Morgunblaðið - 26.07.2009, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
*Nýtt í auglýsingu
14554 Sjúkrabifreiðar fyrir Rauða kross
Íslands. Ríkiskaup, fyrir hönd Rauða
kross Íslands, óska eftir tilboðum í fjórar
nýjar sjúkrabifreiðar 4x4. Bifreiðarnar
skulu búnar innréttingum og rafmagns-
búnaði, skráðar í ökutækjaskrá og
tilbúnar til notkunar. Nánari upplýsingar
er að finna í útboðsgögnum sem eru
aðgengileg á vef Ríkiskaupa, www.rikis-
kaup.is. Opnun tilboða er 15. september
2009 kl. 11.00 hjá Ríkiskaupum.
Tilboð/Útboð
Félagslíf
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í dag kl. 14.00.
Kl. 13 Alþjóðakirkjan í kaffi-
salnum.
Kl. 16:30 Almenn samkoma
Ræðumaður er Mikael Jarle-
strand.
Háaleitisbraut 58-60, 3. hæð
Samkoma kl. 17.00
,,Ávöxtur andans er trúmenn-
ska”. Ræðumaður sr. Ragnar
Gunnarsson. Kristniboðarnir
Helga Vilboðg Sigurjónsdóttir og
Kristján Þór Sverrisson segja frá
starfi í Eþíópíu.
Allir velkomnir.
Íslenska Kristskirkjan,
Fossaleyni 14.
Sunnudagur kl. 20.
Samkoma. Örn Leó Guðmunds-
son predikar.
Þáttur kirkjunnar „Um trúna
og tilveruna“ sýndur á Ómega
kl. 13.00.
www.kristskirkjan.is
Samverustundin í dag
verður að Geirlandi við
Suðurlandsveg kl. 16:30.
Grillaðar pylsur, hoppukastali og
léttir leikir. Nánari upplýsingar
hjá Björgu í síma 862-8180.
Allir velkomnir!
Fríkirkjan Kefas
Fagraþingi 2a v/Vatnsendaveg
www.kefas.is
Samkoma í dag kl. 20
Umsjón: Harold Reinholdtsen.
Ólafur Jóhannsson með Guðs
orð og góðar fréttir frá Ísrael.
Sumarkirkja opin alla daga
kl. 09-11 og 19-22, nema sunnu-
daga. Morgunstund kl. 10.30 og
,,Hour of power” (máttartími) á
kvöldin kl. 21.
Nytjamarkaður á Eyjarslóð 7
og fatabúð í Garðastræti 6,
opin alla virka daga kl. 13-18,
lokað á laugardögum í sumar.
Sálarrannsóknarfélag
Reykjavíkur
Síðumúla 31
s. 588 6060
Miðlarnir, spámiðlarnir og
huglæknarnir Þórhallur Guð-
mundsson, Ólafur Hraundal
Thorarensen talnaspekingur
og spámiðill, Anna Carla
Ingvadóttir, Símon Bacon
Ragnhildur Filippusdóttir, og
Guðríður Hannesdóttir kris-
talsheilari auk annarra, starfa
hjá félaginu og bjóða
félagsmönnum og öðrum upp á
einkatíma. Upplýsingar um
félagið, starfsemi þess, rann-
sóknir og útgáfur, einkatíma og
tímapantanir eru alla virka daga
ársins frá kl. 13-18. auk þess
oft á kvöldin og um helgar.
SRFR
Samkoma í dag kl. 16.30.
Gunnar Þorsteinsson predikar.
Þriðjud. Samkoma kl. 20.00.
Miðvikud. Bænastund kl. 20.00.
Fimmtud. Ungmenni kl. 20.00.
Laugard. Samkoma kl. 20.30.
www.krossinn.is
Útboð
Grindavíkurbær óskar eftir tilboðum í malbikun
gatnanna Norður- og Efrahóp ásamt yfirlögn á
hluta Hafnargötu.
Helstu magntölur eru
Malbik nýlögn 11700 m2
Jöfnunarlag 12350 m2
Framkvæmdum skal vera lokið fyrir 30.09.2009.
