Morgunblaðið - 26.07.2009, Síða 24
24 Tónlist
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
urinn í öskrandi ljónagryfju. Stúlka fyrir aftan
mig hljóðar eftir fyrsta lagið: „Trúið þið þessum
krafti?!“ og maður hennar hrópar: „Þetta eru
bestu tónleikar í sögu Halifax!“
Nú fara tónleikarnir í loftið. Paul leikur og
syngur til skiptis gömul og þekkt Bítlalög, lög frá
ferli Wings svo og minna þekkt lög frá eigin ferli,
einkum af hinum síðari diskum. Öll tónlistin er þó
hrein klassík. Sígild tónlist. Hafi Paul ekki hrifið
með sér fólkið í fyrstu lögunum leggur hann
Kanadamenn í grasið þegar hann heilsar:
„We’re gonna have a fantastic evening Yeah.
Good evening Halifax. Good evening Nova
Scotia. Good evening Canada. We’re
gonna have a fantastic enening, gonna
have some fuuuuun tonight!“ Ný ösk-
ur. Paul spilar hvað eftir annað á
aldagömul tengsl og vináttu Bret-
lands og Kanada og sögu Skot-
lands í Nova Scotia (Nýja
Skotland á latínu). Eftir
rokklagið Mama only
knows fer Paul úr
jakkanum og stend-
ur eftir í hvítri
skyrtu og með
rauð axlabönd.
Svo beint yf-
ir í Let Me
Eftir Ingólf Margeirsson
ingomar@simnet.is
É
g elska hann svo!“ segir hún og hallar
höfði sínu á öxl vinkonu sinnar. „Ég
líka,“ bætir hin við. „Hann er líf mitt.“
Svo faðmast þær og snökta í kór.
Við erum stödd á hljómleikum
Pauls McCartneys í Commons-almenningsgarð-
inum í Halifax 18. júlí. Það húmar hægt að kvöldi
og hinstu sólargeislar hins heita dags fjara út í
vestri og gylla himinhvelfinguna.
Stúlkurnar fyrir framan mig eru á sextugsaldri;
önnur með ljósan makka sem sennilega er grár í
rótina en hin með rautt, slétt hár, nokkuð hæru-
skotið. Brenda og Marla. Þær hafa ekið frá Dorts-
mouth, bænum handan fjarðarins við Halifax, til
að sjá æskugoð sitt, Paul McCartney. „Þú verður
að fyrirgefa ef ég sprauta tárum,“ sagði Brenda
kankvíslega við mig og bætir við: „Ég er samt
með vatnsheldan augnháralit!“ „Hvaða lag mun
græta þig mest?“ spyr ég. „Hey Jude,“ svarar hún
að bragði. Síðar um kvöldið flytur Paul þetta lag
og Brenda veinar og grenjar eins og tugþúsundir
annarra í garðinum. Hún skálar við kókið mitt í
einhverri áfengisblöndu í lítilli plastflösku. „Þú
skilur,“ segir hún, „þeir selja bara bjór hér og ég
er alltaf pissandi af bjór og það þýðir að ég missi
af hálfum tónleikunum.“ Ég kinka skilningsríkur
kolli. Brenda og Marla eru báðar starfsmenn í
banka en á kvöldin liggja þær yfir gömlum Bítla-
plötum og nýlegum diskum með Paul eins og þeg-
ar þær voru í unglingaskóla. Hún spyr hvaðan við
séum. „Íslandi!“ hrópar hún. „Alla þessa leið!“ Ég
útskýri að margir Íslendingar elski Paul og Bítl-
ana. Hún verður mjúk í framan: „Paul er elsk-
aður um allan heim.“
Hópur Íslendinga í pílagrímsför til Pauls
Við erum 32 Íslendingar komnir til Halifax á
tónleika með Paul McCartney. Það hafði komið
flestum okkar á óvart að Flugleiðir buðu upp á
takmarkaðan fjölda miða á þessa tónleika. Við
sem brugðumst snöggt við og hrepptum miða
ásamt flugferð og hóteli teljum okkur heppin og
ánægjan átti eftir að aukast. Tónleikarnir voru
miklu betri en við þorðum að vona.
Auk þess er borgin Halifax mun skemmtilegri
og hlýrri en ég hélt. Á sumrin er menningarlífið
mikið í borginni og til að mynda var alþjóðleg
djasshátíð í gangi þá vikuna sem við dvöldum þar.
