Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 23

Morgunblaðið - 26.07.2009, Page 23
23 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Reuters Umsóknin afhent Össur Skarphéðinsson afhendir Carli Bildt, sem situr í forsæti Evrópusambandsins, aðildarumsókn Íslands. Á lit meirihluta utanríkismála- nefndar um umsókn um að- ild að Evrópusambandinu er að mörgu leyti fróðleg lesning. Með því er að veru- legu leyti bætt úr þeim ágöllum, sem voru á upp- haflegri þingsályktun- artillögu utanríkisráðherra og greinargerð með henni. Að mörgu leyti hefur verið komið til móts við áherzlur Framsóknarflokks og Sjálfstæð- isflokks, sem fram komu í þingsályktunartillögu þessara flokka, um þá greinargerð sem utanrík- ismálanefnd þyrfti að ljúka í sumar. Þótt utan- ríkismálanefnd næði ekki saman um álit í málinu vegna ágreinings um fyrirkomulag þjóð- aratkvæðagreiðslu, hefur frumkvæði stjórn- arandstöðunnar þannig orðið til þess að þær leiðbeiningar, sem samningamenn Íslands munu hafa, eru mun ýtarlegri en ella hefði orðið. Að til- lögu meirihlutans var þingsályktunartillögunni breytt á þann veg að ríkisstjórnin skuli fylgja þeim sjónarmiðum um verklag og meginhags- muni, sem fram koma í álitinu. Óskhyggja og málamiðlanir Í meirihlutaálitinu er talsvert ýtarleg grein- argerð um hagsmuni Íslands, sem þurfi að halda til haga í viðræðum við ESB. Einar K. Guðfinns- son, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, skrifaði grein hér í blaðið á fimmtudag, þar sem hann gagnrýnir þessa samantekt: „Meirihlutaálitið er þannig úr garði gert að þess er freistað að nefna til sögunnar flest þau mál, sem tilgreind hafa verið á undanförnum misserum sem mögulegir ásteytingssteinar þegar kemur að viðræðum okkar við ESB,“ skrifar Einar. „Allt ber þetta vitni mikilli óskhyggju, sem stjórnast bersýni- lega af því að plaggið er tilraun til þess að berja saman fulltrúa gjörólíkra sjónarmiða. Þ.e. and- stæðinga ESB-aðildar og fylgismenn hennar. Fyrir vikið verður þessi listi meginmarkmiða einhvers konar lýsing á veruleika sem er al- gjörlega óskyldur því Evrópusambandi sem helst hefur verið rætt um. Hættan hlýtur því að vera sú þegar forráðamenn ESB fara að grennslast fyrir um forsendur umsóknar Ís- lands, að þeir komist að raun um að umsóknin hafi verið stíluð á rangt heimilisfang.“ Mikið er til í þessari gagnrýni. Plaggið ber augljóst vitni hinum furðulegu málamiðlunum, sem verða til í núverandi stjórnarsamstarfi. Út af fyrir sig getur verið ágætt að halda fram ýtr- ustu kröfum við upphaf samningaviðræðna, en menn verða þá líka að vera viðbúnir því að megnið af þeim sé slegið út af borðinu strax í upphafi. Kröfugerðin má ekki stjórnast af ósk- hyggju. Vandinn er ekki aðeins að forráðamenn ESB telji að kröfur Íslands séu óraunhæfar. Hættan er líka sú að ríkisstjórnin veki með al- menningi of miklar væntingar til þess hvaða undanþágur og sérlausnir sé hægt að fá í samn- ingum við ESB. Ríki, sem sækjast eftir aðild að ESB, geta ekki valið úr samstarfi og löggjöf að- ildarríkjanna eins og þeim þykir henta. Banda- lagið byggir á sameiginlegri löggjöf, sem öll að- ildarríkin þurfa að fylgja í öllum meginatriðum, þótt ákveðið svigrúm sé fyrir sérlausnir. Almannahagur eða sérhagsmunir? Það má líka velta því fyrir sér þegar mat meiri- hluta utanríkismálanefndar á hagsmunum Ís- lands er skoðað, hvort þar sé í öllum tilfellum haldið á lofti sjónarmiðum sem snúa að al- mannahag eða hvort gengið sé erinda sérhags- muna. Þetta er sérstaklega áberandi í þeim kafla meirihlutaálitsins, sem fjallar um landbún- aðarmál. Þar er lögð gríðarleg áherzla á að við- halda nánast óbreyttu kerfi styrkja og stuðn- ings við landbúnaðinn