Morgunblaðið - 05.10.2009, Qupperneq 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009
Til vinstri eða hægri? Félag ungra jafnaðarmanna hélt fund í Iðnó um helgina. Í gær sátu á rökstólum Hannes Hólmsteinn Gissurarson og Kristrún Heimisdóttir. Hér sést í hnakkann á Önnu Pálu
Sverrisdóttur, formanni UJ, þar sem þau ræða óformlega saman undir vökulu auga Jóhönnu Sigurðardóttur. Kristrún og Hannes Hólmsteinn rökræddu um uppbyggingu Íslands.
Golli
SÍVAXANDI völd ís-
lenskra höfðingja lögðu
„íslenska þjóðveldið“ í
rúst á 13. öld. Höfð-
ingjar settu eigin hags-
muni ofar hagsmunum
þjóðveldisins. Árið 1262
var Gamli sáttmáli
samþykktur og þar
með urðu Íslendingar
þegnar Noregskonungs
og „fríríkið Ísland“ leið
undir lok.
Í kjölfarið rann upp tímabil nið-
urlægingar þar sem Ísland varð að
einu fátækasta landi í heimi.
Norskir og danskir aðalsmenn arð-
rændu landið. Það dapra tímabil
stóð yfir allt til 17. júní 1944, þegar
Ísland varð aftur sjálfstætt lýðræð-
isríki.
Ísland hefur upplifað svipaða at-
burði síðan. Þróunin var hröð eftir
að Ísland öðlaðist sjálfstæði og það
varð eitt ríkasta land í heimi. Samt
sem áður réð stjórnmálakerfið ekki
við vanhæfa stjórnmálamenn og
spillta kaupsýslumenn sem höguðu
sér á sama hátt og höfðingjar fyrri
tíma. Sjálfshyggja þeirra varð til
þess að þeir tóku gríðarlega áhættu
sem að lokum leiddi til efnahags-
hruns.
Í dag, þegar liðin eru rúmlega
700 ár frá því að Gamli sáttmáli var
gerður við Noregskonung stendur
Ísland aftur frammi fyrir svipaðri
ákvörðun: Á Ísland að ganga í ESB
eða ekki?
Áhætta og ávinningur
Allar stórar ákvarðanir í við-
skiptum verður að byggja á tveim-
ur mikilvægustu þáttum fjárfest-
inga: Áhættu og ávinningi.
Það er ekki hægt að aðskilja
þessa tvo þætti. Ef markmiðið er
risavaxinn gróði verður að taka
risavaxna áhættu. Ís-
land upplifði á sárs-
aukafullan hátt slíka
atburði nýverið.
Risastórum og
áhættusömum stöðu-
tökum var beitt til að
auka hagnað og eng-
in stjórnmálamaður
né kaupsýslumaður
hirti um hina gríð-
arlegu áhættu sem
tekin var. Þeir höfðu
gróðahugsjónina að
leiðarljósi og huguðu
ekki að áhættunni.
ESB-sinnar halda því fram að
innganga Íslands í ESB muni á
endanum skapa stöðugra ástand,
þökk sé evrunni og reglugerðum
ESB. Þeir telja sig „áhættufælnari“
og taka hagnaðinn ekki nægilega
alvarlega. Þeir gera ráð fyrir því að
nálgun við ESB dragi úr áhættunni
fyrir efnahag Íslands. En það er
ekki satt! Í reynd á hið gagnstæða
við, þ.e. aukin áhætta til lækkunar
á Íslandi.
Leiðtogarnir sem lögðu Ísland í
rúst og ESB-sinnar eiga tvennt
sameiginlegt – a) þeir gera sér ekki
grein fyrir að áhætta og arðsemi
eru óaðskiljanlegir þættir b) þeir
gera sér ekki grein fyrir hvað
áhætta er.
Í reynd er fjárhagsleg áhætta
ekkert annað en möguleiki til
hækkunar og lækkunar. Einnig
mætti kalla slíkt óstöðugleika í
verðmyndun. Áhætta er bæði
möguleikinn á því að vinna (hækk-
un) og tapa (lækkun).
Þrjár auðlindir
Ísland býr að þremur mik-
ilvægum auðlindum. Þessar auð-
lindir eru grunntekjulindir lands-
ins. Skaðist auðlindirnar á einhvern
hátt, myndi slíkt þýða óásættanlega
áhættu til lækkunar. Auðlindirnar
eru: fiskur, orka, fólkið í landinu og
möguleikar þess. Þessar tekjulindir
eru í hættu ef Ísland gengur í ESB.
Fiskurinn
Ísland er háð fiskiðnaðinum að
miklu leyti en hann er a.m.k. 40%-
50% af útflutningstekjum landsins.
Ef Ísland gerist aðili að ESB, yrðu
Íslendingar tilneyddir til að gefa
upp á bátinn ríkuleg fiskimið sem
varin eru með 200 mílna landhelg-
inni. Þar fyrir utan hefur ESB
samþykkt rúmlega 700 lög og
reglugerðir um fiskimið og fisk-
veiðistjórnun. Þetta risastóra reglu-
verk myndi þýða gríðarlega nei-
kvæða og kostnaðarsama formfestu
sem Ísland þyrfti að borga fyrir á
endanum. Ef Ísland gengur í ESB
er hætta á að landið tapi meira en
40% af útflutningstekjum sínum. Ef
landið tekur á sig slíka áhættu til
lækkunar, þýðir slíkt í raun að
borga fyrir að tapa tekjulindinni –
sem er tvöföld firra.
