Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 den“ eins og hún var kölluð í Dan- mörku, var leidd annars vegar af að- mírálnum Sir Hyde Parker og hins vegar af Dananum Olfert Fischer. Næstráðandi Parkers var enginn annar en Horatio Nelson á skipinu Elephant og voru þeir Parker og Nelson ekki sammála um hvernig ætti að bera sig að því að ráðast á Danina. Það varð úr að Nelson fékk minnstu skip flotans til að komast nær Dönum sem höfðu lagt skipum og prömmum við grunnsævi og hófst árásin hinn 1. apríl 1801. Danir veittu þó harða mótspyrnu, reyndar svo harða að Parker skipaði Nelson að hörfa. Nelson, sem var blindur á öðru auga, brá þá á það ráð að bregða sjónaukanum fyrir blinda augað til að geta óhlýðnast skip- unum Parkers. Er talið að líklegast sé þaðan komið enska orðatiltækið „to turn a blind eye“. Nelson reyndi að ná vopnahléi með því að skrifa bréf til Friðriks, danska krónprinsins, þar sem kraf- ist var að Danir legðu niður vopn og samið yrði um vopnahlé. Skilmál- arnir voru prinsinum erfiðir, en þó aðgengilegir enda hótaði Nelson að brenna þau skip sem hann hafði þegar náð á sitt vald, með manni og mús, ef ekki yrði gengið að skil- málum hans. Þá má heldur ekki gleyma því að Dönum var enn annt um að reyna að viðhalda hlutleysi sínu auk þess sem mikið hallaði á Danina hvað vopnabúnað og mann- skap varðaði. Þeir höfðu komist langt á nánast hugrekkinu einu saman. Nelson var reyndar ekki í ákjós- anlegri stöðu sjálfur. Hann hafði óhlýðnast beinni skipun Parkers og Danirnir vörðust mun betur en hann hafði reiknað með. Hann varð því einfaldlega að vinna orrustuna eða mæta afleiðingunum hvað Parker og sína eigin menn varðaði. Líklega má útskýra harðort bréfið til Friðriks krónprins með því að Nelson hafi verið reiðubúinn að gera nánast hvað sem var til að knýja fram sig- ur. Samið var um vopnahlé í nokkrar vikur á milli Dana og Breta svo þeir síðarnefndu gætu herjað á Rússa í friði. Á meðan á vopnahlésviðræð- unum milli Nelsons og Friðriks stóð var breski flotinn staðsettur þannig að hægt væri að skjóta með fallbyss- unum beint á Kaupmannahöfn, hernaðarleg staða sem flotinn átti eftir að taka sér aftur að sex árum liðnum. Árás á Kaupmannahöfn Fram til 1807 gekk á einu og öðru í Napóleónsstríðunum. Nelson hafði til að mynda fallið 1805 við Trafalg- ar um borð í hinu þekkta skipi HMS Victory sem nú er safngripur í Portsmouth. Og aftur höfðu Danir komist í þá stöðu að Bretar töldu nauðsynlegt að þvinga þá með sér í bandalag eða taka á þeim af hörku ella. Á sama tíma hafði Napóleón krafist þess að Danir byggjust til varna gegn Bretum og tækju af- stöðu með Frökkum. Danir völdu að halda sig við hlutleysið og því reikn- uðu Bretar með því að Napóleón myndi sölsa undir sig Danmörku og beita danska hernum gegn Bretum. Það varð og úr að breski flotinn hélt aftur af stað til Kaupmanna- hafnar árið 1807. Þrjátíu þúsund manna herafli Breta var einnig sett- ur í land við Brøndby og Vedbæk, nálægt Kaupmannahöfn, í júlílok og innan fárra daga var Kaupmanna- höfn umkringd af hermönnum og floti Breta búinn að stilla sér upp og fallbyssunum miðað á borgina. Sem úrslitakost buðu Bretar Dön- um upp á bandalag og að Bretar myndu taka við stjórn danska flot- ans meðan á stríðinu stæði. Danir höfnuðu hins vegar bandalaginu og héldu sig við hlutleysið en yfirlýsing þeirra jafngilti að sögn Breta stríðs- yfirlýsingu. Þann 2. september hóf breski flot- in að skjóta á Kaupmannahöfn og er talið að atburðurinn hafi þannig markað fyrsta skiptið sem her réðst gagngert á borgara til þess að valda skelfingu. Í eðli sínu loftárás Árásin á Kaupmannahöfn 1807 er gjarnan talin fyrsta ógnarverkið, eða jafnvel hryðjuverkið, sem beint var að evrópskri borg, þó ekki beri að leggja nákvæmlega sama skiln- ing í verknaðinn og tengist orðinu hryðjuverk í dag. Hliðstæðar árásir hafa verið gerðar síðar, sérstaklega í seinni heimsstyrjöldinni. Megintilgangur árásarinnar var að brjóta niður baráttuþrek Dana og í því augnamiði skutu herskip Breta nánast sleitulaust á Kaupmanna- höfn frá 2. september til 5. sept- ember að nóttu til svo skelfingin yrði sem mest. Tjónið varð gríðarlegt. Bretar skutu um 15 þúsund skotum á Kaupmannahöfn þessar þrjár nætur og notuðust þeir ekki aðeins við fall- byssur heldur einnig nýjustu tækni eins og Congreve-rakettur sem ollu miklum eldsvoðum. Talið er að allt að 1600 manns hafi fallið í árás- unum, álíka margir særst og 30% allra bygginga miðborgarinnar voru rústir einar þegar Danir loksins gáf- ust upp fyrir Bretum þann 7. sept- ember. Aðferðafræðin sem Bretar beittu hefur ítrekað verið notuð