Morgunblaðið - 26.07.2009, Qupperneq 34
34 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
✝ Þorbjörg Egg-ertsdóttir fædd-
ist í Dældarkoti í
Helgafellssveit 26.
maí 1919. Hún lést á
dvalarheimilinu
Kirkjuhvoli 15. júlí
síðastliðinn. For-
eldrar hennar voru
Eggert Thorberg
Grímsson sjómaður,
Elliðaey í Stykk-
ishólmshreppi, Snæ-
fellsnesi, síðar
verkamaður í
Reykjavík og kona
hans Lilja Elínborg Jónsdóttir frá
Haukagili í Vatnsdal, A-Hún.
Systkinin voru 6, Þorbjörg elst,
þá Hansína Elínborg, Kristín Jón-
ína, María, Guðmundur Óskar og
Lárus. Þau María og Guðmundur
lifa nú systur sína.
Þorbjörg giftist 9. des. 1939
Ingólfi Ingvarssyni, bónda í
á Breiðafirði. Hún lauk hefðbund-
inni barnaskólagöngu þess tíma.
Hún starfaði meðal annars á
Saumastofunni Gullfossi og var í
vist á heimilum í Reykjavík. 1940
hófu þau Þorbjörg og Ingólfur
búskap í Neðri-Dal og bjuggu þar
til 1973 er þau fluttu að Hvols-
vegi 9 á Hvolsvelli. Þar starfaði
hún við saumastofuna Sunnu.
Þegar Ingólfur lést árið 1995 fór
hún fljótlega að hugsa sér til
hreyfings og flutti að dvalarheim-
ilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli og
naut sín vel í návist samferða-
manna og góðs starfsfólks.
Útför Þorbjargar fór fram frá
Stóra-Dalskirkju, V-Eyjafjöllum, í
gær, laugardaginn 25. júlí.
Þau mistök urðu við vinnslu
blaðsins í gær að greinar um Þor-
björgu misfórust. Eru ættingjar
og vinir sem og lesendur beðnir
atsökunar.
Neðra-Dal, V- Eyja-
fjöllum, f. 12. sept.
1904 í Selshjáleigu,
d. 16. mars 1995.
Börn þeirra eru;
1) Eggert Ingvar,
kvæntur Helgu Fjólu
Guðnadóttur, 2)
Guðbjörg Lilja, gift
Viggó Pálssyni, 3)
Svala, d. 11. jan.
1992, gift Þórhalli
Guðjónssyni, 4) and-
vana fædd dóttir, 5)
Tryggvi, kvæntur
Elísabetu Andr-
ésdóttur. Einnig ólu þau upp syst-
urdóttur Ingólfs, Ástu Grétu
Björnsdóttur, í sambúð með Kjell
Arne Alvestad. Barnabörnin eru
20 og barnabarnabörnin 35.
Þorbjörg ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Reykjavík utan
áranna frá 3 til 10 ára er hún
dvaldi hjá ættmennum í Rúfeyjum
Þegar ég hugsa til tengdamóður
minnar, Þorbjargar Eggertsdóttur,
kemur fyrst upp í huga minn orðið
hetja, því það var hún svo sannar-
lega og tókst á við lífið af jákvæði og
æðruleysi alla tíð. Örlögin höguðu
því þannig að Þorbjörg dvaldi hjá
ættfólki sínu í Rúfeyjum á Breiða-
firði á sínum bernskuárum og
minntist þess tíma ævinlega með
hlýhug. Tíu ára að aldri flutti hún
aftur til foreldra sinna og systkina
sem bjuggu í Reykjavík og ólst þar
upp í kærleiksríkum faðmi fjölskyld-
unnar og þroskaðist til vits og ára.
Hún gekk í Miðbæjarskólann og
starfaði síðan hjá saumastofunni
Gullfossi og talaði oft um það hvað
sá tími hafi verið henni lærdóms-
ríkur. Hún var einnig í vist á heim-
ilum í Reykjavík og þar á meðal hjá
Óskari Ingvarssyni og þar kynntist
hún manni sínum Ingólfi. Þau hófu
búskap í Neðri-Dal árið 1940, fyrst
með foreldrum Ingólfs en tóku alveg
við búinu árið 1945, en tengdafaðir
hennar dvaldist hjá þeim til dauða-
dags. Um leið og Þorbjörg flutti
undir Fjöllin tók hún ástfóstri við
sveitina og þar var tekist á við önn
og yndi daganna og áranna sem í
hönd fóru. Störfin voru ótalmörg,
börnin fæddust eitt af öðru, ásamt
því að sinna búi og uppbyggingu
þess. Það mæddi mikið á Þorbjörgu
á þessum árum enda fór bóndinn til
vers líkt og tíðkaðist á þessum tíma
og þá hvíldi öll ábyrgð bús og barna
á húsmóðurinni. Þegar tengdamóðir
mín leit til baka yfir farinn veg þá
skynjaði maður fyrst og helst vænt-
umþykju hennar til þessara dýr-
mætu ára sem hún átti í nágrenni
góðra sveitunga og hún var í hjarta
sínu mikill Eyfellingur.
