Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirVIKUSPEGILL
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
Eftir Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
E
itt af þeim hugtökum
sem rannsakað er í
viðskiptasiðfræði er
uppljóstrun eða á
ensku „whistleblow-
ing“.
Róbert H. Haraldsson prófessor í
heimspeki við Háskóla Íslands segir
að ákveðin skilyrði þurfi að uppfylla
til þess að athöfn starfsmanns geti
talist uppljóstrun í siðferðilegum
skilningi.
Leiði gott af sér
„Ef ég má taka hliðstætt dæmi um
borgaralega óhlýðni, þá er oft litið
svo á, einkum á Vesturlöndum, að
hún sé siðferðilega réttmæt,“ segir
hann.
„En oft vill gleymast að til þess
þarf hún að uppfylla ákveðin skil-
yrði. Borgaraleg óhlýðni getur ekki
falist í ofbeldi og hún á sér ekki stað í
skjóli nætur. Sá sem sýnir borgara-
lega óhlýðni brýtur lög til að bæta
lög og er fús til að sæta refsingu,
tekur að minnsta kosti þá áhættu að
honum verði refsað.“
Það er eins með uppljóstrun, að
sögn Róberts. „Í siðferðilegum
skilningi lýtur uppljóstrun
ákveðnum skilyrðum. Það er næst-
um því óþarfi að taka fram að at-
höfnin, sem ljóstrað er upp um, þarf
að vera líkleg til að skaða tiltekinn
hóp eða almenning. Í öðru lagi þurfa
menn fyrst að hafa reynt að leiðrétta
athöfnina innan frá, til dæmis með
því að benda yfirboðara á hættuna
og þeir þurfa að vera sannfærðir um
að hann muni ekkert aðhafast jafn-
vel þótt hann viti af hættunni.
Svo er misjafnt hvað fleira menn
telja til, stundum að líklegt verði að
teljast að uppljóstrunin leiði gott af
sér – að það muni takast að koma í
veg fyrir skaðann. Oft nefna menn
sem skilyrði að það verði að liggja
fyrir haldbær gögn um að athöfnin
sé skaðleg, hugboðið eitt nægir ekki.
Sumir hafa viljað rýmka skilyrðin,
þannig að þau feli ekki aðeins í sér
skaða, heldur einnig siðferðilega
ámælisverða athöfn.“
Stíf skilyrði eðlileg
Róbert segir að ný spurning vakni
ef skaðinn er þegar skeður. „Stærsta
flækjan er sú, hvað telst uppljóstrun
í slíkum tilfellum. Frægasta dæmið
um það er þegar geimskutlan Chal-
lenger fórst árið 1986. Þá blés verk-
fræðingur í flautuna, meðal annars
til að koma í veg fyrir siðferðilegan
skaða. Hann vildi ekki að það yrði
logið eða hylmt yfir atburðarásina.“
Hvað varðar lekann á lánabók
Kaupþings til fjölmiðla segir Róbert
að þar séu óvissuþættir, til dæmis sé
ekki vitað hver lak upplýsingunum.
„En sá leki fellur klárlega ekki
undir uppljóstrun í siðferðilegum
skilningi, öfugt við það sem sumir
hafa haldið fram. Í fyrsta lagi var
viðkomandi ekki að koma í veg fyrir
skaða. Í öðru lagi bendir ekkert til að
fyrst hafi verið reynt að koma
ábendingum á framfæri innan fyr-
irtækisins.
Það sem eftir stendur er því vilj-
inn til þess að réttir aðilar verði
dregnir til ábyrgðar og menn dragi
lærdóm af þessu, en þannig dæmi
eru þekkt í siðferðilegu samhengi
uppljóstrunar, svo sem í fyrrnefndu
dæmi um Challenger. En þá er
nauðsynlegt að uppljóstrunin sé skil-
yrði þess að menn verði dregnir til
ábyrgðar.
Í lánabókartilvikinu virðist það
hinsvegar ekki eiga við, því fjármála-
eftirlitið hafði þessar upplýsingar og
ég veit ekki betur en það gildi einnig
um rannsóknarnefnd Alþingis. Það
er því varasamt að líta á lánabókar-
lekann sem uppljóstrun í siðferðileg-
um skilningi.“
Róbert bendir á að lekinn á lána-
bók Kaupþings kunni „bókstaflega“
að hafa valdið skaða. „Það er eðlilegt
að stíf skilyrði séu sett fyrir upp-
ljóstrun, því fyrir það fyrsta hafa
starfsmenn bæði beina og óbeina
trúnaðarskyldu við fyrirtækið sem
þeir starfa hjá, í öðru lagi getur
starfsfólkið skaðað sjálft sig og stór-
skaðað fyrirtækið sitt, og svo getur
það skaðað þriðja aðila, almenning
eða viðskiptavini með uppljóstr-
uninni. Þannig að þetta er ekki bara
tómstundagaman hjá siðfræðingum
að finna þessi skilyrði, heldur skipta
þau raunverulegu máli.“
Eignaspjöllin skemmdarverk
Róbert nefnir einnig sem dæmi að
afar hæpið sé að Landssímalekinn
árið 2002 uppfylli skilyrðin um upp-
ljóstrun í siðferðilegum skilningi. „Í
fyrsta lagi var viðkomandi ekki að
koma í veg fyrir meiriháttar skaða
sem almenningi var búinn, í öðru lagi
var ekki leitað allra leiða innan fyr-
irtækisins til að benda á úrbætur og í
þriðja lagi sótti uppljóstrarinn upp-
lýsingarnar til annars starfsmanns
innan fyrirtækisins vegna þrýstings
frá blaðamanni, ef ég man rétt.“
Spjöll á eignum þeirra sem komu
að bankahruninu eða spjöll í nafni
umhverfisverndar hafa verið áber-
andi upp á síðkastið. Þetta er ekki
borgaraleg óhlýðni – þetta eru
skemmdarverk,“ segir Róbert. „Það
er einfalt. Borgaraleg óhlýðni í skiln-
ingi siðfræðinga og heimspekinga er
einmitt „borgaraleg“, sem þýðir að
hún felur ekki í sér ofbeldi. Martin
Luther King gekk á sínum tíma fram
fyrir skjöldu með borgaralegri
óhlýðni, eins og frægt er orðið, en
hann gerði það ekki í skjóli nætur og
hann játaðist fúslega undir mögu-
lega refsingu. Mjög margt, sem talað
var um í vetur sem borgaralega
óhlýðni, er það ekki í reynd, heldur
skemmdarverk.“
Morgunblaðið/Golli
Uppljóstrun ekki skilyrðislaus
Lekinn á lánabók Kaupþings fellur ekki undir uppljóstrun í siðferðilegum skilningi.
