Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.10.2009, Blaðsíða 29
arlausn Kínverja á offjölgunar- vandamálinu. Allt gerir þetta söguna að dálítilli langloku. Kannski er það vegna mikillar samkeppni glæpasagnahöfunda á milli að norrænar glæpasögur verða stöðugt blóðugri. Líkin hrannast upp. Nú sjáum við fjöldamorð á síðum þeirra, jafnvel á friðsömum stað í Norður-Svíþjóð, og heimspólitíkin kemur inn í sögur með öllum sínum sérkennilegu gildisviðmiðum þar sem heimsvaldastefna Kínverja er gerð verri en samsvarandi stefna Evr- ópuþjóða og Bandaríkjanna að ógleymdu baksviðsmakkinu og hætt- unni að austan. Sennilega er óvíða jafnmikill hætta á blóma í fordómaf- lórunni og í glæpasögum, jafnvel þeim sem þykjast veifa fána fé- lagshyggjunnar. Þrátt fyrir svo toginleitan sögu- þráð og víðförlan er töluverðri spennu haldið uppi í þessari bók. Höf- undur hefur betra vald á glæpasögu- forminu en flestir aðrir höfundar. En mér finnst eins og hann hafi í þetta skiptið hreinlega færst of mikið í fang. Þýðing verksins er látlaus, án hnökra og stelur engri athygli. Frá Hesjövallen til Simbabve Skáldsaga Kínverjinn eftir Henning Mankell, Mál og menning, 2009 – 508 bls. SKAFTI Þ. HALLDÓRSSON BÆKUR Hvaða samnefnara á fjölda-morð í Svíþjóð meðmeintri nýlendustefnuKínverja í Simbabve? Glæpasagnahöfundar reyna stundum býsna mikið á þanþol skynseminnar. Það gerir Henning Mankell í bókinni Kínverjanum. Mankell er þekkt- astur fyrir bækur sínar um lög- reglumanninn Wallander og er með viðurkennd- ustu glæpasagna- höfundum Norðurlanda enda eru margar sagna hans spennuþrungnar og vel gerðar. Kín- verjinn er á sama hátt að mörgu leyti vel skrifað verk og lofar góðu fram í miðja bók. Verkið fjallar um fjölda- morð sem framið er í sænsku smá- þorpi. Íbúar þorpsins eru teknir af lífi með sveðju. En af einhverjum ástæð- um verður síðan einhvern veginn allt í bókinni ákaflega langsótt og í mínum huga jafnvel ótrúverðugt. Sögumiðja verksins tengist dómara, konu á miðjum aldri, sem er lauslega tengd nokkrum fórnarlömbunum fjöl- skylduböndum og fær áhuga á rann- sókn málsins. Hún kemst yfir dag- bókarbrot sem tengja fórnarlömbin lauslega atburðum á 19. öld í Banda- ríkjunum og Kínverja sem er í hefnd- arhug vegna atburða sem áttu sér stað þar á þeim tíma. Segja má að sú langrækni sé úr hófi fram. Þessi langsótta atburðarás leiðir okkur með höfundi og aðalpersónu hans inn í Kína nútímans þar sem uppreisnir alþýðu eru á hverju strái, mannréttindi eru fótum troðin og Kínverjar byrjaðir að framkvæma nýstárlega heimsvaldastefnu sem byggist á því að flytja uppreisnar- bændurna til Afríku. Við kynnumst innviðum kommúnistaflokksins í Kína enda er höfuðpersónan líkt og höfundurinn gamall maóisti. Er sag- an á köflum einhvers konar endurlit og jafnvel uppgjör á þeirri fortíð hans og einhvern veginn týnist sjálft glæpamálið á köflum í stórvelda- pólitík. Lesendur verða jafnvel að leggja það á sig að lesa alllanga end- ursögn á fimm tíma ræðu um framtíð- Kínverjinn Venjulegt verð – 1050 kr. Í REYKJAVÍK SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI HHHHH „A GENUINELY ORIGINAL SCIENCE FICTION FILM THAT GRABS YOU IMMEDIATELY, NOT LETTING GO UNTIL THE FINAL SHOT.