Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 22
22 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
Þorgrímur
Jónsson
✝ Þorgrímur Jóns-son, tannlæknir
andaðist á St. Jós-
efsspítala laugardag-
inn 5. september.
Útför Þorgríms fór
fram í kyrrþey 17.
september.
Meira: mbl.is/minningar
Stefán
Egilsson
✝ Stefán Egilssonfæddist 4. mars
1918. Hann lést á
hjúkrunarheimilinu
Garðvangi 17. sept-
ember síðastliðinn.
Útför Stefáns fór
fram frá Keflavík-
urkirkju 25. september sl.
Meira: mbl.is/minningar
Sigurður
Snorri Þór
Karlsson
✝ Sigurður SnorriÞór Karlsson
fæddist 11. ágúst
1945 að Hofstöðum í
Stafholtstungum.
Hann lést á lungna-
deild Landspítalans
10. september síðast-
liðinn eftir erfið veikindi. Útför Sigurðar
Snorra Þórs Karlssonar var gerð frá
Selfosskirkju, laugardaginn 19. sept-
ember sl.
Meira: mbl.is/minningar
Sigrid
Toft
✝ Sigrid Luise Sol-veig Elisabet Toft
fæddist í Reykjavík
12. desember 1924.
Hún lést á Heilbrigð-
isstofnun Austur-
lands á Seyðisfirði
þriðjudaginn 15. sept-
ember sl.
Útför Sigrid fór fram frá Egilsstaða-
kirkju 25. september sl.
Meira: mbl.is/minningar
Minningar á mbl.is
Ég þakka þau ár sem
ég átti
þá auðnu að hafa þig
hér,
og það er svo margs
að minnast
svo margt sem um hug minn fer,
þó þú sért horfinn úr heimi
ég hitti þig ekki um hríð,
þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Elsku Guðrún, takk fyrir allt
sem þú varst mér og mínu fólki.
Blessuð sé minning þín.
Þín tengdadóttir,
Guðrún.
Elsku amma, núna hefur þú
kvatt okkur. Þegar ég hugsa um
þig þá kom fyrst upp í hugann lopa-
peysurnar þínar, kökuveislurnar
og spilamennskan. Þegar mamma
og pabbi komu með okkur systk-
inin í heimsókn til þín og afa var
alltaf tekið í spil og var þá spilaður
kani. Við krakkarnir fengum alltaf
að spila með fullorðna fólkinu. Það
var alltaf fjölmenni í kaffi á sunnu-
dögum hjá þér og afa. Þú varst allt-
af búin að baka heil ósköp af kök-
um, kleinum og pönnukökum.
Þetta var stór hluti af sunnudeg-
inum að fara í sunnudagskaffi til
þín og afa.
Aldrei var langt í prjónana hjá
þér og þú prjónaðir handa mér
Guðrún
Guðmundsdóttir
✝ Guðrún Guð-mundsdóttir
fæddist í Breiðamýr-
arholti 22. apríl 1916.
Hún lést á Hrafnistu í
Reykjavík 17. sept-
ember síðastliðinn og
fór útför hennar fram
frá Fossvogskirkju
29. september.
lopapeysur og ullar-
sokka. Ég veit fyrir
víst að þú munt fylgj-
ast með prjónaskapn-
um hjá mér, því það
var nú eitt sem þú
kunnir manna best.
Ég skildi aldrei
hvernig þú gast verið
svona fljót að klára
heila peysu og peys-
urnar þínar voru allar
svo fallegar og vel
gerðar. Þú prjónaðir
peysu á Ása til að
nota á sjónum fyrir
16 árum og er hann enn að nota
hana og hún verður eigulegri með
hverju árinu sem líður.
Elsku amma, ég veit að afi hefur
tekið vel á móti þér og í sameiningu
munuð þið fylgjast með mér, Ása
og krökkunum. Minningin um þig
mun lifa áfram um aldur og ævi.
Þín sonardóttir,
Anna María.
