Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009 TVEIR hafa tilkynnt framboð til formennsku í Ungum jafn- aðarmönnum, en Anna Pála Sverr- isdóttir, núverandi formaður, gefur ekki kost á sér áfram. Landsþing UJ fer fram í Reykjavík um næstu helgi. Þau sem boðið hafa sig fram eru Dagný Ósk Aradóttir Pind og Sig- urvin Guðmundsson. Dagný er 24 ára meistaranemi í lögfræði við HÍ og starfar í hlutastarfi á markaðs- og samskiptasviði skólans. Sigurvin Guðmundsson er 24 ára gamall Bolvíkingur. Sigurvin segir í tilkynningu að gildi formanns eigi að snúast um málefni en ekki menntun og fyrri störf. Hann vill yngja upp í þingflokki Samfylking- arinnar fyrir næstu kosningar. Dagný Ósk og Sigurvin bjóða sig fram til formanns Ungra jafnaðarmanna Dagný Ósk Aradóttir Pind Sigurvin Guðmundsson Djúpivogur | Það hefur verið til siðs um árabil að afhenda menning- arverðlaun á aðalfundum Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Menn- ingarverðlaun SSA hafa fallið í skaut einstaklinga sem skarað hafa þótt fram úr með framlagi sínu til aust- firskrar menningar, þá hafa sömu- leiðis einstakir viðburðir og hátíðir á svæðinu hlotið heiður þennan. Á aðalfundi SSA sem haldinn var að þessu sinni á Seyðisfirði var Hammond-hátíðin á Djúpavogi valin til menn- ingarverðlauna fyrir árið 2009 og var Svavar Sigurðsson, forkólfur Ham- mond-hátíðar og fyrrverandi tónskólastjóri á Djúpavogi, heiðraður sér- staklega að þessu tilefni á hátíðardagskrá SSA síðastliðið föstudagskvöld. Sagði Svavar í þakkarávarpi sínu að Hammond-hátíðin væri sannarlega komin til að vera sem einn af helstu menningarviðburðum á Austurlandi og það yrði mikið um dýrðir á Djúpavogi á næsta ári, en um er að ræða þriggja daga tónlistarveislu. Hammond-hátíðin á Djúpavogi er fyrst og síðast hátíð til heiðurs Hammond-orgelinu, en margir af helstu snillingum rokksögunnar brúkuðu einmitt hljóðfæri þetta mjög á sínum tíma og gera enn. Hammond-hátíðin hlaut verðlaunin Morgunblaðið/Andrés Skúlason Á MORGUN, fimmtudag, verða tvær hraðamyndavélar teknar í notkun á hringveginum milli Hveragerðis og Selfoss. Jafnframt verður nýrri myndavél bætt við í Hvalfjarð- argöngunum. Uppsetning vélanna er liður í umferðaröryggisáætlun og er tilgangurinn að draga úr öku- hraða og fækka slysum. Um er að ræða stafræna mynda- töku þar sem upplýsingar um hraða- brot eru sendar samstundis til lög- reglunnar. Ekki er tekin mynd nema að um brot sé að ræða. Hraðamyndavélar á hringveginum Mynd Myndavél hefur verið komið fyrir milli Hveragerðis og Selfoss. Á MORGUN fimmtudag, verða styrktartónleikar Parkinson- samtakanna á Íslandi haldnir í Frí- kirkjunni í Reykjavík. Fram koma m.a. Bjartmar Þórðarson, Björg Þórhallsdóttir, Elísabet Waage, Ell- en Kristjánsdóttir, Guðrún Gunn- arsdóttir, Hjörleifur Valsson. Miða- verð er 2.000 kr. og er selt inn við innganginn frá kl. 19.30. Styrktartónleikar í Fríkirkjunni FÉLAG eldri borgara í Hafnarfirði hefur sent opið bréf til félagsmála- ráðherra þar sem mótmælt er breytingum á lögum um Trygg- ingastofnun ríkisins sem tóku gildi hinn 1. júlí sl. sem fólu í sér skerð- ingu á grunnlífeyri. „Sú ákvörðun ein er mikið áfall fyrir okkur og er gjörsamlega óá- sættanleg. Skorum við á félags- málaráðherra að draga þessa ákvörðun til baka án tafar og standa þannig vörð um grunn- hugsjónir almannatrygginga.“ Mótmæla skerðingu FRJÁLSLYNDI flokkurinn skorar á ríkisstjórnina að bregðast við fjárhagsvanda heimilanna og minn- ir á tillögur sínar um frystingarleið þar sem greiðsla hefði miðast við greiðslubyrði frá 1. janúar sl. Það hefði létt greiðslubyrði og myndað grunn til afskriftar höfuðstóls, vaxta og gengishækkana lána. Frjálslyndir álykta STUTT G l æ s i b æ | Á l f h e i m u m 7 4 | 1 0 4 Re y k j a v í k | Þ j ó n u s t a á l a n d s b y g g ð i n n i | s í m i : 5 6 8 6 8 8 0 | w w w. h e y r n a r t a e k n i . i s Pantaðu tíma í fría heyrnarmælingu í síma 568 6880 Allt frá árinu 2001 hefur Heyrnartækni boðið upp á mikið úrval vandaðra heyrnartækja frá Oticon. Í dag er útlit heyrnartækja frá Oticon þannig að þau eru nánast því ósýnileg bakvið eyrun og tæknin svo fullkomin að hún kemur notendum nær eðlilegri heyrn en nokkrun tímann fyrr. Heyrnartækni er leiðandi fyrirtæki í þjónustu við heyrnarskerta á landsbyggðinni. Auk daglegrar þjónustu í Reykjavík þá bjóðum við reglulega upp á heyrnarmælingar og heyrnartækjaþjónustu á 18 stöðum á landsbyggðinni. Bjóðum upp margar gerðir heyrnartækja í ólíkum verðflokkum. Heyrðu betur með vönduðu heyrnartæki www.heyrnart ækni . is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.