Morgunblaðið - 05.10.2009, Page 32

Morgunblaðið - 05.10.2009, Page 32
MÁNUDAGUR 5. OKTÓBER 278. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 295 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Heitast 0°C | Kaldast -7°C Austlæg eða breyti- leg átt, 3-8 m/s. Dálítil él norðan og aust- anlands. Annars skýj- að með köflum og slydda. »10 Hljómsveitin Steed Lord spilar víða í Bandaríkjunum og heldur síðan til Ítal- íu. Á lag á næstu plötu Crookers. »29 TÓNLIST» Að klára Ameríkutúr TÓNLIST» Kæti í Höllinni hjá Gylfa, Pöpum og Bubba. »28 Gagnrýnandinn seg- ir að Stúlkan sem lék sér að eldinum sé þrælgóð skemmtun, æsispennandi, harð- vítug og grimm. »27 KVIKMYNDIR» Rapace stát- in og flott FLUGAN» Flugan kom í tölvuheima og hitti Íra. »24 FÓLK» Gamanleikari getur ekki án banjós verið. »25 Menning VEÐUR» 1. Vanræksla banaði 228 manns 2. Orðlaus við fegurstu byggingu … 3. Maður stunginn með hnífi … 4. Stórlaxarnir munu ekki … sleppa »MEST LESIÐ Á mbl.is Hættulegt að skera flatt  Hulda Gunnlaugsdóttir, forstjóri Landspítalans, telur hættulegt að skera flatt niður hjá Landspít- alanum líkt og stefnt er að. Aðeins sé einn slíkur spítali á Íslandi, hann sé öryggisnet fyrir landið og því beri fyrst að leita allra leiða til að ná heildarhagræðingu. »Forsíða Ekki samið um Rússalán  Ekki hefur tekist að ná sam- komulagi um mögulegt lán Rússa til Íslendinga. Hins vegar staðfestu Steingrímur J. Sigfússon fjármála- ráðherra og Jan Vincent Rostowski, fjármálaráðherra Póllands, í gær samning um lán frá Póllandi til Ís- lands. »2 Ósáttir við niðurskurð  Sjúkraflutningar verða skornir niður um 53,5 milljónir á næsta ári. Slökkviliðsmenn eru ósáttir og telja erfitt að skera niður án þess að það bitni á þjónustu. »4 Telja dómstóla hlutdræga  Hollenskir innistæðueigendur sem hyggjast fara í skaðabótamál gegn Seðlabanka Íslands og Fjár- málaeftirlitinu, telja framkvæmdina geta orðið erfiða. Erfitt geti reynst að finna bæði hlutlausa lögmenn og dómara. »6 Sósíalistar sigruðu  Leiðtogi Pasok-flokks grískra sósíalista, George Papandreou, lýsti í gærkvöld yfir sigri í þingkosning- unum. Flokkur hans hlaut yfir 43% atkvæða og virtist mundu fá hrein- an meirihluta á þingi. Búið var að telja um tvo þriðju hluta atkvæða. »12 SKOÐANIR» Staksteinar: Mælt með minnihlutastjórn Forystugreinar: Gallað fjárlaga- frumvarp | Enn kusu Írar aftur Pistill: Blóðugt tannhjól sögunnar Ljósvaki: Vondu dagarnir UMRÆÐAN» Klúður í stjórnkerfinu eða pólitísk stefnumótun Úrræði – ekki gylliboð Ríkisstjórnin dýpkar kreppuna BÖRNIN höfðu mikinn áhuga á beinagrindunum í Þjóðminjasafninu. Í gær var barnaleiðsögn um safnið og m.a. var skoðaður 800 ára gamall skór, dularfullur álfapottur, hringabrynja og álfa- myndir. Ferðalag barnanna um safnið hófst á slóðum landnámsmanna á 9. öld. Þaðan lá leiðin um sýn- inguna og 1200 ára sögu íslensku þjóðarinnar til nútímans. Morgunblaðið/Golli KRÖKKUNUM ÞÓTTI BEINAGRINDIN MERKILEG Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „LEIKIR helgarinnar voru fjörugir og gaman að lýsa þeim,“ segir Bjarni Felixson íþróttafréttamaður. Sem endranær var Bjarni á vaktinni um helgina og lýsti bikarúrslitaleikjum karla og kvenna í knattspyrnu fyrir hlustendum Ríkisútvarpsins. Á laugardag kepptu Fram og Breiðablik sín á milli um bikarinn þar sem síðarnefnda liðið sigraði eft- ir vítaspyrnukeppni. „Úrslitin í leik karlanna hefðu getað lent hvorum megin hryggjar sem var. Sama má segja um kvennaleikinn, enda þótt Valsstúlkur sigruðu Breiðablik í framlengingu,“ segir Bjarni Felix- son. Fyrsti bikarleikur karla í knatt- spyrnu hér á landi var háður 1960 þegar KR atti kappi við Fram. Þá var Bjarni í sigursælu Vesturbæjar- liðinu sem vann bikarinn sjö sinnum á fyrstu átta árunum. „Fótboltinn hefur breyst talsvert á þessum tíma. Hraðinn er meiri og fólk tekur þetta fullalvarlega. Leikmenn fá sömuleið- is ekki að leika sér með boltann í sama mæli og áður var,“ segir Bjarni sem hóf störf hjá Sjónvarpinu fyrir rúmum 40 árum, þá sem umsjón- armaður enska boltans. Fyrsta bik- arleik karla í knattspyrnu lýsti hann fyrir 34 árum og kvennaleik fáum ár- um seinna. Og enn er Bjarni að. „Ég er eftirlaunamaður og sestur í helgan stein. Hins vegar kallar Rík- isútvarpið stundum í mig og ég held áfram að lýsa leikjum meðan ég fæ tækifæri til þess.“ Gaman að lýsa fjörugum leikjum Morgunblaðið/Golli Í stúkunni Bjarni Felixson lýsti bikarleikjum helgarinnar, eins og hann hef- ur gert í áratugi. Kristrún Lilja Daðadóttir aðstoðaði hann í gær.  Bjarni Felixson lék fyrsta bikarleikinn í knattspyrnu fyrir KR 1960  Enn á vaktinni fyrir Ríkisútvarpið  Hraðinn í boltanum meiri og keppnin er harðari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.