Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 36
MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 273. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM»                        !    " # $ %  %  " &' ("' "  ) *+,-., *//-* **,-0/ +,-1.1 +*-+2* *.-.1 *+3-3* *-120+ */4-41 *2*-,4 5 675 +/# 89 6 +33/ *+0-3, *//-02 **,-/1 +,-,,, +*-1,, *.-.2+ *+3-10 *-12/1 */.-++ *2*-/. +1,-+1** &  :8 *+0-1, +33-34 **0-+. +,-0*0 +*-,3. *.-21, *+3-4/ *-1/1, */.-2* *2+-,2 Heitast 7°C | Kaldast 0°C  Dregur smám saman úr vindi þegar líður á daginn. Hæg norðlæg eða breytileg átt og all- víða dálítil él í kvöld. »10 Greg Gillis smíðar tónlist úr tónlist annarra, hann notar þannig tuttugu og fimm lagbúta til að búa til eitt lag. »33 AF LISTUM » Hver á hvað? TÓNLIST» Hallur Ingólfsson fær þrjár og hálfa. »29 Skáldsagan Twent- ies Girl verður að teljast lakasta bók bresku skáldkon- unnar Sophie Kins- ella til þessa. »30 BÓKMENNTIR» Kinsella klikkar FÓLK» Ástin á Kylie Minogue er númer eitt. »29 KVIKMYNDIR» Plumar sig vel sem hin djöfulóða Jennifer. »31 Menning VEÐUR» 1. Neyðarleg uppákoma á Broadway 2. Þakkaði Brown fyrir … Icesave 3. Tíu starfsmönnum sagt upp 4. Jóhanna: Þolinmæðin á þrotum  Íslenska krónan styrktist um 0,3% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Skagamaðurinn Stefán Þórðarson mun leika síðustu fjóra leikina í sænsku 1. deildinni með Norrköping en hann lék síðast með liðinu 24. ágúst sl. Liðið er í bullandi fallhættu þegar fjórar umferðir eru eftir og segir Stefán að hann geti ekki skorast undan þeirri ósk forráðamanna liðs- ins að koma því til hjálpar. Hann segir dóttur sína hafa gefið grænt ljós á að hann færi í nokkrar vikur til viðbótar til Svíþjóðar. | Íþróttir FÓTBOLTI Stefán fer á ný í fall- baráttuna með Norrköping  Virtur þýskur út- gefandi, Piper Ver- lag Gmbh, hefur tryggt sér réttinn á óútkominni skáld- sögu Jóns Kalmans Stefánssonar, Harmi englanna, sem kemur út hjá Bjarti í október. Jón Kalman hefur áður komið út hjá minni útgefanda í Þýskalandi, Re- clam. Piper kaupir réttinn af Reclam á Himnaríki og helvíti, og mun end- urútgefa hana ásamt því að gefa út hið sjálfstæða framhald: Harm engl- anna. Jón Kalman hefur notið mik- illar hylli í Þýskalandi. BÓKMENNTIR Virt þýskt forlag tryggir sér réttinn á Jóni Kalmani  Ævintýramynd- in Algjör Sveppi og leitin að Villa gerir það mjög gott í kvikmynda- húsum um land allt og sáu um 8.000 manns myndina um síðustu helgi. Sveppi og hans menn lögðu land undir fót fyrir skemmstu og heimsóttu Ísa- fjörð í tilefni af sýningu myndar- innar og heilsuðu upp á aðdáendur. Komust færri að en vildu á þær sýningar og teygðu raðirnar sig langt út á stræti og torg þessa höfuðstaðar Vestfjarða. | 28 KVIKMYNDIR Raðirnar teygðust langt út á stræti og torg Morgunblaðið/Ómar Handagangur Hjá Saumastofunni Fákafeni hefur vinnutíminn verið lengdur og starfsfólkinu fjölgað. Eftir Ylfu Kristínu K. Árnadóttur ylfa@mbl.is HREMMINGARNAR sem gengu yfir landsmenn fyrir réttu ári hafa leitt það af sér að fjöldi fólks hefur minni pening milli handanna auk þess sem vöruverð hefur hækkað. Fólk hefur þurft að breyta neyslu- venjum sínum og þankagangi og í stað þess að kaupa nýja flík þegar hugurinn girnist reynir fólk nú að breyta og bæta þau föt sem þegar eru til í fataskápnum. Jóhanna Harðardóttir, eigandi Textilline og Listasaums í Kringl- unni, segir að viðskiptin hafi aukist talsvert síðustu mánuði og hefur hún þurft að bæta við sig starfsfólki. Hún segir áberandi að fólk reyni að nýta flíkur sínar betur. „Fólk er t.d. að breyta gömlum jökkum í nútíma- jakka. Það er að þrengja og breyta og fara í ýmsar stærri viðgerðir,“ segir Jóhanna og nefnir að það hafi færst í vöxt að fólk komi með galla- buxur í lagfæringu. „Nú hendir eng- inn gallabuxum og það þykir töff að vera nógu staglaður,“ segir hún. „Við höfum verið að setja bætur á gallabuxur fyrir alla aldurshópa.