Mikið er um frábæra veitingastaði og knæpur og
því nóg að gera. Ferðin var því góð einnig fyrir þá
sem hafa engan áhuga á Bítlunum en bera þann
kross að vera í sambúð með Bítlaidjótum. Eins og
elsku konan mín. Hún sýnir mér þá elsku og kær-
leik að dröslast með mér til N-Kanada til að hlusta
á Paul McCartney, tónlistargoð mitt og andlegan
uppeldisföður.
Við Brenda og Marla verðum ástfangin þegar
við förum að tala um Bítlana og Paul. Okkur
finnst við öll vera systkini fjórmenninganna frá
Liverpool, öll með æskuminningar sem tengjast
þeim. Innan tónleikagirðinganna í garðinum eru
um 70 þúsund manns. Við ólumst öll upp saman;
Bítlarnir og við.
Daginn eftir les ég í dagblöðunum að tónleika-
haldarar hafi gefið upp að 50 þúsund manns hafi
sótt tónleikana. Það er hins vegar þeim í hag að
gefa upp sem lægsta tölu. Þegar ég læt augun
renna yfir skarann þar sem ég stend efst í stúk-
unni er ég viss um að mannhafið sé ekki undir 60
til 70 þúsund manns. Ég tek líka eftir því að fólk
stendur uppi á bílþökum, húsasvölum og jafnvel
húsþökum til að njóta ókeypis tónleika. Þegar við
komum að garðinum sáum við mikla hópa liggja á
teppum í grasinu fyrir utan garðinn. Blöðin sögðu
að um tíu þúsund manns hefðu hlustað á tón-
leikana ókeypis. Þá er heildarfjöldinn ef til vill um
80 þúsund.
Við sitjum ofarlega í ótraustri álstúku sem
gengur í óhugnanlegum bylgjum þegar áhorf-
endur stappa í takt við tónlistina.
Allt í kringum mig er miðaldra fólk, flestir um
sextugt og eldri en einnig börn þeirra og barna-
börn. Einn unglingurinn hrópar yfir hópinn:
„Þetta er söguleg stund!“ Flestir geta tekið undir
þau orð. Margir unglingar af Ipod-kynslóðinni
voru búnir að fletta upp staðreyndum um Paul á
Google og fræða foreldra sína um lög og útgáfuár.
Goðsögnin heldur áfram að lifa.
Boðhlaupi Bítlanna er alls ekki
lokið. Þegar Paul æðir af stað
með I saw her standing there
fyllast börnin skelfingu þegar
foreldrar þeirra rokka um gras-
ið og taka samhljóða undir texta
lagsins. Hin miðaldra kynslóð kann
sér þó meiri takmörk en áður. Kona
á sjötugsaldri í námunda við okkur
segir: „Það er spennandi að vera hér,
en ég mun þó hvorki rífa af mér hárið
eða henda nærbuxunum mínum upp á
svið eins og í gamla daga.“
Öll erum við komin til að horfa og
hlusta á Paul McCartney. Töframann-
inn sem hefur bundið saman kynslóðir,
lönd og heimsálfur. „Paul hefur tengt
heiminn betur saman en páfinn, Banda-
ríkjaforseti eða framkvæmdastjóri Samein-
uðu þjóðanna sem enginn man hvað heitir,“
segir digur maður í gömlum Bítlabol frá yngri
dögum en þrengist nú um maga hans. Hann er
með gráar krullur en í stuði þótt Paul sé enn ekki
kominn á svið. Tvö vond upphitunarbönd eru búin
að ljúka sér af og það er kominn eftirvænting-
arglampi í miðaldra augu áheyrenda sem bíða eft-
ir almennilegri músík.
Þegar við göngum í gegnum bæinn og upp á
Citadelhæðina, þar sem almenningsgarðurinn
liggur, má heyra fólk á götunum syngja og
humma lög eftir Paul. Daginn eftir segir ung af-
greiðslustúlka í bókabúð við mig: „Það lokaðist
allt í gær. Paul stal bænum okkar.“ Og bætir
við: „Mamma fór í heimsókn til vin-
konu sinnar sem býr í einni af stóru
blokkunum við garðinn til að
standa á svölunum og
hlusta.“ Við sáum fjölda
fólks á svölum háhýs-
anna við garðinn.
Þeir hugrökk-
ustu voru komnir
upp á þökin.
Franskættaður maður frá
Quebec segir við sessunaut sinn
og bendir í leiðinni á tvítuga dóttur
sína: „Dóttir mín lærði ensku með því
að læra Bítlatexta.“ Og svo framvegis.