Útboðgögn verða seld á kr. 3.000.- frá og með
mánudeginum 27.07.2009 á skrifstofu Grinda-
víkurbæjar að Víkurbraut 62.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Grindavíkur-
bæjar, Víkurbraut 62, í lokuðu umslagi merktu
viðkomandi verki fyrir kl: 11:00 föstudaginn 31.
júlí 2009, þar sem þau verða opnuð í viðurvist
þeirra er þess óska.
foreldrarnir gefa náinn gaum að öllu. Eft-
ir smástund er svo lagt af stað og öll fjöl-
skyldan syndir með hægð suður á tjörn.
Ég undrast alltaf hvað álftirnar eru
fljótar að flytja sig fram á tjörnina eftir að
eggjaskurnin rofnar. Þetta er nokkur
spölur – sennilega tvö hundruð metra leið
– langferð fyrir litla unga, en tjörnin virð-
ist veita það öryggi sem fjölskyldan telur
sig þurfa.
Líka getur hugsast að álftirnar telji
óráðlegt að hafa tjörnina óvarða fram á
sumar því að vatnsnæðislaus álftapör eru
víða á flakki. Það sést eftir stórúrfelli þeg-
ar grunnar tjarnir myndast á söndunum.
Þá flykkjast álftir og endur að og busla
þar meðan vatnið endist.
Það er auðvelt að fylgjast með þessum
stórvöxnu og rólyndu fuglum. Þeir fljúga
ekki upp eins og endur og gæsir en halda
tryggð við dyngju sína og tjörn og smám
saman venjast þeir komumanni sem er að
sýsla við skógrækt í mýrinni og austur á
sandi.
Þegar ég horfi á álftirnar hugsa ég ofttil þess hversu auðug við erum aðeiga tjáningarmiðil okkar, tungu-
málið. Álftirnar verða að leysa samskipti
sín á ófullkomnari hátt, með augnaráði,
höfuðhneigingum, annarri líkamstjáningu
og kvaki.
Við eigum ástkæra, ylhýra málið!
Hugsum okkur hve samskipti okkar væru
fátækleg án þess. Við getum túlkað svo
margt með orðavali og raddblæ, auk allr-
ar þeirrar líkamstjáningar sem við beitum
daglega án þess að hafa hugmynd um.
Ungarnir eru strax á kreiki, nýskriðnir
úr eggjum, og synda um frammi á tjörn,
þessir litlu hnoðrar. Foreldrarnir eru
nærstaddir og fylgjast vel með öllu. Fjöl-
skyldan er ótrúlega fljót að hverfa inn í
sefið ef óboðinn gestur nálgast.
Skyndilega sýnist tjörnin vera auð en ef
vel er að gáð sjást tveir hvítir kollar
teygja sig upp úr sefinu og skyggnast um
á löngum hálsi. Ég dáist að því hve fugl-
arnir eru fljótir að gera sig ósýnilega en
svo synda þeir með hægð út úr sefinu þeg-
ar hætta virðist liðin hjá.
Ef ég geri mér ferð að tjörninni til að
gefa fjölskyldunni gaum, raða fuglarnir
sér upp og synda um og þá er föst skipan
á öllu, annað foreldrið á undan, vænt-
anlega steggurinn, hitt foreldrið á eftir og
ungarnir í röð á milli þeirra.
Þessi uppstilling skilar einkar fallegum
fjölskyldumyndum! En það er raunar
sama hvernig svona hópur sýnir sig. Hann
er svo glæsilegur álitum að ekki verður á
betra kosið. Þessir hvítu, tignarlegu fugl-
ar hrífa hugann hvort sem þeir synda
settlega á tjörn eða svífa í lofti hægum,
þróttmiklum vængjatökum.
Þegar við horfum á álftir á flugi er
stærð þeirra áberandi og ósjálfrátt hugs-
ar maður að þetta hljóti að vera allþungir
fuglar. Sú er þó ekki raunin. Einhvern
tíma ók ég austur á sand að morgni dags
til að sýsla við gróður og bar ekkert til tíð-
inda á þeirri leið.
