Morgunblaðið - 05.10.2009, Síða 13
Daglegt líf 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009
TÍSKUVIKUNNAR í París er ávallt
beðið með mikilli eftirvæntingu.
Undanfarna daga hafa hönnuðir
víða að úr heiminum sýnt þar í borg
vor- og sumartískuna fyrir árið
2010.
Meðal þeirra sem sýndu hönnun
sína var tískuhúsið Emanuel Ung-
aro en þar var bryddað upp á þeirri
nýbreytni að fá enga aðra en Holly-
woodstjörnuna Lindsay Lohan til
ráðgjafar um það sem koma skal í
tískunni.
Einn af hönnuðum Ungaro-
tískuhússins, Estrella Arch, sýndi
meðal annars skó og stutta kjóla og
í lok sýningarinnar kom hún fram á
sýningarpallinn ásamt ráðgjaf-
anum Lindsay.
Vakti uppátækið, að fá stjörnuna
til liðs við tískuhúsið, mikla athygli.
Stúlkan hefur ekki átt sjö dagana
sæla upp á síðkastið en það er mál
manna að ráðgjafahlutverk hennar
í tískuheiminum sé hennar besta í
langan tíma.
Stjörnum prýdd
tískuvika í París
Reuters
PENNINN selur nú nýja húsgagna-
línu frá FANSA en hönnuður henn-
ar er Valdimar Harðarson. Valdi-
mar hefur hannað húsgögn fyrir
Pennann í um 25 ár.
FANSA er íslenskt hugvit að öllu
leyti, bæði hönnuð og framleidd hér
á landi en það er GKS sem sér um
framleiðsluna. Nýju húsgögnin
voru kynnt með pomp og prakt í
síðustu viku.
Framleiðsla á FANSA línunni
hófst fyrir tveimur árum en um
skrifstofuhúsgögn er að ræða. Í til-
kynningu frá Pennanum segir að
með FANSA línunni sé hægt að
bjóða upp á góða íslenska hönnun
og framleiðslu. Hvort tveggja eigi
upptök í íslensku þjóðfélagi þar
sem boðleiðir eru stuttar. „Þannig
getum við miðlað hönnuðum og
framleiðanda upplýsingum sem
koma frá neytandanum. Komi við-
skiptavinur með ábendingar er
ekkert einfaldara en að koma þeim
áleiðis til hönnuðarins sem getur
haft þær í huga við hönnun og þró-
un húsgagnanna í framtíðinni.“
Ný íslensk
húsgagna-
lína
Penninn kynnir nýja
línu frá FANSA
Íslenkt hugvit Fansa-húsgögnin
eru seld í Pennanum.
VART verður
þverfótað fyrir
lyfjaauglýsingum
í bandarískum
fjöl- og vef-
miðlum. Lyfja-
fyrirtækin eyddu
árið 2005 þrisvar
sinnum meiri
fjármunum til
auglýsinga en árið 1997. Skyldi eng-
an undra því rannsóknir sýna að það
sé vel þess virði að auglýsa lyf – ávís-
anir á lyfin og þar með sala þeirra
taki ávallt kipp í kjölfarið. Aðeins tvö
vestræn ríki leyfa lyfjaauglýsingar
án takmarkana, Bandaríkin og
Nýja-Sjáland. Hefur bandaríska
Lyfja- og matvælaeftirlitið áhyggjur
af þróuninni. Í flestum tilvikum er
aðeins lítillega sagt frá aukaverk-
unum lyfja í auglýsingum og heil-
brigðisstarfsfólk verður fyrir aukn-
um þrýstingi frá sjúklingum sínum
um að ávísa ákveðnum lyfjum.
Áhyggjur
vegna lyfja-
auglýsinga