Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Fjárlaga-frumvarpiðsætir alltaf tíðindum. Enda er frumvarpið það þingmál, sem segir mest um hvernig mál kunni að þróast á því ári sem í hönd fer. En það segir einnig aðra sögu. Þegar fjárlagafrumvarp er lesið vand- lega eiga menn að geta séð raunverulega stefnu þeirrar stjórnar, sem er við völd á hverjum tíma. Stjórnarsátt- málar eru óskalistar, þeir eru friðþægingarplögg fyrir fylgj- endur, sem trúðu í einlægni kosningaloforðunum, og þeir eru einnig málamiðlunaryfirlýs- ingar um þau tvö til þrjú mál sem stjórnarflokkana greindi mest á um í nýliðinni kosninga- baráttu. Málefnasamningar hafa því dálitla þýðingu í upphafi kjörtímabils, en eftir það er sjaldan litið í þá. Um fjárlögin gilda önnur lögmál og alvarlegri eins og áður sagði. En þýðing fjárlagafrumvarps verður önnur, ef það er stór- gallað í veigamiklum efnum, það er óunnið þannig að þýðingar- miklar útfærslur eru ekki til, það er ósamþykkt af stjórnar- flokkunum, þar sem meginefni þess var leynt fyrir þeim eða þá að frumvarpið ber með sér að það sé fremur hugsað til áróð- urs en til athafna. Mesta hættan á síðasta tilvikinu reis forðum tíð þegar fjárlagafrumvarp kosningaárs var lagt fyrir þing. Fjárlagafrumvörp áranna 1989- 1991 voru þekktustu áróðurs- plöggin og ríkisreikningar þess- ara ára eins ólíkir fjárlögum og verða kunni. Eftir það hafa fjár- lög verið tekin alvarlegar og gagnsemi þeirra fyrir stýringu fjármála ríkisins hefur aukist að sama skapi. Þar til nú. Fjárlagafrumvarpið, sem ný- lega var kynnt, hefur alla þá galla sem fjárlagafrumvarp á ekki að hafa. Fag- ráðherrar hafa ekki verið hafðir með í ráðum. Þingflokkar hafa ekki verið upp- lýstir. Útfærsla þýðingarmestu at- riða, svo sem skattamála, er í skötulíki. For- sendur þess eru í besta falli óljósar en oftar en líðandi er beinlínis rangar eða mjög vill- andi. Hver er skýringin á þess- um vinnubrögðum? Vitað er að ráðherrann, sem á að stjórna vinnunni, er störfum hlaðinn og fjarri því að hafa allan sinn eig- in flokk með sér. Hann hóf dag- inn í ráðuneytinu með pólitísk- um hreinsunum eins og víðar voru stundaðar af minni- hlutastjórninni í upphafi ársins. Embættismannakerfi ráðu- neytanna, sem er venjulega á fleygiferð frá morgni til kvölds að undirbúa fjárlög, er haft í til- gangslausum einhliða spurn- ingaleik við Evrópusambandið og hefur því lítinn tíma til að sinna frumskyldum sínum. Ótrúlegt klúður og heima- tilbúinn vandi við Icesave- samningana bætir gráu ofan á svart. Forsætisráðherrann er búinn að gefa frá sér meginhlutverk síns embættis, að vera ráðherra efnahagsmála. Seðlabankinn gengur erinda ríkisstjórnar- innar og hótar stjórnarandstöð- unni í Icesave-málinu! Öflugasti ráðherrann hefur verið flæmdur úr ríkisstjórninni vegna þessa sama máls og reynt er að grafa undan trúverðugleika hans í kveðjuskyni. Það er engin furða þótt fjárlagafrumvarpið birtist öllum þeim sem kynna sér það sem óunnið ónýtt plagg. En það er jafnframt mikið áhyggjuefni. Fjárlagafrumvarp í druslur búið og hent inn í sali Alþingis eykur enn á þá stjórnmálalegu upp- lausn, sem nú ríkir og þjóðin þarf síst á að halda. Fagráðherrar eru ekki með í ráðum og þingflokkar ekki upplýstir } Gallað fjárlagafrumvarp Írar eru orðnirvanir því að kjósa tvisvar um mál sem lúta að Evrópusambandinu. Árið 2001 felldu þeir Nice-samninginn en voru látnir kjósa aftur ári síðar og þá sagði meirihlutinn já. Í fyrra felldu þeir Lissabon-samninginn en voru látnir kjósa aftur. Í gær sagði meirihluti þeirra sem mættu á kjörstað já við þeim samningi. Fæst ríki Evrópusambandsins leyfa íbúunum að kjósa um veigamikil mál, jafnvel ekki þau sem geta varðað stjórnskipun, líkt og Lissabon-samningurinn. Ef þau á annað borð leyfa kosn- ingar og kjósendur segja nei, þá er kosið aftur. Þeir sem segja já fá aldrei að kjósa aftur. Þetta er því miður það lýðræði sem íbúar Evrópusambandsins