Árið 1973 hættu þau hjónin bú-
skap og fluttu að Hvolsvelli, en með
sér fluttu þau heimilisbraginn frá
Neðri-Dal þar sem gestrisni og
hlýja tók á móti hverjum þeim sem
að garði bar. Ekki settist þó Þor-
björg í helgan stein heldur hóf störf
við saumastofuna Sunnu og starfaði
þar meðan heilsan leyfði. Hún var
alla tíð mikil kvenfélagskona og var
heiðursfélagi kvenfélagsins Eyglóar
sem var félagið hennar í sveitinni,
en gekk einnig í kvenfélagið Einingu
þegar hún flutti á Hvolsvöll.
Þorbjörg var mikil hannyrðakona
og hafði mikla ánægju af að sinna
því áhugamáli, og ófáar eru þær flík-
urnar sem hún prjónaði á afkomend-
urna alla og hafa yljað þeim í gegn-
um árin.
Þorbjörg var sterk kona og glæsi-
leg og fjölskyldan var henni allt og
hana umvafði hún og styrkti í gegn-
um gleði og sorgir lífsins. Minning
um mæta og gegnheila konu mun
ævinlega lifa í hjörtum ástvina
hennar.
Helga Fjóla Guðnadóttir,
Skarði.
Fyrstu minningarnar um hana
ömmu tengjast Neðri-Dal. Það var á
búskaparárum ömmu og afa í sveit-
inni. Þær minningar eru sveipaðar
ævintýraljóma þar sem við barna-
börnin lékum okkur og stunduðum
búskap á okkar hátt, þótt ekki vær-
um við há í loftinu. Það var alltaf
gaman að heimsækja ömmu og afa á
Hvolsveginn eftir að þau fluttu
þangað. Það var vel tekið á móti
okkur og amma lumaði alltaf á ein-
verju góðu í búrinu. Í minningunni
var alltaf sunnudagsmatur í matinn
hjá ömmu og ís og ávextir í eftirrétt.
Amma bjó yfir miklum dugnaði og
seiglu. Hún var aðeins tvítug þegar
hún giftist afa sem var 15 árum eldri
og fluttist frá Reykjavík austur und-
ir Eyjafjöll. Það var fyrir síðasta
ættarmót sem haldið var á Goða-
landi fyrir tveimur árum sem við
fengum ömmu til þess að rifja upp
söguna þegar amma og afi kynntust.
Það var skemmtilegt að heyra
ömmu segja söguna af því þegar hún
var í vist hjá bróður afa í Reykjavík
og afi kom í heimsókn til bróður síns
og um leið náði greinilega að töfra
ömmu til þess að flytja með sér í
sveitina. Minningin ljóslifandi næst-
um 70 árum síðar. Amma fæddist
við Breiðafjörðinn og bjó þar sín
fyrstu ár. Eitt af mörgum skemmti-
legum ættarmótum var haldið í
Stykkishólmi fyrir fáum árum þar
sem við fylgdum fótsporum ömmu.
Amma hafði gaman af handavinnu
og föndri og bjó til mörg listaverk.
Hún var alltaf að vinna eitthvað í
höndunum, prjónaði, heklaði, saum-
aði, bjó til listaverk úr skeljum og
kuðungum og alltaf að prófa eitt-
hvað nýtt. Hún heklaði falleg föt á
dúkkurnar okkar og saumaði sæng-
urver í dúkkuvagnana. Amma var
mjög félagslynd og hafði gaman af
að ferðast. Eftir að hún flutti á
Kirkjuhvol tók hún virkan þátt í því
starfi sem bauðst.
Amma hafði gott minni og fylgdist
vel með afkomendunum fram undir
það síðasta. Það er ómetanlegt að
amma skyldi geta fagnað níræðisaf-
mælinu sínu með okkur öllum í vor.
Hún bar aldurinn með mikilli reisn
þrátt fyrir veikindi. Þannig var
amma, sterk kona sem tók áföllum
sínum í lífinu af stillingu.
