Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan
16.00 mánudaginn 5. október.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út
stórglæsilegt sérblað um
tísku og förðun föstudaginn
9. október 2009.
Í Tísku og förðun verður fjallað um
tískuna haustið 2009 í hári, förðun,
snyrtingu og fatnaði auk umhirðu
húðarinnar, dekur og fleira.
Meðal efnis verður :
Nýjustu förðunarvörurnar.
Húðumhirða.
Haustförðun.
Ilmvötn.
Snyrtivörur.
Neglur og naglalökk.
Hár og hárumhirða.
Tískan í vetur.
Flottir fylgihlutir.
Góð stílráð.
Íslenskir fatahönnuðir.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Tíska og
förðun
Á FORSÍÐU Morg-
unblaðsins á laugardag-
inn var lítil frétt með
fyrirsögninni: „Ráð-
herra ókunnugt um
skatta á þungaiðnað“.
Þar viðurkennir iðn-
aðarráðherrann að hún
hafi ekkert vitað um
fyrirætlanir þeirrar rík-
isstjórnar sem hún á
sæti í, um að leggja 16
milljarða króna nýjar álögur á orku-
frekan iðnað í landinu. Enn fremur er
tekið fram að litið sé svo á að um
„klúður í stjórnkerfinu sé að ræða“
og að ráðherranum finnist þetta allt
saman mjög óheppilegt en því miður
sé þetta nú bara búið og gert.
Þetta er auðvitað með ólíkindum.
Staðreyndin er sú að verði þessi
skattlagning að veruleika er verið að
kollvarpa áætlunum fyrirtækja í
orkufrekum iðnaði hér á landi, áætl-
unum um tugmilljarða króna fjárfest-
ingar sem fyrirtækin töldu sig geta
lagt í á grundvelli fjárfestingasamn-
inga sem gerðir hafa verið við íslensk
stjórnvöld. Nú á að breyta reglum
eftir á og kynna til sögunnar nýja
skatta sem gera ekkert annað en að
grafa undan samkeppnishæfi okkar.
En þarf þetta að koma svo á óvart?
Ég vil til fróðleiks rifja upp minn-
isblað til fjármálaráð-
herra sem þáverandi
ráðuneytisstjóri fjár-
málaráðuneytisins, nú-
verandi pólitískur að-
stoðarmaður
fjármálaráðherra, lagði
fyrir efnahags- og
skattanefnd sl. vetur
þegar fjárfesting-
arsamningur við Norð-
urál í Helguvík var til
umfjöllunar í nefndinni.
Í minnisblaðinu var lagt
til að fjárfesting-
arsamningurinn og frumvarpið vegna
Helguvíkur yrði endurskoðað svo að
unnt væri að hækka skatta á verk-
efnið. Enn fremur lagði ráðuneyt-
isstjórinn til að núgildandi samningur
og lög vegna Reyðaráls yrðu einnig
tekin til endurskoðunar með það fyrir
augum að hækka einnig skattana á
það verkefni. Ráðuneytisstjórinn
gerði sér þó auðvitað grein fyrir því
að þetta yrði ekki til vinsælda fallið
og lauk minnisblaðinu á þeim hugleið-
ingum að hugsanlegar bætur til aðila
vegna þessa yrðu líklega minni en
beina „tjónið“ sem hann kallar það að
láta samningana standa óbreytta.
Þessir samningar sem hann vildi
skattleggja eftir á gerðu menn til
fjölda ára og auðvitað í þeirri góðu
trú að þeir yrðu haldnir. Skyldu nýju
orkuskattarnir vera lagðir fram með
sömu hugmyndafræði – fyrirtækin
geta kvartað og mótmælt – en skatt-
tekjurnar verða alltaf meiri en beina
tjónið af hugsanlegum bótum til
þeirra.
