Morgunblaðið - 26.07.2009, Qupperneq 29
Umræðan 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
MERKILEG er
umræðan um list og
ekki list. Hún er
hvorki tilgangslaus né
lítilvæg en leiðir ekki
til niðurstöðu um
hvað geti talist list og
hvað ekki, hver sé
listamaður og hver
ekki. Ástæðurnar eru
margar og meðal
þeirra helstu þessar:
Hugtakið er ekki skil-
greinanlegt á altækan hátt, ekki
fremur en ást, fegurð eða frelsi,
og skilningurinn er einstaklings-
bundinn. Fer eftir hugmyndaheimi
og uppsafnaðri lífsreynslu hvers
og eins.
Þegar brýn umræða um listir og
listaverk á Íslandi er skoðuð „á
ársgrundvelli“ vekur ýmislegt at-
hygli. Umræðan er til dæmis sér-
fræðileg, þ.e. miklu fleiri skóla-
gengnir sérfræðingar í
listgreinum taka þátt í henni en
listamenn og almennir njótendur
listar. Ráðstefnur, málþing, um-
ræðufundir og annað af því tagi
eru dæmigerður vettvangur. Sér-
fræðingar, til að mynda leikhús-,
bókmennta-, myndlistar- og tón-
sögufræðingar, svo einhverjir séu
nefndir, teljast ekki margir í land-
inu og ekki laust við að fjölbreytn-
ina vanti í umræðurnar. Ekki bæt-
ir úr að rökstudd andsvör eru
sjaldgæf eða gjarnan þrungin
þjósti (hvort tveggja er íslenskur
galli á allri umræðu í landinu) og
orðræðan þróast því skammt á
veg. Hún virðist enn fremur – og
of oft – snúast um hugtök, stefn-
ur, tilvísanir í annarra list og túlk-
anir á lífsframlagi listamanna en
einstök um listaverk og gæði
þeirra eða innihald. Má biðja um
betra jafnvægi?
Umræðan bergmálar svo í fjöl-
miðlum sem sjálfir einkennast af
því að skera burt æ meira af rými
undir menningu og listir og einnig
af því að nýta rýmið fremur undir
niðursoðna umsögn eða fræðilega
útlistun en í að birta eða flytja
verk. Nú er svo komið að meiri-
hluti allra listviðburða í höf-
uðborginni fær annaðhvort enga
umfjöllun eða snöggsoðna og
landsbyggðaratburðum er sjaldan
sinnt. Með öðrum
orðum: Meira er talað
og greint en skáldað,
horft og hlustað – og
miðlað. Með þessum
orðum er ekki verið
að rýra menntun eða
starf listsérfræðinga
eða fjölmiðlafólks
sem stendur að
menningarkynningu.
Ég gagnrýni áherslur
og umgengni við við-
föngin. Með þessum
orðum er heldur ekki
verið að gera lítið úr
fjárhagsvanda fjölmiðla. Ég tel
áherslur í efnisvali einfaldlega
ekki réttar; menning er látin víkja
fyrir öðru.
Umræða og skrif tengd fram-
laginu á tvíæringnum í Feneyjum
er ágætt dæmi um stöðu list-
umræðunnar og viðhorf fjöl-
margra til lista. Engin opinber
umræða var um framlagið á und-
irbúningsstigi fram að sýningu.
Skömmu fyrir opnun komu fram
viðtöl og kynningar sem ein-
kenndust af yfirdrifinni jákvæðni,
skilgreiningargleði og merking-
arhlaðinni orðræðu, jafnvel oflofi
þess gallerís sem myndlistar-
maðurinn nýtir sér. Eftir opn-
unina hélt sama lofræðan áfram
en án þess að svo mikið sem ein
erlend umsögn um verk myndlist-
armannsins, tekin beint upp, birt-
ist í íslenskum miðli (ritað 3. júlí).
Einn íslenskur myndlistarmaður
setur fram umdeilanlega en skil-
merkilega gagnrýni. Hún er um-
svifalaust afgreidd sem „misskiln-
ingur“ og í framhaldinu er ekki
einu sinni unnt að fá á hreint hvað
framlagið kostar í krónum og aur-
um. Um framlagið sjálft í Fen-
eyjum eða listamanninn er ekki
fjallað hér og í raun skiptir hvor-
ugt máli við mínar vangaveltur
því raunin er oftast þessi; hvað þá
ef íslenskur listamaður gerir eitt-
hvað utanlands.
