Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
Komduogskoðaðuþaðnýjasta í hönnun
ogtækniheyrnatækja.
Ellisif Katrín Björnsdóttir heyrnarfræðingur
verður með fyrirlestur: Hvað er til ráða ef einhver
nákominn þér á við heyrnarskerðingu að etja?
Fyrirlesturinn verður haldinn kl 11:00 , 14:00 og 17:00
Gestum fyrirlestranna er boðið upp á að skrá sig
í fría heyrnarmælingu
Opið hús
þriðjudaginn
1. sep. kl. 10-18
í Hlíðasmára 11
be by ReSound
eru
vart greinanleg
í eyrunum
Hlíðasmári 11, 201 Kópavogur - heyrn.isHeyrnarþjónustan
Tímapantanir 534 9600
ALÞJÓÐAGJALD-
EYRISSJÓÐURINN
(AGS) hefur mikil
áhrif á Íslandi í dag.
AGS er banki sem
setur mjög ströng
skilyrði fyrir þeim
lánum sem hann veit-
ir. Þessi skilyrði eiga
hug og hjarta AGS
því sjóðurinn leggur
mikið á sig til að farið
sé eftir skilyrðunum.
Oft eru lánin það stór að ómögu-
legt er að endurgreiða þau. Því
virðist sem sjálf endurgreiðsla lán-
anna sé ekki mesta áhyggjuefni
AGS. Það sem skiptir þá höfuðmáli
er að hafa áhrif á stefnu stjórn-
valda. Ég vona að menn skilji að
þetta er harla óvenjuleg framkoma
hjá lánastofnun. Þar sem mér hef-
ur enn ekki tekist að finna samn-
inginn sem valdhafar Íslands skrif-
uðu undir verður maður að
styðjast við þekkta afrekaskrá
AGS. Kröfur AGS eru yfirleitt eft-
irfarandi:
Fjálst og óheft flæði fjármagns
yfir landamæri. Við tókum ómakið
af AGS með EES-samningnum
1994 við ESB. Kreppurnar í Asíu,
Rússlandi og núna á Vesturlöndum
hófust þannig. Fyrst kemur mikið
af erlendu fjármagni inn í landið.
Mikil hækkun verður á fast-
eignaverði og gjaldmiðlinum. Þar á
eftir kemur til mikil lántaka hjá
öllum aðilum innanlands. Síðan, í
miðri veislunni, gerist það eins og
hendi sé veifað, að fjármagnið
hverfur aftur heim til sín. Þá hryn-
ur allt hagkerfið því endur-
fjármögnun skulda verður ómögu-
leg og gjaldþrot verður
niðurstaðan. Þetta er margend-
urtekið og klikkar aldrei.
Krafa um markaðsvæðingu, sem
þeir kalla frjálsa og er þá reynt að
vísa til Adam Smith. Gamli Skotinn
þyrfti sjálfsagt áfallahjálp í dag ef
hann sæi þessa klámvæðingu á
kenningum sínum. AGS vill óheft
viðskipti, enga tolla og
þess háttar. Vanda-
málið er að oft er um
einstefnufrelsi að
ræða, mörg þriðja
heims lönd fá ekki að
selja vörur sínar á
Vesturlöndum. Þess í
stað er dælt inn
vörum frá eigendum
AGS, jafnvel þó fram-
leiða mætti slíka vöru
í heimalandinu. Við-
komandi þjóð verður
því háð dýrum inn-
flutningi og fjarlægist
enn frekar sjálfsþurftarbúskap.
Þá skulum við kanna þá þætti
sem á eftir að fullgera hér á landi.
AGS krefst þess ætíð að stýrivextir
séu háir. Það gera þeir á þeirri for-
sendu að verðbólga verði ekki of
mikil hjá örmagna þjóðum. Reynd-
ar er mikilvæg undantekning, það
eru Bandaríkin. Þar eru stýrivextir
lágir, núna innan við 1%, sjálfsagt
til að örva atvinnulífið. Í Indónesíu
á sínum tima fór AGS með stýri-
vextina í 80%. Þessi hávaxtastefna
hefur ætíð haft í för með sér
fjöldagjaldþrot fyrirtækja og heim-
ila í viðkomandi löndum (margend-
urtekið og klikkar ekki). Þetta er
núna að gerast á Íslandi. Síðan
bætist verðtrygging lána við, hjá
Íslendingum, sem hvati sem flýtir
öllu ferlinu.
Strangar kröfur koma frá AGS
um ríkisfjármál. Þeir hafa skipað
öllum löndum að skera niður rík-
isútgjöld til að ná hallalausum fjár-
lögum. Undantekningin er aftur
Bandaríkin sem fer yfir á kortinu
til að efla atvinnulífið og minnka
atvinnuleysi. Seðlabanki þeirra
prentar bara dollara fyrir þá, sem
verðbólgan étur síðan upp með tíð
og tíma. Vandamál okkar er að við
þurfum að framleiða til að eignast
dollara til að greiða erlendu lánin.