Sú makalausa nýja skattlagning á
orkugeirann sem boðuð er í fjárlaga-
frumvarpinu og iðnaðarráðherrann
kannast ekki við kemur á sama tíma
og umhverfisráðherrann gengur á
svig við góða stjórnsýslu og stöð-
ugleikasáttmála og bregður vísvit-
andi fæti fyrir framkvæmdir við ál-
verið í Helguvík og fleiri orkufrekar
framkvæmdir á Suðurnesjunum. Er
þetta tilviljun, klúður í stjórnkerfinu
eða er þetta kannski bara pólitísk
stefnumótun fyrstu hreinu vinstri
stjórnarinnar? Það skyldi þó ekki
vera.
Svo er það auðvitað sérstakt rann-
sóknarefni að ákvörðun af þessu tagi,
stórskaðleg ákvörðun fyrir atvinnu-
lífið í landinu, geti komið inn í fjár-
lagafrumvarp „á síðustu stundu, án
kynningar“. Hvers konar verkstjórn
er það?
Klúður í stjórnkerfinu
eða pólitísk stefnumótun?
Eftir Ragnheiði
Elínu Árnadóttur »… verði þessi skatt-
lagning að veruleika
er verið að kollvarpa
áætlunum fyrirtækja í
orkufrekum iðnaði hér á
landi …
Ragnheiður Elín
Árnadóttir
Höfundur er alþingismaður.
Í MORGUNBLAÐINU
í gær, sunnudaginn 4.
október, ritaði Bjarni
Harðarson bóksali og
fyrrverandi alþing-
ismaður grein um leiðrétt-
ingarleið Íslandsbanka.
Í grein sinni kallar hann
leiðréttingarleið Íslands-
banka gylliboð, en hið
sanna er að um er að
ræða úrræði sem snýr að því að leið-
rétta höfuðstól erlendra og verð-
tryggðra húsnæðislána. Bjarni full-
yrðir að bankinn sé með þessu
úrræði fyrst og fremst að veðja á
styrkingu krónunnar. Þetta er rang-
lega ályktað hjá Bjarna því hvorki er
um að ræða gylliboð né heldur er
bankinn með þessu að veðja á styrk-
ingu krónunnar. Íslandsbanki er
hins vegar að reyna að koma til móts
við viðskiptavini sína við afar erfiðar
og áður óþekktar aðstæður.
Leiðréttingarleiðin í stuttu máli
Með leiðréttingarleiðinni hyggst
Íslandsbanki bjóða þeim við-
skiptavinum sem þess óska ákveðin
skiptikjör á erlendum og verð-
tryggðum húsnæðislánum. Þessi leið
mun gera þeim kleift að lækka höf-
uðstól erlendra húsnæðislána sinna
um 25% að meðaltali, gegn því að
þeir skipti yfir í óverðtryggð lán í ís-
lenskum krónum. Með þessu mun
höfuðstóll lánanna standa í svipaðri
krónutölu og hann
gerði í september
2008, þ.e.a.s. fyrir
hrun. Viðskiptavinir
sem velja að fara þessa
leið geta valið á milli
breytilegra og fastra
vaxta. Breytilegu vext-
irnir á óverðtryggðu
lánunum taka mið af
markaðskjörum sem
eru í dag um 9,5%, en
fyrstu þrjú árin verða
veitt stiglækkandi ívilnandi vaxta-
kjör og verða breytilegu vextirnir
skv. núverandi vaxtastigi því 7,5%.
Einnig verður boðið upp á lán með
föstum vöxtum sem eru núna 9,0%.
Að þremur árum liðnum gefst við-
skiptavinunum kostur á að velja
hvort þeir haldi áfram með lánið á
gildandi markaðskjörum eða hvort
þeir endurfjármagni lánið hjá Ís-
landsbanka eða annarri lánastofnun.
