Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009 ✝ Sigríður GuðnýSigurðardóttir fæddist í Götuhúsum á Stokkseyri 28. jan- úar 1917. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 20. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru hjónin Sigurður Sig- urðsson, sem alinn var upp í Skálholti, og kona hans Val- gerður Jónsdóttir frá Háeyri á Eyr- arbakka. Sigríður var ein af sex börnum þeirra hjóna sem upp komust. Sigurður og Valgerður bjuggu um skeið á Eyrarbakka, en fluttust síðan aft- ur til Stokkseyrar. Sigríður leit á sig sem Stokkseyring. Eftirlifandi systir Sigríðar er Valgerður Sigurðardóttir en látin systkini eru: Kristín Jóna, Sig- urður, Halldóra og Jón. Fyrri maður Sigríðar var Ólaf- ur Þorvaldsson, f. 17.5. 1914, d. 7.10. 2002. Þau slitu samvistum. sælssyni. Þeirra börn eru: Mar- grét, f. 6.1. 1955, Ársæll, f. 9.1. 1956, Gils, f. 24.2. 1958, Hörður Örn, f. 26.5. 1967, Guðni Pétur, f. 22.8. 1969. Barnabörnin eru ellefu og barnabarnabörnin sjö 2) Að- alheiður, f. 6.11. 1941, gift Guð- mundi Lárussyni. Börn þeirra eru: Gréta, f. 25.10. 1965, Lárus, f. 19.9. 1967, Jóhann, f. 7.12. 1968. Barnabörnin eru fjögur. Sigríður ólst upp í Götuhúsum á Stokkseyri hjá foreldrum sínum og systkinum. Hún gekk í Barna- skóla Stokkseyrar en fór fimmtán ára gömul að heiman til vinnu á Reykjahælinu í Hveragerði. Síðan lá leið hennar til Reykjavíkur, þá átján ára gamallar, þar sem hún giftist Ólafi. Í Reykjavík vann Sig- ríður aðallega við saumaskap en eftir að Sigríður og Auðunn hófu búskap og fluttu í Kópavog árið 1948 vann Sigríður við ýmis störf. Hún vann við þrif í Félagsheimili Kópavogs og fiskverkun í Frosta í Hafnarfirði. Síðustu 20 ár starfs- ævinnar vann hún á saumastof- unni á Kópavogshæli. Sigríður og Auðunn bjuggu alla tíð í Kópa- vogi, lengst á Hlíðarvegi 37 og síðar í Fannborg 8. Þegar Sigríð- ur var 91 árs flutti hún á sambýlið við Gullsmára 11, Kópavogi. Útför Sigríðar fór fram 28. ágúst, í kyrrþey. Þeirra synir eru: 1) Þórir, f. 8. 9. 1935, maki Sigurbjörg Lundholm. Þeirra börn eru: Ágústa, f. 1958, Silva, f. 1966, og Ólafur, f. 1972. Barnabörnin eru níu og barnabarnabörnin þrjú. 2) Arthúr, f. 24.4. 1940, d. jan. 2004. Seinni maður Sigríðar var Auðunn Jóhannesson, f. 17.12. 1908, d. 2.2. 2003. Börn Sigríðar og Auðuns: 1) Ingibjörg, f. 8.5. 1949, gift Guðmundi Svafarssyni. Börn þeirra eru: Auðunn, f. 1971, Karl, f. 1986. Barnabörnin eru tvö. 2) Sigríður, f. 27.2. 1954. Maki Ómar Árnason, þau skildu. Barn: Laufar Sigurður, f. 24.5. 1977. Síðari maður Sigríðar var Rúnar Marvinsson, þau slitu sam- vistum. Barn: Sóley, f. 18.12. 1983, d. 18.12. 1983. Barnabarn er eitt. Fyrir átti Auðunn tvær dætur: 1) Anna, f. 2.1. 1935, gift Herði Ár- Elsku amma. Þegar við systurnar heimsóttum þig tveimur dögum fyrir andlát þitt talaðir þú um að nú vildir þú fara til Auðuns afa og Arthúrs. Nú hefur ósk þín ræst. Margar minningar kom upp í hugann þegar við vorum yngri hjá ömmu og afa á Hlíðarvegi 37 í Kópavogi, þar fengum við oft að gista. Fyrst uppi á háalofti í gamla húsinu og síðan í nýja húsinu. Það voru ófá skiptin sem við hentum okkur upp í ömmurúm því rúmið hennar var svo mjúkt og notalegt. Einnig hlökkuðum við mikið til þegar kom að kaffitíma. Við hugs- um til þess með söknuði að geta ekki lengur talað við hana um alla hluti og fengið smurða brauðið, því hún amma fylgdist með öllu sem var að gerast og hafði ákveðnar skoðanir sem hafa mótað okkur. Amma var mikil jafnréttiskona og þoldi illa þegar þeir sem minna máttu sín urðu fyrir ójafnrétti og beitti hún sér fyrir því að slíkt ætti sér ekki stað. Eitt af því sem við minnumst ömmu þó mest fyrir var hvað hún var mikil hannyrðakona. Allt sem hún gerði í höndunum varð að hreinni list, hún gat hannað handa okkur pennaveski, snyrtibuddur og fleira sem var engu líkt. Einnig var hún alltaf með eitthvað á