Orka
Rúmlega 90% af orkuþörf Ís-
lands er fullnægt af innlendum
orkugjöfum (vatnsorku og raforku).
Erlend fjárfesting í orkufrekri
framleiðslu hefur verið mikilvæg-
asta fjárfestingarstarfsemi í efna-
hag landsins á síðustu árum. Fólks-
fjöldi eykst stöðugt í heiminum um
leið og jarðefnaeldsneyti þverr jafn
og þétt. Samkvæmt rannsóknum
náði olíuframleiðsla hámarki í heim-
inum árið 2006 og miðað við núver-
andi neyslumynstur dugar olían að-
eins í um 40 ár til viðbótar.
Náttúrulegir orkugjafar Íslands
leiða til kostnaðarlækkunar og arð-
semi í framtíðinni. Ísland gæti þar
að auki orðið að „þungamiðju“ í
framtíðarsamfélagi sem keyrir á
vetni. En innganga í ESB þýðir
meira skrifræði og sterkari sam-
keppnisstöðu fyrir alþjóðleg fyr-
irtæki. Slíkt dregur úr arðsemi fyr-
ir Ísland.
Of margir búa við sára fátækt í
olíuríkjum á meðan lítill hópur býr
þar við ótrúlega velmegun. Nor-
egur byggir sterka stöðu sína á olíu
og fiski og er lifandi sönnun þess
hversu mikilvægt er að standa fyrir
utan ESB. Ef Ísland gengur í ESB
mun landið borga fyrir að tapa
tekjulindinni – sem er tvöföld firra.
Fólkið í landinu
og möguleikar þess
Af hverju er sveigjanleiki mik-
ilvægur? Því sveigjanleiki er ein-
faldlega rétturinn til framkvæmda.
Slík réttindi eru valkostir sem má
meta á stærðfræðilegan hátt.
Sveigjanleiki er mikilvægur kostur,
þ.e. eign sem fylgja möguleikar á
ágóða eða tapi og áhættu.
ESB er nú þegar með of stórt
regluverk eins og sósíalískt þjóð-
félag. Þetta regluverk gerði að
engu sveigjanleika og valmöguleika
einstaklingsins til að taka eigin
ákvarðanir. Nú til dags er mjög
erfitt að stunda ábatasöm viðskipti
innan ESB, þar sem ofvaxin
„áhættustýring“ er til staðar sem
dregur úr skilvirkni. En líkt og í
hinum kapítalísku Bandaríkjunum
er samt sem áður grundvall-
arreglugerðum ábótavant er varða
áhættustýringu, en lifandi sönnun
þess er m.a. nýlegt efnahagshrun,
skuldir ríkissjóða, meðhöndlun á
lýðfræðilegum vandamálum og
spillt ríkisstjórn Ítalíu.
Niðurstaðan fyrir Ísland er aug-
ljós. Innganga í ESB myndi þýða
eftirfarandi:
Ísland fengi ekki mikilvæga laga-
setningu sem þarf til að stýra mik-
illi áhættu, heldur yrði Íslandi
stjórnað af lögum ESB, þ.e. hinir
harðduglegu Íslendingar yrðu að
gefa frá sér dýrmæta valkosti sína.
Ljóst má þykja að auk þeirra
neikvæðu þátta sem reifaðir eru
hér á undan myndi skrifræði ESB
kosta þjóðarbúið gríðarlegar upp-
hæðir. Ef Ísland gengur í ESB
mun landið borga fyrir að tapa
tekjulindinni – sem er tvöföld firra.
Niðurstaða
Útlitið er ekki gott á Íslandi, en
eins og staðan er í dag er ástandið
slæmt um allan heim. Efnahags-
hrunið varð vegna heimskrepp-
unnar. Vanhæfir leiðtogar Íslands
juku síðan enn á kreppuna. Skuldir
ríkissjóðs eru gríðarlegar, krónan
er veik og verðbólgan er mikil.
Samt sem áður er slík áhætta við-
ráðanleg. Einungis þarf að ráða
hæft fólk í störfin.
Hlutfallslega eru efnahagslegar
stoðir Íslands mun sterkari heldur
en ESB. ESB færir auðinn frá
sterkari þjóðum til fátækari aðila
innan sambandsins. Innganga í
ESB þýðir flutning á auði frá Ís-
landi til ESB og Ísland gæti aldrei
borgað upp skuldir sínar. Áhætta
til lækkunar við inngöngu í ESB er
óviðráðanleg, þar sem skriffinnar
ESB munu taka völdin (sjá t.d.
„Icesave“).
Þrátt fyrir að mörg ljón séu í
veginum, má með sanni segja að
varla sé til neitt land í heiminum
sem eigi sér jafn vænlega og von-
góða framtíð. Skorað er á Íslend-
inga að endurtaka ekki sömu mis-
tök og forfeður þeirra gerðu árið
1262.
Ísland frjálst og erlenda yfirboð-
ara burt!
Eftir Sigfried
Hugemann » Innganga í ESB þýð-
ir flutning á auði frá
Íslandi til ESB og Ís-
land gæti aldrei borgað
upp skuldir sínar.
Sigfried Hugemann
Höfundur hefur starfað sem ráðgjafi í
bönkum í Svíþjóð, Þýskalandi, Eng-
landi, Hollandi og Belgíu.
Ísland og ESB – áhætta og ávinningur