En þegar ég ók heim til bæjar um há-
degisbil sá ég hins vegar eitthvert nývirki
út undan mér og leit þangað. Þarna lá
hvítt flikki. Ég lagði lykkju á leið mína til
að skoða þetta og það var þá dauð álft.
Hún hafði flogið á raflínu og var særð á
bringunni.
Ég tók fuglinn í fangið, hann var volgur
enn. Ég varð að koma honum fyrir til þess
að vargur tætti hann ekki í sundur. Mér
er það minnisstætt hve fisléttur hann var í
fanginu á mér, enda lagaður af náttúrunni
með léttum beinum og hannaður til lang-
flugs. Því fór betur að þetta var ekki
heimaálft.
Það er ekki síður gaman að fylgjastmeð þessari stórvöxnu fjölskylduþegar líður á sumarið. Þá taka for-
eldrarnir ungana á námskeið, kenna þeim
að blaka vængjum til að þroska flugvöðv-
ana áður en farið er á loft. Þá er oft mikið
kvak og tilburðir á tjörninni.
Svo rennur upp dagurinn þegar flug-
æfing fer fram. Ég varð áhorfandi að einni
slíkri fyrir fáum árum. Þá var ég staddur
góðan spöl í burtu en sá að eitthvað stóð til
hjá álftafjölskyldunni. Ég settist inn í bíl
og beið spenntur átekta.
Eftir mikið kvak og höfuðhneigingar
hóf annað foreldrið sig á loft og flaug á að
giska hundrað metra norðaustur í mýri.
Hitt foreldrið var eftir á tjörninni hjá ung-
unum og stjórnaði atburðarásinni. Og þar
var fyllsta skipulag á öllu!
Ungarnir voru í hóp en foreldrið
álengdar. Það varð dálítið hlé en svo kvað
við snöggt kvak. Fyrsti ungi hóf sig á loft
fumlaus og öruggur og sóttist flugið vel.
Hann komst áfallalaust austur til foreldr-
isins í mýrinni og tyllti sér þar niður. Aft-
ur varð smáhlé.
Svo kvað við kvak. Næsti ungi hóf sig á
loft og var talsvert þyngri á fluginu en sá
fyrsti. Hann átti á að giska tuttugu til
þrjátíu metra ófarna til álftanna tveggja í
mýrinni þegar þróttur virtust þrotinn og
hann þurfti að tylla sér niður. Enn varð
smáhlé.
Aftur kvað við stutt kvak. Þriðji ungi
hóf sig á loft og var slakari til flugs en
fyrri ungarnir tveir. Hann flaug á að giska
þrjátíu metrum styttra en unginn á und-
an. Nú voru tveir ungar eftir hjá álftinni á
tjörninni. Aftur varð smáhlé.
Enn kvað við snöggt kvak. Fjórði ungi
blakaði vængjum og var greinilega illa
fleygur. Hann lyfti sér með erfiðismunum
upp af vatninu og hlammaðist þyngslalega
niður austur á bakkanum. Nú var aðeins
einn ungi eftir á tjörninni hjá foreldrinu.
Aftur kvað við kvak. En fimmti unginn
hreyfði sig ekki. Hann var bara ófleygur
enn! Æfingunni var lokið. Ég staldraði að-
eins lengur við og horfði á álftirnar í mýr-
inni sem vöppuðu í hægðum sínum vestur
að tjörninni.
Það er gaman að sjá álftir ganga ímýri! Þær eru svo hægar og sett-legar í hreyfingum, minna ein-
hvern veginn á fólk á leið til kirkju í gamla
daga. Það er ótrúlega róandi sjón að horfa
á þessa stórvöxnu fugla í hvítri halarófu.
Nú er búið að fylla mýrina af ösp, klón-
unum Keisara, Sæland, Sölku og Hauki,
auk annarra klóna sem minna er af. Fugl-
arnir hafa vappað um svæðið fram og aft-
ur en engin planta hefur beðið tjón af ná-
vist þeirra. Þetta eru skógræktarvænir
fuglar!
Kjói verpir á þessum slóðum og er
áhyggjuefni flestra annarra fugla. Hrafn
flýgur stundum um og svipast eftir eggj-
um og ungum. Ég hugsa stundum til þess
hvílík blessun það er að álftirnar leita
fæðu í jurtaríkinu. Svona stórir fuglar
taka mikið til sín!