Þrennt vil ég benda á. Í fyrsta
lagi vantar menningarstefnu
stjórnvalda í breiðum skilningi
þess hugtaks: Meginhugmyndir
um mikilvægi lista og heild-
arstefnu í uppbyggingu listsafna,
annarra safna, stuðning við ólíkar
greinar eða listamenn, efnisval
Ríkissútvarpsins, menntunarmálin
o.s.frv. Eins og víða í íslensku
þjóðfélagi, sbr. orkuvinnsluna í
áratugi þar til fyrir skömmu, hafa
menningarmál þróast einangrað,
stjórnlítið, sértækt og eftir póli-
tískum átakalínum eða áhuga og
dugnaði einstaklinga. Ekkert af
þessu hverfur með öllu þótt skýr,
nokkurra blaðsíðna stefna sé mót-
uð og endurskoðuð á nokkurra ára
fresti heldur verður menningin
öflugri, fjölbreyttari og blómlegri.
Frumkvöðull er menntamálaráðu-
neytið í samvinnu við fagaðila.
Í öðru lagi væri ráð að samtök
listamanna, stofnanir, fyrirtæki,
áhugafólk og sérfræðingar tækju
sig saman og stæðu að tvíþættu
átaki í samvinnu við dagblað og
sjónvarps- og útvarpsstöð um að
halda úti myndarlegu hálfsmán-
aðarblaði og a.m.k. 1-2 klst.
löngum vikuþætti í sjónvarpi (allar
listgreinar, ekki bara bókmenntir).
Um leið er ekki lokað á annað
menningarefni. Og Gufuna /Rás 1
höfum við en hana má bæta um
margt.
Í þriðja lagi verður að einblína
á skólakerfið. Auðvitað felst hluti
menningarstefnunnar í að koma
listum fyrir í námsskrá grunn- og
framhaldsskóla með miklu skýrari
hætti og metnaðarfyllra fyr-
irkomulagi en nú er. Listkynning
og lágmarksmenntun, frá 7 til 20
ára aldurs, í sjónlistum, tónlist,
bókmenntum og hönnun er jafn
gott veganesti og hreyfingin sem
fæst við íþóttaiðkun eða leikfimi,
svo ekki sé minnst á forvarn-
arþáttinn sem sífellt er rætt um
við menntun barna og ungmenna.
Hann felst ekki bara í líkamlegum
átökum heldur líka í grunnþekk-
ingu á listum, hönnun og hand-
verki.
Margþrungin list
Eftir Ara Trausta
Guðmundsson »Nú er svo komið
að meirihluti allra
listviðburða í höfuð-
borginni fær annað-
hvort enga umfjöllun
eða snöggsoðna og
landsbyggðaratburðum
er sjaldan sinnt.
Ari Trausti
Guðmundsson
Höfundur er jarðvísindamaður og
höfundur sjö skáldverka.
FJÖLSKYLDA
byggði sér meðalstórt
einbýlishús í litlu sjáv-
arplássi í kringum
1980. Húsið hæfði fjöl-
skyldustærð og átti að
vera samastaður
kjarnafjölskyldu um
árabil. Ekki aðeins
þeirra sem byggðu,
heldur næstu kynslóða.
10 árum síðar höfðu
aðstæður breyst. Atvinna í þorpinu
hafði dregist saman. Aðgangur að
auðlindum hafsins var takmarkaður
og íslensk stjórnvöld höfðu ákveðið
að hagræða í atvinnulífinu. Húsið
sem átti að hlífa uppvaxandi æsku
var nú ekki lengur heppilega stað-
sett. Íbúarnir þurftu að flytja sig að
Faxaflóasvæðinu þar sem tækifærin
biðu.
Á núvirði væri þetta hús ca
40.000.000 kr. Söluverð þess er á
bilinu 5-15 milljónir ef kaupandi
finnst.
Ég hef gert mér það til dundurs
að áætla hversu mjög verðgildi
eigna landsbyggðarmanna hafa
rýrnað á tveim síðustu áratugum lið-
innar aldar. Tölurnar urðu fljótt
undraháar. Verðgildi
íbúða sýndist mér hafa
fallið samtals um
500.000.000.000 (Fimm
hundruð milljarða). Þá
var eftir að reikna
rýrnun opinberra
mannvirkja og atvinnu-
húsnæðis. Þær tugþús-
undir sem þurftu að
flytja sig milli lands-
hluta fjárfestu í nýju
húsnæði fjarri upp-
runalegri heimaslóð.
Hinir sem eftir sátu
töpuðu talsverðum hluta tekna
sinna. Ekki veit ég hvort yfirvöld
hafa upplýsingar um heildarkostnað
vegna landsbyggðarflóttans, en ég
gæti trúað að hann næmi á bilinu
2.000 til 3.000 milljörðum.