búa við. Líkurnar á að Lissabon-samning- urinn fari í gegn hafa aukist með samþykkt Íra, en hann er þó ekki í höfn. Pólverjar og Tékkar hafa ekki samþykkt samninginn. For- seti Póllands hefur gefið í skyn að hann muni gera það en meiri óvissa ríkir um forseta Tékk- lands, sem nú bíður niðurstöðu stjórnlagadómstóls landsins. Ennfremur gæti skipt máli að Íhaldsmenn í Bretlandi, sem nú eru stærsti flokkur landsins samkvæmt könnunum, hafa heit- ið því að láta kjósa um samning- inn komist þeir til valda áður en hann verði fullgiltur. Það hlýtur að vera umhugsunarvert að inn- an Evrópusambandsins þurfi það að vera pólitískt deilumál hvort kjósa skuli um svo veigamiklar breytingar. Írar sögðu nei og voru því látnir kjósa aftur } Enn kusu Írar aftur S ir George Steuart Mackenzie skrifaði eftir Íslandsheimsókn sína árið 1810 að „það væri móðgun við heilbrigða skyn- semi“ að eyða kröftunum í að benda á fáránleikann við það að Ísland yrði sjálfstætt ríki, þar sem það byggi „ekki yfir neinum auðlindum“. Þetta rifjaði Pétur Benediktsson sendi- herra upp í grein í The Norseman árið 1943, sem bar yfirskriftina: „Sjálfstætt Ís- land“. Þá hafði Ísland verið frjálst og full- valda ríki í aldarfjórðung. Það sem virðist sjálfsagt og augljóst á hverjum tíma, eins og það sé klappað í stein, oft molnar það undir tannhjóli sög- unnar. Kunn er sagan af því, þegar Zhou Enlai, einn af leiðtogum Kína á tuttugustu öld, var spurður um áhrif frönsku byltingarinnar árið 1789, og svaraði: „Það er of snemmt að segja til um það.“ Nú er ár liðið frá hruninu. Í október í fyrra fékk ég skilaboð frá vini mínum bankamanninum: „Þetta er búið!“ Hann hafði raunar nokkrum sinnum sent mér sömu skilaboð. Fyrstu skilaboðin um að þetta væri búið fékk ég í nóvember 2007. Og á föstudag bárust mér skilaboð með spurning- unni: „Er þetta búið?“ Tannhjólið snýst og sagan endurtekur sig. Það var merkilegt að horfa á Spaug- stofuna á laugardagskvöld. Þá var lagt út af hruninu og óttablandinni bið fjöl- skyldna eftir blóðugum niðurskurði stjórnvalda. Ár er liðið, en Spaug- stofuþátturinn hefði vel getað verið frá október í fyrra. Jón Páll Eyjólfsson leikstjóri sagði í viðtali sem ég tók við hann fyrir viku, að hann hefði vonast til að leikritið Þú ert hér, sem tekur á hruninu, yrði úrelt áður en kæmi að frumsýningu – að leikararnir myndu standa á sviðinu eins og kjánar. En þegar leikritið var sett aftur á svið, nú níu mánuðum síðar, kom fólk til hans eftir sýninguna og sagði: „Þið verðið að halda áfram að sýna það.“ Og hann hugs- aði með sér: „Guð minn góður, það hefur raunverulega ekkert gerst, orðræðan hefur ekkert þokast áfram.“ Íslendingar standa ráðþrota frammi fyrir blóðugu tannhjóli sögunnar. En andspænis því getum við kannski sótt innblástur til Péturs Benediktssonar. Þegar hann sat með sendiherra Kína í París barst talið að sögu þjóðanna, að allt væri stærra, eldra og merkilegra í Kína heldur en á Íslandi. Kínverjar hefðu til dæmis haft löggjafarþing löngu á undan Íslendingum. Þá sagði Pétur: „Við getum eitt sem þið getið ekki.“ Svo hreyfði hann eyrun. pebl@mbl.is Pétur Blöndal Pistill Blóðugt tannhjól sögunnar STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Samstarf vísinda og veiða skiptir sköpum FRÉTTASKÝRING Eftir Ágúst Inga Jónsson aij@mbl.is S amvinna Hafrann- sóknastofnunar, útgerða, sjómanna og ráðuneytis er ekki ný af nálinni. Sér- staklega hefur þetta ver- ið áberandi í loðnu og síld síðustu fimm árin. Einmitt þessir tveir stofnar, þ.e. íslenska sumargots- síldin og loðnan, hafa átt undir högg að sækja og sérstök áhersla verður á næstunni lögð á þessa stofna, auk þess sem makríllinn bætist nú við. Friðrik J. Arngrímsson, fram- kvæmdastjóri LÍÚ, segir að þetta samstarf hafi skipt sköpum fyrir báða aðila, tekist hafi að ná mæl- ingum og hefja veiðar fyrr en ella. Verulegur kostnaður hafi fylgt þessu fyrir sjómenn og útgerðir og þó