og nýta sérhverja smugu til að viðhalda framleiðslutengdum stuðningi við búvöruframleiðendur. Slíkur stuðningur er á undanhaldi í Evrópusambandinu. Það er í samræmi við þróunina í viðræðum um aukna fríverzlun á vettvangi Heimsviðskiptastofn- unarinnar (WTO). Á undanförnum árum hefur margoft komið fram að þegar samkomulag næst um að draga úr tollum, ríkisstyrkjum og öðrum hindrunum á frjálsum milliríkja- viðskiptum með búvörur, muni Ísland þurfa að laga sig að reglum ESB, burtséð frá aðild að sambandinu. Í meirihlutaálitinu er réttilega bent á að ákveðið svigrúm er fyrir framleiðslutengda styrki norðan 62. breiddargráðu í núverandi landbúnaðarstefnu ESB. Það er „heimskauta- landbúnaðurinn“ svokallaði, sem var skil- greindur innan landbúnaðarstefnunnar við inn- göngu Finnlands og Svíþjóðar í ESB. En meiri hlutinn vill ganga enn lengra og kanna „til hlít- ar hvort sérákvæði Rómarsáttmálans um eyjar og héruð sem eru í mikilli fjarlægð frá meg- inlandi Evrópu geti átt við um stöðu Íslands.“ Einar K. Guðfinnsson hefur rétt fyrir sér í því að hér eru menn komnir á hálan ís, því að um- rætt ákvæði Rómarsáttmálans á við um fjar- lægar og bláfátækar nýlendur Evrópuríkja, ekki þróað ríki eins og Ísland. Athygli vekur að í umfjöllun meirihlutans um landbúnaðarmál er ekki vikið einu orði að hags- munum neytenda af því að tollar í viðskiptum með landbúnaðarvörur innan ESB falli niður ef Ísland verður aðildarríki sambandsins og þann- ig njóti almenningur meiri samkeppni, lægra verðs og meira vöruúrvals. Þar sem fjallað er um samráð vegna samningaviðræðnanna við ESB segir að miðað sé við að „þeir hópar sem eiga hvað mestra beinna hagsmuna að gæta verði hluti af samningahópunum sjálfum og taki þannig beinan þátt í ferlinu …“ Ennfremur að „þegar kemur að hagsmunum sjávarútvegs, landbúnaðar og sveitarfélaga [sé] gert … ráð fyrir að hagsmunasamtök taki virkan þátt í samningunum.“ Þýðir það ekki áreiðanlega, í til- viki landbúnaðarins, að Neytendasamtökin hafi sinn fulltrúa við borðið, rétt eins og Bænda- samtökin? Meirihluti utanríkismálanefndar bendir rétti- lega á að hefðbundinn landbúnaður og hið ís- lenzka fjölskyldubú sé hluti af menningu og sögu landsins sem þörf sé á að varðveita og því þurfi að „verja þær greinar sem slíkur landbún- aður byggist á, svo sem mjólkurframleiðslu og sauðfjárrækt.“ Þetta eru mikilvægustu rökin fyrir því að neytendur og skattgreiðendur styðji landbúnaðinn um milljarða króna á ári. Í við- ræðum við ESB á að leggja áherzlu á að tryggja hag þessara hefðbundnu búgreina. Í skýrslu Hagfræðistofnunar um áhrif svipaðs styrkja- kerfis og nú gildir í Finnlandi á íslenzkan land- búnað, kemur fram að hagur sauðfjárbænda myndi vænkast miðað við það, sem nú er. Hins vegar myndi verð til svína- og kjúklingabúa snarlækka vegna þess að tollverndin væri tekin af þeim. Það er ekki ástæða til að ganga gegn hagsmunum neytenda með því að reyna að verja sérstaklega slíkan búrekstur, sem er fyrst og fremst verksmiðjuframleiðsla og á lítið skylt við hefðbundinn, íslenzkan landbúnað. Hvað er raunsætt í sjávarútvegsmálum? Í umfjöllun meirihlutans um sjávarútvegsmál gætir raunsæis að því leyti að þar gera menn því ekki skóna að hægt sé að fá fulla eða varanlega undanþágu frá sjávarútvegsstefnu Evrópusam- bandsins. Hins vegar er talið mikilvægt að tryggja forræði Íslendinga yfir sjávarauðlind- inni. Það telur nefndin t.d. gerlegt með því að ís- lenzka efnahagslögsagan verði skilgreind sem sérstakt fiskveiðistjórnarsvæði, þar sem rétt- indi verði ekki til staðar fyrir erlend fisk- veiðiskip til veiða úr staðbundnum íslenzkum stofnum. Raunar má telja víst að það sé þegar nokkuð öruggt mál vegna