Maður skal aldrei vanmeta afl og aðdrátt-
arafl Bítils.
Brenda og Marla knúsast á ný og skála.
Það er bannað að taka með sér áfengi,
hljóðritunartæki, ljósmyndavélar og víd-
eóvélar en flestir hafa þetta allt með
sér í töskum og bakpokum. Hinir fyr-
irhyggjusamari hafa tekið með sér
tjaldstóla og skellt niður á grasið.
Nokkrir af ferðafélögum okkar hafa
keypt slíka stóla fyrr um daginn.
Bítlaæðið ekki búið
Nú gengur öskuralda yfir garðinn.
Inn hafa komið tveir gítarleikarar
Pauls, þeir Rusty Anderson og Brian
Ray. Þá birtist hálfsköllóttur hljómborðs-
leikarinn Paul (Wix) Wickens og mikill
fögnuður brýst út þegar hinn digri, þel-
dökki og hárlausi trommari Abe Labroiel
jr. sest við trommusettið efstur á fjögurra
hæða sviðinu. Og loks gengur goðsögnin
inn á sviðið, klæddur dökkbláum bítlaleg-
um jakkafötum með hinn sögufræga Höfn-
er-bassa sinn í annarri hendinni sem hann
hefur upp í loftið eins og veldissprota
nokkrum sinnum í röð undir yfirgnæfandi
öskrum. „Bítlaæðið er ekki búið,“ hugsa
ég. Golan rótar lítillega í brúnlituðu hári
Pauls. Hann er grannur og snöggur í
hreyfingum og gefur fyrirheit um úthald
en ég hafði óttast að ég væri tuttugu ár-
um eða svo of seinn að sjá hjá Paul á
sviði. Tveimur tímum og 38 mínútum síð-
ar eftir rafmagnaða sýningu kemst ég að
því að kvíði minn var algerlega óþarfur.
Paul og félagar keyra strax af stað
með Drive my car, góðum og gömlum
Bítlasmelli. Eftir lagið breytist garð-
Roll It. Rusty tekur gamla riffið hans Dannys Lai-
nes og Paul sýnir góða fingrafimi á sýruskreyttan
gítar sinn og sýnir Jimi Hendrix virðingu með því
að skjóta nokkrum gripum úr Foxy Lady eftir
Hendrix inn í lagið.
Heather Mills
Í heildina spilar Paul ekki bara tónlist sína,
heldur segir hann sögur og brandara, spjallar við
áhorfendur og virðist elska hverja sekúndu. Hann
gefur aðdáendum óendanlega af sér. Engir stæl-
ar, engir yfirburðataktar. Bara slétt og beint. Al-
þýðulegt viðmót. Vinalegt, hlýtt, heiðarlegt og
hjartnæmt. Það er eins og hann hafi þekkt hvert
og eitt okkar árum saman. Allt að því eins og við
hann. Og tónlistin yfirþyrmandi góð. Í lok Long
and Winding Road, þar sem Paul sest
við flygilinn meðan svart-
hvítar myndir af þreytu-
legu landslagi renna yf-
ir sjónvarpsskjá að
baki listamönn-
unum, snýr Brenda
sér að mér og segir:
„Paul hefur bara
gert góða hluti í lífi
sínu.“ Til að stríða
henni svara ég ill-
kvittnislega:
„Líka þegar hann
giftist Heather
Mills?“ Nú tala
þær Brenda og
Marla hvor í kapp
við aðra: Heather var
eitthvert versta
Allt sem þú þarft er ást
Goðsögn Paul
McCartney spilar
ekki bara tónlist
heldur segir líka
sögur og brand-
ara og spjallar
við áhorfendur.
BÍTLAÆÐIÐ ER EKKI BÚIÐ „HVER GETUR HATAST ÚT Í NOKKURN MANN EFTIR SLÍKA UPPÁKOMU?“
SPURÐI GESTUR Á RAFMÖGNUÐUM TÓNLEIKUM PAULS MCCARTNEYS Í HALIFAX, NOVA SCOTIA Í
KANADA 32 ÍSLENDINGAR FÓRU Í PÍLAGRÍMSFÖR TIL AÐ HLÝÐA Á GALDRAMANNINN SÍUNGA, SEM
SÖNG OG SPILAÐI LÁTLAUST Í ÞRJÁ KLUKKUTÍMA ENGINN SKYLDI VANMETA GAMLAN BÍTIL