Morgunblaðið - 26.07.2009, Side 47
Menning 47
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 26. JÚLÍ 2009
BRESKA ungstirnið Robert Patt-
inson heldur því fram að frægðin
hafi ekki breytt honum.
Pattinson kom fyrst fram í kvik-
myndinni Harry Potter and the Go-
blet of Fire en varð heimfrægur sem
vampíran Edward Cullen í Twilight.
Hann segir líf sitt vera eins og áð-
ur þrátt fyrir að hann sé umkringd-
ur kvenkyns aðdáendum og ljós-
myndurum. „Ég vil halda því fram
að ég hafi ekki breyst svo mikið.
Inni í mér hef ég ekki breyst en þeg-
ar ég geng úti á götu horfi ég meira
niður. Ég lifi nánast eins lífi og áður
fyrir utan það að fleiri þekkja mig
og það er ekki beint það versta í
heimi.“
Þótt hann sé með fæturna á jörð-
inni segir Pattinson að frægðin hafi
eyðilagt ástarlífið. „Ég hef miklar
áhyggjur af því að eyðileggja líf
þeirra sem ég er með, sérstaklega
fólks sem er ekki frægt,“ segir Patt-
inson sem hefur verið orðaður við
mótleikkonu sína úr Twilight, Krist-
en Stewart.
Pattinson er aðeins 23 ára og þyk-
ir ruglandi að vera orðinn kyntákn
því hann var ekki vinsæll meðal
kvenna fyrir frægð. „Þetta er fynd-
ið, fyrir um ári hafði engin stelpa
áhuga þegar ég talaði við hana. En
þegar það var tilkynnt að ég yrði í
Twilight skiptu allar um skoðun. At-
hyglin sem ég fæ núna er rugl.“
Reuters
Sætur Robert Pattinson á blaðamannafundi í San Diego á fimmtudaginn.
Ruglandi að vera kyntákn
ÞAÐ vantar ekki stúlkurnar sem
vilja verma ból Nicks Lachey, en
hann hefur helst unnið sér það til
frægðar að vera í strákagrúppunni
98 Degrees og giftast og skilja við
Jessicu Simpson.
Á þriðjudaginn sást til hans
laumast bakdyramegin út af næt-
urklúbbi í Los Angeles með fimm
stúlkum. Lachey nýtur þess nú að
vera einhleypur en sambandi hans
og fyrrverandi Miss Teen USA, Va-
nessu Minnillo, lauk í síðasta mán-
uði. „Með hverri reynslu lærir mað-
ur eitthvað um líf sitt, maður tekur
því eins og það er, heldur áfram og
reynir að vera betri manneskja,“
sagði Lachey nýlega er hann var
spurður út í sambandsslitin við Min-
nillo.
Fyrrverandi eiginkona Lachey,
Jessica Simpson, er líka nýlega orð-
in einhleyp eftir að íþróttamað-
urinn Tony Romo sparkaði henni.
Reuters
Á góðri stundu Jessica Simpson og
Nick Lachey þegar þau voru hjón.
Skyldu þau taka saman aftur?
Reynir að
vera betri
manneskja
THOM Yorke, söngvari Radio-
head, hefur samið nýtt lag sér-
staklega fyrir kvikmyndina New
Moon sem er framhald vamp-
írumyndarinnar vinsælu Twilight.
Leikstjórinn Chris Weitz hefur
ekki heyrt lagið ennþá en segir
nær öruggt að það muni hljóma í
myndinni.
„Af eigingjörnum ástæðum við
ég hafa lög í myndinni með tón-
listarmönnum sem ég elska,“ sagði
hann í viðtali við HitFix.com.
„Lagið verður með nema það sé
þrjár mínútur af honum að ropa.“
Leikstjórinn segir einnig að Bon
Iver hafi samið lag sérstaklega
fyrir myndina en einnig er búist
við því að Kings of Leon og Band
of Skulls eigi lög í myndinni.
Thom Yorke Gefinn fyrir tánings-
vampírur og vill fá að vera með.
Thom
Yorke í
New Moon