Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 15
Fréttir 15VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
Eftir Þórð Snæ Júlíusson
thordur@mbl.is
KRÖFUHAFAR Fons hafa ákveðið
að rifta ekki tilfærslu flugfélagsins
Iceland Express yfir í Feng, eign-
arhaldsfélag í eigu Pálma Haralds-
sonar. Pálmi var einnig aðaleigandi
Fons áður en það félag var tekið til
gjaldþrotaskipta í lok apríl.
Ákvörðunin var tekin á kröfuhafa-
fundi 16. september síðastliðinn.
Heimildir Morgunblaðsins herma að
97 prósent kröfuhafa hafi samþykkt
að láta ekki reyna á riftun á gjörn-
ingnum. Nýi Landsbanki er stærsti
kröfuhafinn í Fons. Aðrir helstu
kröfuhafar eru hinir tveir viðskipta-
bankarnir; Íslandsbanki og Kaup-
þing.
Enginn bankanna vildi rifta
Tilfærslan á Iceland Express fór
þannig fram að þann 24. nóvember
2008 var framkvæmd 300 milljóna
króna hlutafjáraukning í Iceland Ex-
press og skráði Fengur sig fyrir
henni allri. Eftir það var 92 prósenta
hlutur í flugfélaginu í eigu Fengs.
Skiptastjóri í þrotabúi Fons hafði
verið með gjörninginn til skoðunar
en bar það undir atkvæði á kröfu-
hafafundinum þann 16. september
hvort hann ætti að láta reyna á riftun
á hlutafjáraukningunni. Fulltrúar
stærstu kröfuhafanna greiddu allir
atkvæði með því að það yrði ekki
gert.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var sú ákvörðun tekin í ljósi
þess að verðmat á Iceland Express,
sem unnið var fyrir kröfuhafana,
sýndi að greitt hefði verið sannvirði
fyrir félagið. Þá lá einnig fyrir mat
sem sagði að hlutafjáraukningin
hefði verið framkvæmd eftir eðlileg-
um forsendum. Því mun Pálmi Har-
aldsson áfram eiga Iceland Express,
í nýju félagi, en Fons verður tekið til
gjaldþrotaskipta.
Pálmi fær að halda
Iceland Express
Í HNOTSKURN
» Fons var úrskurðað gjald-þrota þann 30. apríl.
»Northern Travel Holding(NTH), móðurfélag hins
danska Sterling, var tekið til
gjaldþrotaskipta í ágúst.
»Fons var áður aðaleigandiNTH og sami skiptastjóri
var skipaður yfir bæði búin
vegna tengsla félaganna.
Eigandi Pálmi Haraldsson verður áfram aðaleigandi Iceland Express.
● Eiginfjárhlutfall
Byggðastofnunar er
neikvætt um 4,74%
en skal að lágmarki
vera 8% samkvæmt
lögum. Samkvæmt
tilkynningu hafa
iðnaðarráðherra og
fjármálaráðherra
lýst því yfir að rík-
isstjórnin hafi
ákveðið að leita
heimilda á fjáraukalögum til að tryggja
lágmarks-eiginfjárhlutfall stofnunarinnar.
„Verði það ekki gert leikur verulegur vafi á
áframhaldandi rekstrarhæfi stofnunar-
innar.“
Morgunblaðið sagði frá því í mars að
eiginfjárhlutfall Byggðastofnunar væri
undir lágmarki og stofnunin rekin á und-
anþágu frá Fjármálaeftirlitinu. Aðalsteinn
Þorsteinsson, forstjóri Byggðastofnunar,
sagði þá að ríkissjórnin væri með málið til
skoðunar.
Ríkið þarf að bjarga
Byggðastofnun
Aðalsteinn
Þorsteinsson
Eftir Þorbjörn Þórðarson
thorbjorn@mbl.is
„OKKAR umsókn er á svipuðu róli
og umsókn Byrs,“ segir Angantýr V.
Jónasson, sparisjóðsstjóri Spari-
sjóðsins í Keflavík (SpKef), en spari-
sjóðurinn sótti um rúmlega fimm
milljarða króna stofnfjárframlag frá
ríkissjóði.
Eignarhlutur ríkissjóðs í SpKef er
háður samþykki stofnfjáreigenda.