reglu ESB um svo- kallaðan hlutfallslegan stöðugleika; réttur ríkja til að veiða í lögsögu annarra byggist á hefð, sem ekki er lengur til staðar eftir að erlendum fiskiskipum var ýtt út fyrir 200 mílurnar. Það er stærri spurning hvort hægt yrði að fella reglur Íslands um stjórnun fiskveiða inn í sjávarútvegsstefnu ESB. Fordæmið í því máli er aðildarsamningur Noregs á sínum tíma, þar sem gert var ráð fyrir að stjórnunarreglur Norðmanna norðan 62. breiddargráðu yrðu felldar inn í stefnuna. Hins vegar verður það að teljast óraunsætt að halda að Ísland geti haldið forræði á samn- ingum við önnur ríki um stjórn veiða úr deili- stofnum og „talað eigin máli á vettvangi al- þjóðastofnana í alþjóðasamningum.“ Evrópusambandið virkar ekki þannig. Hins vegar tekur framkvæmdastjórnin tillit til hags- muna viðkomandi aðildarríkja þegar hún semur t.d. um fiskveiðiréttindi og ætla verður að hún muni taka ríkt tillit til sjónarmiða Íslands þegar samið verður um veiðar úr stofnum, þar sem Ís- land á sögulegan rétt. Meirihlutinn virðist vilja viðhalda þeirri und- anþágu, sem Ísland fékk frá fjárfestingarfrelsi EES-samningsins, að útlendingum verði óheim- ilt að fjárfesta í íslenzkum sjávarútvegsfyr- irtækjum. Það er bæði óraunsætt og óþarft. Löngu er orðið tímabært að afnema þetta bann. Það hamlar aðgangi sjávarútvegsins að áhættufé og er þar að auki í fullu ósamræmi við það hvernig íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki hafa nýtt fjárfestingafrelsið til að kaupa hluti í sjáv- arútvegsfyrirtækjum í ESB. Meirihlutinn segir að tryggja þurfi að af- rakstur auðlindarinnar eigi að falla til á Íslandi. „Þannig verði ekki veitt svigrúm fyrir erlendar útgerðir að fjárfesta hér á landi þannig að nýt- ing auðlindarinnar og afrakstur hennar færist úr landi.“ Hefur þetta verið raunin þegar Ís- lendingar hafa fjárfest í sjávarútvegsfyr- irtækjum í ríkjum ESB? Hafa þær fjárfestingar ekki stuðlað að verðmætasköpun í viðkomandi ríkjum? Meirihlutinn bendir reyndar á að til að girða fyrir að verðmæti fari úr landi megi setja ákvæði í lög um efnahagsleg tengsl milli útgerð- ar og vinnslu við heimahöfn skips og binda heimildir til að fjárfesta í sjávarútvegi við bú- setu. Þetta eru leiðir sem ríki eins og Bretland hafa farið til að sporna gegn svokölluðu kvóta- hoppi. Skilgreinum meginhagsmunina Sjávarútvegur og landbúnaður eru þau svið, þar sem meirihluti utanríkismálanefndar virðist telja mikilvægast að ná fram sérlausnum fyrir Ísland í samningaviðræðum við ESB. Þó eru fleiri svið, þar sem meirihlutinn telur að Ísland eigi að fara aðrar leiðir en flest bandalagsríkin án þess að ástæðan liggi í augum uppi. Þar á meðal eru varnarmál, þar sem Vinstri græn virðast hafa fengið í gegn texta, þar sem mik- ilvægara er talið að Ísland haldi sig utan örygg- is- og varnarmálasamstarfs ESB en að nýta þá möguleika, sem í því felast. Það er sömuleiðis líka vafalaust VG, sem vill forðast að sameig- inlegar reglur ESB um þjónustuviðskipti opni fyrir samkeppni og fjölbreytileg rekstrarform í almannaþjónustunni. Það er auðvitað mikilvægt að halda fram mik- ilvægum hagsmunum Íslands í samninga- viðræðum við Evrópusambandið. Víðtæk upp- talning á sérhverju álitamáli er hins vegar ekki líkleg til að skila árangri. Ísland þarf að skil- greina sína mikilvægustu þjóðarhagsmuni og einbeita sér að því að verja þá í samninga- viðræðum við Evrópusambandið. Þar hlýtur sem víðtækust stjórn Íslendinga á eigin sjávar- útvegi að vega þyngst og vera það mál, sem sett er í forgang á kostnað hagsmunamála, sem vega minna. Aðildarumsóknin og hagsmunir Íslands Reykjavíkurbréf 250709

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.