Við minnumst afa og Svölu og vit-
um að þau hafa tekið vel á móti þér.
Guð geymi þig, elsku amma.
Jóhanna og Fjóla
Viggósdætur.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Minningarnar streyma um hug-
ann og söknuðurinn er mikill og með
þessum fátæklegu orðum viljum við
kveðja ömmu Þorbjörgu í hinsta
sinn.
Amma var hlý og yndisleg kona
sem breiddi sig út yfir fjölskylduna.
Þrátt fyrir mikinn fjölda afkomenda
kom það aldrei fyrir að amma
gleymdi afmælum eða öðrum merk-
isatburðum í lífi þeirra, öll áttum við
sérstakan stað í hennar stóra hjarta.
Amma var einstaklega gestrisin
og góð heim að sækja. Fátt þótti
henni skemmtilegra en að taka á
móti gestum og veita þeim vel í mat
og drykk, að ógleymdu konfektinu
sem amma átti ævinlega til á vísum
stað. Fyrir yngstu kynslóðina lum-
aði amma Þorbjörg á forláta dóta-
kassa sem gat fangað athygli barna
svo tímunum skipti. Það var ávallt
glatt á hjalla í þessum heimsóknum.
Jákvæðni var ömmu í blóð borin.
Hún átti auðvelt með að sjá hinar
bjartari hliðar lífsins og kvartaði
sjaldan þótt hún hefði upplifað ýmsa
erfiðleika og áföll á langri ævi. Hún
var ákveðin og hreinskilin en jafn-
framt hjálpsöm og hjartahlý.
Elsku amma, margar ljúfar minn-
ingar eru tengdar þér, jafnt úr barn-
æsku sem á síðari árum. Skemmst
er þó að minnast þegar öll fjölskyld-
an kom saman nú í vor og við héld-
um upp á 90 ára afmælið þitt þér til
heiðurs, sem lukkaðist svo vel og þú
varst hrókur alls fagnaðar.
En nú er komið að kveðjustund.
Viljum við þakka þér samfylgdina
og biðjum góðan Guð að geyma þig
og varðveita. Við fjölskyldan kveðj-
um þig með fallega ljóðinu frá Eyj-
um, „Góða nótt“.
Dagurinn kveður, mánans bjarta brá
blikar í skýja sundi.
Lokkar í blænum, leiftur augum frá,
loforð um endurfundi.
Góða nótt, góða nótt,
gamanið líður fljótt,
brosin þín bíða mín,
er birtan úr austri skín.
Dreymi þig sólskin og sumarfrið,
syngjandi fugla og lækjarnið.
Allt er hljótt, allt er hljótt
ástin mín, góða nótt.
(Ási í Bæ)
Hvíldu í friði og takk fyrir allt
sem þú gafst okkur með nærveru
þinni.
Minning þín verður ætíð ljós í lífi
okkar.
Svandís, Fjölnir, Birkir,
Aron og Sindri.
Elskuleg amma mín, hún Þor-
björg, er látin. Það eru ótalmargar
minningar sem leita á hugann þegar
ég lít til baka og hugsa um stundir
mínar með ömmu. Ég var svo hepp-
in að alast upp með ömmu og afa í
nánast næsta húsi á Hvolsvelli. Það
var því ósjaldan kíkt í heimsókn til
ömmu og afa, þar sem mér fannst
alltaf gott að koma. Hjá þeim tók ég
í spil við afa, fékk að greiða ömmu
og svo var alltaf eitthvað gott að
borða. Mér finnst það forréttindi að
hafa fengið að alast upp í svo mikilli
nálægð við ömmu og afa.
Amma var mikil kjarnakona sem
hafði mikla reynslu í farteskinu og
núna í seinni tíð spjölluðum við oft
og mikið um hennar reynslu. Hún
sagði mér frá því eftir að pabbi slas-
aðist að hún hefði fengið lömunar-
veikina á sínum tíma, hún hafði því
kannski betri innsýn á stöðu sonar
síns en ella. Amma var sterk kona
og var ekki mikið fyrir að sýna sorg
sínar, eftir að hafa misst bæði eig-
inmann og dóttur.
En amma sýndi gleði sína og hún
var svo ákaflega stolt af afkomend-
um sínum og þegar ég kom í heim-
sókn til hennar á Kirkjuhvol hafði
hún alltaf einhverjar skemmtilegar
fréttir að segja af ættingjunum sem
fékk stoltið hennar til að skína. Hún
hafði einstaklega gaman af öllu ung-
viðinu sem er að vaxa úr grasi og
var ákaflega stolt af því.