Leiðréttingarleiðin er valkvæð,
þ.e. viðskiptavinum er í sjálfsvald
sett hvort þeir kjósi að nýta þetta
úrræði eða ekki. Íslandsbanki mun
leggja mikla áherslu á að veita við-
skiptavinum sínum upplýsingar og
aðstoð sem snerta ákvarðanir varð-
andi þessi úrræði. Bankinn hefur
hleypt af stokkunum fræðslustarfi
fyrir ráðgjafa bankans með þetta að
markmiði. Það skal áréttað að Ís-
landsbanki hefur hvergi dregið dul á
að leiðréttingarleiðin hefur bæði
kosti og galla og nýtist líklegast best
þeim sem hafa hugsað sér að selja
fasteign sína á komandi misserum
og vilja því minnka skuldsetningu
hennar og þeim viðskiptavinum sem
vilja hverfa frá gengistengdri
áhættu. Það hefur einnig komið
skýrt fram af hálfu bankans að með
þessu er viðskiptavinurinn að færa
sig yfir í annað vaxtaumhverfi.
Mikilvægasta verkefnið
Eitt mikilvægasta verkefni bank-
ans á liðnu ári hefur verið að koma
fram með raunhæfar lausnir fyrir
heimilin og atvinnulífið sem auðveldi
samfélaginu að vinna sig úr þeim
vanda sem það stendur frammi fyrir.
Starfsfólk Íslandsbanka hefur lagt
mikla vinnu í þau úrræði sem nú er
verið að kynna af hálfu bankans. Þau
eiga ekkert skylt við gylliboð heldur
er um að ræða raunverulegar lausn-
ir sem viðskiptavinum bankans er
boðið upp á. Framundan er ærin
vinna við að upplýsa um eðli þessara
lausna, svara fjölmörgum spurn-
ingum þeim tengdum og vinna með
viðskiptavinum okkar að lausnum
sem henta hverjum og einum.
Úrræði – ekki gylliboð
Eftir Má Másson » Þessi leið mun gera
þeim kleift að lækka
höfuðstól erlendra hús-
næðislána sinna um 25%
að meðaltali …
Már Másson
Höfundur er forstöðumaður
samskiptasviðs Íslandsbanka.
EFNAHAGSSTARFSEMI
okkar Íslendinga hefur dregist
mjög harkalega saman og þessa
dagana er verið að taka ákvarð-
anir sem munu valda miklu um
hversu djúp og langvinn kreppan
verður. Ríkisstjórnin hefur nú
sýnt á spilin, tillögur hennar hafa
nú litið dagsins ljós.
Hvað leggur ríkisstjórnin upp
með? Ráðherrar ríkisstjórn-
arinnar hafa með ákvörðunum
sínum valdið drætti og jafnvel
komið í veg fyrir fjárfestingar í
orkufrekum iðnaði. Þúsundir Ís-
lendinga eru atvinnulausar og
bíða þess að geta fengið vinnu til
að sjá sér og sínum farborða. Of-
an á þetta ætlar ríkisstjórnin að
hækka skatta, einkum á orku.
Slík skattahækkun mun leggjast
þungt á atvinnulífið, einkum
stóriðju. Þar með dregur mjög úr
möguleikum okkar til að laða að
til landsins nýjar fjárfestingar.
Vitanlega verður ekki vikist
undan því að skera niður ríkisút-
gjöld, enda hafa þau vaxið um
30% að raungildi á síðustu tíu ár-
um, og kalla sumir það frjáls-
hyggju. En sá niðurskurður mun
valda samdrætti í hagkerfinu og
því nauðsynlegt að örva hag-
kerfið á móti eins og frekast er
kostur. Skattahækkanir og
stjórnsýslutafir, sem ætlað er að
koma í veg fyrir erlenda fjárfest-
ingu, ganga þvert á þessa stefnu.
Stefna ríkisstjórnarinnar eykur
enn á samdráttinn og mun gera
heimilunum erfiðara fyrir að ná
endum saman. Jafnframt mun
vandi ríkissjóðs aukast enn frá
því sem nú er vegna þessarar
stefnu og er sá vandi mikill nú
þegar.
Illugi Gunnarsson
Ríkisstjórnin dýpkar kreppuna
Höfundur er þingmaður.