Morgunblaðið - 05.10.2009, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 05.10.2009, Qupperneq 21
Dagbók 21 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 Sudoku Frumstig 2 6 4 8 2 1 5 9 5 6 1 1 9 8 3 4 5 3 2 6 3 7 9 5 2 4 8 6 9 7 8 1 5 2 5 2 6 3 1 4 7 8 7 2 5 7 8 9 6 5 4 7 3 1 9 6 2 6 5 4 7 2 5 9 3 5 8 5 1 4 1 6 9 7 8 1 8 4 7 9 5 2 3 6 3 6 9 2 4 1 7 8 5 5 2 7 6 8 3 4 1 9 6 5 8 1 2 7 3 9 4 2 4 3 8 6 9 5 7 1 7 9 1 5 3 4 8 6 2 9 7 2 3 5 6 1 4 8 8 1 6 4 7 2 9 5 3 4 3 5 9 1 8 6 2 7 9 1 2 6 7 5 4 3 8 4 5 3 2 9 8 1 7 6 7 8 6 4 3 1 9 2 5 2 3 8 1 5 7 6 9 4 6 7 5 3 4 9 8 1 2 1 9 4 8 6 2 7 5 3 3 4 9 5 1 6 2 8 7 8 6 1 7 2 3 5 4 9 5 2 7 9 8 4 3 6 1 3 9 7 4 2 8 1 6 5 5 4 6 1 7 9 8 3 2 8 1 2 6 5 3 7 9 4 4 3 9 8 1 2 6 5 7 2 5 8 7 6 4 9 1 3 7 6 1 9 3 5 2 4 8 1 2 4 3 8 6 5 7 9 6 8 3 5 9 7 4 2 1 9 7 5 2 4 1 3 8 6 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er mánudagur 5. október, 278. dagur ársins 2009 Orð dagsins: Nýtt boðorð gef ég yður, að þér elskið hver annan. Eins og ég hef elskað yður, skuluð þér einnig elska hver annan. ( Jóh. 13, 34.) Val á orðum og fjöldi þeirra skiptirmiklu ef fólk vill láta taka mark á sér, á sama hátt og léleg og lítil froða gerir bjór óspennandi en falleg froða bætir hann. Víkverji er loksins búinn að átta sig þessu. x x x Auðvitað getur hann haldið sínustriki, verið lummulegur og sagt til dæmis: „Ég ætla að taka strætó í dag“. En mun áhrifameira er að segja: „Ég hef að vandlega yfirlögðu ráði tekið þá ákvörðun að beita fram- sækinni hugmyndafræði við val á að- ferðum við að láta flytja sjálfan mig milli tveggja staða og kynna mér af eigin raun ástandið í almennings- samgöngum borgarinnar með því að ferðast með leið 3 og 12 í dag.“ x x x Í alvöru, þessi óþolandi orðafroða,staglstíll og belgingur hjá mörg- um stjórnmálamönnum og embætt- ismönnum virðist hafa það eina hlut- verk að fela andlega nekt þeirra, sýnist Víkverja. En nú man hann allt í einu að stór hluti liðsmanna Alþingis er einmitt fyrrverandi fjölmiðlamenn. Ekki gengur að gagnrýna kollega, þó að þeir séu hættir. Við verðum að sýna samstöðu. Við megum allt, bara við. x x x En Víkverji er líka jákvæður. Út-svar á áreiðanlega eftir að kom- ast á spjöld sögunnar sem eitthvert besta sjónvarpsefni sem Ríkissjón- varpið hefur framleitt gegnum tíðina. Skemmtilegri þjóðarspegil er erfitt að ímynda sér og margir af þátttak- endunum eru orðnir eins og heim- ilisvinir hjá áhorfendum. x x x Umgjörð þáttanna er afslöppuð ogtilgerðarlaus og tvennt tryggir síðan góða útkomu: þrautreyndur spurningahöfundur, Ólafur B. Guðna- son, með frábæra hugmyndaauðgi og húmor og stjórnendur sem kunna sitt fag. Ekki skaðar að bæði hafa gaman af því sem þau eru að gera, það leynir sér ekki. Húrra fyrir þessu ágæta fólki! víkverji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 orsaka, 4 streyma, 7 ásynja, 8 ljós- gjafinn, 9 blóm, 11 brún, 13 konur, 14 afkvæmi, 15 vitlaus, 17 íþyngd, 20 liðamót, 22 mergð, 23 áma, 24 kasta, 25 trjá- gróðurs. Lóðrétt | 1 braut, 2 um garð gengin, 3 flanar, 4 vatnsfall, 5 lætur af hendi, 6 fugls, 10 upp- námið, 12 atorku, 13 burt, 15 þjalar, 16 nógu mik- inn, 18 mjúkan, 19 jarða, 20 ósoðna, 21 snæðir. