Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 29
29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
Nú stendur yfir gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár.
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna
starfsemi á árinu 2010. Meðal markmiða styrkveitinga er að
styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og
einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í
samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun
borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði
eftirtalinna málaflokka:
• félags- og velferðarmála
• menntamála - grunnskólar/leikskólar
• íþrótta- og æskulýðsmála
• mannréttindamála
• menningarmála
Vakin er athygli á því að reglur um styrkveitingar er að finna
á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir. Þar er
einnig að finna nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar
í einstökum málaflokkum.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast
má á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/styrkir.
Eyðublöðum þessum skal skilað rafrænt ásamt fylgigögnum,
eða, ef þess er ekki kostur, í Ráðhús Reykjavíkur,
merktum Reykjavíkurborg – styrkumsókn.
Umsóknarfrestur er til 1. október nk. og eru einungis
teknar til greina umsóknir sem berast innan tilskilins
frests og uppfylla þær kröfur sem reglur Reykjavíkurborgar
kveða á um.
Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru
styrkir alla jafna hvorki veittir til kaupa á húsnæði né til
greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða metnar með
hliðsjón af eftirfarandi:
• markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að
þeim verði náð
• hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf
• hvort unnt sé að meta framvindu verksins
• hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa
hlotið uppfylli lágmarkskröfur
• væntanlegum árangri og ávinningi fyrir
umrædda starfsemi
• fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun
sem einnig skal fylgja umsókn
Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast
ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð
fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í árslok 2009.
Styrkir
Reykjavíkurborgar
Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar
má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is
www.reykjavik.is/styrkir
SÆNSKI fasteignarisinn Ikea rek-
ur sjö verslanir í Kína. Verslunin í
Beijing nýtur töluverðrar hylli
heimamanna, sem koma þangað á
frídögum með allri fjölskyldunni og
verja þar löngum stundum. Því mið-
ur koma þó ekki allir til að versla.
Verslunin er fremur eins og eins
konar skemmtigarður fjölskyld-
unnar, þar sem fólk ráfar um, fær
sér að borða og leggur sig svo í eitt-
hvert sýningarrúmanna.
Bandaríska dagblaðið Los Angel-
es Times sagði á dögunum frá
áhyggjum Ikea-manna vegna við-
skiptanna í Kína. Þeir höfðu vonast
til að Kínverjar tækju Ikea opnum
örmum. Það gekk vissulega eftir.
Þar sem Ikea er verslun höfðu eig-
endurnir hins vegar reiknað með að
vinsældirnar yrðu til þess að þeir
seldu gríðarlegt magn af vöru. Það
hefur ekki gerst, þótt verslunin sé
full alla daga og yfirfull um helgar.
Los Angeles Times vitnar í fjöl-
skylduföðurinn Zhang Xin, sem fór
með eiginkonu, son og móður í ljúfa
fjölskylduferð eina helgina. Ekki í
Forboðnu borgina eða að múrnum
mikla, heldur í Ikea.
Ástæða þess að Ikea varð fyrir
valinu var ekki sú að eitthvað vant-
aði til heimilisins, heldur að þar var
mengunin ekki að plaga þau og veit-
ingahúsið býður upp á ódýran og
góðan mat.
Zhang Xin og fjölskylda eru í hópi
þúsunda Beijing-búa, sem flykkjast í
Ikea um helgar til að leggja sig í
þægilegum rúmum og sófum, jafnvel
breiða yfir sig sængur, eða stilla sér
upp í myndatöku í fallegri útstill-
ingu. Fjölmargir koma eingöngu til
að njóta þess að vera í svalanum sem
loftkælingin tryggir.
Andrúmsloftið í Ikea er afslapp-
aðra en í öðrum stórverslunum Kína.
Los Angeles Times hefur eftir gesti,
að öryggisverðir verslunarinnar
skipti sér ekkert af því þótt fólk taki
upp myndavélar, eða að börnin
hoppi uppi í rúmum. Þá fettir heldur
enginn fingur út í þótt fólk nýti sér
fríar áfyllingar í gosglösin oftar en
einu sinni. Og það nýtir fólk sér
svikalaust.
