Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 13
„Jæja, svo þú ætlar að verða mjó og
sæt?“ spurði Boris á fyrsta fundi
þeirra. „Nei,“ svaraði Thelma um
hæl og dró hverja græjuna af annarri
upp úr töskunni. „Ég ætla að verða
kraftlyftingakona.“ Andlitið datt af
Boris. „Ég hef aldrei séð jafnundr-
andi mann,“ segir Thelma hlæjandi.
brons-
verðlauna.
Samanlagt lyfti
hún 317,5 kg á
mótinu sem er
15 kg meira en
hún hafði gert áð-
ur. „Ég var himinlif-
andi með þann ár-
angur. Bjóst ekki við
neinu fyrir mótið. Þetta
var mikil hvatning.“
Thelma vakti athygli á
mótinu fyrir glaðlega
framkomu og litríkan
klæðaburð. Henni brá hins
vegar í brún þegar einn
strákurinn á mótinu bað um
að fá mynd af sér með henni.
„Fyrst hélt ég að hann væri að
grínast en samþykkti þetta. Síð-
an kom annar og á endanum lá
ég í fanginu á heilu landsliði. Ég
missti næstum af verðlaunaaf-
hendingunni fyrir vikið, þjálf-
ara mínum til lítillar
skemmtunar.“
Það er mottó Thelmu að
fara í gegnum mót á létt-
leikanum og frægt var á
fyrsta mótinu hennar hér
heima þegar hún spratt á
fætur eftir misheppnaða
lyftu og veifaði glaðlega til
áhorfenda. Hún hlær þeg-
ar hún rifjar þetta upp.
„Ég var að veifa vinkonum
mínum. Ég var svo glöð að
þær skyldu hafa komið.“
Spurð um fyrirmyndir nefnir
Thelma ástralska vaxtarræktar-
manninn Lee Priest. „Það er allt
annað sport en hann kemur mér
alltaf í góðan fíling. Það líta líka
allir kraftlyftingamenn á Íslandi
upp til Jóns Páls Sigmarssonar.
Hann var ekki bara frábær íþrótta-
maður heldur líka einstakur skemmtikraft-
ur með mikla persónutöfra. Minningin um Jón
Pál lifir. Ekki má
heldur gleyma æf-
ingafélaga mínum,
Gemmu Magnússon. Ætli
ég líti ekki mest upp til
hennar.“
Næsta verkefni Thelmu
er heimsmeistaramót ung-
linga sem hefst í São Paulo
í Brasilíu um næstu helgi.
Þetta er síðasta árið sem
hún er gjaldgeng í flokki
unglinga og kveðst Thelma
ekki hafa viljað missa af
tækifærinu. Hún stillir
væntingum í hóf en vonast
þó til að bæta sinn persónu-
lega árangur. „Ég renni
blint í sjóinn en það yrði
gaman að komast inn á topp
tíu í mínum flokki. Við skulum
sjá hvað setur.“
Hún segir sterkustu stelp-
urnar koma frá Austur-Evrópu,
Asíu og Bandaríkjunum en Norð-
urlandabúarnir séu jafnt og þétt
að færa sig upp á skaftið. Thelma
verður eini íslenski keppandinn í
Brasilíu en með henni í för verður
aðstoðarmaður en þeir ku vera
ómissandi á mótum sem þessum.
Það er dýrt að fara utan og
Thelma segir dágóðan tíma hafa farið
í fjáröflun. „Vantar þig nokkuð klósett-
pappír?“ spyr hún hlæjandi. Fjölskylda
og vinir styðja við bakið á henni,
auk þess sem hún hefur verið
dugleg að heimsækja fyr-
irtæki í von um styrk.
„Mér hefur almennt
verið vel tekið en það
er greinilegt að fyrirtæki
eru ekki aflögufær í sama mæli
og fyrir bankahrunið. Ég
kann öllum sem hafa
styrkt mig bestu þakkir
fyrir. Það vantar ennþá
herslumuninn til að
dæmið gangi upp en ég er
búin að panta farið þannig ekki verður aftur
snúið úr þessu,“ segir Thelma.
