Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009
Eftir Bjarna Ólafsson og
Magnús Halldórsson
Eftir að ákveðið hafði veriðað ríkið myndi eignast 75prósenta eignarhlut íGlitni var athyglin öll á
hinum bönkunum tveimur, Lands-
banka og Kaupþingi. Aðstæður á
mörkuðum versnuðu hröðum skref-
um eftir því sem leið á vikuna.
Gengi krónunnar lækkaði verulega
dag eftir dag og alþjóðleg matsfyr-
irtæki lækkuðu lánshæfismat ríkisins
og bankanna.
Stórir lánardrottnar bankanna
gátu því innkallað lán eða lokað lána-
línum án fyrirvara. Því mátti mjög lít-
ið út af bregða til þess að allsherjar
áhlaup yrði gert á fjármögnun bank-
anna.
Föstudaginn þriðja október leit um
tíma út fyrir að einhverjir bankanna
myndu ekki lifa af daginn, en eftir
lokun markaða þann dag sló á
áhyggjurnar, enda var þá ljóst að í
versta falli væri hægt að nýta helgina
til að reyna að bjarga því sem bjargað
yrði.
Trúnaðarbrestur
Um nokkurt skeið hafði verið starf-
rækt sérstök nefnd sem hafði það
hlutverk að vinna að gerð neyð-
aráætlunar ef alvarleg vandamál
kæmu upp í bankakerfinu.
Í nefndinni sátu fulltrúar forsætis-
og fjármálaráðuneytis, Fjármálaeft-
irlits og Seðlabanka. Samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins fundaði
þessi nefnd þetta sama föstudags-
kvöld, en verulegur ágreiningur var
innan hennar um framhaldið.
Snemma á laugardeginum var tekin
ákvörðun í forsætisráðuneytinu um að
ekki væri hægt að stóla á nefndina
lengur. Í stað hennar var kallaður
saman óformlegur starfshópur sér-
fræðinga til þess að vinna neyð-
aráætlun um uppskiptingu bankanna
til hliðar við hina nefndina. Þennan
starfshóp mynduðu að stærstum hluta
sérfræðingar utan stjórnkerfisins.
Með hjálp viðskiptaráðuneytisins
tók starfshópur forsætisráðuneyt-
isins sér stöðu í Fjármálaeftirlitinu
og fékk sér til aðstoðar allt starfslið
FME. Starfshópurinn vann allan
laugardaginn og aðfaranótt sunnu-
dags við að gera uppkast að neyð-
arlögunum.
„Töluverður trúnaðarbrestur virð-
ist hafa ríkt milli aðila í forsætisráðu-
neytinu og Seðlabankanum. Starfs-
hópi forsætisráðuneytisins var sagt
að vinna sjálfstætt og hafa engin
samskipti við Seðlabankann,“ segir
heimildarmaður Morgunblaðsins,
sem sat fundi hópsins. Stór hluti þess
sem síðar varð uppistaða neyðarlag-
anna leit dagsins ljós þennan laug-
ardag, t.d. sú hugmynd að Fjármála-
eftirlitið tæki bankana yfir og þeir
yrðu brotnir upp.
Þannig væri unnt að láta stóran
hluta bankakerfisins fara á hausinn
án þess að ríkið tæki yfir skuldbind-
ingar bankanna. Þessar hugmyndir
voru svo kynntar fyrir ráðherrum
fyrir hádegi á sunnudeginum. Á sama
tíma var svipuð vinna í gangi í Seðla-
bankanum, en hóparnir tveir áttu
engin samskipti sín á milli.
Hótanir um áhlaup á kerfið
Á sunnudeginum kepptust stjórn-
endur bankanna við að koma með til-
lögur til stjórnvalda um hvernig þau
ættu að bjarga bönkunum. Allar
þessar tillögur gengu út á það sama.
Ríkið átti að bjarga einum bankanna
og láta hina tvo fjúka.
Yfirmenn hvers banka vildu auðvit-
að að sínum banka yrði bjargað með
því að ríkið legði til gríðarlega háar
fjárhæðir. Var í því sambandi rætt
um lán að upphæð 500-1.000 milljarða
króna. Hættan fyrir ríkissjóð var
vitaskuld sú að ríkið myndi lána
bönkunum þúsund milljarða og ár-
angurinn yrði sá einn að fresta gjald-
þroti um nokkra daga.
Fleira flækti stöðuna. Þessa sömu
helgi gerði Seðlabanki Evrópu veð-
kall hjá Landsbankanum og Glitni.