Upplifa, ekki kaupa
Þótt fjölmargir komi aðeins í Ikea
til að hafa það notalegt, þá eru þeir
líka margir, sem eru hæstánægðir
með að eiga þess kost að kaupa
ódýran og nýtískulegan varning til
heimilisins. Hin nýja millistétt Kína
kærir sig ekki um þunglamalegan
húsgagnastílinn, sem eldra efnafólk
hefur tamið sér. Einn viðmælenda
Los Angeles Times, hin 25 ára Lizzy
Hou, segir Kínverja vilja vera nú-
tímalega og Ikea sé táknmynd nú-
tímalegs lífsstíls. Hún bætir reyndar
við: „Fólk vill ekki endilega kaupa
þann lífsstíl, en það vill upplifa
hann.“
Og þar stendur hnífurinn í kúnni;
margir ætla sér alls ekki að kaupa
neitt. En það er ekki þar með sagt
að heimsóknir þeirra nýtist ekki
Ikea, þótt á annan hátt sé. Los Ang-
eles Times segir t.d. af hinni 36 ára
Bai Yaling, sem ók í hálfa aðra
klukkustund til Ikea, til að njóta þar
skemmtunar á heitum sumardegi.
Hún tók 7 ára son og tvær unglings-
frænkur með. Fyrst fengu þau sér
pylsur og ís og svo hvíldu þau sig í
svefnherbergisdeildinni. Bai spark-
aði af sér sandölunum og kom sér vel
fyrir. Og hikaði ekki við að skella sér
í hlutverk sölumanns og segja öðr-
um gestum frá ágæti dýnunnar sem
hún lá á: „Hún er mjúk og á mjög
hagstæðu verði.“
Eftir hvíldina gekk Bai um versl-
unina og tók myndir af syninum og
frænkunum. Því næst fóru þau á
veitingastaðinn og borðuðu kvöld-
mat. „Við ætluðum aldrei að kaupa
neitt í dag, bara borða og hvílast.“
Um alla verslun eru gestir, sem
hafa komið sér fyrir í mjúkum hæg-
indastól eða sófa með bók í hönd og
standa ekki upp fyrr en eftir drykk-
langa lestrarstund.
Varist eftirlíkingar!
Stjórnendur Ikea binda miklar
vonir við að allir þessir gestir muni
að lokum verða viðskiptavinir. Þess
vegna er engum vísað frá þótt hann
fái sér blund í einu rúmanna, eða
sitji lengi við lestur í hægindastól.
Bandaríska verslanakeðjan Wal-
Mart og sú franska Carrefour
glímdu við svipaðan vanda þegar
þær fóru fyrst inn á kínverskan
markað, en nú versla Kínverjar þar
af miklum móð.
Annar vandi ergir stjórnendur
öllu meira. Dæmi eru um að gestir
komi með trésmiði með sér í versl-
anir Ikea, vopnaðir tommustokk og
taki mál af húsgögnum, með það í
huga að smíða eftirlíkingar á heimili
sín. Einn viðmælenda Los Angeles
Times segist hafa keypt sjónvarps-
borð og sófa annars staðar, sem hafi
verið alveg eins og húsgögn sem fást
í Ikea. „Af hverju ætti ég að eyða
miklum peningum hér, ef ég get
fengið hlutina ódýrari annars stað-
ar?“
Þótt stjórnendur Ikea bindi vissu-
lega vonir við að gestirnir fari að
versla, þá láta enn margir sér heim-
sóknir nægja. Og taka þá myndir,
eins og á öðrum ferðamannastöðum.
Los Angeles Times vitnar í blogg-
síðu heimamanns, sem tók fjölda
mynda í versluninni. Yfir ljósmynd-
unum á síðu hans stendur: „Ég þarf
ekki að kaupa þetta, af því að ég tók
myndir.“
rsv@mbl.is
Skemmti-
garðurinn hjá
Ikea í Kína
Síðdegislúr Þreyttir gestir Ikea í Beijing fá sér lúr í einum sófanum. Þeir
eru hins vegar ekki líklegir til að kaupa sófann og taka hann með sér heim.
Nashyrningar Indverski nashyrningurinn Bandhu dafnar
vel í dýragarði í San Diego. Bandhu kom í heiminn 18. maí
sl. og var hinn hraustlegasti, 68 kíló að þyngd. Hann hefur
bætt á sig svo um munar og er nú 454 kíló. Hann er fyrsta
afkvæmi móður sinnar, Jatri. Hins vegar hafa 58 aðrir nas-
hyrningar litið dagsins ljós í dýragarðinum á 31 ári.
Reuters
Bandhu dafnar vel