prjónunum, sokka, teppi og margt fleira. Við leyfum okkur að full- yrða að nú eiga allir í fjölskyldunni a.m.k. eitt teppi ef ekki fleiri frá ömmu sem þeir geta yljað sér við. Ef amma hefði verið ung í dag hefði hún verið hönnuður nú- tímans. Hún fylgdist vel með tísku og vildi alltaf vera smart í tauinu. Við viljum kveðja hana ömmu hér og þakka henni fyrir allt sem hún sagði og kenndi okkur þar á meðal þessa bæn. Vertu, Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgrímur Pétursson.) Hvíldu í friði, elsku amma, og megi Guðs englar vera með þér, Ágústa og Silva. Elsku amma og langamma. Ég mun aldrei gleyma því að á hverj- um jólum þegar ég var lítill fékk ég alltaf mjúkan pakka frá þér, þetta voru einu mjúku pakkarnir sem glöddu mig því ég vissi að í þeim væru heimaprjónaðir ullar- inniskór, tátiljur frá þér. Þessa gjöf notaði ég ekki aðeins til að halda hlýju á fótunum heldur voru þeir notaðir óspart sem innanhússkautar, móður minni til mikillar mæðu, því maður rann svo vel á þeim. Ég gleymi ekki heldur fyrstu heimsókninni minni til þín á Hlíð- arveginn. Þetta var á sunnudegi og ég hafði gist hjá Þóri eldri og ömmu Sibbu. Afi ákvað að fara með mig í bíltúr til þín og ætlunin var að kenna mér að tefla. Þegar ég kom inn fann ég strax fyrir allri birtunni, hlýjunni og gleðinni sem streymdi frá þér. Einnig hafðir þú haft til hinar ýmsu kræsingar, flatkökur með hangikjöti, að ógleymdu töfrasúk- kulaði. Þetta súkkulaði var það besta sem ég hef drukkið og ég man enn bragðið. Þegar ég flutti í Kópavoginn 11 ára gamall þá fór ég oft í heim- sókn til þín, til þess að spjalla, því mér fannst ég geta rætt hvað sem var við þig. Það var alltaf eins og þú ættir von á kóngafólki í heim- sókn, þvílíkar voru veitingarnar sem í boði voru. Þegar eldri dóttir mín var skírð hittir þú langömmu konunnar minnar og þið fóruð að gantast um aldur (þú hafðir vinninginn þar sem þú varst ári eldri) og fjölda barnabarna og barnabarnabarna. Þið komuð báðar frá Stokkseyri og höfðuð mjög gaman af því að hitt- ast og ræða málin. Þú varst ákaf- lega stolt yfir því að eiga langa- langömmubörn og prjónaðir og saumaðir fyrir þær báðar þrátt fyrir háan aldur. Kæra amma mín, ég veit þú fylgist með langalangömmubörn- um þínum þar sem þú ert núna. Við sjáum að dýrð á djúpið slær, þó degi sé tekið að halla. Það er eins og festingin færist nær, og faðmi jörðina alla. Svo djúp er þögnin við þína sæng, að þar heyrast englar tala, og einn þeirra blakar bleikum væng, svo brjóst þitt fái svala. Nú strýkur hann barm þinn blítt og hljótt, svo blaktir síðasti loginn. En svo kemur dagur og sumarnótt, og svanur á bláan voginn. (Davíð Stefánsson.) Þitt langömmubarn, Þórir Hilmarsson. Og nú er hún farin þessi blíða, sterka og fallega kona. Sigríður G. Sigurðardóttir, Sigga frá Götuhúsum á Stokks- eyri, var æskuvinkona móður okk- ar, Guðbjargar Ingimundardóttur, Biggu frá Strönd. Þær kynntust barnungar á Stokkseyri, gengu samhliða í barnaskólann, hlupu saman um holt og hæðir, brölluðu, léku sér í fjörunni og byggðu bú. Stokkseyri í upphafi síðustu aldar var öflugt samfélag; útgerðin í blóma, landbúnaður allt um kring. Höfnin, harðsæknir fiskimenn, sterkar konur, kaupfélagið, kirkj- an, hreppstjórinn, leikfélagið, kvenfélagið, samkomuhúsið, fólkið. Hér var góður bæjarbragur; gott mannlíf, menning og mikil atvinna. Allt var ein heild og allt í jafnvægi, – eiginlega allt eins og það átti að vera, – já og bætum því bara við; eiginlega allt eins og það ætti að vera enn í dag, en er ekki. Sigga í Götuhúsum og Bigga frá Strönd áttu vináttuna saman allt sitt líf. Hin algjöra vinátta tveggja kvenna. Sigga í Kópavoginum en mamma hér í borginni. Það var unaðslega fallegt að verða vitni að þessu. Þær voru saman þegar færi gafst og áttu alla tíð mikið samráð, jafnt í hlátri sem gráti, en af hvorutveggju fengu þær báðar vænar