Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 29
Menning 29 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009 LEIKARINN Patrick Swayze, sem lést af völdum krabbameins á dög- unum, sökk djúpt í hyldýpi þung- lyndis er hann frétti fyrst af því að hann væri veikur. Reiði, biturð og örvænting læsti um hann klónum fyrstu vikurnar enda var honum til- kynnt að hann ætti aðeins örfáa mánuði eftir ólifaða. Þetta kemur m.a. fram í nýrri bók sem kallast Time of My Life sem Swayze reit ásamt konu sinni, Lisu Niemi. „Þegar læknarnir á Cedars-Sinai (sjúkrahús í Los Angeles) sögðu mér að ég væri með krabbamein komst aðeins ein hugsun að: „Ég er dauður“,“ rifjar Swayze upp. Hann segir að hann hafi jafn- framt hugsað „Af hverju ég?“ og að í svona aðstæðum fari biturðin á stjá, auk sjálfsgagnrýni og skamm- ar. Swayze reif sig þó snemma upp úr þessu fari og hóf óðar að heyja hetjulega baráttu við sjúkdóminn illvíga. Skömmu fyrir andlátið var leikarinn enn í vígahug og þegar hann var þá spurður hver arfleifð hans væri svar- aði hann: „Ég er ekkert að fara strax.“ „Ég er dauður“ Hetja Patrick Swayze. Hallur Ingólfsson á að bakimerkilegan feril í tón-listinni og alveg af-skaplega fjölskrúðugan. Hann lamdi húðir með Ham í eina tíð, hefur leitt „industrial“-skotnar þungarokkssveitir en einnig samið tónlist fyrir ball- etta, útvarps- leikrit, leikhús og þá á hann ein- kennisstef Skoppu og Skrítlu, takk fyr- ir! Og hér sýnir hann enn á sér nýja hlið. Disaster Songs einkennist af dimmleitum, ballöðukenndum og tregafullum tónsmíðum og er að því leytinu til temaverk: „Lögin eiga það öll sameiginlegt að fjalla um mann- legar hörmungar, jafnvel hamfarir eða ömurlegar aðstæður,“ segir á vefsíðu sem Hallur hefur sett upp vegna útgáfunnar (www.13.is/ disastersongs). Platan var auk- inheldur gefin út 11. september, til að undirstrika eigindir innihaldsins. Hallur samdi lögin í einni beit, einn mánuð árið 2005 og hefur verið að taka upp plötuna síðan meðfram öðru. Á plötunni nýtur hann full- tingis söngkonunnar Halldóru Mal- ínar Pétursdóttur, og skipta þau með sér söngnum, svona nokkurn veginn. Þrátt fyrir að vera í téðum stíl bera smíðarnar sterk höfund- areinkenni Halls og heyra má óma frá sveit hans, XIII, og einnig finnur maður fyrir straumum sem hafa runnið í gegnum fremur óhlut- bundna tónlistina sem hann hefur verið að semja fyrir dansverk t.a.m. Í sorginni er oft falin fegurð og það undirstingur Hallur í lögunum. Mörg þeirra nokkurs konar harm- rænar vögguvísur þar sem klukku- spil og sílófónar dansa um (þess má geta að Hallur leikur á öll hljóðfæri plötunnar). Stundum poppar Port- ishead upp í hausinn þegar hlýtt er á; lögin eru stálköld en aðlaðandi um leið. Söngraddirnar liggja þá þannig í hljóðrásunum að það er líkt og þær komi langt að og þetta setur „skemmtilega“ – og vel hæfandi – áferð á lögin. Líkt og draugar séu að syngja um örlög sín. Upplifunin af plötunni er þó – eins einkennilega og það kann að hljóma – ekki þunglynd- isleg. Raddir Halls og Halldóru eru þannig kaldar og fjarlægar; en það er meira eins og þær séu að lýsa hlutunum eins og þeir eru af bröttu hugrekki, fremur en að æmt sé og skræmt yfir hræðilegum örlögum. Besta dæmið um þetta er lagið „Down Down“, sungið af Halldóru, þar sem söguhetjan fer stóískt yfir það hvað hefur hent. Lögin eru misáhrifarík eins og gengur en heildin heldur vel sjó. Spurning hverju