Angantýr segir að samningagerð
vegna endurskipulagningar SpKef
sé á lokastigi en erlendir lánar-
drottnar sparisjóðsins samþykktu að
fella niður hluta krafna sinna á hend-
ur sparisjóðnum, eins og í tilviki
Byrs. Jafnframt var hluta krafna
breytt í víkjandi lán.
Enginn sparisjóðanna átta sem
sóttu um stofnfjárframlag frá ríkis-
sjóði hefur fengið synjun um stofn-
fjárframlag, samkvæmt upplýsing-
um frá fjármálaráðuneytinu.
Af þeim sparisjóðum sem enn eru
starfandi í landinu voru aðeins þrír
sem sóttu ekki um framlag.
Eins og greint var frá í Morgun-
blaðinu í gær er vinna vegna um-
sóknar Byrs um 10,6 milljarða króna
stofnfjárframlag á lokastigi og mun
ríkissjóður eignast allt að 70 pró-
senta stofnfjárhlut í sparisjóðnum.
Samkvæmt heimild í neyðarlögunum
eiga sparisjóðirnir rétt á framlagi
sem nemur 20 prósent af eigin fé
eins og það var í lok árs 2007 sam-
kvæmt ársreikningi.
Fjármálaráðuneytið gerir m.a.
kröfu um að rekstraráætlun til
tveggja ára liggi fyrir hjá þeim
sparisjóðum sem sækja um. Ef sýnt
þykir að rekstur sparisjóðsins verði
ekki stöndugur eftir stofnfjárfram-
lag getur ríkissjóður hafnað umsókn
viðkomandi sparisjóðs.
Sameining ekki útilokuð
Rætt hefur verið um það í við-
skiptaráðuneytinu að Sparisjóðurinn
í Keflavík og Byr sparisjóður verði
sameinaðir ríkisbönkunum ef ekki
tekst að halda þeim gangandi, en
endurreisn þessara tveggja stærstu
sparisjóða landsins er talin lykillinn
að því að íslenska sparisjóðakerfið
þrífist í óbreyttri mynd. „Ég vil ekki
útiloka neitt en það er ekki stefna
ríkisvaldsins. Það hefur verið stefn-
an að sparisjóðirnir reyni að bjarga
sér með hagræðingu eða samruna
innan sparisjóðafjölskyldunnar,“
segir Gylfi Magnússon viðskiptaráð-
herra.
Endurreisn SpKef
er nú á lokastigi
Sameining við ríkisbanka ekki útilokuð
Morgunblaðið/Kristinn
Endurreisn Byr sparisjóður fær
10,6 milljarða framlag frá ríkinu.
Þetta helst ...
● Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,09% í
Kauphöllinni í gær en nánast engin við-
skipti voru með hlutabréf, einungis 12,4
milljónir króna. Færeyjabanki hækkaði
um 0,70% og Marel lækkaði um
0,16%.
Veltan með skuldabréf nam 10,3
milljörðum króna. Mestu verðbreyting-
arnar voru á lengstu ríkisskuldabréf-
unum eftir að tilkynnt var um allt að 60
milljarða króna viðbótarútgáfu til að
fjármagna rekstur ríkissjóðs.
Lækkuðu ríkisskuldabréf á gjalddaga
2025 um 1,16% og um tæpt prósent
bréf á gjalddaga 2019.
Ný útgáfa er valkostur fyrir innláns-
eigendur og til þess gerð að draga úr
umframlausafé bankanna.
Skuldabréf velta mestu
„ÞETTA var
unnið í tengslum
við gerð fjárlaga-
frumvarpsins. Í
raun lá endanleg
tala ekki fyrir
fyrr en við birtum
tilkynninguna,“
segir Björgvin
Sighvatsson hag-
fræðingur á al-
þjóða- og mark-
aðssviði Seðlabanka Íslands.
Í ágúst var tilkynnt að ríkið hefði
náð markmiðum sínum og gefið út
skuldabréf að andvirði 145 milljarða
króna. Sá peningur er notaður til að
fjármagna rekstur ríkissjóðs. Því
kom á óvart í gær að ríkið ætlar,
þegar þrír mánuðir eru eftir af
árinu, að fá allt að sextíu milljarða til
viðbótar að láni.
Í tilkynningu segir að þetta sé
gert til að bæta sjóðsstöðu ríkissjóðs
hjá Seðlabankanum. Með öðrum
orðum á að hækka upphæðina sem
ríkið geymir hjá Seðlabankanum
með því að taka lán. Sjóðsstaða rík-
isins nemur 164 milljörðum króna.