Til að sem mestur afgangur verði
til að kaupa dollara verður að
minnka öll ríkisútgjöld. Þessi
stefna AGS hefur valdið miklum
niðurskurði í heilbrigðis-, mennta-
og félagsmálum. Laun almennings
hafa lækkað verulega. Yfirleitt
skreppur miðstétt úr 60-70% niður
í 20%. Fátækt eykst að sama
skapi.
AGS kemur með eða styður
kröfuna um einkavæðingu. Heil-
brigðis- og menntakerfið, járn-
brautir, flugfélög, olíuvinnsla, orku-
vinnsla, vatnsveita, rafmagn og
fleira. Niðurstaðan er oftast sú að
þjónusta minnkar og verður það
dýr að notkun einstaklinga ræðst
af efnahag. Þegar um er að ræða
auðlindir sem þjóðir hafa byggt af-
komu sína á, eins og olíu o.þ.h., þá
verður viðkomandi þjóð algjörlega
berskjölduð því hún hefur engin
tök á því að afla sér tekna til að
greiða skuldir sínar hjá AGS.
Elexír AGS virkar einhvern veg-
inn svona: Fyrst er að koma á mik-
illi skuldsetningu. Háir stýrivextir
sem setja heimili og fyrirtæki á
hausinn. Mikill niðurskurður sem
veldur miklu atvinnuleysi. Mikill
niðurskurður á launum og öllum
bótum frá hinu opinbera. Einka-
væðing sem eykur kostnað ein-
staklingsins við nauðþurftir til dag-
legs lífs. Yfirskuldsett kynslóð sem
lifir við kjör sem hún hefur aldrei
kynnst áður og er til í að selja eig-
ur sínar upp í skuldir. Sala á auð-
lindum landsins og þar með mögu-
leikanum á því að endurgreiða lán
AGS. Þar með verður þjóðin að fá
lán fyrir láninu, gott dæmi um
þetta er Argentína.
AGS er kominn inn á gafl hjá
okkur. Til að lágmarka skaðann
þurfum við að skuldsetja okkur
sem minnst. Framleiða sem mest
og greiða skuldirnar. Halda í auð-
lindirnar hvað sem það kostar.
Látum ekki neyða okkur til að
brjóta Mannréttindasáttmála SÞ
þar sem kveðið er á um rétt ein-
staklinga til atvinnu, frelsi til að
velja sér atvinnu og rétt á mann-
sæmandi lífsskilyrðum þrátt fyrir
skort á atvinnu, skort sem viðkom-
andi ber enga ábyrgð á.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn
klikkar ekki
Eftir Gunnar Skúla
Ármannsson » Þar sem mér hefur
enn ekki tekist að
finna samninginn sem
valdhafar Íslands skrif-
uðu undir verður maður
að styðjast við þekkta
afrekaskrá AGS.
Gunnar Skúli
Ármannsson
Höfundur er læknir.
BÚSÁHALDA-
BYLTING, alþing-
iskosningar og
stjórnarskipti fyrr á
þessu ári færðu þjóð-
inni von um trúverð-
uga stefnu burt úr
brimgarði banka-
hruns og vonleysis.
Færðu þjóðinni von
um Nýtt Ísland.
Betra Ísland. Von
sem m.a. uppfærði
hugsjónir um skárri veröld og
betra samfélag. Uppfærði
drauminn um betra og fegurra
mannlíf.
Rifrildið um Icesave í sumar
bendir til þess að draumurinn sé
að hverfast í martröð. Málefnið
mörgum augljóslega ofviða, inn-
an þings og utan, þingmönnum,
fjölmiðlafólki, greinarhöfundum,
bloggurum, sbr. þrotlaust sund-
urlyndið, þrasið og skuggalegar
skapsveiflur ósköp orðbragðs,
grát og grátklökkva, reiði og
gnístran tanna ef ekki dansar
veröld eins og rökþrota vill.
Svik þingmanna Borgarahreyf-
ingar við stefnu og hreyfingu,
amen á eftir Icesave. Svik játuð
upphátt um miðjan dag með
drottinhollustu við hættulegasta
öfugmæli heimsins sem á ís-
lensku er samtals þrjú orð: til-
gangurinn helgar meðalið. Svik
sem auðvitað þýða samstundis
afsögn þessara þingmanna. Borg-
arahreyfingin er rúin trausti þar
til því réttlæti er fullnægt.
Rangfærslur, rakalausar upp-
hrópanir og útúrsnúningar um
ESB-samstarfið hafa bætt gráu
ofan á svart. Einar Kr. Guðfinns-
son, þingmaður og fyrrverandi
sjávarútvegsráðherra, sér til
dæmis óvænt ástæðu til þess í
grein sinni í Mbl. 6. ág. sl. að
rangtúlka óhemju ítarlega nýleg
orð sjávarútvegsráðherra Spán-
ar.
Ráðherrann dirfðist sem sagt
að segja það forréttindi Íslend-
inga að engum leyfist enn að
eiga meirihluta í íslensku sjáv-
arútvegsfyrirtæki nema framvísa
íslensku ríkisfangi. Einar afflytur
þessa kunnu staðreynd með al-
kunnum gapuxahætti íslenskra
kvótagreifa – sem eins og alþjóð
veit þykir öll vínber súr nema
þeir eigi þau sjálfir, greifarnir.