Ugluspegill hins ís- lenska rokks tekur upp á næst? arnart@mbl.is Hallur Ingólfsson/Halldóra Malin Pétursdóttir – Disaster Songs m ARNAR EGGERT THORODDSEN TÓNLIST Raddir að handan Morgunblaðið/Heiddi Hallur og Halldóra „Lögin eru misáhrifarík eins og gengur en heildin held- ur vel sjó,“ segir meðal annars í dómnum um Disaster Songs. UNNUSTI söngkonunnar Kylie Minogue vill eignast börn með henni. Undirfatafyrirsætan Andres Velencoso byrjaði með Minogue á síðasta ári. Hann neitar fréttum þess efnis að þau ætli að gifta sig en viðurkennir að þau séu að skipuleggja framtíðina saman. „Ég veit ekki hvaðan þær frétt- ir komu að við værum að fara að gifta okkur. Við erum ekki að skipuleggja hjónaband. Kannski einhvern daginn en það er ekki á dagskránni í bráð. Ástin er númer eitt á forgangslistanum mínum núna, ég er ástfanginn og vil eignast börn einn daginn,“ sagði Velencoso í viðtali við breska Hello! tímaritið. Velencoso sem er 31 árs, tíu árum yngri en Minogue, segir að hann hafi ekki verið aðdáandi tónlistar unnustu sinnar fyrr en þau kynntust. „Ef satt skal segja þekkti ég ekki mikið af tónlist hennar. En núna geri ég það. Ky- lie er mjög skapandi persóna,“ sagði hann. Ekki hjónaband en kannski börn Andres Velencoso Kylie Minogue 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Söngvaseiður (Stóra sviðið) Harry og Heimir (Litla sviðið) Djúpið (Litla sviðið) Sannleikurinn (Stóra sviðið) ATH! SÍÐUSTU SÝNINGAR Nýjar aukasýningar í sölu. Tryggðu þér miða strax. Heima er best, styrktarsýn. 7.10 Á rás fyrir Grensás Heima er best (Nýja svið) Fim 30/9 kl. 20:00 Aukas U Fim 1/10 kl. 20:00 4.kort U Fös 2/10 kl. 20:00 5.kort U Lau 3/10 kl. 20:00 6.kortU Sun 4/10 kl. 20:00 7.kortU Mið 7/10 kl. 20:00 Söfunarsýn Fim 8/10 kl. 20:00 8.kort U Fös 9/10 kl. 20:00 9.kort U Lau 10/10 kl. 20:00 10.kortÖ Fim 15/10 kl. 20:00 U Fös 16/10 kl. 20:00 Ö Lau 17/10 kl. 20:00 Fim 22/10 kl. 20:00 Fös 23/10 kl. 20:00 Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Á Ísafirði 9., 10. og 11. okt Nýjar aukasýningar í sölu. Tryggðu þér miða strax. Fim 1/10 kl. 20:00 11.kort U Fös 2/10 kl. 19:00 12.kort U Fös 2/10 kl. 22:00 13.kort U Lau 3/10 kl. 19:00 14.kort U Lau 3/10 kl. 22:00 15.kort U Sun 4/10 kl. 20:00 16.kort U Fim 8/10 kl. 20:00 16.syn U Lau 10/10 kl. 19:00 17.kort U Lau 10/10 kl. 22:00 18.kort U Sun 11/10 kl. 20:30 19.kort U Lau 17/10 kl. 19:00 20.kort U Lau 17/10 kl. 22:00 21.kort U Sun 18/10 kl. 20:30 22.kort U Þri 20/10 kl. 20:00 Ný aukasU Fös 23/10 kl. 19:00 23.kort U Fös 23/10 kl. 22:00 Ný aukasU Lau 24/10 kl. 19:00 U Lau 24/10 kl. 22:00 U Mið 28/10 kl. 20:00 Ný aukasU Fim 29/10 kl. 20:00 Ný aukasU Fös 30/10 kl. 19:00 U Fös 30/10 kl. 22:00 Ný aukasU Fim 5/11 kl. 20:00 Ný aukasÖ Lau 7/11 kl. 19:00 U Lau 7/11 kl. 22:00 Ný aukasU Sun 8/11 kl. 20:30 Ö Fös 13/11kl. 19:00 Ö Fös 13/11kl. 22:00 U Lau 14/11 kl. 19:00 U Lau 14/11 kl. 22:00 U Bláa gullið (Litla sviðið) Glænýtt og forvitnilegt verk. Lau 10/10 kl. 14:00 Frums.U Sun 11/10 kl. 14:00 2.kort Lau 17/10 kl. 14:00 3.kort Sun 18/10 kl. 14:00 4.kort Lau 24/10 kl. 14:00 5.kort Fim 1/10 kl.19:00 Ný aukasU Fim 8/10 kl. 20:00 Ný aukasÖ Fös 9/10 kl. 19:00 U Lau 10/10 kl. 14:00 Ný aukasÖ Fim 15/10 kl. 20:00 Ö Lau 17/10 kl. 15:00 U Sun 18/10 kl. 20:00 Ný aukasÖ Fös 23/10 kl. 19:00 Ný aukasÖ Lau 24/10 kl. 15:00 U Lau 24/10 kl. 19:00 U Sun 1/11 kl. 15:00 Ný sýnU Fim 5/11 kl. 20:00 Ný sýnÖ Lau 7/11 kl. 14:00 U