Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 23
GUÐBJÖRG Hlíf Pálsdóttir myndhöggvari sýnir verk sín í Listasal Saltfisksseturs. Guð- björg á að baki danskennara- nám við The Imperial Society of Teachers of Dancing á Eng- landi og nám við tækniteiknun í Teiknaraskóla Reykjavíkur. Þá nam hún einnig við Mynd- listaskóla Reykjavíkur og Myndlista- og handíðaskóla Ís- lands, var þar í skúlptúrdeild. Þetta er fimmta einkasýning Guðbjargar en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga. Guð- björg hefur áður sýnt í Saltfiskssetrinu. Sýningin stendur til 24. október og opið alla daga frá kl. 11-18. Myndlist Sýnir öðru sinni í Saltfiskssetri Verk á sýningu Guðbjargar. Menning 23FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 Fyrst fannst mér ég vera svolítil diskó- barbie en svo fór þetta að virka vel …27 » ÓLAFUR Kjartan Sigurðarson barítónsöngvari var mánudaginn sl. útnefndur besti söngvarinn við óp- eruna í Saarbrücken, Staatstheater í Saarbrücken, en auk hans var leik- arinn George Mitterstieler heiðr- aður fyrir sín störf. Ólafur hefur ver- ið fastráðinn í rúmt ár hjá óperunni. Ólafur Kjartan er 41 árs gamall, nam við Söngskólann í Reykjavík og síðar Royal Academy of Music í London og Royal Scottish Academy of Music and Drama í Glasgow og þaðan lauk hann mastersgráðu í óp- erusöng sumarið 1998. Ólafur var fastráðinn söngvari við Íslensku óperuna 2001-2004 og með- al hlutverka hans þar voru Scarpia, Macbeth, Papageno, tveir Fígaróar (Rossini og Mozart), Schaunard og Tarquinius. Ólafur Kjartan hefur sungið ærið mörg óperuhlutverk að auki og má þar nefna Escamillo í Carmen, Sulp- ice í Dóttur herdeildarinnar, Bartolo í Rakaranum frá Sevilla hjá British Youth Opera og Garibaldo í Rodel- inda hjá Glyndebourne Touring Opera. Þess má einnig geta að Ólaf- ur var útnefndur besti flytjandi árs- ins hjá Opera Holland Park árið 2006 en hann vann stórsigra á því óperusviði. Og nú bætist enn ein rós- in í hnappagatið hjá honum. Ólafur heiðraður Kjörinn besti söngvari óperunn- ar í Saarbrücken Ólafur Kjartan Einhver besti barí- tónsöngvari Íslendinga. SJÓNVARPSDEILD Warner Brot- hers hyggst blása lífi í góðkunningja okkar Íslendinga úr sápuóperunni Dallas. Reyndar vinnur annað fyr- irtæki einnig að endurkomu Dall- as en í formi kvikmyndar, New Regency, sem heyrir undir Twentieth Cent- ury Fox. Warner gæti þó orðið fyrra til að vinna úr sápunni góðu því til stendur að gera framhaldshætti Dallas fyrir sjónvarpsstöðina TNT. Sú syrpa mun fjalla um afkvæmi J.R. Ewing og eiginkonu hans Sue Ellen, John Ross, og ættleiddan son Bobby og Pam Ewing, Christopher. Leikarar úr Dallas, þau Larry Hag- man (J.R.), Linda Gray (Sue Ellen) og Patrick Duffy (Bobby), munu hafa ritað undir samninga um að leika í þáttunum nýju ef af gerð þeirra verður. Fyrsta þáttaröð Dallas var sýnd árið 1978 og sú síðasta árið 1991. Þættirnir hafa verið þýddir á 67 tungumál og sýndir í yfir 90 löndum. Ný kynslóð í Dallas Joðerr Larry Hagman sem J.R. KRISTÍN Dagmar Jóhann- esdóttir og Klara Þórhalls- dóttir fjalla um sjónlistahátíð- ina Sequences í hádegis- fyrirlestri Listaháskóla Íslands í Laugarnesi í dag kl. 12.30. Sequences verður haldin í fjórða sinn dagana 30. októ- ber til 7. nóvember. Á hátíðinni er lögð megin- áhersla á tímatengda myndlist, t.d. gjörningalist, myndbanda- list, hljóðlist og samruna eða samvinnu við aðrar listgreinar. Í ár verður megináhersla lögð á