Morgunblaðið - 05.10.2009, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 05.10.2009, Qupperneq 12
AÐSTOÐARPRESTUR í kaþólskri kirkju í borginni Schiedam, skammt frá Rotterdam í Hollandi, blessar naggrís lítillar stúlku í gær. Dýrið virðist mjög hugsi yfir athyglinni. Fjórða október ár hvert er sérstök at- höfn í kaþólskum kirkjum um allan heim til heiðurs dýrunum en heilagur Franz frá Assisi, vernd- ardýrlingur dýranna, lést 3. október árið 1226. Hann er m.a. sagður hafa flutt villtum dýrum Guðs orð. Reuters NAGGRÍS Á RÉTTRI BRAUT 12 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÁTTA bandarískir hermenn og tveir afganskir hermenn féllu í gær í árás talíbana á varðstöðvar í Nuristan- héraði í austanverðu Afganistan og er um að ræða mannskæðustu árás á erlenda herliðið í meira en ár. Hug- veita í Bretlandi, sem m.a. fylgist með þróun mála í Afganistan, álítur nú að talíbanar séu að staðaldri með vígasveitir í um 80% landsins. ur? Munu þeir láta Afganistan nægja? Augljóst er að Pakistan er freistandi markmið, ekki síst vegna þess að ríkið ræður yfir kjarnorku- vopnum. Ef þeir næðu í bara fáein af þessum vopnum myndu þeir nota þau, það get ég fullvissað ykkur um,“ sagði Richards. Það sem af er árinu hefur erlenda herliðið alls misst 394 fallna í Afagn- istan, þar af 236 Bandaríkjamenn. Mannfallið hefur ekki verið meira síðan innrásin var gerð 2001. Í HNOTSKURN »Stanley McChrystal, yf-irmaður erlenda herafl- ans, vill fjölga hermönnum. »David Richards segir aðverði fjölgað í breska her- liðinu geti það dregið úr mannfalli; auðveldara verði að tryggja öryggi í landinu. Mesta mannfall frá 2001 Nýr yfirmaður breska hersins segir að sigri herskáir íslamistar í Afganistan og komist í kjölfarið yfir kjarnorkuvopn í Pakistan muni þeir tvímælalaust nota þau Nýr yfirmaður breska hersins, David Richards, segir í viðtali við Daily Telegraph að gefist banda- menn upp og yf- irgefi Afganistan verði það eins og „vítamínsprauta fyrir herskáa íslamista“ í heiminum. „Hvað gerist næst ef al-Qaeda og ta- líbanar álíta að þeir hafi sigrað okk- David Richards FRÉTTASKÝRING Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is ÍRAR samþykktu Lissabon- sáttmála Evrópusambandsins með tveim þriðju atkvæða á föstudag. Stjórnmálaskýrendur segja að áhyggjur kjósenda af efnahags- óvissu ef sáttmálinn yrði felldur hafi riðið baggamuninn. En sátt- málinn er ekki í höfn. Þing Tékka hefur samþykkt sáttmálann en for- setinn, Vaclav Klaus, þarf að stað- festa hann með undirritun sinni og Klaus er eindregið á móti sáttmál- anum. Nokkrir þingmenn í Prag hafa krafist þess að stjórnlagadómstóll taki fyrir kvartanir þeirra vegna vissra ákvæða Lissabon-sáttmál- ans. Sennilega mun það ferli aðeins taka fáeina mánuði en Klaus gæti reynt að nota það til að tefja fyrir endanlegri staðfestingu sáttmálans. En hvers vegna? Hann gerir sér vonir um að íhaldsmenn sigri í þing- kosningum, sem verða í Bretlandi næsta vor, og þá taki David Camer- on við af Gordon Brown. Mikill meirihluti kjósenda Íhaldsflokksins hefur vægast sagt efasemdir um ESB og líst illa á sáttmálann. Cameron hefur heitið því að verði ekki búið að fullgilda sáttmálann alls staðar muni hann efna til þjóð- aratkvæðagreiðslu um hann. Líkur eru á að Bretar felli þá Lissabon- sáttmálann. Cameron vill ekki að aðaláherslan á nýhöfnu flokksþingi verði á Evr- ópumálin heldur tillögur flokksins gegn atvinnuleysi og annað sem hrjáir fólk meira en ESB. En íhaldsmaðurinn Daniel Hann- an, sem er eitilharður andstæðingur ESB-samstarfsins, segir að Camer- on hafi þegar ritað Klaus persónu- legt bréf þar sem hann tjái skoðun sína á sáttmálanum. Hannan túlkar þetta svo að Cameron sé þegar far- inn að undirbúa þjóðaratkvæða- greiðslu og reyni að fá Klaus til að tefja staðfestinguna í Prag. Andstæðingar Lissa- bon-sáttmála eygja von Verði töf á því að forseti Tékklands staðfesti sáttmálann gæti hann enn fallið í þjóðaratkvæði í Bretlandi