Þegar ég heyrði í henni á 90 ára
afmælisdaginn hennar var hún mjög
ánægð með daginn, en hún hlakkaði
miklu meira til að hitta allt fólkið
sitt helgina eftir, þegar við komum
öll saman í litla salnum í Hvoli og
héldum upp á afmælið hennar. Það
var stórkostlegur dagur og brosið
fór ekki af ömmu þar sem hún var
umvafin fjölskyldu sinni, slíkar
stundir voru í uppáhaldi hjá henni.
Daginn eftir afmælið fór ég til
ömmu og kíkti á gjafirnar og gesta-
bókina. En amma og afi höfðu alla
tíð verið dugleg að fá fólk til að
skrifa í gestabók. Þegar ég fletti í
gegnum gestabókina þá sá ég að
fyrsti atburður bókarinnar var 90
ára afmæli afa, sem var fyrir um 15
árum, og gestabókin endaði á 90 ára
afmæli ömmu.
Ömmu og afa kallaði ég ömmu og
afa í Neðró á mínum yngri árum í
daglegu tali, núna í seinni tíð hefur
hún verið kölluð „amma lang“ vegna
tilkomu langömmubarnanna og bar
hún langömmutitilinn með mikilli
reisn.
Elsku amma, takk fyrir allan
stuðninginn í gegnum árin, takk fyr-
ir alla vettlingana og fallega föndrið
sem þú hefur gefið mér og syni mín-
um, takk fyrir allt góða spjallið sem
við höfum átt og gaf mér svo mikið.
Takk fyrir allar skemmtilegu stund-
irnar í bíltúrunum, útilegunum,
sunnudagsmáltíðunum og okkar
mörgu sólarkaffistundum.
Ég sakna þín mjög mikið en finnst
gott til þess að vita að þú hefur nú
sameinast afa og Svölu dóttur þinni
sem dó svo langt fyrir aldur fram.
Minning þín lifir í afkomendum
þínum og ekki síst í nöfnum þínum.
Hjartans þakki fyrir allt og allt.
Berglind Elva Tryggvadóttir.
Þorbjörg Eggertsdóttir
Hafðu hjartans þökk
mér horfin stund er kær.
Í minni mínu, klökk
er minning hrein og skær.
Þú gengur um gleðilönd,
Þér glampar sólin heið
og við herrans hönd
þú heldur fram á leið.
(Páll Janus Þórðarson.)
Hvíldu í friði, elsku amma.
Gísli Fannar og
Hrafnhildur Kristín.
HINSTA KVEÐJA
✝
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi, bróðir
og mágur,
MAGNÚS V. FRIÐRIKSSON,
Kjarnalundi dvalarheimili, Akureyri,
áður til heimilis að
Hólum 15, Patreksfirði,
lést á Landspítalanum Fossvogi miðvikudaginn
22. júlí.
Útförin fer fram frá Patreksfjarðarkirkju fimmtudaginn 30. júlí kl. 14.00.
Friðrik Magnússon, Birna Svanbjörg Ingólfsdóttir,
Helgi Magnússon, Þóra Björg Guðjónsdóttir,
Ingveldur Hera Magnúsdóttir, Agnar Ásbjörn Guðmundsson,
barnabörn, barnabarnabarn, systkini og mágkona.
✝
Hjartkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
VILBORG HALLDÓRSDÓTTIR,
Kópavogsbraut 69,
Kópavogi,
sem lést miðvikudaginn 15. júlí, verður jarðsungin
frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 28. júlí kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hennar er bent á Umhyggju – félag til styrktar
langveikum börnum.
Nanna Baldursdóttir, Ólafur G. Sveinsson,
Halldór Baldursson, Margrét Snorradóttir,
Ingibjörg Baldursdóttir,
Guðmundur Baldursson, Antonía Erlendsdóttir,
Bragi Baldursson, Guðrún Lísa Erlendsdóttir,
Sigríður Baldursdóttir,
Þorgrímur Baldursson, Jenný G. Sigurbjörnsdóttir,
Kristín Baldursdóttir,
Friðrik Baldursson, Erla Guðmundsdóttir,
Ólafur Baldursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Útför móður okkar og tengdamóður,
VALGERÐAR ÞÓRARINSDÓTTUR,
fæddri á Bjarnastöðum, Selvogi,
Hrafnistu, Hafnarfirði,
fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 27. júlí
kl. 15.00.
Margrét Brynjólfsdóttir, Gísli Jónsson,
Guðni Már Brynjólfsson,
Dagur Brynjólfsson, Ína K. Árnadóttir.