leyfi hafi á stundum verið gefin til einhverra veiða samhliða leit þá sé það aðeins upp í brot af kostnaði. Makrílleit og gulldepluveiðar Fjögur skip halda til makrílleitar á mánudag í samvinnu Hafrann- sóknastofnunar og Landssambands íslenskra útvegsmanna. Leitað verð- ur fyrir Suðausturlandi og er meg- intilgangurinn að afla upplýsinga um hversu lengi makríl er að finna í ís- lenskri lögsögu og fylgjast með gönguleiðum hans þegar hann dreg- ur sig til baka á vetursetustöðvar í Norðursjó og norðan og vestan Bretlandseyja. Komi í ljós að makríll er enn í lögsögunni verða þær upp- lýsingar eflaust kynntar í viðræðum við svokallaðar strandþjóðir um makrílveiðar í Norður-Atlantshafi á fundum síðar í haust. Skipin sem taka þátt í leitinni eru Ingunn sem fer frá Vopnafirði, Hof- fellið frá Fáskrúðsfirði og Sighvatur Bjarnason og Kap frá Vestmanna- eyjum verða saman með eitt troll. Hafrannsóknastofnunin skipuleggur leitina og hefur ákveðið 30 tog- stöðvar. Ef makríll finnst á svæðinu er þörf á endurtekningu um sjö til tíu dögum eftir fyrri yfirferð. Búist er við að fyrstu skipin haldi í vikunni til leitar og veiða á gull- deplu, sem var mikil búbót fyrir uppsjávarflotann á síðasta vetri. Þá veiddist lítilræði af fiskinum í des- ember, en eftir að veiðarfæri höfðu verið þróuð byrjuðu veiðar fyrir al- vöru í janúarmánuði. Skipstjórnarmenn telja að mögu- legt sé að byrja veiðar á gulldeplu í októbermánuði, en megingangan komi inn á miðin suðaustur af land- inu er kemur fram í nóvember. Gull- deplan gangi síðan í vesturátt, en göngur séu breytilegar eftir árum. Hafrannsóknastofnun mun fylgjast með leit og veiðum skipanna sem fyrst halda á gulldeplumið og hyggst þá mæla stofninn eftir því sem upp- lýsingar berast. Það er á áætlun hjá Hafrann- sóknastofnun að meta íslensku sum- argotssíldina í nóvember með tilliti til stofnstærðar og sýkingar í stofn- inum. Hugsanlegt er að síldveiðiskip fari fyrr til síldarleitar í samvinnu við Hafrannsóknastofnun. Ekki hef- ur verið gefinn út kvóti á íslensku síldina. Mikil óvissa með loðnuna Loðnan var til skamms tíma mik- ilvægust uppsjávartegunda, en síð- ustu tvær vertíðir hefur lítill kvóti verið gefinn út. Það á einnig við um komandi vertíð. Mikil óvissa er um veiðistofn loðnu og miðað við mæl- ingar á ungloðnu í fyrra eru ekki miklar væntingar til veiða í vetur. Hafrannsóknastofnun fer í fjög- urra vikna leiðangur um miðjan nóv- ember þar sem ungloðna verður meðal annars mæld. Nú er unnið að því að loðnuskip, í samvinnu við Hafró, fari til leitar í byrjun í janúar. Óvissa einkennir stöðu uppsjáv- arflotans. Finnst loðnan? Bragg- ast síldin? Gefur gulldeplan aftur færi á sér? Til að reyna að svara spurningum sem þessum er framundan aukin samvinna fiski- fræðinga og útvegsins. SVIPTINGAR hafa verið hjá útgerð- um uppsjávarskipa undanfarin ár. Makríll sem áður var flækingur á Ís- landsmiðum er nú orðinn einn mesti nytjafiskurinn og gulldeplan bjarg- aði miklu í vetur. Veiðar á kolmunna og norsk-íslenskri síld hafa gengið vel í ár, en það sama verður ekki sagt um loðnu og sýkta íslenska sumargotssíld. Útflutningsverðmæti uppsjáv- arafurða nam í fyrra tæpum 35 milljörðum, en tæplega 22 millj- örðum árið 2007. Af loðnu veiddust um 307 þúsund tonn árið 2007, um 149 þúsund í fyrra og aðeins 15 þús- und tonn síðasta vetur. Útflutnings- verðmæti loðnuafurða hefur gjarn- an verið í kringum tólf milljarða á ári, en þegar best hefur látið hefur loðnan gefið um 20 milljarða. Í ár hafa veiðst rúmlega 116 þús- und tonn af makríl og svipað af kol- munna. Til loka ágústmánaðar var búið að veiða 186.300 tonn af norsk- íslenskri síld og voru júlí og ágúst sérlega gjöfulir. Norsk íslenska síld- in hefur í ár nánast öll verið veidd í íslenskri lögsögu og meira verið unnið til manneldis í landi en áður. B6C B@C B9C BBC           ››MILLJARÐA-TUGIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.