gusur. Þessi vinátta endar fyrst í dag, 25 árum eftir að móðir okkar féll frá. Við bræður áttum hins vegar því láni að fagna að eiga vináttu Siggu áfram. Við þrjú hittumst reglulega, hringdumst á og fylgd- umst náið með lífi hvert annars. Fastur punktur var á afmælisdegi mömmu 7. júní ár hvert, þegar við plöntuðum saman sumarblómum á leiði hennar. Síðustu árin tókum við gjarnan með okkur garðstól handa Siggu og svo var hlegið og spjallað um gamla daga, samtím- ann og pólitík, en þar var ekki komið að tómum kofunum hjá þessari hetju. Oftar en ekki endaði stundin með kaffisopa á kaffihúsi. Þetta voru gæðastundir sem jafnframt enda hér, – eða hvað? Er ekki sagt að minningin lifi? Allavega er ekki hægt að verjast brosi þegar hugsað er til gleði- stunda þeirra æskuvinkvenna er þær lokuðu að sér eldhúsdyrunum, suðu sér hrossaket og soðkökur og áttu sín einkasamtöl, í friði frá litlum forvitnum eyrum. Dýrmæt er minningin um hinn dásamlega og smitandi hlátur Sigríðar Sig- urðardóttur, hlýja handstroku á kinn, falleg orð og koss að lokum. Kynnin við þessa konu voru verð- mæt, hér eru kaflaskil. Bestu kveðjur og þakkir fyrir samfylgdina. Haukur Haraldsson, Leonhard Haraldsson. Enginn veit sína ævi fyrr en öll er, öll göngum við ólíkan æviveg, ein er sú ákvörðun sem sum okkar taka á ævikvöldinu að sækja um vist á sambýli en Sigríður fékk aldursforseta titilinn er hún flutti til okkar í Gullsmárann. Þegar maður starfar með konum eins og búa á sambýlinu verður óhjá- kvæmilega til meiri lífsreynsla hjá okkur starfskonunum vegna þeirr- ar fjölbreytni einstaklinga sem hafa fetað misgrýtta lífsbraut og Sigríður Guðný Sigurðardóttir ✝ Frænka mín, GUÐNÝ ÞÓRÐARDÓTTIR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður Stigahlíð 36, Reykjavík, lést þriðjudaginn 25. ágúst. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 1. september kl. 13.00. Gunnvör Valdimarsdóttir, Jóhann G. Sigfússon, Ragna, Alda Sif, Þorsteinn, Þórgunnur og fjölskyldur. ✝ Elskuleg móðir okkar og dóttir, SOFFÍA MARGRÉT JÓNSDÓTTIR, Þrastarási 14, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 25. ágúst. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtu- daginn 3. september kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á styrktarreikning nr. 140-05-070155, kt. 160287-2259. Rebekka María Jóhannesdóttir, Örn Ísak Jóhannesson, Arthur Lúkas Soffíuson, Brynhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Gissurarson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, EGGERT SNORRI SÍMONSEN, Jónsgeisla 43, Reykjavík, lést mánudaginn 24. ágúst. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudaginn 2. september kl. 13.00. Brynja Símonsen, Ottó W. Eggertsson, Rut Guðmundsdóttir, Sigrún B. Eggertsdóttir, Hafdís L. Eggertsdóttir, Magnús G. Gunnarsson, Þórunn M. Eggertsdóttir, Böðvar B. Þorvaldsson, afabörn og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, MARGRÉT HJARTARDÓTTIR frá Purkey, áður til heimilis að Bárugötu 6, Reykjavík, andaðist á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn 27. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Helgi H. Steingrímsson, Valgerður Halldórsdóttir, Þorsteinn Steingrímsson, Guðjón Steingrímsson, Jóhanna Sigtryggsdóttir, Guðrún H. Marinósdóttir, ömmubörn, langömmubörn og langalangömmubörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, SIGRÍÐUR ANNA MAGNÚSDÓTTIR, Ferjubakka 16, Reykjavík, lést á Landspítalanum Hringbraut mánudaginn 24. ágúst. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju föstu- daginn 4. september kl. 13.00. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Hjartaheill eða önnur líknarfélög. Hafliði Pétursson, Arnar Hauksson, Vilhelmína Hauksdóttir, Þór Ragnarsson, Tómas Reynir Hauksson, Silja Ketonen, Haukur Baldvinsson, ömmubörn og langömmubarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.