Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 40

Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 40
Sloth-fígúran Goonies lifir vel í minni kvik- myndaáhuga- manna. Enn er hægt er að kaupa plast- fígúru af Sloth í völdum búðum. hafði, ólíkt hinum, hjartað á réttum stað. Bræðurna (en fratelli þýðir einnig bræður á ítölsku) léku þeir Robert Davi og Joe Pantoliano og mamman var engin önnur en Anne Ramsey. John Matuszak satt svo klukkutímum saman í umsjá förðunarfræðinga til að ná útliti Sloths. Margir eiga eflaust til í minninga- bankanum upplifun sína á því þegar Sloth sást fyrst á hvíta tjaldinu og ekki er ólíklegt að gæsahúð og kalt vatn milli skinns og hör- unds hafi komið þar við sögu. Glósubók: The Goonies 40 MenningFÓLK MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009 Andy var leikin af hinni rauð- hærðu Kerry Green. Líkt og hjá Cohen hefur leikfer- illinn ekki lengst mikið í annan endann eftir Goonies. Hún hefur þó tekið að sér einstaka hlutverk í sjónvarpsþáttum á borð við ER og Law and Order. Martha Plimp- ton – Stef Plimpton sást bregða fyrir í ýmsum myndum á níunda ára- tugnum, bæði fyrir og eftir Goonies. Síðustu ár hef- ur hún að mestu snúið sér að sviðsleik á Broadway með farsæl- um árangri. Corey Feldman – Mouth Feldman var trúlega þekkt- astur krakkanna og var talsverð stjarna á níunda áratugnum. Í kjölfar Goonies Josh Brolin – Brand Goonies var frumraun Brolins á hvíta tjaldinu þar sem hann fór með hlutverk stórabróðurins Brands. Hann var þá 17 ára og elstur grall- aranna. Ferill Brolins hefur svo ekki blómstrað að ráði fyrr en nú síðustu ár, og oft er hlutverk hans í No Country for Old Men þeirra Cohen-bræðra nefnt sem hlutverkið sem kom honum aftur á kortið. Brolin var tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt í Milk og fer með stórt hlut- verk í næstu mynd Woodys Allens. Sean Astin – Mikey Eftir Goonies lék Sean Astin í þónokkrum unglingamynd- um og átti nokkur talsvert annasöm ár í kvikmyndageiranum sem ungling- ur. Síðustu ár er hann trúlega þekktastur fyrir hlutverk sitt sem hinn tryggi Sámur í Hringadrótt- inssögu Peters Jacksons. Jeff Cohen – Chunk Jeff Cohen þurfti lengi vel eftir frumsýningu Goonies að sýna magahristi- dansinn sem hann gerði eft- irminnilega í myndinni. Hann var meira að segja fenginn til að stíga á svið í hléi á hafna- boltaleikjum og hrista á sér hlið- arspikið. Cohen svipar í dag lítið til hins búlduleita Chunks. Hann hefur lagt leiklist- arhæfileikana í salt og starfar sem lögfræð- ingur í Banda- ríkjunum. Kerry Green – Andy Klappstýran lék hann meðal annars í Stand By Me og The Lost Boys. Fregnir af kókaínneyslu og öðru villtu líferni hafa svo skyggt á fremur dapran leikferil Feldmans og hefur honum síðustu ár brugðið fyrir í raunveruleikaþáttum fyrir fræga fólkið. The Lost Boys 3 mun þó vera í bígerð og skarta Feld- man í aðalhlutverki. Ke Huy Quan – Data Tæknitröllið Data var leikið af Ke Huy Quan, sem áður hafði leikið í Indiana Jones: Temple of Doom. Leiklistin fékk þó fljótt að víkja fyrir bar- daga- og dans- höfundarhæfi- leikum hans sem hann nýtir enn óspart við gerð bardagamynda í Hollywood. Hvar eru þau nú? Sean