Björgvin segir bætta sjóðsstöðu
auka traust og trú fjárfesta á því að
ríkissjóður geti mætt gjalddögum
ríkisbréfa og ríkisvíxla á næsta ári
án þess að þurfa að treysta á láns-
fjármarkaðinn. bjorgvin@mbl.is
Ríkið
eykur
lántöku
Lán ríkissjóðs á árinu
nálgast 200 milljarða
Björgvin
Sighvatsson
Sparisjóðabanki Íslands hf.
Framlenging kröfulýsingarfrests, fundur með kröfuhöfum
og framhald greiðslustöðvunar.
Með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur 23. mars 2009 var Sparisjóðabanka Íslands hf. kt. 681086-1379, Rauðarár-
stíg 27, Reykjavík, veitt heimild til greiðslustöðvunar til 15. júní 2009 sem hefur verið framlengd til 15. desember
2009. Samkvæmt ákvæði til bráðabirgða II í lögum nr. 44/2009 um breytingu á lögum nr. 161/2002 skipaði Héraðs-
dómur Reykjavíkur bankanum slitastjórn sem hefur meðal annars með höndum meðferð krafna á hendur bankanum
meðan á greiðslustöðvun og slitameðferð stendur.
Frestdagur er 15. desember 2008. Upphafsdagur kröfumeðferðar miðast við gildistöku laga nr. 44/2009 og er
22. apríl 2009, sbr. nánar 1. mgr. og 2. málslið 3. mgr. 102.gr. laga nr. 161/2002, sbr. 6. gr. laga nr. 44/2009.
Með innköllun er birtist fyrst í Lögbirtingablaði þann 3. júní 2009 var skorað á alla þá sem telja til hvers kyns
skulda eða annarra réttinda á hendur Sparisjóðabanka Íslands hf. eða eigna í umráðum bankans að lýsa kröfum
sínum skriflega fyrir slitastjórn bankans innan fjögurra mánaða frá þeirri auglýsingu. Kröfuhafafundur var boðaður
föstudaginn 23. október kl. 10.00.
Slitastjórn hefur nú ákveðið að framlengja kröfulýsingafrestinn um einn mánuð þannig að skorað er á alla þá sem
telja til hvers kyns skulda eða annarra réttinda á hendur Sparisjóðabanka Íslands hf. eða eigna í umráðum bankans
að lýsa kröfum sínum skriflega fyrir slitastjórn bankans innan fimm mánaða frá fyrstu birtingu innköllunar í Lögbirt-
ingablaði sem var þann 3. júní 2009. Kröfulýsingarfrestur rennur samkvæmt þessu út þann 3. nóvember 2009.
Kröfulýsingar skulu sendar bréflega til slitastjórnar bankans að Rauðarárstíg 27, 105 Reykjavík.
Kröfuhafafundur verður haldinn í fundarsal Sparisjóðabanka Íslands hf. að Rauðarárstíg 27, 2. hæð, Reykjavík,
föstudaginn 27. nóvember 2009 kl. 10.00. Áður boðaður fundur þann 23. október 2009 fellur niður samkvæmt
framansögðu. Rétt til setu á fundinum eiga þeir sem lýst hafa kröfu á hendur bankanum. Á fundinum verður fjallað
um skrá yfir lýstar kröfur og afstöðu slitastjórnar að því leyti sem hún liggur þá fyrir. Skrá um lýstar kröfur verður
aðgengileg þeim sem lýst hafa kröfum á hendur bankanum að minnsta kosti viku fyrir framangreindan fund.
Á fundinum verður einnig kynnt eigna- og skuldastaða bankans og leitað afstöðu kröfuhafa til áframhaldandi
greiðslustöðvunar sbr. 18. gr. laga nr. 19/1991. Þinghald um heimild Sparisjóðabanka Íslands hf. til greiðslustöðvun-
ar verður háð í Dómhúsinu við Lækjartorg, Reykjavík, þriðjudaginn 15. desember 2009 kl. 13.00.
Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu bankans, www.sparisjodabankinn.is
Reykjavík 25. sept. 2009
Í slitastjórn Sparisjóðabanka Íslands hf.
Andri Árnason hrl.
Berglind Svavarsdóttir hrl.
Tómas Jónsson hrl.