Spjöll á eignum flokkast ekki sem borgaraleg óhlýðni heldur skemmdarverk.
Upplýsingaleki
Lekin á lánabók
Kaupþings hefur
verið í umræðunni
Róbert H. Haraldsson telur upp fimm skilyrði
sem gjarnan eru sett fyrir uppljóstrun í siðferði-
legum skilningi. Séu fyrstu þrjú skilyrðin uppfyllt
er uppljóstrara siðferðilega heimilt að rjúfa trún-
að við fyrirtæki/stofnun. En séu öll fimm skil-
yrðin uppfyllt er honum skylt að gera það.
1. Að uppljóstrari telji að fyrirtækið/stofnunin
sem hann vinnur hjá muni valda almenningi al-
varlegum og umtalsverðum skaða með gjörðum
sínum eða stefnu.
2. Að uppljóstrari hafi borið kennsl á skaðann og gert yfirboðara
sínum viðvart og sannfærst um að yfirboðarinn muni ekki aðhaf-
ast.
3. Að uppljóstrari hafi nýtt aðrar leiðir sem eru mögulegar innan
fyrirtækisins til að vekja máls á vandanum.
4. Að uppljóstrari búi yfir gögnum sem myndu sannfæra skyn-
sama, óvilhalla aðila um að mat hans á hættunni sé rétt.
5. Að uppljóstrari hafi góðar ástæður til að ætla að uppljóstrunin
muni líklega koma í veg fyrir skaðann.
Hefðbundin skilyrði uppljóstrunar
Róbert H.
Haraldsson
Erlend stórblöð og vefsíður
þeirra hafa fjallað um lekann á
lánabók Kaupþings, sem sumir
segja einsdæmi í bankasögu Evr-
ópu. Birting upplýsinganna á Wiki-
leaks.org er til skoðunar hjá efna-
hagsbrotadeild ríkislögreglustjóra
Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra hefur sagt að lagafrumvarp
sé á teikniborðinu, sem feli í sér
breytingar á upplýsingaskyldu
banka og bankaleynd.
Á vef bandaríska tímaritsins
Time sagði um lánabók Kaupþings:
„Skýrslan dregur fram í sviðsljósið
ófyrirleitna lánastefnu bankans
rétt áður en íslenskt efnahagslíf
bráðnaði.“
Breytingar í vændum
á bankaleynd
„Er upplýs-
ingaleki ein-
hvern tíma
réttlæt-
anlegur?“ er
yfirskrift er-
indis sem
Thomas De-
vine, sérstakur
ráðgjafi
Bandaríkjastjórnar um upplýs-
ingaleka, heldur í Háskólanum í
Reykjavík í hádeginu á þriðjudag.
Eþikos, stofnun um samfélags-
lega ábyrgð fyrirtækja, bandaríska
sendiráðið og The English Speak-
ing Union standa fyrir viðburð-
inum, en í kynningu segir: „Lána-
bók Kaupþings á Wikileaks og
sambærileg tilfelli hér á landi kalla
fram spurningar um hvenær hægt
sé að réttlæta að trúnaðarupplýs-
ingum sé komið á framfæri við al-
menning.“
Devine hefur komið að gerð laga-
frumvarpa í Bandaríkjunum sem
tryggja réttarstöðu þeirra sem
komið hafa upp um spillingu,
Réttarstaða þeirra sem
koma upp um spillingu
HAUST 2
Bæjaraskógur er annálaður fyrir fegurð, hæðir, dali og blómlegar sveitir og
hver veit nema við rekumst á skógarálfa! Flogið er til Frankfurt og við ökum til
Rinchnach, lítils fallegs bæjar sem verður okkar náttstaður. Margar
skemmtilegar skoðunarferðir verða farnar, m.a. um Bæjaraskóg, komið verður
við í Weinfürtner-kristalsverksmiðjunni í Arnbrück og farið í snafssmökkun í
Zwiesel. Lista- og menningarborgina Regensburg við Dóná sækjum við heim og
svo verður farið í siglingu á Dóná að Weltenburg-klaustrinu. Hápunktur
ferðarinnar verður dagsferð yfir til Krumau í Tékklandi, yndislegrar lítillar borgar
með fallegum miðaldabæ. Endum ferðina í Nürnberg áður en flogið er heim.
Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir
Verð: 159.800 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus!
Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði og íslensk fararstjórn.
20. - 27. september
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar
Skógarálfar í Bæjaraskógi