Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 20

Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 20
20 Kvikmyndir MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Eftir Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is K vikmyndaáhugamenn bíða jafnan spenntir eftir nýju verki frá Mann; þó honum séu mislagðar hendur vita þeir að frá þeim bæ er miklar líkur á stórvirki á hverri frumsýningu. Hann er einn af mörgum kvikmyndagerðarmönnum sem haldnir eru ólæknandi fullkomn- unaráráttu, en Mann stígur skrefi lengra. Hann frumsýnir ekki verk sín annars staðar en í einum sögufræg- asta sýningarsal í Hollywood, Zanuck Theatre, sem var, eins og nafnið bendir, til einkasalur hins litríka stjórnanda kvikmyndaversins 20th Century Fox og innan hartnær ald- argamalla múra þess. Ekki nóg með það, Mann verður að sitja í sínu uppá- haldssæti í röð nr. 7, annars er allt í voða. UM mánaðamótin júní/júlí kom hann sér þar þægilega fyrir ásamt sínu fólki og rúllaði í gegn Public Enemies. Á sjötugsaldri og síbrattur Mann er orðinn 66 ára en jafn gal- vaskur og úthaldsgóður sem fyrr. Hann telst til fámenns hóps leik- stjórablóma Hollywood, ásamt Mart- in Scorsese, Clint Eastwood, Ridley Scott, David Fincher auk e.t.v. ör- fárra annarra sem eru bæði hátt skrifaðir hjá gagnrýnendum og laða að sér bestu kraftana á öllum sviðum kvikmyndagerðar. Sú staða veitir þeim frelsi til að leita fanga á erfiðum og ekkert frekar gróðavænlegum slóðum sem þeir kjósa, víðs fjarri framhalds- og teiknimyndahetjumoð- inu. Mann hefur aldrei gert of- ursmell, af myndunum hans 9 hefur engin náð að brjóta 100 milljóna dala múrinn í N-Ameríku. Public Ene- mies virtist á góðri leið að ná því marki – þangað til Harry Potter kom með galdraryksuguna. Síðasta mynd hans, Miami Vice, kom og fór án þess að marka spor. Engu að síður hefur hann áunnið sér rétt til að gera það sem honum býr í brjósti, með styrkri hjálp stjarnanna sem sogast að verk- um hans frá freistingum aðsókn- arlega öruggari meðalmynda: Will Smith, Tom Cruise, Robert De Niro, Daniel Day Lewis, Al Pacino, Jamie Foxx og nú síðast Johnny Depp. Þeir telja gæði og hugsanleg metorð veigameiri en peninga. Mann fær þá sem hann vill í sínar raðir, m.a. starf- aði alræmdur sakamaður og banka- ræningi sem ráðgjafi við gerð Public Enemies Hefur aðdráttarafl Það er auðvelt að sjá hvað það er sem laðar stjörnurnar að handrita- höfundinum og leikstjóranum Mann. Hann hefur næmt eyra fyrir sam- tölum, frábært auga fyrir átökum og á einkar gott með að umgangast lit- róf mannkynsins, löggur, bófa, stjörnur, skúringarkonur og allt þar á milli: Maðurinn er sjarmör. Hvað gerist þegar kvikmynda- mógúlarnir reyna að hafa stjórn á kvikmyndagerðarmanni sem er ill- viðráðanlegur? Einhver sagði að það væri ekki fyrir hjartveika að reyna slíkt. Eftir að hafa marga hildi háð við Mann hefur fjöldi framleiðanda svarið af sér frekari samvinnu við vandræðagripinn. Einkum hefur tak- markalaus fjáraustur með óhjá- kvæmilegum fylgikvilla tapreksturs fælt kvikmyndaverin frá honum. Pu- blic Enemies kostaði röskar 100 milljónir dala en var tilbúin innan tímamarka, sem má einkum þakka yfirvofandi verkfalli leikarasamtak- anna (SAG), í fyrra. Tíminn læknar öll sár Andrúmsloftið breytist með ár- unum, gæði kvikmyndanna standa jafnan fyrir sínu á meðan snjóar yfir baslið kringum Mann. Bardagi hans við Amy Pacal, stjórnarformann Sony Pictures (Columbia), framleið- anda Ali (’01), er einkar