Lau 14/11 kl. 14:00 Ný sýnÖ Mið 30/9 kl. 20:00 U Lau 3/10 kl. 16:00 Ö Sun 4/10 kl. 16:00 U Þri 13/10kl. 20:00 U Mið 14/10 kl. 20:00 U Sun 25/10 kl. 20:00 U Ekki við hæfi viðkvæmra. Snarpur sýningartími: síðasta sýn 25.okt Lau 3/10 kl. 19:00 U Lau 10/10 kl. 19:00 U Fös 16/10 kl. 19:00 U Fös 16/10 kl. 22:00 Ný sýnÖ Lau 17/10 kl. 20:00 Ný sýn Fjögurra sýninga Opið kort aðeins kr. Fjögurra sýninga kort fyrir Sölu á áskriftarkortum lýkur 9. október 25 ára og yngri kostar aðeins 5.900 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ 9.900 kr. KARDEMOMMUBÆRINN (Stóra sviðið) Sýningum lýkur 29. nóvember Síðasta sýning 10. október UTAN GÁTTA (Kassinn) Fös 2/10 kl. 20:00 U Lau 3/10 kl. 17:00 Aukas.Ö Lau 3/10 kl. 20:00 U Fös 9/10 kl. 20:00 U Lau 10/10 kl. 17:00 Aukasýn Lau 10/10 kl. 20:00 U Fös 16/10 kl. 20:00 Frums.U Fim 22/10 kl. 20:00 2. sýn.Ö Fös 23/10 kl. 20:00 3. sýn.Ö Fös 30/10 kl. 20:00 4. sýn.Ö Lau 31/10 kl. 20:00 5. sýn.Ö Fim 5/11 kl. 20:00 6. sýn. Fös 6/11 kl. 20:00 7. sýn. Fim 12/11 kl. 20:00 8. sýni. BRENNUVARGARNIR (Stóra sviðið) Sími 551 1200 / midasala@leikhusid.is / www.leikhusid.is Sun 4/10 kl. 14:00 U Sun 4/10 kl. 17:00 U Sun 11/10 kl. 14:00 U Sun 11/10 kl. 17:00 U Sun 18/10 kl. 14:00 U Sun 18/10 kl. 17:00 Ö Sun 25/10 kl. 14:00 U Sun 25/10 kl. 17:00 Ö Sun 1/11 kl. 14:00 U Sun 1/11 kl. 17:00 Ö Sun 8/11 kl. 14:00 Ö Sun 8/11 kl. 17:00 Ö Sun 15/11 kl. 14:00 Ö Sun 15/11 kl. 17:00 Ö Sun 22/11 kl. 14:00 U Sun 22/11 kl. 17:00 Ö Sun 29/11 kl. 17:00 Ö FRIDA... viva la vida (Stóra sviðið) Uppselt í september. Okóbersýningar komnar í sölu. Fös 2/10 kl. 20:00 7. sýn U Lau 3/10 kl. 20:00 8. sýn U Fim 8/10 kl. 20:00 U Fös 9/10 kl. 20:00 U Lau 10/10 kl. 20:00 Ö Lau 17/10 kl. 20:00 Ö Lau 24/10 kl. 20:00 Óborganlegur farsi eftir Dario Fo Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Fúlar á móti (Loftkastalinn) Takmarkaður sýningafjöldi Fös 9/10 kl. 20:00 FrumsU Lau 10/10 kl. 20:00 2.kortU Sun 11/10 kl. 20:00 Hát.s U Fim 15/10 kl. 20:00 3.kortU Fös 16/10 kl. 20:00 4.kortU Lau 17/10 kl. 20:00 5.kortU Sun 18/10 kl. 20:00 6.kortU Fim 22/10 kl. 20:00 7.kortU Fös 23/10 kl. 20:00 8.kortU Lau 24/10 kl. 20:00 9.kortU Sun 25/10 kl. 20:00 10.kortU Lilja (Rýmið) Byggt á kvikmyndinni Lilya 4 ever. Við borgum ekki, við borgum ekki (Samkomuhúsið) Lau 3/10 kl. 20:00 AukasýnÖ Fös 9/10 kl. 21:00 Ný aukasýn. Lau 10/10 kl. 20:00 AukasýnU Fim 8/10 kl. 20:00 Ný aukasýn. Fös 9/10 kl. 20:00 Ný aukasýn. Fös 16/10 kl. 20:00 Ný aukasýn Lau 17/10kl. 20:00 Ný aukasýn Fim 22/10kl. 20:00 Ný aukasýn Fös 23/10 kl. 20:00 Ný aukasýn Fös 30/10 kl. 20:00 Ný aukasýn Lau 31/10kl. 20:00 Ný aukasýn Miðasala í Háskólabíói » Sími 545 2500 » www.sinfonia.is Sinfóníuhljómsveit Íslands Á morgun kl. 19.30 » Evrópsk rómantík Hljómsveitarstjóri: Kirill Karabits Einleikari: Ilya Gringolts Hector Berlioz: Béatrice og Bénédict, forleikur Antonín Dvorák: Fiðlukonsert Felix Mendelssohn: Sinfónía nr. 3 "Skoska sinfónían" Lau. 10.10. kl. 14.00 » Ævintýrið um Eldfuglinn Litli tónsprotinn Hljómsveitarstjóri: Rumon Gamba Sögumaður: Halldóra Geirharðsdóttir Igor Stravinskíj: Eldfuglinn Eldfuglinn er bráðskemmtilegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna og litrík tónlist Stravinskíjs gerir þessa tónleika að einstakri upplifun. Miðaverð er 1.700 kr. Enn er hægt að kaupa kort á Litla tónsprotann með fernum tónleikum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.