Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is „ÞAÐ er alltaf svipuð tilfinning að koma inn á svona hamfarasvæði. Fólk hefur eðlilega orðið fyrir and- legu áfalli og er í mikilli geðshrær- ingu eftir að hafa misst sína nánustu ættingja. Að sama skapi eru mjög margir komnir hingað til að hjálpa,“ segir Gísli Rafn Ólafsson, stjórnandi úr alþjóðasveit Slysavarnafélagsins Landsbjargar, sem staddur er á jarðskjálftasvæðum á eyjunni Sú- mötru í Indónesíu. Kom hann þang- að á vegum Hjálparstofnunar Sam- einuðu þjóðanna þremur dögum eftir að jarðskjálfti að styrkleika 7,6 stig á Richter reið yfir vesturhluta eyjunnar miðvikudaginn 30. sept- ember. Annar jarðskjálfti kom dag- inn eftir á svipuðum slóðum, að styrkleika 6,8 stig á Richter. Hlutverk Gísla er að taka þátt í samhæfingu og stjórnun hjálp- arstarfs á svæðinu. Hann segist að- spurður draga mikinn lærdóm af að fara á svona hamfarasvæði. Sú reynsla skili sér inn í alþjóðasveit Landsbjargar, hvort sem það er vegna rústabjörgunar erlendis eða heima fyrir. „Við getum alltaf búist við því heima á Íslandi að fá sterkari jarðskjálfta en við höfum verið að fá, og þá ekki síst nær byggðinni á höf- uðborgarsvæðinu,“ segir Gísli. Samhæfir aðgerðir Hann hefur síðustu daga starfað í borginni Padang sem var næst upp- tökum skjálftans á Súmötru. Um leið og björgunarsveitir kom- ust á vettvang jarðskjálftanna var lögð áhersla á að bjarga fólki sem var fast í rústunum. Þegar Gísli kom til Padang voru yfir 20 björgunar- sveitir víðs vegar úr heiminum að störfum. Þeir leituðu að fólki alveg fram á sl. miðvikudag en engir höfðu þá fundist á lífi í rústum húsa síðan daginn eftir mestu skjálftana. Eftir að erlendu leitarsveitirnar yfirgáfu svæðið í vikunni hefur hjálparstarfið snúist um að dreifa hjálpargögnum, hlúa að slösuðum og hreinsa út úr skólum sem skemmdust og öðrum rústum. „Mitt hlutverk hefur verið að sam- ræma aðgerðir sveitanna, tryggja að verið sé að leita á þeim svæðum þar sem talið er að einhver finnist á lífi. Einnig að tryggja að ekki sé verið að leita á sömu svæðum oft. Síðan hefur hlutverkið breyst yfir í það að ein- blína á hjálparstarfið og hópa saman stofnunum eftir því á hvaða sviði þær vinna helst. Okkar hlutverk er að sjá til þess að allir vinni verk sín á samhæfðan og markvissan hátt,“ segir Gísli en fulltrúar frá yfir 130 hjálparstofnunum, stórum og smáum, hafa verið að störfum á eyj- unni að undanförnu. Meira tjón í minni bæjum Tala látinna á Súmötru er komin í um 740 og hátt í 300 manns er sakn- að. Fjöldi slasaðra er um 2.200 og til- kynnt hefur verið um tjón í 235 þús- und húsum, þar af eru um 120 þúsund hús nánast hrunin til grunna. Gísli segir að í borginni sé mesta tjónið á stærri húsum; skól- um, stofnunum og hótelum, og tjón á íbúðarhúsum hafi verið minna en hann reiknaði með. Þegar komið sé út fyrir borgina Padang hafi skemmdir reynst miklar í minni bæjum, einkum þegar ofar dragi á eyjunni og nær fjöllunum. Þar hafi bæir orðið illa úti í skriðuföllum sem skjálftarnir komu af stað. Hafa heilu þorpin nánast sópast burtu. „Fólk hefur grafist undir í skriðu- föllunum og nú er verið að skipu- leggja að koma hjálpargögnum á þessi svæði. Flestir vegir hafa sóp- ast burtu og því eru þyrlur mikið notaðar til að koma hjálpargögnum á svæðið,“ segir Gísli, sem verður nokkra daga enn á Súmötru til að tryggja framgang hjálparstarfsins. Hann er sem fyrr segir einn stjórnandi alþjóðasveitar Lands- bjargar, sem hefur nokkrum sinn- um verið send út til aðstoðar á hamfarasvæðum erlendis. Að þessu sinni var staðan metin þannig að ekki væri ráðlegt að senda sveitina og skipti kostnaður og fjarlægðin til Indónesíu mestu máli. „Við þurfum alltaf að vega og meta hvar við komum best að not- um. Ferðalagið er það langt að þeg- ar við hefðum við verið komnir á skjálftasvæðin hefði ekki mikið verið fyrir okkur að gera. Sama mat var uppi hjá rústabjörg- unarsveitum í nágrannalöndum okkar eins og á Norðurlöndunum