Gúttóslagur Bjarna, formanns
Sjálfstæðisflokks, í Mbl. í morg-
un 10. ág. 09, er ekki síst vitn-
isburður um hve brýnt er að
þjóðin losi sig úr fjötrum fólks og
flokka sem lýsa drottinhollustu
við öfugmæli. Losi sig úr fjötrum
fólks og flokka sem þvælast fyrir
skynsamlegri úrlausn brýnustu
þjóðmála, svíkja og skemma í
þeim æðsta tilgangi að halda eða
ná völdum. Dagljóst er að í okk-
ar nágrannlöndum myndi hik-
laust teljast vítavert og hafa al-
varleg eftirmál í för með sér ef
æðstu forystumenn þjóðar og
þjóðarbús myndu þumbast svona
endalaust opinberlega um ábyrgð
ríkisvaldsins á lágmarks-
innstæðutryggingum skv. EES-
samningnum; sú ábyrgð hefur
legið fyrir í fjórtán ár og út á þá
ábyrgð stunduð víðtæk viðskipti.
Engin furða þó að spurt sé góð-
látlega bæði hér og erlendis: Má
ekki færa umræðuna á hærra
plan?
Icesave og ESB-umsókn
marka saman slóð til
nýrrar framtíðar.
Marka veg til víðtæk-
ara nánara samráðs og
samstarfs Íslands og
Evrópu. Þessu fylgja
augljóslega aukin er-
lend samskipti, mest
og best við okkar nán-
ustu vina- og við-
skiptaþjóðir; og ber að
fagna ef Íslendingar
ætla sér áfram til
jafns við þessar þjóðir
um hagsæld og vel-
ferð.
Eins ber að fagna því að Íslandi
er nú um það bil mörkuð trúverð-
ug stefna. Trúverðug sigling.
Mörkuð stefna, endurreisn til
sjálfshjálpar með auknu samráði
og samstarfi við nágrannaþjóðir.
Fái þjóðin hrist af sér slæma
stjórnmálmenn, slæma stjórn-
endur og ábyrgðarlaus vinnubrögð
má vænta mikils ávinnings af
þeirri siglingu, ekki síst aukinnar
víðsýni og þroska.
Í sumarbyrjun kom út nýtt
greina- og ritgerðasafn um þjóð-
mál, bók samnefnd þessu grein-
arkorni, þar segir m.a. í grein sem
ber heitið Ættjarðaróð: „Ný sjálf-
stæðisbarátta er sjálfkrafa hafin
hérlendis í kjölfar efnahagshruns.
Þessu gera sér allir grein fyrir
sem sjá vilja mál og málefni eins
og þau eru í raun og sann … Ný
sjálfstæðisbarátta snýst ekki eins
og sú fyrri um sjálfstæði og full-
veldi frá né undan fjötrum erlends
valds. Snýst heldur ekki um ein-
angrun lands og þjóðar, versta
kost alls ef á annað borð á að
tryggja eins og kostur er sjálf-
stæði og fullveldi smáþjóðar, sbr.
utanríkisstefnu Íslands frá stofnun
lýðveldisins.
Ný sjálfstæðisbarátta snýst um
samráð og samstarf. Snýst um að
verja sjálfstæði og fullveldi Ís-
lands og íslenskrar þjóðar, í sam-
ráði og samstarfi með öðrum þjóð-
um, sem fullgildir þátttakendur í
veröld og umheimi. Ný sjálfstæð-
isbarátta snýst um erlend sam-
skipti, um fundi og fundargerðir,
valkosti og lausnir, um vinnslu og
miðlun upplýsinga, skýrslugerð og
ákvarðanatöku, um áætlanagerð
og framkvæmd áætlana, um eft-
irlit … snýst um besta kost smá-
þjóðar í ótryggri veröld … besta
kost sem innsta kjarna hugsjónar
og sáttmála er þessi: samráð og
samstarf á vettvangi jafnræðis
frjálsra fullvalda þjóða um sameig-
inlega hagsmuni.
Ný sjálfstæðisbarátta snýst um
þekkingu og menntun, hugsjónir
og gildismat, vit og framgöngu,
markmið og verkefni þjóðar sem
aftur hefur lært nauðsyn þess að
sníða sér stakk eftir vexti. Góð til-
tekt gulls ígildi. Þjóðmálaumræða
sumarið 2009 sýnir hve tiltekt í
kjöl-far búsáhaldabyltu, kosninga
og stjórnarskipta er komin stutt
eins og við sjálf, götuna fram eftir
veg.
Víkingar og skáld
Eftir Jónas Gunnar
Einarsson
Jónas Gunnar
Einaesson
» Fái þjóðin hrist af
sér slæma stjórn-
málamenn, slæma
stjórnendur og ábyrgð-
arlaus vinnubrögð má
vænta mikils af þeirri
siglingu …
Höfundur er rithöfundur.
ÁSKRIFTASÍMI
569 1100
AUGLÝSINGASÍMI 569 1100