Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askrift
Meðal efnis verður:
Vetrarklæðnaður á börn og fullorðna.
Góðir skór fyrir veturinn.
Húfur, vettlingar, treflar, lopapeysur og fl.
Snyrtivörur til að fyrirbyggja þurra húð.
Flensuundirbúningur, lýsi, vítamín og fl.
Ferðalög erlendis.
Vetrarferðir innanlands.
Bækur á köldum vetrardögum.
Námskeið og tómstundir í vetur.
Heitir pottar og sundlaugar góð afslöppun
Bíllinn tekinn í gegn.
Leikhús, tónleikar og ýmisleg afþreying.
Útilýsingar – góð ljós í myrkrinu.
Þjófavörn fyrir heimili og sumarbústaði.
Mataruppskriftir.
Ásamt fullt af öðru spennandi efni.
Pöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16
mánudaginn 19. október.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað
Vertu viðbúinn vetrinum
föstudaginn 23. október.
Vertu viðbúinn
vetrinum
Ekki átt við LSR
Vegna fréttar í blaðinu á laugardag
um veðsetningu mannvirkja í Hafn-
arfirði vill Hafnarfjarðarbær koma
því á framfæri að fyrir mistök fór
skammstöfun Lífeyrissjóðs starfs-
manna ríkisins, LSR, inn í fund-
argerð bæjarráðs um málið. Hið
rétta er að bærinn fékk umrædd lán
frá Lífeyrissjóði sveitarfélaga og
Lífeyrissjóði starfsmanna Reykja-
víkurborgar. Biðjast bæjaryfirvöld
velvirðingar á þessum mistökum.
Kosning í Stöfum
Rétt er að árétta vegna fréttaskýr-
ingar sem birtist í Morgunblaðinu
mánudaginn 5. október sl. um kosn-
ingu í stjórnir lífeyrissjóðanna, að
sjóðsfélagar í lífeyrissjóðnum Stöf-
um kjósa stjórnarmenn launþega á
sérstökum kjörfundi sem haldinn er
fyrir ársfund lífeyrissjóðsins.
LEIÐRÉTT
„VIÐ munum strax eftir helgi fara
þess á leit við umrædda lífeyrissjóði
að þeir fresti þessum endurreikn-
ingum fram yfir dóm Hæstaréttar,“
segir Halldór Sævar Guðbergsson,
formaður Öryrkjabandalags Ís-
lands. Vísar hann þar til þess að rétt
fyrir helgi sendu tíu lífeyrissjóðir
um 1.900 örorkulífeyrisþegum bréf
þess efnis að greiðslur til þeirra
skerðist frá og með næstu mánaða-
mótum. Þetta sé gert í samræmi við
reglubundna tekjuathugun hjá ör-
orkulífeyrisþegum samkvæmt sam-
þykktum lífeyrissjóðanna frá árinu
2006, þar sem bætur almannatrygg-
inga voru teknar inn í útreikninga
lífeyrissjóðina varðandi frádrátt frá
lífeyri. „Þetta er þannig spírall sem
fer af stað í samspili milli Trygg-
ingastofnunar og lífeyrissjóðanna.
Þegar hækkar á öðrum staðnum þá
lækkar á hinum, þannig að þessi tvö
kerfi spila ekki nægilega vel sam-
an.“
Að sögn Halldórs höfðaði ÖBÍ
prófmál gegn Gildi lífeyrissjóði fyrir
hönd lífeyrisþega sem lenti í sam-
bærilegri tekjuathugun 2007. „Málið
vannst í Héraðsdómi Reykjavíkur
vegna vanhæfis Baldurs Guðlaugs-
sonar, ráðuneytisstjóra fjármála-
ráðuneytis, til að veita samþykki
fyrir breytingum á samþykktum líf-
eyrissjóðanna, því hann sat sjálfur í
stjórn eins lífeyrissjóðsins sem ósk-
aði breytinga á sínum samþykkt-
um,“ segir Halldór, en Gildi áfrýjaði
málinu til Hæstaréttar sem taka
mun málið á dagskrá í nóvember
næstkomandi. silja@mbl.is
ÖBÍ óskar eftir frestun á
boðuðum skerðingum
Vilja bíða niðurstöðu Hæstaréttar sem von er á í árslok
Í HNOTSKURN
»Örorkulífeyrisgreiðslur tilum 1.200 öryrkja munu
lækka um 25-30% næstu mán-
aðamót.
»Hjá tæplega 700 öryrkjumfalla greiðslurnar alveg út.
Hækkun verður hjá 200 ör-
yrkjum.
FRAMKVÆMDIR eru vel á áætlun við gerð brúar yfir
Hvítá hjá Bræðratungu í Árnessýslu. Ræktunarsam-
band Flóa og Skeiða er aðalverktaki við lagningu á nýj-
um 8 km löngum vegi en um sjálfa brúarsmíðina sér
JÁ-verk frá Selfossi. Brúin er með þeim lengri á land-
inu, um 270 metrar, og mun tengja saman Bræðra-
tunguhverfi og Flúðir. Umferð verður hleypt yfir
brúna að ári og bundið slitlag lagt árið 2011.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundssson
HVÍTÁRBRÚIN VEL Á ÁÆTLUN
AÐALFUNDUR Framsóknar-
félags Skagafjarðar undrast þær
áherslur sem fram hafa komið í fjár-
lagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er
lúta að landsbyggðinni og sér-
staklega að Norðurlandi vestra.
Þetta kemur fram í ályktun frá fé-
laginu. „Allir eru meðvitaðir um að
það þarf að draga saman í ríkis-
rekstri en fundurinn gerir þá kröfu
að í því verkefni hafi ríkisstjórnin
það að leiðarljósi að jafnræðis sé
gætt milli landshluta og að sér-
staklega sé horft til þess að stór
svæði utan áhrifasvæðis höfuðborg-
arinnar nutu að engu eða litlu leyti
þess uppgangs sem var fyrir efna-
hagshrunið,“ segir m.a. í ályktun
framsóknarmanna.
Jafnræðis sé
gætt í landinu