Elsku amma mín, ég kveð þig í
dag með söknuði. Þú varst alvöru
amma, sem prjónaði, bakaði kökur,
kleinur og pönnukökur og alltaf
tókstu vel á móti okkur. Að prjóna
lærði ég heilmikið af þér, þar sem
ég sat og horfði á þig prjóna lopa-
peysur og sjálf prjónaði ég nokkr-
ar. Þú prjónaðir heil ósköpin af
lopapeysum, sokkum og vettlingum
og alveg fram á það síðasta.
Man ég eftir mörgum skemmti-
legum tímum hjá þér og afa þar
sem oft hittist fjölskyldan, spilaði
kana og hafði gaman. Ég man fyrst
eftir mér hjá ykkur í Safamýri, síð-
an í Furugerði og svo í Seljahlíð.
Eftir að þú fluttist á Hrafnistu
fannst þér leiðinlegt að geta ekki
bakað pönnukökur handa okkur
þegar við komum í heimsókn, en í
staðinn áttir þú alltaf nammi í skál
og urðum við auðvitað að fá okkur
nokkra mola.
Ég vil þakka þér amma mín fyrir
öll þín góðu ár í lífi mínu, en nú
ertu komin til hans afa og líður
vonandi vel og ef ég þekki þig rétt
ertu með lopapeysu á prjónunum.
Þín sonardóttir og alnafna,
Guðrún Guðmundsdóttir.
Elsku amma, nú er komið að
kveðjustund. Hlýir straumar fara
um okkur er við hugsum til þín.
Þegar við lítum til baka eru sunnu-
dagsgöngutúrar til þín í Hjallasel-
inu ofarlega í huga. Þar var æv-
inlega kökuhlaðborð með bestu
pönnukökum í heimi sem þýddi að
aldrei fórum við svöng frá þér. Þú
hugsaðir bæði um að okkur liði vel
og einnig fuglunum sem komu í
garðinn til þín. Oft voru spilin tekin
fram og þá sátum við á stofugólfinu
hjá þér og spiluðum tímunum sam-
an. Þegar þú fluttir á Hrafnistu var
ánægjulegt að vita af ykkur systr-
unum saman og þegar við komum í
heimsókn sast þú oft með nágrönn-
unum í kaffi á ganginum. Það má
segja að lopapeysurnar hafi stækk-
að með okkur því þú prjónaðir þær
á okkur eftir þörfum sem og lopa-
sokka og -vettlinga sem við fengum
á hverjum vetri. Flíkurnar nýtast
okkur vel.
Við viljum þakka þér fyrir allt og
sérstaklega fyrir að vera svona góð
amma.
Ég bið Guð að gæta mín,
góða anda að hugga mig.
Sama ósk er eins til þín:
Almættið það sjái um þig.
(Leifur Eiríksson)
Minning þín varðveitist í hjört-
um okkar.
Eysteinn, Kristján og
Ína Björk.
Elskuleg amma okkar, Guðrún
Guðmundsdóttir, er látin. Það er
sérstakt til þess að hugsa að hún
verði ekki til staðar áfram í lífi okk-
ar.
Hugurinn leitar til ánægjulegra
heimsókna til ömmu Guðrúnar og
afa Kristófers í Furugerðið og síð-
ar í Seljahverfið þar sem tekið var
á móti ömmubörnum með kostum
og kynjum.
Eldhúsborðið svignaði undan
kræsingum og alltaf passaði amma
að enginn færi svangur heim, jafn-
vel hin síðari ár á Hrafnistu þar
sem hún gaukaði sælgætismolum
að börnum sínum, barnabörnum og
barnabarnabörnum.
Fjölmennt var iðulega hjá ömmu
og afa um helgar og glatt á hjalla.
Við minnumst gleðistunda við leik
með frændsystkinum og síðar þeg-
ar til vits og ára var komið hress-
andi umræðna um þjóðmál. Amma
lagði kaffið og bar kræsingar á
borð en gaf sér tíma til að líta við
hjá barnabörnunum og kíkja á leik
þeirra eða þá til að læða að vel
völdum orðum í umræðuna. Amma
fylgdist vel með öllum sínum af-
komendum sem hlaupa nú á mörg-
um tugum. Hún fékk fregnir af sín-
um stóra hópi frá eigin börnum og
síðar barnabörnunum þegar þau
komu í heimsókn með sín börn til
langömmu. Amma var svo sannar-
lega rík og heimilisveggirnir þaktir
myndum af hennar fólki.