síðan. Hún er talin henta vel til þess að draga úr hættunni á eigin mannfalli en er að sjálfsögðu einkennandi fyrir brjálæði stríðs enda árásum þá ein- göngu beint að borgaralegum skot- mörkum. Þannig má segja að árásin í Kaup- mannahöfn hafi í eðli sínu haft samskonar áhrif og loftárás. Slíkar árásir hafa ætíð verið afar umdeild- ar og ekki þótt innan marka al- mennra stríðsreglna þar sem hlífa skal borgurum eins og framast er unnt. Ósigurinn gegn Bretum kostaði ekki einungis hundruð mannslífa heldur líka yfirráðin yfir Noregi og gjaldþrot danska ríkisins og því var árásin áhrifaríkari á margan hátt en hernám Þjóðverja 1940-1945. Árásin á Guernica er að mörgu leyti sambærileg við árásina á Kaupmannahöfn en tilgangurinn var sá sami þó að íþetta skipti væri ný tækni notuð: flugvélar. Þann 26. apríl 1937 þegar klukkuna vantaði tuttugu mínútur í fimm réðst þýska Condor-flugsveitin á hinn baskneska bæ Guernica að fyrirskipan Adolfs Hitlers og þjóðernissinnans Fransiscos Francos. Condor-flugsveitin var skipuð sjálf- boðaliðum úr þýska flughernum sem börðust fyrir Franco í borgarastríðinu sem geisaði á Spáni og hafði yfir Jun- ker-52/3m, Dornier 17 og Heinkel-flugvélum að ráða ásamt fleirum, allt um fimmtíu talsins. Það var mánudagur og á þessum tíma dags voru markaðir fullir af fólki að kaupa inn fyrir kvöldmatinn. Bærinn réð ekki yfir loftvörnum og var því algjörlega varnarlaus þegar þýsku sprengjuflugvélarnar nálguðust. Í þrjár klukkustundir var bærinn skipulega lagður í rúst með íkveikjusprengjum sem og venjulegum sprengjum. Það var ekki ráðist á nein hern- aðarleg skotmörk og virtist því sem meginmarkmið hershöfðingjans Francos hafi verið að valda skelfingu og eyðileggingu á meðal Baska sem hann átti í stríði við. Þrír fjórðu bæjarins voru rústir einar á eftir og talið er að yfir þúsund manns hafi látist, saklausir borgarar sem fram að þessu höfðu lítið komið nálægt átökunum á Spáni. Í bænum bjuggu um sjö þúsund manns auk þess sem um þrjú þúsund flóttamenn dvöldu þar. Þeir sem reyndu að flýja meðan á sprengjuárásinni stóð voru skotnir með vélbyssum flugvélanna og var vélbyssuskot- hríðinni aðallega beint að götum, torgum og jafnvel að búfénaði. Þekkt Málverkið Guernica eftir Pablo Picasso er eitt þekktasta málverk hans og hefur það orðið tákn baráttunnar gegn stríði. Pi- casso lauk við verkið um mitt ár 1937 og var verkið svo til sýnis um sumarið á Heimssýningunni í Par- ís og vakti mikla athygli. Í hús- næði sameinuðu þjóðanna hangir veggteppi með Guernica verki Pi- casso. Verkið hangir við inngang öryggisráðsins þar sem haldnir eru blaðamannafundir og hefur í það minnsta einu sinni verið breytt yfir veggteppið þegar rök voru færð fyrir innrásinni í Írak. Guernica Árásir á óbreytta borgaraeru áminning um voða-verkin sem framin eru í allsherjarstríði. Sagnfræðingar deila enn um hvort árásir af þessu tagi teljist stríðsglæpir eða hafi verið réttmætar. Þá er t.d. talið að ein ástæða þess að Bandaríkja- menn hafi ekki viljað gerast aðilar að Alþjóðastríðsglæpadómstólnum sé sú að árásirnar á Hiroshima og Nagasaki geti talist til stríðs- glæpa. Hvað sem því líður er ljóst að áhrif þessara atburða ná víða. Bandaríski rithöfundurinn Kurt Vonnegut var stríðsfangi í Dres- den þegar árás bandamanna var gerð á borgina og hafði árásin mikil áhrif á hann. Vonnegut skrifaði bókina Sláturhús 5 en það var heitið sem notað var yfir stríðsfangabúðirnar þar sem hon- um var haldið, í kjallara gamals sláturhúss. Þá hefur hljómsveitin Manic Street Preachers samið lag um sprengjuárásir borgarastríðsins á Spáni en heiti lagsins á íslensku væri eitthvað í takt við eftirfar- andi: „Ef þú umberð þetta munu þín börn verða næst“ eða á frum- málinu „If you tolerate this then your children will be next“. Titill lagsins er fengin frá áróð- ursauglýsingu lýðræðissinna úr borgarastríðinu á Spáni. The Clash hafa einnig samið lag um sömu atburði, „Spanish bombs“ eða „Spænskar sprengjur“. Þá má auðvitað ekki gleyma lagi Bubba Morthens og Utangarðsmanna, Hi- roshima. Listamenn ýmsir hafa þannig verið duglegir að taka upp á arma sína baráttuna fyrir friði og minn- ingu fórnarlambanna. Vitni Rithöfundurinn Kurt Vonne- gut varð vitni að hryllingnum í Dresden þegar hann var stríðsfangi þar. Hann var í haldi í kjallara gam- als sláturhúss sem var númer 5. Andóf Lagið „If you tole- rate this then your children will be next“ með Manic Street Preac- hers fjallar um loftárásir á óbreytta borg- ara í borg- arastyrjöldinni á Spáni 1936- 1939. Barátta fyrir friði ÞAÐ SÉST HVERJIR DREKKA KRISTAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.