Morgunblaðið - 30.08.2009, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. ÁGÚST 2009
arkitektúr hafa oft heyrst á Ís-
landi. Nýleg dæmi sem hafa þótt
frekar miðjumoðsleg eru stórhýsin
sum við Skúlagötuna. Þó hefur ís-
lenskur arkitektúr í gegnum tíðina
oft átt mjög góða spretti og ís-
lenskar byggingar hafa vakið verð-
skuldaða athygli ferðamanna og
fagfólks í gegnum tíðina. Oft virð-
ist þó arkitektum sniðinn þröngur
stakkur af verktökum sem síðustu
árin hafa keypt lóðir og verið um-
hugað um byggingarmagn og lág-
Eftir Ingvar Örn Ingvarsson
ingvarorn@mbl.is
Arkitektar hafa mikil völd, sér-
staklega í stórborgum, þar sem
hönnun þeirra getur verið áber-
andi um langt skeið. Reyndar er
það svo að góð hönnun vill endast
lengur en slæm hönnun og því
verða illa hönnuð hús oft fyrir
barðinu á niðurrifskúlunni, jafnvel
áður en hlutverki húsanna er lok-
ið. Gagnrýnisraddir á íslenskan
an kostnað. Niðurstaðan hefur oft
á tíðum verið hálfgerðar aust-
antjaldsblokkir.
Laus taumur
Í Kaupmannahöfn stendur þyrp-
ing íbúða sem sýnir hvað er hægt
að gera þegar arkitektum er gef-
inn laus taumur. Það er íbúða-
kjarninn VM Bjerget, sem er rúm-
fræðilegt afrek og einstaklega
upplífgandi, enda margverðlaun-
aður í ár fyrir frábæra hönnun.
Um er að ræða tíu hæða hús
sem er tíu hæðir í norðvesturhluta
þess en aðeins ein hæð í suðaust-
urhlutanum. 80 íbúðir eru svo not-
aðar til að mynda stalla sem
minna á fjall sem rís upp úr land-
svæðinu í kring.
Undir húsinu er bílageymsla
fyrir 480 bíla og er bílageymslan
álíka frumleg og húsið, afar lífleg
og opin og hreint ekki lík því sem
fólk á að venjast í venjulegum
bílastæðahúsum.
Bílageymslan myndar undirstöð-
urnar sem íbúðirnar, fjallið sjálft,
hvíla á.
Grænt, vænt og stílhreint
Frá ákveðnu sjónarhorni virðist
byggingin vera græn á lit, því hver
íbúð er með lítinn lokaðan garð
sem snýr á móti sólu og skapar
mikið skjól frá vori og fram á
haust. Allar plöntur í görðunum
eru vökvaðar með sjálfvirku vökv-
unarkerfi.
Íbúðirnar eru í ýmsum stærðum
og þrátt fyrir að hönnunin sé afar
nýstárleg kostar íbúð í þessu húsi
ekki meira en sambærileg íbúð á
þokkalegum stað í Kaupmanna-
höfn. Húsið þykir því sýna vel
hvað hægt er að gera ef arkitekt-
um er gefinn laus taumur og há-
leitari markmið en byggingarmagn
fá að ráða.
Á hlið hússins þar sem ekið er
inn í bílageymsluna getur að líta
mynd af Everest-fjalli sem er ein-
mitt fyrirmynd hússins.
Verðlaunaður „fjallakofi“
Lífleg Íbúðakjarninn samanstendur af 80 íbúðum og er allt að tíu hæða hár. Íbúðirnar eru 80 til 150 fermetrar að stærð og sér garður fylgir hverri íbúð.
Flott Bílageymslan í VM Bjarginu í Kaupmannahöfn er afar glæsileg og
gjörólík hefðbundnu bílageymslurými þar sem vaninn er að búa fyrst og
fremst til rými, en láta umhverfið sjálft liggja á milli hluta.
TENGLAR
..............................................
http://www.big.dk/projects/mtn/
mtn.html
http://www.vmbjerget.dk/
vmbjerget.htm