Amma sá einnig til þess að vinum
og vandamönnum yrði ekki kalt.
Hún var einkar lagin með prjónana
og hafa prjónaflíkur hennar hlýjað
mörgum í gengum tíðina bæði hér á
landi sem og erlendis. Góðar og
þykkar, handprjónaðar lopapeysur
fylgdu okkur báðum í framhalds-
nám til Englands og héldu á okkur
hita á köldum vetrarkvöldum.
Amma var iðin við kolann og gladdi
ættingja og vini með handverki allt
til síðasta dags. Við hugsum um
ömmu í hvert sinn sem við smeygj-
um okkur í hlýju og notalegu lopa-
peysurnar eða bregðum á hendur
okkar hlýjum vettlingum sem hún
færði okkur að gjöf.
En umfram allt þökkum við allar
góðar samverustundir með ömmu
Guðrúnu og geymum minninguna
um hana í hjörtum okkar.
Guðjón og Þóra Helgabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
STEFÁN ODDUR MAGNÚSSON,
áður til heimilis
Álfalandi 4,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju fimmtudaginn
1. október kl. 15.00.
Áslaug Ásmundsdóttir,
Ásmundur Stefánsson, Guðrún Guðmundsdóttir,
Þór Stefánsson, Hulda Ólafsdóttir,
Ása Stefánsdóttir, Jens Kvist Christensen,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, bróðir, mágur, afi og langafi,
SIGURÞÓR SIGURÐSSON,
Skriðustekk 17,
Reykjavík,
lést á Landspítala Landakoti mánudaginn
21. september.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn
2. október kl. 11.00.
Hallveig Ólafsdóttir,
Einar Sigurþórsson, Edda Runólfsdóttir,
Kristín Sigurþórsdóttir, Pétur Einarsson,
Sigríður Sigurþórsdóttir, Eyjólfur Steinn Ágústsson,
Sólveig Sigurþórsdóttir, Eggert Elfar Jónsson,
Birgir Sigurþórsson, Elva Björk Garðarsdóttir,
Þór Sigurþórsson,
Sigurður Gunnar Sigurðsson, Arndís Guðnadóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur faðir okkar, fósturfaðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
GUÐMUNDUR BENEDIKTSSON
frá Miðengi,
Flókagötu 61,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Háteigskirkju föstudaginn
2. október kl. 13.00.
Þórdís Skarphéðinsdóttir,
Bjarni Guðmundsson, Inga K. Guðmundsdóttir,
Anna Guðmundsdóttir, Erlendur Ragnar Kristjánsson,
Bára Guðnadóttir,
Björn Antonsson, Helga Jakobs,
Magnea Antonsdóttir, Sigurður Lyngdal,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, sonur, faðir, tengda-
faðir, afi, langafi og bróðir,
HAUKUR HALLGRÍMSSON
málmsuðukennari,
Kleppsvegi 6,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju föstudaginn
2. október kl. 14.00.
Pálína A. Lórenz.,
Guðleif Helgadóttir,
Aðalheiður G. Hauksdóttir, Ágúst V. Árnason,
Hallgrímur L. Hauksson, Ingveldur María Tryggvadóttir,
Ása Hauksdóttir, Benóný Ægisson,
barnabörn, barnabarnabörn og systkini.
✝
Alúðarþakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar elskulegrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR ÖNNU MAGNÚSDÓTTUR,
Ferjubakka 16,
Reykjavík.
Hafliði Pétursson,
Arnar Hauksson,
Vilhelmína Hauksdóttir, Þór Ragnarsson,
Tómas Reynir Hauksson, Silja Ketonen,
Haukur Baldvinsson,
ömmubörn og langömmubarn.