Það er skemmtileg skipan náttúrunnar
að lífverur sem sækja fæðu í jurtaríkið ná
sumar mestum vexti og verða tiltölulega
öruggar um sinn hag sakir stærðar. Rán-
verurnar þurfa oft að hafa meira fyrir til-
veru sinni og eiga erfitt þegar þær eldast.
Álftirnar eru einu fuglarnir á þessum
slóðum sem geta verið tiltölulega öruggir
um sinn hag. Stærðin tryggir það. Svo eru
þær einbeittar og geysiharðar af sér þeg-
ar á þarf að halda. Ránfuglar láta þær al-
gerlega í friði.
Mér líður alltaf vel að sjá fjölskyld-una úti á tjörn þegar ég er aðvinna austur frá. En nú eru
reyndar orðin kynslóðaskipti á tjörninni.
Það er saga að segja frá því. Mér finnst
merkilegt að hafa orðið sjónarvottur að
slíku.
Álftirnar sem voru á Langakíl þegar
tjörnin varð til hafa sennilega verið farnar
að eldast. Fyrir fjórum árum varð annar
fuglinn bráðdauður við tjörnina, virtist
bara hafa hnigið þar niður. Makinn flaug á
brott skömmu síðar. Það varð tómlegt í
mýrinni.
Álftapar helgar sér óðal, eignar sér
tjörn og ver hana með þeirri hörku sem til
þarf. Það ber aldrei við að aðkomuálftir
tylli sér á tjörnina þótt fjölskyldan bregði
sér í æfingaflug á haustdegi. Einhver
bannhelgi virðist liggja á svæðinu.
Það er kostulegt að standa álengdar á
björtum og hlýjum degi og horfa á álfta-
fjölskylduna úti á tjörn. Svo ber að fram-
andi álftir á flakki og þeim líst vel á stað-
inn, kannski væri ráð að stansa þarna
stundarkorn og taka lífinu með ró.
En það ríkir engin gestrisni á þessari
tjörn! Um leið og aðkomuálftir lækka
flugið bregðast tjarnarálftirnar við, blaka
vængjum ákaflega og garga hátt. Róm-
urinn verður svo dimmur og ógnandi að
ég velti því fyrir mér hvaða fúkyrði fljúgi
þarna á loft.
Aðkomuálftir hækka flugið í skyndi og
láta sig hverfa. Dagurinn er bjartur og
hlýr, tjörnin spegilslétt. Steggurinn er
einráður í litla ríkinu sínu. Mér detta í hug
fleyg orð norðan úr landi: „Voru þá marg-
ir smákóngar í Vatnsdal.“
Stærð tjarnar ræður því ef til vill hver
örlög hennar verða. Sé hún ekki stærri en
svo að tveir fuglar geti varið hana, er lík-
legt að álftapar helgi sér hana og banni
öðrum álftum aðgang með mikilli hörku.
Ef tjörnin er of stór verður hún viðkomu-
staður fugla en óvíst er um varp.
Eftir fráfall álftarinnar og brottför
makans voru engir svanir á tjörninni
fyrstu vikurnar. Svo fór eitt og eitt par að
tylla sér niður. Það var gaman að fylgjast
með aðkomufuglunum sem könnuðu allar
aðstæður. Þeir minntu mig á fólk að skoða
íbúð!
Mörg pör virtust vera búin að skoða
tjörnina en loks kom eitt sem virtist ætla
að helga sér óðal á þessum stað. Ég gladd-
ist yfir því. Málið var samt ekki frágengið.
Af hreinni tilviljun var ég nærstaddur
þegar barist var um tjörnina og óvænt úr-
slit urðu.
Það var kyrrlætisveður, skýjað ogkomið fram yfir hádegi. Nýja pariðvar á tjörninni og mikil friðsæld yf-
ir öllu. Skyndilega kom álftapar fljúgandi
og gerði sig líklegt til að lenda. Heima-
fuglar brugðu hart við, blökuðu vængjum
og görguðu hátt.