gjörn- ingalist og sviðslistir. Í fyrirlestrinum verða helstu dagskrárliðir hátíðarinnar kynntir og fjallað um hugmyndina að baki Sequences. Fyrirlestur Hátíðin Sequences kynnt í LHÍ Pallíettuverk á Sequences 2008. RÍKHARÐUR Valtingojer og Zdenek Patak opnuðu í fyrra- dag sýningar á verkum sínum í sýningarsal félagsins Íslensk grafík í Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, hafnarmegin. Ríkharður sýnir nýjar stein- þrykksmyndir, litógrafíu, og sýning Zdeneks, Steinn og fjall, inniheldur stórar teikn- ingar þar sem mótífið er lands- lag. Báðir listamennirnir vinna og búa á Stöðvarfirði en Ríkharður rekur þar Grafíksetrið. Sýningarsalur félagsins Íslensk grafík er opinn f́rá fimmtudegi til sunnudags, kl. 14 - 18. Aðgang- ur er ókeypis. Myndlist Steinþrykk, steinn og fjall í Í.G. Ríkharður vinnur verk í stein. Eftir Kolbrúnu Bergþórsdóttur kolbrun@mbl.is LJÓÐVELDIÐ Ísland heitir ný ljóðabók eftir Sindra Freysson. Undirtitill hennar er 65 ár í 66 erindum við þig. „Það má segja að þetta sé ljóða- annáll,“ segir Sindri. „Ég yrki um hvert einasta ár frá 1944 til 2009 og sæki innblástur í það sem hæst bar á hverjum tíma. Ljóðveldið er í raun nútímatilbrigði við Völuspá að því leyti að bókin rekur sögu ákveðins heims frá tilurð hans til Ragnaraka. Þetta er hröð, hrá og ómstríð bók og vonandi líka hraðétin. Í henni er vaxandi þungi og þegar nær dregur nútímanum, sérstaklega eftir 2000 til núsins, þá tvíeflist þessi textafoss og verður steraknúinn, eins og þegar Bruce Banner breytist í Hulk og fer að rústa jeppum.“ Mikil rannsóknarvinna Sindri segir þó nokkra rannsóknarvinnu liggja að baki verkinu sem varð til upp úr hugleiðingum hans um bankahrunið. „Strax eftir hrunið fór ég að velta því fyrir mér hvernig ég gæti brugðist við og komið öllu því sem var að gerjast innra með mér í orð og skapað eitthvað sem væri stærra og umfangsmeira en blaðagrein. Sam- keppni um Bókmenntaverðlaun Tómasar Guð- mundssonar var auglýst í apríl og þá var ég bú- inn að setja niður einhverja punkta. Ég hugsaði með mér að í kreppu væri ekki slæm hugmynd að leggja til atlögu við verðlaunafé. Ég settist niður um mánaðamótin apríl-maí og byrjaði að skrifa og vann rannsóknarvinnu jöfnum höndum. Þegar skilafrestur í samkeppninni rann út 1. júní átti ég eftir að skrifa um síðustu sjö árin, ár einkavæðingar bankanna, græðgina og hrunið. Það var ekki um annað að ræða en halda áfram að skilgreina og skilja þessa 21. öld þannig að ég lauk ekki við handritið fyrr en seinnipartinn í júní. En þá var verkinu líka lokið. Ég hef varla hnikað til einu orði eftir að ég kláraði það.“ Spegill fyrir þjóðina Er byltingarhugsun í þessu verki? „Í þessari bók set ég fram rammpólitíska sögusýn sem ég held að stuði marga en aðrir muni geta tekið heilshugar undir. Ég held að þarna sé afhelgun lykilþáttur. Ég er að reyna að knésetja þjóðrembu og alls kyns goðsagnir sem við Íslendingar höfum samið um okkur sjálf sem þjóð og einstaklinga. Við höfum haldið því fram að við séum nokkurs konar ofurmenni sem séu einstaklega hæf til að kenna öðrum þjóðum hvernig ætti að stunda viðskipti. Við höfum látið eins og við séum viti á norðurhjara fyrir heims- byggðina. Það er vitanlega reginfirra. Dramb, hroki og sjálfumgleði eru, auk græðginnar, á meðal helstu orsaka þeirra hörmunga sem við okkur blasa. Stóra spurningin er hins vegar hvort þessir lestir séu sjúkdómur þjóðarinnar, eða aðeins sjúkdómseinkenni sem eiga