Framan af trúði ég að þetta gerði
ekkert til. Hagsmunirnir lægju ann-
ars staðar, væru miklu ríkari og
kæmu okkur öllum til góða, líka
þeim sem völdu að sitja um kyrrt.
Svo kom október 2008. Þá kom hið
merkilega í ljós sem mig hafði
reyndar lengi grunað. Hagræðingin
sem átti að skapa auðinn skilaði
engu. Viðskiptafrelsið sem átti að
undirbúa varanlega velferð á Íslandi
hafði étið húseignir og tekjutap ís-
lenskra dreifbýlinga upp til agna og
miklu meira til. Markmið stjórn-
valda að gera þjóðina auðuga á
eignatekjum voru greinilega röng
frá upphafi enda lítill greinarmunur
gerður á skuldasöfnun og tekjuöflun
við hagstjórn landsins.
Ráðamenn eru ennþá villtir í þok-
unni. Í stað þess að virkja fólkið til
athafna, leita þeir allra ráða til að
bjarga einhverju sem ekki er hægt
að bjarga. Hversu lengi þær til-
raunir standa skal engu um spáð, en
því lengur sem við flýjum raunveru-
leikann þeim mun sárari verður
hann þegar ljósið rennur upp.
Þá fyrst hefst tími endurreisnar
með skynsamlegri nýtingu auðlinda,
vinnuafls, hugvits, þekkingar og
legu landsins gagnvart umheim-
inum. Hrunið fræga verður þá okkur
holl lexía um það hvernig ekki á að
fórna eignum og tekjum heiðarlegs
fólks á altari óvissra hagsmuna og
annarlegrar hugmyndafræði.
Byggðum blæðir –
enginn græðir
Eftir Sigurjón
Bjarnason » Verðgildi íbúða
sýndist mér hafa
fallið samtals um
500.000.000.000.
Sigurjón Bjarnason
Höfundur er bókari.
HÆGT og bítandi
miðar okkur áfram við
að rétta þjóðarskútuna
eftir brotsjó haustsins
og atburðir síðustu
vikna hafa skilað ár-
angri sem getur skipt
sköpum fyrir end-
urreisn Íslands. Sú
ákvörðun meirihluta
Alþingis að sækja um
aðild að Evrópusam-
bandinu sendir mikilvæg skilaboð um
að Ísland vilji taka nánari þátt í sam-
starfi Evrópuþjóða að því gefnu að
grundvallarhagsmunir þjóðarinnar
verði tryggðir í aðildarsamningi.
Samkomulagið við skilanefndir
gömlu bankanna um endur-
skipulagningu bankakerfisins er önn-
ur mikilvæg forsenda þess að end-
urreisa megi traust Íslands á
alþjóðavettvangi, sem er skilyrði fyr-
ir lánveitingum, erlendum fjárfest-
ingum og eðlilegum frjálsum við-
skiptum við útlönd. Vissulega
þurfum við að bíða haustsins eftir
ákvörðun kröfuhafa um hvort þeir
samþykkja að kaupa bankana tvo,
Kaupþing og Íslandsbanka, en vís-
bendingar úr samningaviðræðum við
fulltrúa þeirra gefa a.m.k. tilefni til
hóflegrar bjartsýni.
Icesave
Þriðja meginverkefnið við end-
urreisn Íslands í alþjóðlegu sam-
hengi er lausn Icesave-málsins. Ljóst
er að Alþingi mun ekki samþykkja
frumvarpið um ríkisábyrgð óbreytt,
en á þinginu hvílir sú skylda að
ganga úr skugga um að samning-
urinn sé annars vegar til þess fallinn
að þjóna hagsmunum Íslendinga til
lengri tíma og hins vegar að tryggja
að niðurstaðan sé í samræmi við það
umboð sem Alþingi veitti samninga-
nefndinni 5. desember síðastliðinn.
Þar var skýrt kveðið á um að samn-
inga við Hollendinga og Breta ætti að
leiða til lykta „… á grundvelli þeirra
sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa
komið sér saman um.“ Þar er um að
ræða Brussel-viðmiðin svokölluðu frá
14. nóvember þar sem Íslendingum
tókst fyrir milligöngu Evrópusam-
bandsins að fá viðurkenningu á því að
tekið yrði tillit til hinna erfiðu að-
stæðna á Íslandi í kjölfar bankahruns
og ekki síður að nauðsynlegt væri að
grípa til ráðstafana sem gerðu okkur
mögulegt að reisa við fjármála- og
efnahagskerfið í landinu. Hnykkt var
á þeim sameiginlega skilningi að til-
skipun ESB um innstæðutryggingar
gildi á Íslandi sem hluti af löggjöf
EES. Síðast en ekki síst var tekið
fram að stofnanir ESB og EES
myndu taka áframhaldandi þátt í
samningaferlinu sem fari fram í sam-
ráði við þær. Með þessu var áskilið að
fulltrúar ESB myndu taka að sér
hlutverk milligönguaðila ef á þyrfti
að halda.