og Bretlandi. Stærstu björg- unarsveitirnar komu frá nágranna- löndum Indónesíu og voru skjótar á vettvang,“ segir Gísli en íslenska sveitin tók þessa ákvörðun í sam- ráði við íslensk stjórnvöld og aðrar sambærilegar sveitir í nágranna- löndunum. Reuters Jarðskjálftar Gríðarlegar skemmdir urðu í jarðskjálftunum á Súmötru í Indónesíu. Um 740 hafa látist og 300 manns er saknað. „Fólk í geðshræringu“  Íslendingur tekur þátt í að samhæfa og stjórna hjálparstarfi eftir jarðskjálftana á Súmötru  Segist draga mikinn lærdóm af að fara á svona hamfarasvæði Hjálparstarf Gísli Rafn, fremstur á myndinni, á fundi með samstarfs- félögum sínum hjá UNDAC. Yfir 200 sérfræðingar skipa þann hóp. Gísli Rafn er ásamt fjór- um öðrum Íslendingum meðlimur í UNDAC, sem er hóp- ur sérfræð- inga víðs vegar úr heiminum sem aðstoða Sameinuðu þjóð- irnar við samhæfingu viðbragða alþjóðasamfélagsins eftir nátt- úruhamfarir. Þetta er fimmta ferð Gísla Rafns á rúmum tveimur árum. Fyrst fór hann til Ghana árið 2007 vegna flóða sem þar urðu, í maí á síðasta ári fór hann til Bangkong eftir felli- byl og beint þaðan til Kína vegna jarðskjálfta. Þá var hann sendur til Texas fyrir um ári í kjölfar fellibyls þar. Fimmta ferðin Gísli Rafn Ólafsson 250 km Heimild: USGS, fréttaskeyti SKJÁLFTAR Í INDÓNESÍU Bandar Aceh Jakarta Padang Bengkulu MALASÍA TÆLAND SINGAPÚR I N D Ó N E S Í A SÚMATRA JAVA Fimmtud. 1.10. Stærð 6,8 Tími 01:52 Dýpt 24,9km Miðvikud. 30.9. Stærð 7,6 Tími 10:16 Dýpt 85km Indlandshaf BETUR fór en á horfðist er maður slasaðist við Jökulheima í nágrenni Vatnajökuls í gærmorgun. Hlaut hann áverka við að berja ís undan jeppa en maðurinn var á ferð ásamt hópi fólks frá Jöklarannsóknafélagi Íslands. Var hann fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar suður til Reykjavíkur. Að lokinni rannsókn á Landspítalanum fékk maðurinn að fara til síns heima þar sem áverk- arnir reyndust minniháttar, að sögn vakthafandi læknis á bráða- móttöku spítalans í gærkvöldi. Björgunarsveitir af Suðurlandi voru einnig kallaðar á vettvang en útkallið kom kl. 9.40 í gær. Morgunblaðið/Árni Sæberg Sjúkraflug með þyrlu í Jökulheima Á FUNDI fé- lagsmanna Vinstri grænna, sem haldinn var í Kópavogi um helgina, var sam- þykkt ályktun þess efnis að rík- isstjórnin ætti að breyta vinnu- brögðum sínum og bjóða Ög- mundi Jónassyni ráðherrastól á ný. Ögmundur tók sjálfur til máls á fundinum og skýrði aðdraganda og ástæður fyrir brotthvarfi sínu úr ríkisstjórninni. Kom fram mikill stuðningur við sjónarmið hans á fundinum, að því er segir í tilkynn- ingu. Á mbl.is var haft eftir Ög- mundi að honum hefði þótt vænt um þennan stuðning. Vilja fá Ögmund aftur í ráðherrastól Ögmundur Jónasson ÞEIRRI áréttingu hefur verið kom- ið á framfæri frá félags- og trygg- ingamálaráðuneytinu að upphæð vasapeninga til aldraðra á stofn- unum verður ekki lækkuð. Óbreytt- ir vasapeningar eru tæp 42 þúsund krónur á mánuði. Í fjárlaga- frumvarpinu kemur fram að út- gjöld vegna vasapeninga aldraðra verði 352 milljónir króna, sem er lægri upphæð en í fjárlögum síð- asta árs. Ráðuneytið segir þetta hafa leitt til misskilnings, lækkunin stafi af því að með vaxandi lífeyris- réttindum fækki stöðugt í hópi aldraðra sem séu tekjulausir og fái þess vegna greidda vasapeninga. Þörfin hafi verið ofmetin í síðustu fjárlögum. Vasapeningar aldr- aðra ekki lækkaðir ÞAÐ skýtur skökku við að opinberir aðilar skuli við þær að- stæður sem uppi eru í þjóðfélag- inu draga úr stuðningi við al- mannaheilla- samtök. Slík samtök eigi að vera eðlilegir bandamenn hins opinbera. Þetta kemur m.a. fram í ályktun sem stjórn Almannaheilla sendi frá sér en um er að ræða regnhlíf nokkurra almannaheillasamtaka í landinu. Stjórnarformaður Al- mannaheilla, Guðrún Agnarsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins, sendi ályktunina til fjölmiðla fyrir hönd stjórnarinnar. Erum bandamenn hins opinbera Guðrún Agnarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.