Eftir heimsmeistaramótið tekur við kær-
komin hvíld hjá henni áður en æfingar hefjast
af fullum krafti á ný vegna verkefna haustsins.
Í október tekur hún þátt í að skipuleggja mótið
Sterkasta kona Íslands, auk þess að verða
meðal keppenda. „Ég hef aldrei keppt á afl-
raunamóti áður. Það verður spennandi.“
Í nóvember keppir hún síðan á sínu fyrsta
og eina kraftlyftingamóti hérlendis á árinu
þegar bikarmót Kraft fer fram.
Mun ekki rúlla um götur
Thelma gerir ráð fyrir að stunda kraftlyft-
ingar um ókomna tíð. „Ef þetta væri bóla væri
þetta búið núna,“ segir hún og glottir. Hún
notar orðið „ávanabindandi“ um lyftingarnar.
Hana langi alltaf að lyfta meiri þyngdum. En
hversu hátt stefnir hún? Hversu hrikaleg vill
hún verða?
„Mamma hefur líka spurt mig að þessu,“
segir hún hlæjandi. „Ég stefni að því að ná eins
langt og ég get í þessari íþrótt. Ég hef hins
vegar engar áhyggjur af vextinum. Konur hafa
ekki testósterón á við karla og geta fyrir vikið
aldrei orðið eins massaðar. Ég hef engar
áhyggjur af því að rúlla um götur.“
Hún hefur þyngst um tíu kg frá því hún
byrjaði að æfa en fituprósentan er mun minni.
„Ég er í allt öðruvísi formi en ég var áður. Ég
er miklu sterkari en á móti kemur að það er
erfiðara fyrir mig að hlaupa og synda. Ég var í
sundáfanga í náminu í vor og hann var hreint
ekki auðveldur. Eins með hlaupin. Ég er fín á
fyrstu metrunum út af sprengikraftinum en
síðan syrtir í álinn.“
Thelma kveðst hvorki líta á sig sem braut-
ryðjanda né fyrirmynd í kraftlyftingum en
vonar eigi að síður að árangur hennar eigi eftir
að laða fleiri stelpur að íþróttinni. „Ég hef á til-
finningunni að vinsældir greinarinnar eigi eftir
að aukast á komandi árum. Íslenskar stelpur
eru hrikalega sterkar!“
13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
Kraftlyftingar eru mikil stemningsíþrótt ogævintýralegt getur verið að fylgjast meðmönnum þegar þeir búa sig undir lyftur.
Thelma skellir upp úr þegar þetta berst í tal. „Ég
er ekkert árennilegri en strákarnir. Maður verður
að koma sér í ákveðið hugarástand fyrir lyftur.
Koma sér í geðveikina.“
Að einu leyti sker Thelma sig þó með áberandi
hætti frá strákunum. „Ég hef alltaf verið voðalega
bleik í mér og sé enga ástæðu til að breyta því
þótt ég sé komin í kraftlyftingar. Ég er líka alltaf
með gloss í töskunni. Allt gengur betur þegar
maður er með gloss. Ég rígheld í kvenlega þáttinn
enda má maður aldrei gleyma hver maður er.“
Búningar kraftlyftingamanna eru kapítuli út af
fyrir sig – gríðarlega þröngir. „Það er enginn hægðarleikur að komast í búninginn. Það getur tek-
ið klukkutíma. Ég fæ oftast tvo hrausta stráka til að troða mér í hann og hangi bókstaflega í
lausu lofti á meðan. Komin í búninginn líkist maður helst rúllupylsu,“ segir hún skellihlæjandi.
Að sögn Thelmu er ekkert pláss fyrir tepruskap og spéhræðslu í lyftingum. „Það er ekki hægt
að fela neitt í þessu sporti og ég skora á alla sem eru ósáttir við líkama sinn að prófa lyftingar.
Óöryggið hverfur eins og dögg fyrir sólu.“
Að koma sér í geðveikina
Troðið í Thelma fær hér aðstoð við að
komast í búninginn en búningar kraftlyft-
ingafólks eru með afbrigðum þröngir.