Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.09.2009, Blaðsíða 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. SEPTEMBER 2009 Kjartan Gunnar Kjartanssonblaðamaður skrifar kjallara- grein um fjölmiðla í DV í gær. Kjart- an Gunnar víkur í upphafi sérstak- lega að umræðum að undanförnu um Morgunblaðið og segir:     Afskiptasemifjölmiðla af ritstjóraskiptum á Morgunblaðinu er fáránleg fyrir margra hluta sakir. Í fyrsta lagi ráða eigendur Morgunblaðsins því hver ritstýrir blaðinu. Enginn fjölmiðill ræskti sig þegar Jón Trausti Reynisson tók við ritstjórn DV af Sigurjóni M. Eg- ilssyni, eða þegar Þorsteinn Pálsson hætti á Fréttablaðinu.“     Og blaðamaðurinn heldur áfram: „Eigendur Morgunblaðsins ráða einnig á hvaða forsendum þeir ráða ritstjóra og raunar hjákátlegur heilaspuni að reyna að greina þær forsendur í faglegar, rekstrarlegar eða pólitískar.“     Enn segir hann:„Í þriðja lagi er eignarhald og tilheyrandi ráðningarréttur eigenda Morgunblaðsins tæplega meiri at- laga að frjálsri fjölmiðlun hér á landi en eignarhald Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar á Baugs/Samfylkingarmiðl- um á undangengnum árum.“     Kjartan Gunnar lýsir einnig þeirriskoðun sinni að hlutleysi sé ekki til í blaðamennsku. Hann telur eng- an fjölmiðil hlutlausan en fjölmiðlar séu misjafnlega heiðarlegir og nefn- ir umfjöllun þeirra um Evrópusam- bandsmál þessu til staðfestingar.     Skrif Kjartans Gunnars Kjartans-sonar voru ekki hlutlaus en þau voru heiðarleg. Og þau voru umfram allt afar umhugsunarverð fyrir ýmsa fjölmiðla í ljósi umræðunnar sem þeir hafa staðið fyrir að undanförnu. Kjartan Gunnar Kjartansson Umræðan um Morgunblaðið Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 7 skýjað Lúxemborg 17 skýjað Algarve 25 léttskýjað Bolungarvík 6 léttskýjað Brussel 17 skýjað Madríd 19 skýjað Akureyri 7 alskýjað Dublin 15 skýjað Barcelona 24 léttskýjað Egilsstaðir 7 skýjað Glasgow 15 skýjað Mallorca 24 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 8 skýjað London 20 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Nuuk 5 skúrir París 21 heiðskírt Aþena 22 léttskýjað Þórshöfn 8 léttskýjað Amsterdam 15 skýjað Winnipeg 6 léttskýjað Ósló 11 heiðskírt Hamborg 13 skýjað Montreal 14 skúrir Kaupmannahöfn 12 léttskýjað Berlín 13 skýjað New York 18 léttskýjað Stokkhólmur 10 heiðskírt Vín 20 léttskýjað Chicago 10 alskýjað Helsinki 6 skýjað Moskva 12 skúrir Orlando 31 léttskýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 30. september Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4.11 3,1 10.20 1,2 16.29 3,4 22.45 1,0 7:35 19:01 ÍSAFJÖRÐUR 0.09 0,7 6.12 1,6 12.18 0,7 18.25 1,9 7:42 19:05 SIGLUFJÖRÐUR 2.06 0,5 8.28 1,1 14.18 0,6 20.22 1,2 7:25 18:47 DJÚPIVOGUR 1.07 1,6 7.20 0,7 13.44 1,8 19.52 0,8 7:05 18:30 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á fimmtudag Fremur hæg breytileg átt. Skýj- að með köflum og él á stöku stað. Hiti 0 til 6 stig, mildast við suðurströndina, en víða frost til landsins. Á föstudag Vaxandi austan og norðaustan átt og snjókoma, en slydda við suður- og suðvesturströndina. Víðast 10-15 m/s um hádegi, en hægari norðaustanlands. Hiti um og yfir frostmarki. Á laugardag Norðlæg átt. Él norðan- og austantil, en annars fremur bjart. Heldur kólnandi veður. Á sunnudag Útlit fyrir hægviðri. Víða dálítil él og kalt í veðri. Á mánudag Austlæg átt með hlýnandi veðri og vætu. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Dregur smám saman úr vindi þegar líður á daginn. Hæg norðlæg eða breytileg átt og allvíða dálítil él í kvöld. Hiti 0 til 7 stig að deginum, en víð- ast næturfrost inn til lands- ins. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FRESTUR til að skila leigutilboðum vegna auglýsingar dómsmálaráðu- neytis um hentugt húsnæði undir fangelsi rennur út á morgun. Að sögn Guðmundar Hannessonar, forstöðu- manns ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, hef- ur „hellingur“ fyrirspurna borist en fjöldi tilboða ekki verið tekinn saman. Meðal þess sem kemur fram í svörum við fyrirspurnum er að hús- næðið verði að vera í nálægð við Litla-Hraun þar sem ekki eru til staðar nógu margir menntaðir fangaverðir á öðrum stöðum lands- ins. Einnig að sama yfirstjórn verði yfir báðum fangelsum og starfsmenn af Litla-Hrauni nýttir að einhverju leyti við „nýja einingu Litla- Hrauns.“ Deildarstjórar Litla-Hrauns munu þannig sinna bókhaldi, starfs- mannahaldi, varðskrám og öllu öðru sem tengist stjórnun. Húsnæðið þarf að rúma 16-26 ein- staklinga í einstaklings- og/eða tveggja manna herbergjum. Leigu- tími er til tveggja ára með möguleika á framlengingu. Ekki kemur til greina að gerður verði lengri leigu- samningur í upphafi. Í kjölfar þess að frestur rennur út verða tilboðin skoðuð en Guðmundur gat ekki sagt til um það hvenær þeim yrði svarað. „Hellingur“ af fyrirspurnum barst Frestur til að skila tilboðum um hentugt fangelsi rennur út á morgun Morgunblaðið/Ómar Lás og slá Ráðgert er að nýja fang- elsið verði eining við Litla-Hraun. Eftir Jón Sigurðsson Blönduós | Grunnskólinn á Blönduósi og fræðsluskrifstofa Austur- Húnavatnssýslu hlutu í byrjun sum- ars Foreldraverðlaun samtakanna Heimilis og skóla og m.a. af því til- efni heimsóttu menntamálaráðherra Katrín Jakobsdóttir og fulltrúar Heimilis og skóla Grunnskólann. Verðlaunin voru veitt fyrir verk- efnið „tökum höndum saman“ sem gengur út á það að láta nemendum í unglingadeild sem eiga við einhver vandamál í skóla að stríða, líða vel í skólanum. Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri og Guðjón E. Ólafsson fræðslustjóri kynntu verkefnið fyrir gestunum. Þórhalla Guðbjartsdóttir sagði að þetta verkefni hefði ekki neina sér- staka fyrirmynd heldur hefði þróast smátt og smátt í það sem það væri í dag. Markmiðið var að við værum ekki stöðugt að segja nemandanum nú eða foreldri hvað þau ættu að gera heldur ynnu allir saman að því að finna lausnir. Ekki eru komnar neinar mælanlegar niðurstöður úr þessu starfi en Guðjón fræðslustjóri og Þórhalla skólastjóri voru ekki í vafa um gildi þessa starfs og vitnuðu í nokkur ummæli nemenda sem gengið hafa í gegnum þetta ferli. Til dæmis sagði einn nemandinn „Verk- efnið hjálpar manni. Maður stendur sig betur og fær annað viðhorf til skólans. Mæli með þessu. Maður sér að fullt af fólki hefur væntingar til manns.“ Verkefni sem hjálpar Skólinn á Blönduósi hlaut Foreldraverð- laun Heimilis og skóla fyrir árið 2009 Skóli Þórhalla Guðbjartsdóttir skólastjóri, Katrín Jakobsdóttir, Sjöfn Þórð- ardóttir, formaður Heimilis og skóla, og Guðjón E. Ólafsson fræðslustjóri. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.