“ Láta laga gallabuxur Lára Magnúsdóttir, eigandi Saumastofunnar í Fákafeni, tekur undir með Jóhönnu að lagfæringar á gallabuxum hafi stóraukist. „Galla- buxur eru orðnar svo dýrar,“ segir hún. „Það er sérstaklega unga fólkið sem kemur með þær.“ Lára segist telja að um helmingsaukning hafi orðið á fataviðgerðum milli ára. Hún segist merkja að margir, sem áður fyrr hefðu fleygt eða gefið frá sér Gömlu fötin fá framhaldslíf Álag á sauma- stofum hefur aldr- ei verið jafnmikið gömul föt, reyni nú frekar að gera við þau eða breyta þeim til að hæfa tískunni. Auður Þórisdóttir, kjólameistari hjá Saumsprettunni, segir engan vafa leika á því að fólk reyni að nýta flíkurnar sínar betur. „Fólk kemur með gömul föt og biður okkur að meta það með sér hvort það borgi sig að breyta þeim. Svo hefur það aukist mjög að ungir hönnuðir, sem eru að reyna að koma sér á fram- færi, komi og láti okkur sauma fyrir sig. Fólk er greinilega að reyna að bjarga sér og drýgja tekjurnar.“ „BING Crosby var eins og hver ann- ar veiðimaður sem ég hafði kynnst. Ég skynjaði ekki að hann væri neitt merkilegri en aðrir enda kom hann ekki þannig fram,“ segir Axel Gísla- son sem var 24 ára gamall þegar hann fylgdi söngvaranum við Laxá í Aðal- dal fyrir fjörutíu árum. Crosby kom hingað til lands ásamt tökuliði frá bandarísku ABC-sjónvarpsstöðinni. „Það var mjög gaman að taka þátt í þessu. Þótt Crosby birtist í þættinum sem frægur maður hafði hann gaman af stangveiði en hafði aldrei átt við svona stóra fiska. Heima í Bandaríkj- unum var hann fyrst og fremst að fást við silung.“ | 27 Fylgdi Bing Crosby í lax Örn Ragnarsson, verkefnisstjóri Fatasöfnunar Rauða kross Íslands (RKÍ), segir að samdráttur í fata- gjöfum til RKÍ nemi um 35-40% milli ára. Hins vegar hefur salan í Rauðakrossbúðunum, annars veg- ar á Strandgötu 24 í Hafnarfirði og hins vegar á Laugavegi 12 og 116 í Reykjavík, aukist umtalsvert. RKÍ útdeilir fötum til þurfandi einstaklinga einu sinni í viku. Hluti fatnaðarins fer í Rauða- krossbúðirnar en afgangurinn er sendur úr landi og seldur fyrir- tækjum í Evrópu. Hagnaðurinn er notaður í hjálparstarf. Örn reiknar með að alls 800 tonn af fötum verði send úr landi í ár en fyrir tveimur árum voru send út 1.233 tonn. Fatagjafir til Rauða krossins dregist saman BARÐI Jóhannsson er í óðaönn að undirbúa tónleika sem hann heldur með Keren Ann Zedel í París í lok október í tilefni af útkomu breið- skífu sem þau gerðu saman undir nafninu Lady & Bird. Plötunni hef- ur verið vel tekið í Frakklandi, svo vel reyndar að það hefur kallað á meiri spilamennsku þar ytra en upphaflega var áætlað. Barði er þó ekki bara á fullu í tónleikastússi, heldur er hann einn- ig að semja leikhústónlist, taka upp aðra listamenn og nú gefa plötur út, því hann stofnaði plötuútgáfuna Kölska fyrir skemmstu. „Mig lang- aði að vera með útgáfu sem gefa myndi út það sem mér þætti gott,“ segir Barði. Kölski byrjar á að gefa út La Ballade of Lady & Bird, en síðan koma ný plata Our Lives og eins ný breiðskífa Diktu, en Barði segir að það sé ekki skilyrði að hann sé sjálfur að vinna að því sem Kölski gefur út og bendir á að Diktu- strákar hafi stýrt upptökum sjálfir og síðan fengið Svía til að hljóð- blanda plötuna. „Mig langar til að gefa út þrjár góðar plötur á ári og mér er sama hvaðan gott kemur.“ arnim@mbl.is | 28 Iðinn Barði Jóhannsson stendur í ströngu sem endranær. Barði og Kölski leggja saman í púkk

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.