Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 38

Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 38
38 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Sudoku Frumstig 6 9 1 1 3 8 7 8 9 5 3 8 5 7 4 6 1 2 7 9 3 4 6 1 4 8 5 8 7 3 1 7 5 6 2 3 6 9 2 2 6 9 8 4 1 5 2 1 4 2 3 8 5 7 4 8 1 3 6 5 1 9 7 8 6 4 3 2 4 8 1 7 2 3 7 9 1 5 4 6 8 2 6 2 5 7 8 9 1 4 3 4 1 8 6 3 2 5 7 9 7 5 3 4 1 8 9 2 6 8 6 4 9 2 5 7 3 1 2 9 1 3 7 6 8 5 4 1 3 2 8 9 7 4 6 5 9 4 7 5 6 3 2 1 8 5 8 6 2 4 1 3 9 7 4 6 8 1 5 7 9 3 2 1 7 3 2 8 9 4 6 5 9 2 5 6 4 3 8 1 7 6 5 7 4 1 2 3 9 8 8 1 9 5 3 6 7 2 4 3 4 2 7 9 8 6 5 1 5 3 1 9 7 4 2 8 6 7 9 6 8 2 5 1 4 3 2 8 4 3 6 1 5 7 9 4 9 3 8 2 1 7 5 6 7 5 6 9 4 3 8 1 2 1 2 8 7 6 5 3 9 4 9 6 5 1 8 2 4 3 7 8 4 1 3 5 7 2 6 9 2 3 7 6 9 4 1 8 5 5 1 2 4 3 9 6 7 8 6 7 9 2 1 8 5 4 3 3 8 4 5 7 6 9 2 1 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er sunnudagur 26. júlí, 207. dag- ur ársins 2009 Orð dagsins: Og orð hans býr ekki í yð- ur, því að þér trúið ekki þeim, sem hann sendi. (Jóh. 5, 38.) Ásólríkum sumardegi er við hæfiað heimsækja veitingahús og sitja utan dyra. Þetta hefur Víkverji iðkað óspart síðustu vikur. Þar sem Víkverji er matmaður fær hann sér hádegismat á þessum stöðum. Vík- verji hefur uppgötvað tvo nýja staði sem honum falla vel í geð. Annar er Portið sem er á annarri hæð í Kringl- unni og skartar góðu útivistarsvæði. Þar smakkaði Víkverji gratinerað skinkubrauð og féll það svo vel að hann mætti aftur nokkrum dögum seinna til að geta pantað sama rétt. Síðan hefur Víkverji smakkað beik- onristina sem er ansi góð og brauð með avókadó sem kom á óvart. En ekkert á matseðlinum slær enn út skinkubrauðið. x x x Annar góður veitingastaður erPósthúsið í Pósthússtræti. Þar sá Víkverji á dögunum eina þingkonu Sjálfstæðisflokksins háma í sig grat- ineraðan humar í flaguettebrauði. Sælusvipurinn á þingkonunni var slíkur að Víkverji vissi að þennan rétt yrði hann að prófa. Hann mætti því næsta dag. Og þvílík dásemd! Svo er verðið viðráðanlegt, sem er nátt- úrlega það besta. x x x Áneðstu hæð Iðuhússins í Lækj-argötu er staður þar sem hægt er að borða fyrir þúsundkall. Þar eru kjöt- og fiskréttir, súpur og eftirréttir og salatbar. Stundum vill maður bara fá góðan og tilgerðarlausan heim- ilismat og hann fær maður þarna. Svo er Jómfrúin í næsta húsi ef maður vill gera verulega vel við sig. x x x Sólríkir sumardagar geta haft sín-ar skuggahliðar. Víkverji hitti um daginn kunningja sinn sem er með sjálfstæðan atvinnurekstur. Hann bar sig illa: „Það hefur verið svo gott veður að ég mæti í vinnu klukkan hálfníu, er farinn út í sólina klukkan tíu og mæti aftur í vinnu hálffjögur og fer klukkan fimm. Þetta góða veður dregur úr öllum afköstum mínum. Ef veðrið fer ekki að versna fer ég á hausinn.“ víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 þungbúna, 8 kvenfugls, 9 krús, 10 eyða, 11 ís, 13 ráfa, 15 dansleiks, 18 farmur, 21 þrældómur, 22 reigja, 23 kvendýrið, 24 skammar. Lóðrétt | 2 fen, 3 lítill poki, 4 sárs, 5 sáta, 6 hristi, 7 vísa, 12 græn- meti, 14 bókstafur, 15 glæpamaður, 16 smá, 17 kímni, 18 öðluðust, 19 hindra, 20 áll. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 fljót, 4 Skuld, 7 rella, 8 eimur, 9 nær, 11 kost, 13 álma, 14 órótt, 15 dall, 17 toga, 20 eta, 22 magur, 23 lítil, 24 rorra, 25 akrar. Lóðrétt: 1 fersk, 2 júlís, 3 tían, 4 sver, 5 urmul, 6 dorma, 10 æðótt, 12 tól, 13 átt, 15 dámur, 16 logar, 18 ortir, 19 aflar, 20 erta, 21 alfa. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4. e5 Dd7 5. a3 Bxc3+ 6. bxc3 b6 7. Dg4 f5 8. Dg3 Rc6 9. a4 Bb7 10. Bb5 a6 11. Bxc6 Bxc6 12. a5 Bb5 13. Rh3 0–0–0 14. Rf4 Rh6 15. axb6 cxb6 16. Ba3 Hhg8 17. h4 Kb7 18. Kd2 Hc8 19. Hhb1 Rf7 20. h5 g5 21. hxg6 hxg6 22. Hh1 g5 23. Rd3 Dc7 24. Bb2 Hg7 25. Hh5 Hcg8 26. Hah1 a5 27. Dh2 Dc4 28. Dg1 g4 29. Rf4 Bd7 30. De1 Rg5 31. Hxg5 Hxg5 32. Da1 g3 33. f3 Dc8 34. Ba3 Hh8 35. Hb1 Ka6 Staðan kom upp á opna skoska meistaramótinu sem lauk fyrir skömmu í Edinborg. Enski alþjóðlegi meistarinn Andrew Greet (2.443) hafði hvítt gegn Skotanum Neil Farrell (2.191). 36. Bc5! bxc5 37. Rd3! cxd4 38. Rb4+ Kb5 39. Rc6+! Kxc6 40. Da4+ Kc7 41. Dxa5+ Kc6 42. Db6 mát. Hvítur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Áhrifamaður. Norður ♠KG5 ♥DG ♦ÁK6532 ♣94 Vestur Austur ♠9842 ♠D103 ♥85 ♥10942 ♦G8 ♦D1097 ♣D10862 ♣G7 Suður ♠Á76 ♥ÁK763 ♦4 ♣ÁK53 Suður spilar 6♥. Alfred Sheinwold (1912-1997) var mikill áhrifamaður í bandarísku bridslífi á síðustu öld. Hann ritstýrði The Bridge World um skeið, sá um dagblaðsdálka í þrjá áratugi og var vinsæll bókasmiður. Kennslubók hans „Five Weeks to Winn- ing Bridge“ seldist í yfir milljón eintök- um. Þá var Sheinwold landsliðsfyrirliði á tímabili, kerfissmiður (Kaplan- Sheinwold), stjórnarmaður í bandaríska bridssambandinu og ýmislegt fleira. Og já – bridsspilari. Það sést af handtökum hans í hjartaslemmunni að ofan. Út- spilið var tromp. Sheinwold fann ráð til að verjast 4-2 legu í báðum rauðu litunum: hann spil- aði litlum tígli úr borði í öðrum slag. Notaði svo innkomuna á ♥D til að trompa tígul smátt, aftrompaði vörnina með ♥ÁK, fór inn í borð á ♠K og tók á frítíglana. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Vandræðaleg augnablik, sem þú óskar þess að geta þurrkað út, skipta ekki neinu einasta máli þegar upp er staðið. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú færð tækifæri til að aðstoða ein- hvern í fjölskyldu þinni. Vertu því opin/n gagnvart öðrum og gefðu þér tíma til þess að þroska sjálfa/n þig. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú færð góðar hugmyndir um hvernig þú getur aflað meiri tekna. Ein- hver vill fela þér aukna ábyrgð, þú munt standa undir væntingum. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú þarft að láta vinnuna ganga fyrir öllu öðru svo þér takist að ljúka við þau verkefni sem fyrir liggja. Góðu frétt- irnar eru þær að þú veist það sem þú veist, svo nýttu þér það í dag. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Taktu umhverfi þitt til gagngerrar endurskoðunar og drífðu í þeim breyt- ingum sem þér finnast nauðsynlegar. Eft- ir það er betra að taka upp léttara hjal. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Dagurinn hentar vel til að ræða við yfirmann þinn. Bréf sem skrifað er af öllu hjarta er alltaf frábær gjöf. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Þú vilt forðast að hitta náinn vin þinn, en þú getur ekki endalaust skotið fundi ykkar á frest. Einbeittu þér að málum heimilisins, bæði innan veggja sem utan. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú hefur tækifæri til að bæta fjárhaginn. Vertu óhræddur við að henda gömlum hlutum og því sem skiptir þig ekki lengur máli. Talaðu við náungann og systkini þín, ef það á við. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Nú er komið að því að þú fram- kvæmir það sem þú hefur lengi látið þig dreyma um. Gakktu úr skugga um að þú misskiljir ekki neitt áður en þú skuldbind- ur þig til einhvers. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Með hjálp góðra vina tekst þér að sigla þínum málum í höfn. En þú þarft samt að leysa þau áður en þú getur haldið áfram. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Heimspekingurinn Albert Ca- mus sagði að um hávetur hefði hann loks- ins lært að innra með honum byggi ósigr- andi sumar. Samskipti við vinnufélaga eru mjög ánægjuleg. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Að vinna með fólki sem þú dáist að jafngildir innspýtingu af krafti sem þú þarft á að halda til þess að ljúka því sem fyrir liggur. Leyfðu huga þínum að reika. Stjörnuspá 26. júlí 1925 Skátamót var haldið í Þrasta- skógi. Þar komu saman skátar úr þremur félögum. Baden Po- well, stofnanda skátahreyfing- arinnar, var sent „símskeyti í minningu um fyrsta skátamót Íslands,“ eins og það var orðað í Morgunblaðinu. 26. júlí 1930 Jón Sveinsson, Nonni, 72 ára rithöfundur og prestur, var kjörinn heiðursborgari Akur- eyrarbæjar þegar hann kom til Eyjafjarðar í fyrsta sinn síðan hann hélt til útlanda, sextíu árum áður. 26. júlí 1957 Mynd var send þráðlaust til út- landa í fyrsta sinn. Um var að ræða mynd af forseta Íslands, sem send var til sænska blaðs- ins Dagens Nyheter. 26. júlí 1959 Til mikilla átaka kom á dans- leik á Siglufirði þar sem á ann- að hundrað skip voru í höfn vegna brælu á síldarmiðunum. Tólf menn slösuðust. 26. júlí 1963 Kona á sjötugsaldri, Jóna Sig- ríður Jónsdóttir, fannst heil á húfi á Arnarvatnsheiði eftir víðtæka leit. Hún hafði verið á ferð á hesti sínum, Ljóma, en misst hann frá sér og legið úti í krapi og snjó í fimm nætur. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson Þetta gerðist… Árni StHer- mannsson verður áttræður 28. júlí. Hann tekur á móti ættingjum og vinum á af- mælisdaginn kl. 16-20 í Gullsmára 9, 14. hæð. 80 ára Arnar Freyr Einarsson ætlar að vera við veiðar í Þingvallavatni á afmælisdaginn. „Vonandi reyti ég upp eina eða tvær bleikjur. Ég get þá gefið fjöl- skyldunni silung í kvöldmat.“ Arnar segir annarra að dæma um hversu góður kokkur hann sé en venjulega heilgrilli hann silunginn, það sé einfalt og gott. Hann segist gera sér vonir um að móðir hans baki kannski handa honum köku, hún sé einkar laginn bakari. Hann minnist þess að hún hafi meira að segja bakað handa honum köku á prímus í Ásbyrgi þegar hann var lítill. „Afmælin í Ásbyrgi eru líklega minnisstæðustu afmæli mín til þessa,“ segir hann enda ekki amaleg umgjörð í kringum veislu. „Ég fékk líka að borða mysing beint upp úr dollunni.“ Á mánudag tekur við daglegt amstur og vinna en Arnar vinnur í sjávarútvegs- og land- búnaðarráðuneytinu. Hann segist sýsla þar í ýmsu, t.d. fylgist hann með inn- og útflutningi, sem sé sáralítill eins og alþjóð viti. Að því sögðu hlær hann dátt. Ráðuneytið fær ekki að njóta starfskrafta hans nema í sumar því í haust yfirgefur Arnar land og þjóð og heldur til Árósa þar sem hann hyggst leggja stund á meistaranám í hagfræði. svanbjorg@mbl.is Arnar Freyr Einarsson er 25 ára í dag Kakan bökuð á prímus Nýirborgarar Reykjavík Tóbías Erik fæddist 28. apríl á kl. 23.08. Hann vó 4.545 g og var 54 cm langur. For- eldrar hans eru Eiríkur Ólafsson og Soffía Dag- björt Jónsdóttir. Reykjavík Eva Karolína og Ágústa Guðrún fæddust 7. desember. Eva Karolína fæddist kl. 11.26 var 3.120 g og 48 cm löng. Ágústa Guðrún fæddist kl. 11.28 og var 2.930 g og 47cm löng. Foreldrar þeirra eru Jónína Kristín Ágústsdóttir og Lárus Páll Pálsson. Með þeim á myndinni er bróðir þeirra, Almar Páll.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.