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 glysgjarn, 8 útveg, 9 lofar, 10 ill, 11 tosar, 13 Arnar, 15 hlass, 18 fauti, 21 Týr, 22 lokki, 23 öndin, 24 grannkona. Lóðrétt: 2 lævís, 3 segir, 4 julla, 5 rófan, 6 búnt, 7 hrár, 12 ats, 14 róa, 15 hóll, 16 askur, 17 stinn, 18 frökk, 19 undin, 20 inna. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 b5 4. cxb5 a6 5. bxa6 g6 6. Rc3 Bxa6 7. g3 d6 8. Bg2 Bg7 9. Rf3 Rbd7 10. Hb1 Rb6 11. b3 Bc8 12. Rd2 Bf5 13. e4 Bc8 14. a4 h5 15. 0-0 h4 16. Rc4 hxg3 17. hxg3 Bg4 18. f3 Bd7 19. Dd3 Rxc4 20. Dxc4 Hb8 21. b4 cxb4 22. Hxb4 Hc8 23. Db3 Da5 24. Re2 0-0 25. Bb2 Ha8 26. Ha1 e6 27. dxe6 Bxe6 28. Da3 Hfc8 29. Rf4 Bc4 30. Hd1 Dg5 31. Kh2 Rh5 32. Rxh5 Dxh5+ 33. Kg1 Be2 34. Hd2 Dc5+ 35. Bd4 Bxd4+ 36. Hdxd4 Hab8 37. f4 Staðan kom upp á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Reykjavík og sem Taflfélag Bolungarvíkur hélt en Útgáfufélagið Sögur styrkti. Al- þjóðlegi meistarinn Jón Viktor Gunn- arsson (2.462) hafði svart gegn Birni Þorfinnssyni (2.395). 37. … Bc4! og hvítur gafst upp enda liðstap óumflýj- anlegt. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Hvolpar. Norður ♠D10982 ♥ÁK2 ♦K43 ♣76 Vestur Austur ♠754 ♠ÁKG ♥G1098 ♥654 ♦D965 ♦10 ♣D2 ♣G109853 Suður ♠63 ♥D73 ♦ÁG872 ♣ÁK4 Suður spilar 3G. Flestir spilarar sýna tíum og níun tilhlýðilega virðingu, en gleyma sér gjarnan þegar komið er niður í áttu og smærri spil. Þá rennur allt saman í eina hundahjörð. Hér er útspilið ♥G og verkefni sagnhafa er fljótgreint: hann þarf að fá fjóra slagi á tígul. En það mun seint ganga eftir nema hann skilji mikilvægi þess að eiga ♦87 í lang- litnum. Þeir „hvolpar“ koma að góðum notum. Tæknin er einföld þegar búið er að kveikja á perunni: að leggja fyrst niður ♦Á og kanna hvað gerist. Ef ásinn lað- ar ekki fram millispil, er tekið á kóng- inn næst og þá má austur eiga drottn- ingu þriðju eða fjórðu, hann fær bara einn slag. Ávinningurinn kemur fram þegar austur er með staka tíu eða níu. Þá er áttunni spilað næst og hún látin svífa yfir ef vestur dúkkar. (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Samskipti við foreldra eða yf- irboðara eru full ákefðar um þessar mundir. Forðastu samt sem áður setja ástvini þína á stall og mundu að þeir eru mannlegir rétt eins og þú. (20. apríl - 20. maí)  Naut Ef þú heldur rétt á spilunum mun þér ganga allt í haginn jafnt á vinnustað sem heima fyrir. Víkkaðu sjóndeild- arhringinn. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú færð ekki neitt með því að sitja með hendur í skauti. Fólk reiðir sig á að þú sért með ferskar og raunsæjar hugmyndir sem geta leyst ýmis vanda- mál. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Þú ert vinsæll og þegar klappað er fyrir þér, þá áttu það skilið. Þú situr sem fastast í kollinum þótt allt annað í kringum þig sé að breytast. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Það er sama hvað þú leggur á þig til þess að þjálfa staðgengil fyrir þig, hann á aldrei eftir að koma alveg í staðinn. Sak- laus skemmtun er allra meina bót. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Reyndu að taka því vel þótt þú verðir fyrir einhverjum skakkaföllum því þau munu ekki koma í veg fyrir að þú ná- ir takmarki þínu. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Hæfileikar sem þú álítur sérstaka verða dýrmætir fyrir einhvern annan. Stundum leysir það vandamál að spyrja „hvað ef?