minnis- stæður. Hún hélt varla sönsum yfir gall- hörðum ákvörðunum höfundarins/ leikstjórans, að halda grófum atriðum í myndinni, sem þýddi að hún var bönnuð inn- an 17 ára og fékk fyrir bragðið slappari aðsókn. En það er gleymt í dag. Mann og Dillinger Það er auðvelt að sjá vissa samlíkingu með þeim Mann og Dillinger, sem Depp túlkar af alkunnri snilld í Public Enemies, eins og verstu glæpamenn Banda- ríkjanna voru kallaðir á tímum áfeng- isbanns og kreppu. Mann er gler- harður nagli og sjálfstæður í anda gömlu Hollywood leikstjóranna og Dillinger, sem kynntur er til sög- unnar sem e.k. tímaskekkja: einrænn úlfur sem er ýtt út úr bankaránum af nýjum, skipulögðum glæpahringjum. Ein af lykilhugmyndum mynd- arinnar, sem Mann skrifaði í félagi við Ronan Bennett og Ann Biderm- an, er að það var ekki aðeins Hoover og FBI sem reyndu að ná Dillinger í skotfæri, heldur engu síður nýstofn- uð og öflug samtök glæpamanna sem litu á Dillinger og hans líka sem ógn við Mafíuna. Mann telur Dillinger ákaflega gamaldags en svo eldkláran í því sem hann tók sér fyrir hendur að honum tókst að komast af þrátt fyrir hrika- legar, óteljandi leitir og tilræði. Hann undirstrikar það í myndinni með því að sýna að svo að segja allir sam- starfsmenn hans voru skotnir í spað áður en hann sjálfur mætti örlög- unum utan við Biograph-kvikmynda- húsið í Chicago. Það voru tvo reginöfl á eftir honum, auk Hoovers og FBI með alla sína upplýsingaöflun og Erkifjandinn og Michael Mann Reuters Leikstjórinn með fullkomnunaráráttuna Michael Mann ásamt aðalleikurunum í Public Enemies, Johnny Depp og Marion Cotillard, í UGC Normandie kvik- myndahúsinu í París þar sem myndin var frumsýnd fyrr í mánuðinum. Mann hafði Depp einan í huga til að fara með hlutverk Dillingers. NÝJASTA VERK MICHAELS MANN ER ÓVENJULEG „SUMARMYND “, HARÐSOÐIN, METNAÐARFULL GLÆPAMYND UM ÓFRIÐINN SEM GEISAÐI Á MILLI FBI OG DILLINGERS Á KREPPUÁRUNUM Johnny Depp þykir notalegur á tökustað, er annt um fjöl- skylduna, en hann á tvö börn, 7 ára gamlan son og 11 ára dóttir með sambýliskonu sinni til fjölda ára, hinni undurfögru, frönsku leikkonu, Vanessu Paradis. Þau eiga hús í Suður- Frakklandi og Bandaríkjunum og flakka mikið á milli. Pa- radis leikur eingöngu í frönskumælandi myndum en Depp er þekktur fyrir að túlka hin ólíkustu hlutverk í þeim tæplega 50 myndum sem hann hefur leikið í. Framan af ferl- inum, á What’s Eating Gilbert Grape- árunum, minnti yfirbragð hans á bó- hema fyrri hluta 20. aldarinnar og virtist hann mjög á varðbergi að ger- ast ekki einn af ofurstjörnunum, sem hefði legið hæglega fyrir honum, með þessa litríku hæfileika og heillandi út- geislun sem skilar sér svo vel á tjaldið. Upp á síðkastið hefur hann slakað á klónni og er hvergi banginn við að leika í fyrirsjáanlegum kassastykkjum eins og fyrrgreindum sjóræningjamyndum. Á næstu árum munum við fá að berja þennan stórkostlega leikara augum í Lísu í Undralandi, undir leikstjórn Tims Burton; The Man Who Killed Don Quix- ote, eftir Terry Gilliam; Dali, og svo blundar fjórða myndin um sjóræningja Karíbahafsins rétt handan við hornið. Þjóðaróvinur nr. 1 Johnny Depp sem einræni úlfurinn John Dillinger ‘‘MANN ER ORÐ-INN 66 ÁRA ENJAFN GAL-VASKUR OG ÚT- HALDSGÓÐUR SEM FYRR. FBI Christian Bale leikur Pur- vis, hægri hönd Hoovers. Bankarán Dillinger réðst gegn stofnunum sem gerðu líf fólks óbærilegt á kreppuárunum í Bandaríkjunum. Johnny Depp

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.