“ THE HOLLYWOOD REPORTER HHHHH SAN FRANCISCO CHRONICLE SÝND Í ÁLFABAKKASÝND KRINGLUNNI OG SELFOSSI FRÁ FRAMLEIÐANDANUM PETER JACKSON KEMUR EIN BESTA MYND ÞESSA ÁRS! “ÁHORFENDUR SKEMMTU SÉR VEL, ENDA MYNDIN Í SENN HJARTNÆM OG EINLÆG OG OFT VAR HLEGIÐ Í SAL- NUM OG EINS FELLDU MARGIR TÁR, KARLAR JAFNT OG KONUR. Í ÞAÐ HEILA ER MYNDIN GÓÐ AFÞREY- ING FYRIR ALLA, EKKI BARA HESTA- MENN OG HREINLEGA SKEMMTILEG FJÖLSKYLDUMYND OG SANNARLEGA HÆGT AÐ MÆLA MEÐ ÞVÍ AÐ FÓLK FARI OG SJÁI HANA.” FRÁ LEIKSTJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG KNOCKED UP. STÓRKOST- LEG GRÍN- MYND MEÐ ÞEIM ADAM SANDLER, SETH ROGEN OG ERIC BANA. A REACH FOR EXCELLENCE THAT TAKES BIG RISKS.“ 100/100 – SAN FRANCISCO CHRONICLE „IT’S THE WORK OF A MAJOR TALENT.“ 88/100 - ROLLING STONES. „CAREFULLY WRITTEN DIALOGUE AND CARE- FULLY PLACED SUPPORTING PERFORMANCES -- AND IT’S ABOUT SOMETHING.“ 88/100 – CHICAGO SUN-TIMES HHHH - S.V. MBL SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI BYGGÐ Á SANNSÖGU- LEGUM ATBURÐUM ÓHUGNALEG MYND ÞAR SEM ÓÚTSKÝRÐIR HLUTIR ÁTTU SÉR STAÐ Í GÖMLU ÚTFARAR- HEIMILI. SUMA HLUTI ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA. ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA. SÝND Í ÁLFABAKKA, KEFLAVÍK OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG SELFOSSISÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRISÝND Í KRINGLUNNI / AKUREYRI / KEFLAVÍK / SELFOSSI ALGJÖR SVEPPI OG ... kl. 6 L SURROGATES kl. 8 - 10:20 12 UPP m. ísl. tali kl. 6 L FUNNY PEOPLE kl. 8 12 HAUNTINGINCONNECTICUT kl. 10:40 16 SURROGATES kl. 8 - 10:20 12 BANDSLAM kl. 8 L BEYOND A REASONABLE.. kl. 10 16 ALGJÖR SVEPPI OG LEITIN... kl. 8 L DISTRICT 9 kl. 10:20 16 BANDSLAM kl. 8 L FINAL DESTINATION 4 kl. 10:20 16 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 2009 Hlíðasmára 14 sími 588 2122 www.eltak.is Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband líðas ára 14 Sí i 588 2122 .eltak.is Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is „ÞAÐ gekk rosalega vel og eins og alltaf skemmtum við okkur kon- unglega við að spila, þarna var fullt af vinum okkar hérna í LA og síð- an einnig lið frá ýmsum plötufyr- irtækjum. Svo kemur bara í ljós hvort eitthvað kemur út úr þessu,“ segir Einar Egilsson um tónleika sem Steed Lord hélt á mánudaginn síðasta á hinum sögufræga klúbbi The Roxy í Hollywood fyrir plötu- fyrirtæki og annað bransafólk. Einar skipar hljómsveitina ásamt unnustu sinni Svölu Björg- vinsdóttur og bræðrum sínum Ella og Edda. Þau fluttu til Los Angel- es í sumar og leiðin hefur bara leg- ið upp á við síðan. „Við erum klára Ameríkutúrinn hérna á