rætur að rekja til miklu djúpstæðari og alvarlegri meina. Jafnframt því að vera krónika reynir Ljóð- veldið að bregða upp spegli fyrir þjóðina og jafn- vel að krefja ákveðna einstaklinga um að axla ábyrgð á gjörðum sínum. Það hefur raunar verið makalaust að horfa á lygafimleika glæfrafurst- anna eftir hrunið. Sjálfsréttlætingin er á svo háu stigi að maður skynjar að hún er samgróin þeim, hugsanlega sjálft bindiefnið. Þeir virðast óttast að ef þeir gangist við einhverri ábyrgð hrynji öll sjálfsmynd þeirra. Þá komi í ljós þrælskeikul dvergmenni sem hafi staðið uppi á engu nema stökkpalli hroka síns árum saman. Ég held að við getum gefið upp alla von um að þeir iðrist gjörða sinna í verki, því að önnur form iðrunar eru yfirleitt einskis virði, og verðum þess í stað að láta þá axla ábyrgðina með fulltingi lög- gæslu og dómstóla. Sumpart er þó erfitt að álasa górillum fyrir stjórnlausa fíkn í banana, en það verður að gera miklu strangari kröfur til stjórn- málamannanna sem hleyptu górillunum úr búri sínu og leyfðu þeim að breyta öllu umhverfinu í frumskóg. Ákveðnir pólitíkusar bera þyngstu ábyrgðina á að hörmulega er komið fyrir landi og þjóð og þeirra er ævarandi skömmin.“ Skert fullveldi Á bókarkápu segir að þú bjóðir lesendum í fleygiferð gegnum koldimm göngin frá upphafi lýðveldisins til loka þess. Er komið að lokum lýð- veldis á Íslandi? „Nú er talað um nauðsyn þess að semja nýja stjórnarskrá. Í lagalegu samhengi er það þannig að hver ný stjórnarskrá getur af sér nýtt lýðveldi eins og sjá má til dæmis ef við lítum til Frakka. Þeir hafa stofnað fimm lýðveldi á rúmlega 200 árum, hvert og eitt í kjölfar dramatískra inn- gripa í sögu þeirra. Ég held að það sé óhætt að segja að Hrunið uppfylli það skilyrði að vera dramatískt inngrip í sögu Íslands. Fullveldis- afsal bíður okkar síðan með inngöngu í ESB, sem hefur yfirþjóðlegt vald í mörgum mikilsverðum málum. Að auki erum við í dag komin upp á náð og miskunn lánardrottna okkar, og þá aðallega Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og Bretlands, sem er ríki sem þjáist af stórveldakomplexum án inni- stæðu. Hrunið og afleiðingar þess hafa skert fullveldi okkar svo mjög að það er kannski í reynd aðeins í orði kveðnu, nánast óskhyggja eða skáldskapur. Lýðveldið frá 1944 heyrir nú sögunni til.“ Rammpólitísk sögusýn  Ný ljóðabók er komin út eftir Sindra Freysson  Yrkir um árin frá 1944 til 2009  Veltir því fyrir sér hvort fullveldið sé óskhyggja Morgunblaðið/Kristinn Sindri Freysson „Ég er að reyna að knésetja þjóðrembu og alls kyns goðsagnir.“ SINDRI Freysson fæddist 23. júlí 1970. Hann nam heimspeki og bókmennta- fræði við Háskóla Íslands. Sindri hóf ritstörf á unglingsaldri og birtust smásög- ur og ljóð eftir hann í blöðum og tímaritum. Skáldsaga hans Augun í bænum hlaut Bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness 1998. Þá var ljóðabókin Harði kjarninn (njósnir um eigið líf) tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna ár- ið 2000. Ljóð Sindra hafa verið þýdd yfir á fjölda tungumála, m.a. ensku, frönsku, þýsku, grísku og finnsku. Í ljóðabókinni (M)orð og myndir sem kom út fyrir þremur árum fjallar Sindri um dauðann frá ýmsum hliðum. Til hliðar má sjá mynd af bókinni Ljóðveldið Ísland en kápan sýnir íslenska fánann og er hún skreytt myndum af viðburðum og táknum úr sögunni sem skáldið fjallar um. Verðlaunahöfundurinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.