Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 9
Fréttir 9INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
SAMTÖK aðila í atvinnurekstri,
Viðskiptaráð Íslands og Samtök at-
vinnulífsins sendu í gær sameig-
inlega yfirlýsingu þar sem varað er
við boðaðri skattastefnu stjórn-
valda. Gagnrýnt er að leggja eigi
nýjar tegundir gjalda á atvinnu-
reksturinn og hvetja samtökin til
þess að megináherslan verði lögð á
uppbyggingu og sköpun starfa.
Gæta þarf mikils aðhalds
„Nú í vikunni verður fjárlaga-
frumvarp fyrir árið 2010 kynnt, en
þar verður fyrsta skrefið tekið til
að draga úr fjárlagahallanum. Öll-
um er ljóst að hið opinbera mun
þurfa að gæta mikils aðhalds í
rekstri enda gerir áætlun stjórn-
valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins
ráð fyrir að rekstur þess verði orð-
inn sjálfbær að þremur árum liðn-
um. Framundan blasa því við
vandasamar og sársaukafullar
ákvarðanir um hvar og hversu mik-
ið verður skorið niður og hvernig
skattheimtu skuli háttað í náinni
framtíð,“ segir þar.
Morgunblaðið/Golli
Segja hugmyndir
um skatta skaðlegar
„ÉG legg áherslu
á að þetta verði
forgangsmál í
þinginu,“ segir
Jóhanna Sigurð-
ardóttir forsætis-
ráðherra um
frumvarp um
persónukjör til
sveitarstjórna,
sem nú er til
meðferðar hjá
allsherjarnefnd Alþingis.
Jóhanna segir að mikil vinna hafi
verið lögð í frumvarpið síðsumars
og væntir þess að niðurstaða fáist í
málið tiltölulega fljótt, helst á
fyrstu vikum þingsins.
„Ég held að þetta mál sé brýnt,
ég held að þetta sé mikilvægt,“ seg-
ir forsætisráðherra um frumvarpið.
Jóhann bætir samt við að skiptar
skoðanir séu um málið.
steinthor@mbl.is
Persónukjör for-
gangsmál á þingi
Jóhanna
Sigurðardóttir
FJÁRLAGAFRUMVARPIÐ verður
kynnt á morgun og segir Jóhanna
Sigurðardóttir forsætisráðherra að
farið verði í mikinn niðurskurð og erf-
iðar aðgerðir til þess að ná niður hall-
anum á ríkissjóði. Það sé forsendan til
þess að komast upp úr efnahagslægð-
inni.
Jóhanna segir að farið verði í 100
milljarða króna niðurskurð á þessu
ári og því næsta. Um sé að ræða nið-
urskurð á ríkisútgjöldum, skatta-
breytingar og boðaðar hagræðingar í
ríkisbúskapnum. Hins vegar verði
lögð áhersla á að verja velferðarkerfið
eins og kostur er. Það sé forgangs-
verkefni ríkisstjórnarinnar.
Ekki liggur fyrir hvað sparast við
hagræðinguna eina og sér. Jóhanna
segir að aldrei fyrr hafi verið farið í
eins mikla uppstokkun í stjórnkerfinu
og stofnunum þess. Sátt sé um að-
gerðirnar og í kringumstæðum eins
og nú ríki sé eðlilegt að fara í svona
hagræðingar til að niðurskurðurinn
bitni ekki allur á heimilunum og ein-
staklingunum. Þær séu enda löngu
tímabærar. steinthor@mbl.is
100 milljarða kr.
niðurskurður
ALÞINGI verður sett á morgun,
fimmtudag. Þingsetningarathöfn
hefst kl. 13.30 með guðsþjónustu í
Dómkirkjunni, þaðan sem forseti
Íslands, ráðherrar og alþingismenn
ganga fylktu liði til kirkju. Jón A.
Baldvinsson, vígslubiskup í Hóla-
stifti, predikar og séra Hjálmar
Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkj-
unni, þjónar fyrir altari ásamt bisk-
upi Íslands, herra Karli Sigur-
björnssyni.
Að guðsþjónustu lokinni verður
svo gengið aftur til þinghúss, þar
sem forseti Íslands setur 138. lög-
gjafarþing. Eftir ávarp forseta Al-
þingis verður þingsetningarfundi
frestað til kl. 16 en þá draga þing-
menn um sæti og fjárlagafrumvarpi
verður útbýtt.
Stefnuræða forsætisráðherra og
umræður um hana, sem verður
bæði útvarpað og sjónvarpað, verða
á mánudagskvöld 5. október.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
hefur lýst yfir vilja sínum til breyt-
inga á starfi. Við þingsetningu sl.
vor sagði hún mikilvægt að endur-
skoða vinnuskipulag og fundatíma
Alþingis. Við sama tækifæri sagðist
hún vænta mikils af starfi sérfræð-
inganefndar sem væri að gera út-
tekt á öllum þáttum er varða eftirlit
Alþingis með stjórnsýslu fram-
kvæmdavaldsins, en þann þátt í
þingstarfinu vildi hún efla.
Morgunblaðið/Kristinn
Þingsetning Lögregla stendur heiðursvörð við Alþingishúsið þegar þing
kemur saman. Umræður um stefnuræðu fara fram næstkomandi mánudag.
138. löggjafarþing
verður sett á morgun
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigur 5
• Sími 581 2141
• www.hjahrafnhildi.is
Ný sending
Síðir bolir og túnikur
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Eddufelli 2, sími 557 1730
Str. 36-56
Síðar
peysur/kjólar
v/leggings