Morgunblaðið - 05.10.2009, Síða 28

Morgunblaðið - 05.10.2009, Síða 28
Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is Það var kátara en nokkru sinnifyrr í Höllinni í Vest-mannaeyjum á fimmudags-kvöldið þegar hljómsveitin Papar kom þar fram og kynnti sína nýj- ustu plötu. Ég verð að dansa heitir plat- an sem hefur að geyma fjórtán lög eftir Gylfa Ægisson. Paparnir eru nú á tón- leikaferð um landið þar sem þeir kynna plötuna og voru Eyjarnar einn af fyrstu viðkomustöðunum sem verða fimmtán alls. Í sumaryl „Við Papar erum nú að koma saman aftur eftir nokkurt hlé og vildum gefa út plötu jafnhliða því. Þeirri hugmynd að gefa út plötu með lögum Gylfa Ægisson- ar var skotið að okkur fyrir nokkrum ár- um. Þá vorum við hins vegar í öðrum pælingum og plata með lögum Jónasar Árnason var í undirbúningi. Núna lá hins vegar beint við að fara í plötu með lögum Gylfa, þetta er rétti tíminn,“ seg- ir Páll Eyjólfsson hljómborðs- og harm- onikuleikari Papanna. Lög Gylfa Ægissonar á plötu Papa eru alls fimmtán. Þar má nefna Ég hvísla yfir hafið, Út á hafið, Jibbý jei, Minning um mann og Í sól og sumaryl. Það síðast- nefnda er ef til vill þekktasta lag Gylfa og var gert nánast ódauðlegt af Hljómsveit Ingimars Eydal fyrir rífum þrjátíu árum. Þá er lagið Minning um mann ekki síður velþekkt. Það samdi Gylfi um Eyjamann- inn Árna Valdason, Gölla sem svo var nefndur og Árni Johnsen gerði víð- frægan þegar hann söng Göllavísur. Einstakur maður „Nei, Gylfi Ægisson er ekki hallær- islegur. Það er ómögulegt að halda slíku fram um mann sem hefur samið ótalmörg lög sem slegið hafa í gegn meðal þjóð- arinnar,“ segir Páll Eyjólfsson. „Gylfi er í mínum huga alveg einstakur maður sem gerir hlutina á sinn sérstaka hátt. Kemur til dyranna eins og hann er klæddur og í tónlistinni semur hann lögin sjálfur, syngur, tekur þau upp og selur plöturnar sjálfur. Þetta myndu fáir leika eftir. Gylfi er hjartastór maður og hefur mikla frásagnagáfu eins og heyrist best í textunum hans.“ Gjöfull tími Siglfirðingurinn Gylfi Ægisson kom fyrst til Vestmannaeyja fimmtán ára gamall, árið 1961. Hann flutti til Eyja í kringum 1970 og bjó þar í nokkur ár eftir það. Sigraði tvö ár í röð í samkeppni um Þjóðhátíðarlag Eyjamanna; í fyrra sinnið árið 1974 með laginu Eyjan mín bjarta. Í tímans rás hefur Gylfa Ægisson ann- ars verið best þekktur fyrir sjómannalög sín. Í óskalagaþætti sjómanna í Rík- isútvarpinu, Á frívaktinni, sem jafnan var á dagskrá á fimmtudögum átti hann oft tvö til þrjú lög í hverjum þætti. „Sigrún Sigurðardóttir sem var um- sjónarmaður þáttarins sagði að ég stæði uppúr. Enginn ætti fleiri lög í þættinum en ég. Um Eyjarnar get ég svo sagt að þann tíma sem ég bjó hér kynntist ég mörgum góðum strákum og þetta var mér líka afskaplega gjöfull tími í tónlist- inni. Hér samdi ég mörg af mínum lög- um,“ segir lagasmiðurinn Gylfi Ægisson. Plata með Gylfa gömul hugmynd Söngvarinn Matthías kyrjaði slagarana góðu. Gleði Hún naut sín vel í fangi unnustans. Kóngurinn Bubbi syngur um lífið við sjóinn. Kátur Palli papi söng og þandi nikkuna. Gylfi Ægis Lögin hans eiga sinn sess í þjóðarsálinni. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vinkonur Lög Gylfa höfða til allra aldurshópa, þar á meðal Eyjadísanna Heiðu, Mörtu og Fanndísar sem skemmtu sér vel. MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG SELFOSSI BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK - Æðisleg! - Algjört meistarverk!! - Myndin er geeðveik! :D - sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi - Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana - Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra - hún er geeeðveik - Snillddddddd - Besta fjölskyldumyndin síðan MEÐ ALLT Á HREINU - Hún er jafn fyndin fyrir ful- lorðna! - Strákurinn minn er enn með stjörnur í augunum - Krakkarnir tala ekki um annað! YFIR 17.000 GESTIR FYRSTU VIKUNA HHHH - K.U. - TIME OUT NEW YORK "ENTERTAINING AND INGENIOUS! - ROGER EBERT BRUCE WILLIS ER MÆTTUR Í HÖRKU- SPENNANDI MYND SEM ENGINN MÁ MISSA AF PENINGAR - SVIK - MORÐ MANNLEG FULLKOMNUN – HVAÐ GETUR FARIÐ ÚRSKEIÐIS? SURROGATES SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK / ÁLFABAKKA SURROGATES kl. 6 - 8D - 10:10D 12 DIGITAL DISTRICT 9 kl. 8 - 10:20 16 SURROGATES kl. 5 - 8 - 10:10 16 LÚXUS VIP BANDSLAM kl. 5:30 L ALGJÖR SVEPPI OG LEIT... kl. 6D L DIGITAL UPP (UP) m. ísl. tali kl. 5:50 L FUNNY PEOPLE kl. 5 - 8 - 10:50 12 HARRY POTTER kl. 8 10 HAUNTING IN CONNECTICUT kl. 8 - 10:20 16 REYKJAVÍK WHALE WAT... kl. 10:50 16 / KRINGLUNNI SURROGATES kl. 6 - 8:20D - 10:30D 16 DIGITAL ALGJÖR SVEPPI... kl. 6D L DIGITAL KRAFTUR Síðasti.. kl. 8:10D - 9:20D L DIGITAL DISTRICT 9 kl. 8:10 - 10:30 16 FINAL DESTINATION kl. 10:303D 16 DIGITAL 3D UPP (UP) m. ensku tali kl. 63D L DIGITAL 3D Papar og Gylfi Ægisson koma víða við næstu daga í tónleikahaldi sínu. Jafnframt er með þeim í för Bubbi Morthens. Það er vel við hæfi enda hafa sjórinn og lífið í verbúð- um landsins oft verið yrkisefni Bubba, rétt eins og Gylfa. Tónleikarnir verða eftirtalda daga í október. 6. Valhöll Eskifirði 7. Félagsheimilið Fáskrúðsfirði 8. Hótel Framtíð Djúpavogi 9. Herðubreið Seyðisfirði 10. Valaskjálf Egilsstöðum* 13. Menningarhúsið Dalvík 14. Græni Hatturinn Akureyri 15. Allinn Siglufirði 16. Miðgarður Skagafirði 17. Miðgarður Skagafirði* 20. Félagsheimilið Ólafsvík 21. Saltfiskssetrið Grindavík 22. Austurbær Reykjavík 23. Bíóið Akranesi 24. Dalabúð Búðardal* * Skemmtanir í Valaskjálf, Miðgarði og Dalabúð eru dansleikir. Hringferð og 15 viðkomustaðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.