi fyrir syni sína úr Biblí-
unni, einkum kafla úr Gamla testa-
mentinu, sem fjölluðu um dauða,
morð og makleg málagjöld, og ein-
angraði þá sem best hún gat.
Því var þó ekki þannig farið að
margir vildu vingast við Ed. Hann
þótti bæði kvenlegur og fráhrindandi
í framkomu, hló gjarnan upp úr eins
manns hljóði og var fyrir vikið álitinn
skrýtinn og lagður í einelti í skóla. Öf-
ugt við Henry varð Ed æ háðari móð-
ur sinni og vildi þóknast henni á alla
lund. Báðir bjuggu í foreldrahúsum
þótt komnir væru hátt á fertugsaldur
og ítök og áhrif móðurinnar á líf
þeirra jukust frekar en hitt eftir
dauða föður þeirra 1940. Henry hafði
áhyggjur og lá ekki á þeirri skoðun
sinni að hún hefði slæm áhrif á Ed, en
hann mátti ekki heyra orðinu á hana
hallað og brást reiður við. Vorið 1944,
þegar Henry fannst látinn með
áverka á höfði á vettvangi þar sem
þeir bræður höfðu daginn áður reynt
að slökkva eld, var Ed svo grunaður
um að hafa ráðið honum bana. Hann
var þó ekki sóttur til saka og kann að
hafa notið góðs af því að þeir Gein-
bræður voru sæmilega þokkaðir. Þeir
höfðu unnið ýmis tilfallandi störf og
meira að segja hafði Ed stundum tek-
ið að sér að gæta barna nágranna
sinna og þótti farast starfið vel úr
hendi.
Undarlegur í háttum
Eftir lát Henrys bjuggu þau mæðg-
inin saman á býlinu þar til móðir hans
lést 1945. Upp frá því bjó Gein einn í
kotinu og varð sífellt undarlegri í hátt-
um. Hann læsti og byrgði fyrir glugga
í öllum herbergjum og hafðist við í lít-
illi skonsu við eldhúsið. Þar sökkti
hann sér niður í bækur um læknis- og
líffærafræði, hryllingsskáldsögur og
klámtímarit og tók til við að grafa upp
lík í kirkjugörðum. Á árunum 1947 til
1954 er talið að hann hafi farið fjörutíu
sinnum að næturlagi í þeim erinda-
gjörðum.
Þegar Bernice Worden hvarf í nóv-
ember 1957 beindist grunur lögregl-
unnar fljótlega að Gein. Við húsleit
fannst lík hennar illa útleikið í skúr á
landareign hans og inni í húsinu blasti
fyrrnefndur viðbjóður við laganna
vörðum. Worden hafði verið skotin
með 22 kalíbera riffli áður en Gein
svívirti líkið á flestan mögulegan
máta. Þótt hann játaði bæði morðin á
Worden og Hogan, líkránin og við-
urstyggilega meðferð líkanna þvertók
hann fyrir að vera náriðill. „Þau [lík-
in] lyktuðu svo illa,“ útskýrði hann.
Þótt Ed Gein sé steindauður í
kirkjugarðinum í Plainfield, hefur
hann gengið aftur í kvikmyndum, tón-
list og bókmenntum. Hann og voða-
verk hans urðu rithöfundinum Robert
Bloch til að mynda innblástur að
sögupersónunni Norman Bates í
skáldsögunni Psycho, sem kom út
1959. Ári síðar gerði kvikmyndaleik-
stjórinn Alfred Hitchcock persónu
Bates ódauðlega í samnefndri bíó-
mynd með Anthony Perkins sem
brjálæðinginn. Keðjusagarmorðing-
inn frá Texas (The Texas Chainsaw
Massacre) frá 1974 með hinum hálf ís-
lenska Gunnari Hansen dregur um
margt dám af Ed Gein og sömuleiðis
mannætan djöfullega, Hannibal
Lechter, sem Anthony Hopkins túlk-
að eftirminnilega í Silence of the
Lambs og fleiri myndum um illfyglið
ógurlega.
Á þessum degi...
26. JÚLÍ 1984 LÉST BANDARÍSKI MORÐ-
INGINN OG LÍKRÆNINGINN ED GEIN
Illmenni Ed Gein játaði á sig tvö morð og
nokkur líkrán.
Húsið á hæðinni Hús Normans Bates þar sem skelfilegir atburðir gerast í
kvikmyndinni Psycho eftir Alfred Hitchcock.
Brjálæðingur Anthony Perkins
sem Norman Bates í Psycho.
Hannibal Anthony Hopkins lék
óbermið Hannibal Lechter sem
eins og Gein saumaði stakka úr
mannshúðum.