Veðkallið kom Landsbankanum sér-
staklega illa þar sem það gat leitt til
áhlaups á innstæðureikninga hans er-
lendis. Var Seðlabanki Evrópu þarna
í raun að hóta því að hann myndi setja
af stað áhlaup á allt íslenska banka-
kerfið. Samkvæmt heimildum Morg-
unblaðsins hringdi Gordon Brown,
forsætisráðherra Bretlands, í Geir H.
Haarde forsætisráðherra seinnipart-
inn á sunnudag. Mun Brown hafa
greint Geir frá því að Seðlabanki
Evrópu myndi draga veðköllin til
baka. Ekki er ólíklegt að þetta hafi
ráðið því að Geir sagði við fréttamenn
undir miðnætti á sunnudagskvöld að
vinna helgarinnar hefði gert það að
verkum að ekki væri lengur þörf fyrir
sérstakan aðgerðapakka, ummæli
sem vöktu töluverða undrun eftir allt
sem á undan hafði gengið.
Ákveðið um miðja nótt
Seinna sömu nótt breyttist staðan
hins vegar í grundvallaratriðum. Um
eittleytið aðfaranótt mánudags komu
menn frá bandaríska bankanum
JPMorgan Chase á fund ráðamanna,
en JPMorgan hafði þá unnið með
Seðlabankanum.
„Ég veit ekki hvað kom fram á
þeim fundi,“ segir heimildarmaður
Morgunblaðsins. „En um fjögurleytið
aðfaranótt mánudags var hringt í mig
og mér sagt að farið yrði af stað með
neyðarlögin strax á mánudaginn.“
Á laugardeginum 4. október setti
FME sig í samband við Andra Árna-
son hrl. með það í huga að aðstoða við
gerð laganna. Hann var þá staddur
erlendis og komst ekki strax til hjálp-
ar. Vinnan hélt þó áfram. Á mánudeg-
inum, 6. október, var orðið endanlega
ljóst að Landsbankanum yrði ekki
bjargað og að líkindum ekki Glitni
heldur.
Kaupþing banki var talinn standa
betur að vígi, ekki síst eftir 500 millj-
óna evra lán frá Seðlabankanum.
Snemma dags á mánudeginum var
Andri Árnason hrl. aftur kallaður til
aðstoðar.
Hann var þá kominn til landsins frá
útlöndum. Geir H. Haarde forsætis-
ráðherra undirbjó á sama tíma ávarp
Neyðarlögin sett
Stjórnvöld voru illa undirbúin fyrir algert kerfishrun hér á landi í fyrra sem sést á því að neyðarlögin svoköll-
uðu voru að stærstum hluta samin á einni helgi. Lítið sem ekkert samráð var milli starfshóps forsætisráðu-
neytis og annars samskonar hóps sem vann innan Seðlabankans. Bankarnir reyndu hvað þeir gátu að telja
stjórnvöld á að koma þeim til bjargar, en kostnaður við það hefði hlaupið á allt að þúsund milljörðum króna.
Ákvörðun Breta um að beita Íslendinga neyðarlögum og taka yfir rekstur dótturfélags Kaupþings í London
var náðarhöggið fyrir þann banka. Fram að því voru menn vongóðir um að Kaupþing gæti lifað af en eftir að
Bretar tóku yfir Kaupthing Singer & Friedlander hinn 8. október var leikurinn úti.
Morgunblaðið/Frikki
Hrun
„ENGIN
ábyrg ríkis-
stjórn teflir
í slíka tví-
sýnu þótt
bankakerfið
eigi í hlut.
Íslenska
þjóðin og
hagsmunir
hennar
ganga framar öllum öðrum
hagsmunum,“ sagði Geir H.
Haarde í sjónvarpsávarpi til
íslensku þjóðarinnar á degi
neyðarlaganna. Íslendingar
voru harmi slegnir. Geir
reyndi að stappa stálinu í
landsmenn og sagði landið vel
geta komist út úr ógöngunum,
en þegar hann í lokin bað Guð
að blessa Ísland var ekki laust
við að sumir yrðu jafnvel enn
órólegri en þeir voru fyrir.
Lokaorðin: Guð
blessi Ísland
Geir H. Haarde
FÖSTUDAGINN 3. október
varð útflæði af reikningum ís-
lensku bankanna mikið, eink-
um hjá Landsbankanum. Í há-
degisfréttum Ríkisútvarpsins
þennan dag sagði Gylfi Magn-
ússon hagfræðingur, sem síð-
ar varð viðskiptaráðherra, að
bankarnir væru allir þrír að
komast í greiðsluþrot. Orð
Gylfa ollu miklu fjaðrafoki
innan bankanna og stjórnsýsl-
unnar, samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins. Bæði Sig-
urður Einarsson, stjórn-
arformaður Kaupþings, og
Davíð Oddsson, seðla-
bankastjóri, komu fram í við-
tölum á eftir Gylfa og sögðu
stöðuna viðkvæma. Eftir að
orð Gylfa féllu 20-faldaðist út-
flæði af reikningum miðað við
venjulegt meðaltal.