Astin Grallarar Leikhópurinn úr Goonies á 16 ára afmæli myndarinnar árið 2001. Jonathan Ke Quan (Data), Sean Astin (Mikey), Martha Plimpton (Stef), Corey Feldman (Mouth), Kerri Green (Andy), leikstjórinn Rich- ard Donner, Jeff Cohen (Chunk) og Josh Brolin (Brand). Josh Brolin Corey Feldman Jeff Cohen Ke Huy Quan Kerri Green Martha Plimpton  tónlistin sem heyrist undir atriðinu þegar krakkarnir uppgötva leynigöng Fratelli- fjölskyldunnar með því að hella vatni þangað niður er sú sama og er leikin undir þegar Þjóðverjarnir finna fyrsta felustað fanganna með því að hella niður kaffi í The Great Escape frá árinu 1963.  það tók um fimm klukku- tíma að láta John Matuszak líta út eins og Sloth. Augað sem lá út á kinn laut stjórn fjarstýringar sem hreyfði það í takt við hið raunverulega auga Matuszaks.  þegar Sloth rífur sig úr skyrtunni og berar súper- mann-bolinn sem hann klæðist innanundir heyrist þemalag Superman undir. Leikstjóri Goonies, Richard Donner, leikstýrði einnig Sup- erman frá árinu 1978.  Eineygði-Villi heit- ir fullu nafni William B. Pordobell. Vissir þú að … Á hjóli Öllu var tjaldað til að gera myndina sem ævintýralegasta, enda var fyrirfram ákveðið að hún myndi slá í gegn. Ævintýri í 25 orðum létu út úr sér við þetta tilefni, svo mikið varð þeim um hina mikilfenglegu sjón. Nánar er fjallað um krakkaskarann hér annars staðar á síðunni en hinn hópurinn í myndinni sam- anstóð af miður fríðum einstaklingum. Það voru Fratelli-bræðurnir, skassið hún mamma þeirra og yngsti liðsmaðurinn sem ekki hafði útlitið með sér en Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is EINHVER eftirminnilegasta ævintýramynd ní- unda áratugarins hlýtur að teljast The Goonies frá árinu 1985. Myndin er afrakstur þess tíma í Hollywood þegar stórsmellir („blockbusters“ upp á ensku) voru þungamiðja í framleiðslu stærstu fyrirtækj- anna. Í viðtali árið 1981 sagði Steven Spielberg að hugmynd að kvikmynd væri góð ef hægt væri að lýsa söguþræði hennar í 25 orðum eða minna. Markaðssetningin var stór þáttur í kynningu myndanna og kvikmyndafyrirtækin hugðust ekki bara græða á miðasölu heldur einnig á sölu á alls kyns varningi tengdum myndunum sjálfum. Og engir aukvisar voru kallaðir til þegar koma átti Goonies á koppinn. Framleiðandinn var Chris Columbus (Home Alone og Harry Potter) og leik- stjórinn Richard Donner (Lethal Weapon). Stev- en Spielberg er svo höfundur sögunnar og hefur væntanlega getað orðað hana í undir 25 orðum. Kannski eitthvað á þessa leið: Sjö krakkar leggja upp í ævintýraferð eftir að hafa fundið fjársjóðs- kort uppi á háalofti. Þau lenda svo í samkeppni við illgjarna bræður og móður þeirra = 25 orð! Sjóræningjaskipinu blótað Allt var gert til að gera myndina sem ævintýra- legasta fyrir augað og var sjóræningjaskipið í myndinni til að mynda byggt í heild sinni. Leikhópurinn hafði ekki fengið að sjá gripinn fyrirfram og því eru viðbrögð þeirra þegar þau sjá skipið í fyrsta sinn afar einlæg. Svo einlæg að klippa þurfti út nokkur blótsyrði sem krakkarnir Goonies Krakkarnir finna fjársjóðs- kort uppi á háalofti og fara að leita að fjársjóði Eineygða-Villa.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.