næsta ár Írar hafa nú rutt brautina fyrir Lissabon-sáttmálann, sem þarf að hljóta staðfestingu í öllum 27 ESB-ríkjunum. En Bretar gætu fellt hann ef íhaldsmenn efna til þjóðaratkvæðis nái þeir völdum. SÚMATRABÚI með barn á leið fram hjá hrundu sjúkrahúsi í borginni Pad- ang. Ólíklegt er að enn finnist fólk á lífi í rústunum eftir jarðskjálftann á miðvikudag en þúsundir manna grófust undir braki. Vitað er að minnst 1100 fórust, að sögn talsmanna Sameinuðu þjóðanna en talan gæti hækkað í allt að 3000, að sögn Siti Fadilah Supari, heilbrigðismálaráðherra Indónesíu. Margar þjóðir hafa veitt Indónesum aðstoð vegna hamfaranna. Vonir dvína í Padang Reuters Hverju breytir sáttmálinn? Meira vald til stofnana ESB, nýtt embætti forseta sambandsins, emb- ætti utanríkismálastjóra verður eflt. Andstæðingar sáttmálans segja of mikið vald færast til Brussel. Hvað með stækkunaráform? Auðveldara verður að taka ný ríki inn í sambandið. Frakkar og fleiri hafa sagt að án sáttmálans sé varla hægt að samþykkja frekari stækkun. Hverjir eiga eftir að staðfesta? Forsetar Póllands og Tékklands, báð- ir andstæðingar aukins samruna ESB-ríkja, hafa neitað að undirrita. Þing beggja hafa þegar sagt já. Hvað hyggjast forsetarnir gera? Forseti Póllands, Lech Kaczynski, hefur áður sagt að samþykki Írar sáttmálann í þjóðaratkvæði muni hann skrifa undir hann. Enn er óvíst hvað Vaclav Klaus í Tékklandi gerir. S&S SVO gæti farið að lög sem sett voru á Ítalíu í fyrra og gera það að verkum að ekki er hægt að lögsækja Silv- io Berlusconi forsætisráðherra fyrir ýmis gömul og alvarleg af- brot yrðu felld úr gildi. Hæstirétt- ur landsins hóf á þriðjudag að rannsaka hvort umrædd lög um friðhelgi forsætisráðherra, sem sett voru þegar skömmu eftir að Berlusconi komst á ný til valda í fyrra, stangist á við stjórn- arskrána. Berlusconi er einn auðugasti maður landsins og ræður meðal annars að mestu yfir einkareknum sjónvarpsstöðvum Ítalíu og nokkr- um dagblöðum. Hann var á sínum tíma sakaður um að hafa mútað breskum lögfræðingi sínum, David Mills, með 600 þúsund evrum, um 110 milljónum króna, til að fá hann til að bera ljúgvitni í tvenn- um réttarhöldum á tíunda ára- tugnum. Ráðherrann hefur verið mjög milli tannanna á fjölmiðlum á und- anförnum vikum og mánuðum vegna litskrúðugra kvennamála sinna. Eiginkona hans hefur farið fram á skilnað og ber m.a. því við að Berlusconi, sem er 73 ára, hafi átt í ástarsambandi við 18 ára gamla fyrirsætu. kjon@mbl.is Friðhelgi Berluscon- is gæti verið í hættu Silvio Berlusconi FLUGMENN og flugfreyjur í Air- bus-vél Air India eru sögð hafa slegist á laugardag í augsýn um 100 furðu lostinna farþega sem voru á leið frá Sameinuðu furstadæm- unum til Nýju-Delí. The Times of India segir að átökin hafi byrjað eftir að flugfreyja sakaði flugmann um kynferðislega áreitni. Fullyrt er, að stjórnklefinn hafi verið mannlaus um hríð. Flug- félagið segir málið í rannsókn. Hörkuslagsmál í háloftunum MIKIÐ er fjallað um geysilegan hagvöxt í Kína síðustu áratugi en nú spá sumir hagfræðingar því að hann verði enn meiri í Indlandi á næsta ári, að sögn BBC. Indland er næst- fjölmennasta ríki heims, íbúar rúm- ar 1150 milljónir en um 1350 í Kína. Framleiðsla á hvert nef er mun meiri í Kína og er það nefnt sem ein ástæða þess að vöxturinn gæti senn orðið meiri í Indlandi. Auðveldara getur verið að bæta við þegar grunn- urinn er lágur fyrir. Fyrstu áratugina eftir sjálfstæðið 1947 var lögð áhersla á ríkisafskipti í Indlandi. Enn er þar mikil miðstýr- ing og hömlur á erlendri fjárfestingu en snemma á tíunda áratugnum fóru stjórnvöld að slaka á klónni í iðnaði, verslun og þjónustugreinum og sam- keppni varð virkari. Hagvöxtur fór í 9% á ári nokkrum árum síðar en hnignaði nokkuð um hríð. Nú er hins vegar spáð 8% vexti á næsta ári en 7,7% í Kína. kjon@mbl.is Meiri vöxt- ur í Indlandi en Kína? Mikil gróska í efnahag beggja ríkjanna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.