Útflæðið
20-faldaðist
EKKI voru
allir sem
hlustuðu á
tillögur
bankanna
sannfærðir.
Sagan segir
að þegar
Björgólfur
Thor talaði
fyrir tillögu
Lands-
bankamanna hafi Sigurjón
Árnason setið við hlið hans og
virst ekki sérlega sannfærður
um ágæti þess sem Björgúlfur
hélt fram. Þegar fundinum
lauk á Árni Mathiesen að hafa
komið að máli við Sigurjón og
spurt hann hvort þetta myndi
halda. Þá á Björgólfur að hafa
gripið um handlegginn á Sig-
urjóni, dregið hann út úr
fundarherberginu og skellt
hurðinni á Árna.
Dró Sigurjón
úr herberginu
Björgólfur Thor
Björgólfsson
NEYÐARLÖGIN voru lögð
fram á Alþingi um kvöldið
mánudaginn 6. október, en all-
an þann dag var Héraðsdómur
Reykjavíkur opinn. Höfðu
ráða- og embættismenn af því
töluverðar áhyggjur að ein-
hver kröfuhafi bankanna
myndi ganga í dómshúsið og
krefjast þess að þeir yrðu
teknir til gjaldþrotaskipta áð-
ur en neyðarlögin tækju gildi.
Hefði það gerst hefði staða
bankanna breyst í grundvall-
aratriðum og lagaleg áhrif
neyðarlaganna verið óviss.
Höfðu áhyggjur
af héraðsdómi
Helgina 3.-5. október fór fram vinna í höf-
uðstöðvum Fjármálaeftirlits og í Seðlabank-
anum um hvernig finna mætti lausn á vanda
bankakerfisins. Afrakstur þeirrar vinnu voru
neyðarlögin svokölluðu. Voru þau unnin í mikl-
um flýti og ber vinnan þess merki að stjórnvöld
voru illa undirbúin fyrir kerfishrunið, sem þessa
helgi blasti við.
Hvað?
Útibússtjórar Landsbankans fengu lítinn stuðn-
ing frá höfuðstöðvum dagana um og eftir hrun,
enda var allt á öðrum endanum í bankanum.
Tóku útibússtjórar bankans á höfuðborgarsvæð-
inu sig saman að eigin frumkvæði og ræddu leið-
ir til að styðja við starfsmenn, sem voru undir
gríðarlegu álagi þessa daga. Voru sálfræðingar
og prestar fengnir til að ræða við starfsmenn.
Hver?
Viðbrögð breskra stjórnvalda við setningu neyð-
arlaga gerðu slæma stöðu enn verri. Frystu þau
eignir Landsbankans og íslenskra stjórnvalda í
Bretlandi. Aðgerðir þeirra gerðu svo endanlega
út um vonir manna um að Kaupþing myndi lifa
af. Var dótturfélag bankans, Kaupthing Singer
& Friedlander, tekið yfir af breska fjármálaeft-
irlitinu og innstæður færðar í annan banka.
Hvernig?
Í neyðarlögunum var m.a. að finna
heimild til handa ríkissjóði til að
stofna nýtt fjármálafyrirtæki eða yf-
irtaka starfandi fjármálafyrirtæki.
Hins vegar eru það einkum tvö
ákvæði í neyðarlögunum sem skipt
hafa máli undanfarið ár. Annars veg-
ar heimild Fjármálaeftirlits til að taka
yfir vald hluthafafundar eða fundar
stofnfjáreigenda í því skyni að taka
ákvarðanir um nauðsynlegar aðgerð-
ir, m.a. taka yfir eignir, réttindi og
skyldur fjármálafyrirtækis í heild eða
að hluta. Þessu ákvæði hefur verið
beitt á Landsbanka, Glitni, Kaupþing,
Straum, SPRON og Sparisjóðabank-
ann.
Þá var röð kröfuhafa í þrotabú fjár-
málafyrirtækis breytt þannig að inn-
stæður í lánastofnunum væru for-
gangskröfur. Þetta ákvæði hefur
sætt gagnrýni erlendra kröfuhafa.
Neyðarlögin