vest- urströndinni og spiluðum fyrir helgi í San Francisco og á Avalon í LA. Síðan spilum við á Cinespace í LA á þriðjudagskvöldið, sem er lokakvöldið á Ameríkutúrnum og útgáfupartí í leiðinni á remix- plötunni okkar The Truth Serum Remix Project,“ segir Einar. Nítján listamenn mixa Steed Lord hefur í allt sumar unnið að remix-plötu sem ber heit- ið The Truth Serum Remix Proj- ect. Á plötunni eru 22 endur- hljóðblöndur af lögunum sem voru á fyrstu plötu þeirra, Truth Serum. „Við fengum nítján listamenn frá mismunandi löndum til að remixa okkur og síðan endurhljóðblöndum við sjálf þrjú af lögunum okkar á plötunni. Þarna eru mjög stór nöfn í danstónlistargeiranum eins og til dæmis Don Rimini, Jack Beats, Tommy Sunshine, Crookers, Russ Chimes, Dj Mehdi og Mercury,“ segir Einar og bætir við að þau hafi líka verið að vinna fyrir aðra tónlistarmenn. „Í viðbót við að gefa út okkar eigin plötu vorum við að klára að endurhljóðblanda lag fyrir indie-band héðan frá Kaliforníu sem heitir The Willowz og mun það koma út hjá Dim Mak Records í október. Svala var einnig fengin til að vera gestur í lagi hjá Mustard Pimp sem eru tónlistarmenn sem líka gefa út hjá Dim Mak Records hérna í LA.“ Sex laga EP-plata á leiðinni Steed Lord á sér ekki aðeins aðdáendur í Ameríku því bandið er líka að leggja undir sig Evrópu. „Eftir Ameríkutúrinn höldum við til Ítalíu og spilum í Mílanó á föstudag og í Bologna á laugardag í næstu viku. Við höfum aldrei spil- að á Ítalíu áður en það er búið að biðja okkur um að koma þangað og spila í langan tíma. Við höfum allt- af fengið mjög jákvæða strauma frá Ítalíu enda höfum við unnið mikið með Crookers vinum okkar sem eru þaðan, en þeir eru eitt stærsta danstónlistarband í heim- inum í dag. Við erum einmitt með lag á fyrstu plötunni þeirra sem kemur út í janúar 2010 og nefnist A Ton Of Friends þar sem þeir fengu fullt af listamönnum og vin- um sínum til að semja með þeim lög á plötunni, allt frá Kelis til Kanye West. Við erum stolt af að fá að taka þátt í því stóra verk- efni.“ Eftir Ítalíudvöl heldur Steed Lord áfram um Evrópu og spilar í Englandi, Frakklandi, Ungverja- landi og Þýskalandi. „Síðan erum við að fara að vinna að sex laga EP-plötu sem kemur út í byrjun 2010. Þegar sú plata kemur út túr- um við ennþá meira til að kynna hana áður en við tökum upp okkar næstu breiðskífu. Þetta er enda- laus vinna en algjörlega þess virði,“ segir Einar og hlær. Íslend- ingar verða þó að bíða þess eitt- hvað að sjá Steed Lord, þau spila ekkert á klakanum það sem eftir lifir þessa árs en Einar segir að það sé aldrei að vita nema þau sjá- ist hér á því næsta. Stigvaxandi Steed Lord  Eru að klára Ameríkutúrinn og halda svo til Evrópu  Senda frá sér tuttugu og tveggja laga remix-plötu  Eiga lag á næstu plötu Crookers ásamt Kanye West og fleirum Steed Lord Á The Roxy klúbbnum í Hollywood á mánudaginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.