“, en stundum skapar það þau. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Einkalíf þitt verðskuldar jafn mikla athygli og lífið í vinnunni. Taktu þetta með í reikninginn og reyndu að líta sem best út. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Það sem þú getur og það sem þú vilt gera eru eitt og hið sama ef þú missir ekki sjónar á draumalandinu. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Hafðu hugfast að aldrei er hægt að gera svo að öllum líki. Margt er þér í hag þessa dagana og sjálfsagt að notfæra sér meðbyrinn meðan hann var- ir. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Opnaðu glugga hjarta þíns upp á gátt og hafðu skilning á sambandinu. Sumir eru sárari en aðrir. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það er aldrei að vita hvenær lukk- an ber að dyrum svo þú skalt jafnan vera við öllu búinn hvort heldur þú ert á heimaslóð eða að heiman. Gefðu þér tíma til að leggja góðum málefnum lið. Stjörnuspá 5. október 1897 Æskan, „barnablað með myndum, gefið út af Stórstúku Íslands,“ kom út í fyrsta sinn. Blaðið var gefið út í rúma öld. 5. október 1949 Dregið var í fyrsta sinn í Vöru- happdrætti Sambands ís- lenskra berklasjúklinga (SÍBS). Hæsti vinningur, hús- gögn í tvær stofur, kom á miða númer 18064. 5. október 2000 Víkingaskipið Íslendingur kom til hafnar í New York, en lagt hafði verið af stað frá Ís- landi í júní. „Takmarkinu er náð,“ sagði Gunnar Marel Eggertsson skipstjóri. Ferðin var farin til að minnast landa- fundanna árið 1000. 5. október 2003 Hljómar héldu tónleika í Aust- urbæ, nákvæmlega 40 árum eftir að þeir léku í fyrsta sinn opinberlega, í Krossinum í Njarðvík. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist… Naúmí Alda Ingólfsdóttir, Eva María Thorarensen og Alda Líf Guðmundardóttir stóðu fyrir tom- bólu á Kirkjubæjarklaustri til styrktar Rauða krossinum. Þær söfnuðu 5.974 krónum. Á myndinni eru Naúmí Alda og Eva María. Hlutavelta RÓBERT H. Haraldsson, prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands, á fimmtugsafmæli í dag. Hann fagnaði áfanganum um helgina í faðmi fjölskyld- unnar en segist ekki ætla að halda upp á afmælið að öðru leyti. Farið var í sumarbústað á Flúðum og gengið upp á Bláfell og Kjöl en eiginkona hans, Kolbrún Pálsdóttir, skipulagði óvissuferð upp á síðarnefnda fjallið og um Suðurlandið. „Þetta er svo ótrúlega fallegt land, maður uppgötvar það á hverjum degi,“ segir Róbert. „Svo fór ég í golf í fyrsta sinn á ævinni,“ segir hann og bætir við að það hafi verið erfiðara en hann bjóst við. Spurður hvort hann ætli að spila meira segir hann það afar freistandi. Róbert segir eftirminnilegustu afmælisdagana hafa verið þrítugs- afmælið í Bandaríkjunum, þar sem amerískir og íslenskir vinir hans héldu honum óvænta afmælisveislu, og fertugsafmælið, sem hann fagnaði á góðum veitingastað í Kaupmannahöfn. Helstu áhugamál Róberts eru hjólreiðar og hvers kyns útivist en hann hjólar alltaf í HÍ, þar sem hann hefur starfað síðustu 18 árin, úr Garðabænum. Það gerir rúmlega 22 km á dag. „Það er ágæt leið til að halda sér í formi,“ segir hann. ylfa@mbl.is Róbert H. Haraldsson heimspekingur 50 ára Ferðaðist um Suðurlandið Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.