Aðkomuálftir sinntu því ekki en
dembdu sér niður á tjörnina 15-20 metra
frá heimafuglunum. Aldrei fyrr hafði ég
séð aðkomuálftir gera sig svo heimakomn-
ar að heimafuglum nærstöddum. Þær
virtust komnar til að berjast til landa.
Nú hófst ægilegur bardagi með miklum
vængjaslætti og orgi. Ég horfði á atgang-
inn steinhissa, hafði aldrei orðið sjón-
arvottur að slíkum látum fyrr. Svo fór að
lokum að annað parið lagði á flótta og
brölti upp úr tjörninni.
Hjúin tvö röltu austur mýrina niðurlút
og buguð, kjöguðu þyngslalega með bog-
inn háls og höfuð niðri við jörð. Ég hef
ekki séð álftir svo niðurlútar á vappi öðru
sinni, ósigurinn blasti við í öllum hreyf-
ingum þeirra.
Hitt parið var eftir á tjörninni, blakaði
vængjum hressilega og kvakaði hróðugt.
Hver álftin er annarri lík, en mig grunar
fastlega að aðkomufuglarnir hafi sigrað
þennan dag. Þeir voru ótrúlega sig-
urvissir og ákveðnir þegar þeir dembdu
sér niður á tjörnina.
Því má bæta við að þetta nýja par hefur
komið upp fimm ungum á sumri tvö síð-
ustu árin. Það hefur því helgað sér tjörn-
ina á sinn hátt. Hins vegar er það enn
heldur fálátara við mig en gamla parið var
eftir margra ára kynni, enda hef ég ekki
haft tilefni til að vinna nálægt því.
Álftafjölskyldan er nátengd og held-ur hópinn algerlega uns húnhverfur á brott að hausti. Hins
vegar ber það ekki við að neitt af afkvæm-
unum komi aftur á tjörnina næsta vor til
að auka kyn sitt þar. Gömlu hjúin eru ráð-
rík og leyfa engum að þrengja að sér, ekki
einu sinni nánustu ættingjum!
Mér sýnist það býsna algengt að einn
unginn í hópnum sé ófleygur fram á haust.
Fyrir nokkru var ég að skýla litlum greni-
plöntum fyrir veturinn austur á sandi og
heyrði þá kvak og fyrirgang á tjörninni og
síðan smelli á vatni.
Ég leit upp. Þarna voru þeir komnir á
loft í æfingaflug, þessir glæsilegu fuglar.
En þeir voru bara sex! Ég gekk vestur að
tjörninni til að sjá hverju þetta sætti og þá
var einn unginn þar eftir, stór og stæði-
legur fugl, og kvakaði lágt og mæðulega.
Fjölskyldan kom aftur á tjörnina eftir
tvo eða þrjá tíma og svo voru æfingaflug
næstu daga með stuttum hléum á milli.
Enn komst unginn ekki á loft en hann
blakaði vængjum og virtist vera að æfa
sig. Svo fór að lokum að hann lyfti sér frá
vatni og flaug á brott með fjölskyldunni.
Þannig hefur þetta verið oftar, síðast
haustið 2008, en allar álftir fljúga að lok-
um brott af tjörninni fyrir vetur.
‘‘NÚ ER EINN KÍLL Í MÝR-INNI, LANGIKÍLL, LÖNG OG GRUNN LÆNA EINS OG NAFNIÐ BENDIR TIL.
Í HONUM ER HREIÐUR-
DYNGJA OG ÞAR VERPIR
ÁLFTAPAR Á VORIN.
Í MÝRINNI ER LÍKA TJÖRN,
SKÓGARTJÖRN, ÞAR
HEFUR ÁLFTAFJÖLSKYLD-
AN AÐSETUR Á SUMRIN,
OG FJÖLDI ANNARRA
FUGLA LEGGUR
ÞANGAÐ LEIÐ SÍNA.
Höfundur er fyrrverandi skólastjóri og
hefur stundað skógrækt frá 1975. Hann
fékk riddarakross fálkaorðunnar 17. júní
síðastliðinn, fyrir framlag til uppeldismála,
menningar og skógræktar.