Aðkoma Evrópusambandsins
mikilvæg
Þessi samþykkt Brussel-viðmið-
anna var afar mikilvæg því með
henni var Evrópusambandið kallað
að borði sem ábyrgðaraðili að inn-
stæðutryggingakerfinu og stigið
mikilvægt skref til að gera sam-
bandið samábyrgt deiluaðilum um að
finna farsæla lausn málsins. Þetta
skiptir verulegu máli því eins og
menn þekkja hefur ríkt réttaróvissa
allt frá hruni fjármálakerfisins um
það hvort tilskipunin
um innstæðutrygg-
ingar ætti við þegar um
fordæmalaust hrun
heils fjármálakerfis er
að ræða. Íslendingar
hafa haldið fram því
sjónarmiði frá upphafi
að vafi léki á um
ábyrgðarskyldu Íslands
þegar um kerfishrun er
að ræða en það sjón-
armið hefur engar und-
irtektir fengið meðal
annarra þjóða. Það breytir því ekki
að mikilvægt er að halda þeim mögu-
leika opnum að á síðari stigum verði
hægt að greiða úr þessari óvissu, fyr-
ir dómstólum eða í tengslum við end-
urskoðun á innstæðutryggingakerfi
álfunnar. Margt bendir til þess að
hinn rétti farvegur fyrir málsókn sé
einmitt dómstóll Evrópusambands-
ins, Evrópudómstóllinn, eins og M.
Elvira Méndez Pineto, doktor í Evr-
ópurétti, hefur haldið fram. Það er
hlutverk Evrópudómstólsins að túlka
Evrópuréttinn og hann sker úr um
ágreiningsmál milli aðildarríkja ESB
eða á milli stofnana ESB og aðild-
arríkja. Þar sem Ísland er ekki aðild-
arríki ESB hefur þessi leið ekki verið
fær fyrir Ísland. Hún kann þó að
opnast síðar, ef Íslendingar sam-
þykkja að gerast aðildarríki sam-
bandsins.
Samningur með skýrum
endurskoðunarákvæðum
Ég tel öll rök hníga að því að far-
sælast sé fyrir Ísland að staðfesta
Icesave-lánasamningana en þó með
þeim formerkjum af hálfu Alþingis
að ríkisábyrgðin verði tengd skýrum
endurskoðunarákvæðum, þar sem
m.a. verði kveðið á um að tryggt
verði að greiðslubyrði íslenska rík-
isins samkvæmt samningnum verði
viðráðanleg og tengd eðlilegum þol-
mörkum. Jafnframt verði áréttað að
íslensk stjórnvöld afsali sér ekki rétti
til málsóknar á síðari stigum og
samninginn megi taka til endurskoð-
unar til samræmis við breytingar á
evrópska innstæðutryggingakerfinu
í framtíðinni.
Lausn Icesave-deilunnar er mikil-
væg forsenda þess að Ísland losni
sem fyrst úr alþjóðlegri einangrun,
en engu að síður verður að tryggja að
þeir aðilar sæti ábyrgð sem komu
þjóðinni á vonarvöl með glæfraspili
sínu. Það særir réttlætiskennd al-
mennings að vonum að íslenska þjóð-
in horfi fram á þungar byrðar á kom-
andi árum fyrir tilverknað
fjárglæframanna. Það mál er í rétt-
um farvegi hjá embætti sérstaks sak-
sóknara en mikilvægt er að tryggja
að stjórnvöld leiti áfram allra leiða til
að lágmarka þær byrðar sem skatt-
borgararnir þurfa á endanum að
bera. Það verður eitt helsta verkefni
stjórnmálanna á næstu árum.
Endurreisn í húfi
Eftir Skúla Þór
Helgason
» Þessi samþykkt
Brussel-viðmiðanna
var afar mikilvæg því
með henni var Evrópu-
sambandið dregið að
borðinu sem ábyrgð-
araðili að innstæðu-
tryggingakerfinu.
Skúli Þór Helgason
Höfundur er þingmaður
Samfylkingarinnar.
3ja herbergja 93 fm íbúð við Laugarásveg.
Stórar svalir með miklu útsýni. Stutt í alla
þjónustu og Laugardalurinn innan seilingar.
Laus strax.
Upplýsingar í síma: 892 0160
Laugarásvegur til sölu