Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 1
M Á N U D A G U R 1 2. O K T Ó B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 277. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «NORÐURLANDAMEISTARAR GERPLU Á LEIÐ TIL FINNLANDS AÐ VERJA TITILINN «ÚR STAFLANUM Arnar rótar í stafla nýrra íslenskra platna Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands- meistaraliðs Hauka, var ánægður með leik sinna manna gegn Wisla Lock í Póllandi í EHF-keppninni í handbolta. ÍÞRÓTTIR Fín úrslit hjá Haukum „Guð og dýrlingurinn Palermo björguðu okkur,“ sagði Diego Maradona, landsliðsþjálfari Arg- entínu, eftir 2:1-sigur liðsins gegn Perú í undankeppni HM. Enn er HM-von hjá Maradona Aron Pálmarsson skoraði tvö glæsi- leg mörk fyrir þýska meistaraliðið Kiel í Meistaradeildinni gegn Barcelona. Franski markvörðurinn Omeyer sá um spænska liðið. Aron skoraði tvö gegn Börsungum TÍU liggja með svínaflensu á Land- spítalanum, þar af þrír á gjörgæslu- deild. Að sögn Haraldar Briem sótt- varnarlæknis bendir allt til þess að flensan sé orðin mjög útbreidd á höf- uðborgarsvæðinu. „Við sjáum mikla fjölgun þeirra sem eru með inflúensulík einkenni,“ segir Haraldur og bendir á að slík tilfelli séu nú hátt á þriðja þúsund. Tekur hann fram að þeir sem grein- ist séu aðeins brot þeirra sem í reynd sýkist. Miðað við þessar tölur megi því áætla að í reynd hafi 30-60 þúsund landsmenn þegar smitast af flensunni. Samkvæmt upplýsingum frá Har- aldi er von á fyrstu stóru sending- unni af bóluefni gegn svínaflensunni undir lok mánaðar. Að hans sögn hefur hann beitt sér fyrir því að hluta sendingarinnar verði flýtt enda sé orðið aðkallandi að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk. silja@mbl.is Þrír á gjörgæslu Sóttvarnarlæknir telur orðið aðkallandi að bólusetja heilbrigðisstarfsfólk Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is VIÐRÆÐUR standa yfir milli hollenska félagsins ECA og ÍAV Þjónustu, dótturfélags Íslenskra að- alverktaka, um að setja á stofn aðstöðu til að geyma og þjónusta flugvélar og þyrlur, sem ríki í Atlantshafsbandalaginu (NATO) munu geta tekið á leigu fyrir æfingar. Þá er hugsanlegt að hér verði sértækur flugskóli og þjálfunarmiðstöð. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins verður nokkur fjöldi þyrlna, léttra flugvéla og herþotna geymdur í stóra flugskýlinu á vellinum og verður viðhaldi og viðgerðum á vélunum sinnt þar. Heppileg aðstaða hér Mun ætlunin vera sú að NATO-ríki geti fengið vélarnar lánaðar til æfinga, en þær verða vopn- lausar meðan þær eru hér á landi. Herma heim- ildir að ekki verði hér aðeins geymdar vélar eins og þær, sem notaðar eru af NATO-herjum, heldur einnig vélar sem hugsanlegir óvinir geti haft undir höndum, t.d. rússneskar orrustuþotur. Æfingarn- ar munu fara fram annars staðar, en ekki er gert ráð fyrir að þær fari fram hér. Þá verða hér einnig geymdar björgunarflugvélar og -þyrlur. Umfang starfseminnar getur orðið töluvert og mun fjöldi nýrra starfa skapast hér á landi við þetta, einkum fyrir flugvirkja, og er talið að þau geti orðið á annað hundrað talsins. Þá er hugs- anlegt að tækniþróun af einhverju tagi fari fram á svæðinu. ECA hefur verið að leita að aðstöðu fyrir þessa þjónustu og hefur Kanada verið nefnt í því sam- bandi. Ísland er hins vegar vel staðsett auk þess sem á Keflavíkurflugvelli er þegar til staðar yf- irgefin varnarstöð. Aðbúnaður er því hinn heppi- legasti fyrir starfsemi sem þessa. ECA hefur undanfarin ár rekið alþjóðlega þyrluleigu og m.a. leigt NATO þyrlur, sem not- aðar hafa verið í Afganistan. Fyrirtækið hefur einnig séð um þjálfun herflugmanna fyrir ýmis þjóðríki og er stefnt að því að halda þeirri starf- semi áfram. Þjónusta þotur og þyrlur fyrir heri NATO-ríkjanna Fjöldi nýrra starfa skapast á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við hollenskt fyrirtæki Þotur Ýmis starfsemi er fyrirhuguð hjá ECA. Er fyrsta alvöru haustlægðin hafði gengið yfir landið um helgina birti víða til og mannfólkið jafnt sem dýrin nutu sín í náttúrunni. Þessar gæsir flugu tignarlegt lágflug yfir spegilslétta Reykjavíkurtjörn er ljósmyndari Morg- unblaðsins átti þar leið um. Lendingunni var frestað um sinn. Á TIGNARLEGU LÁGFLUGI YFIR TJÖRNINNI Morgunblaðið/Ómar  Stutt er í að dómar falli í stærstu málum umfangsmikilla kannabis- ræktenda. Sé tekið mið af þeim dómum sem nýlega hafa fallið í hér- aði má ekki búast við þungri refs- ingu. Fyrir helgi var maður dæmd- ur í fjögurra mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir ræktun á 573 plöntum. Af þeim fjölda plantna má ráða að talsvert magn fáist af mari- júana, eða á annað hundrað kíló. Stefán Eiriksson lögreglustjóri seg- ir að horfa eigi til þess hvað mögu- lega megi framleiða á þessum stöð- um. »6 Vægir dómar í héraði yfir kannabisræktendum  Græningjar á Írlandi kusu um helgina að styðja viðreisnaráætl- anir ríkisstjórn- arinnar, sem þeir hafa átt sæti í frá þingkosning- unum 2007. Vinstri armur- inn í flokknum hefur verið tregur til að fallast á kostnaðarsamar björgunaraðgerðir til handa fjár- málalífinu og segir Conor Ryan, blaðamaður hjá dagblaðinu Irish Examiner, í viðtali við Morgun- blaðið, að flokkurinn myndi aldrei fallast á þessar aðgerðir ef hann stæði utan ríkisstjórnarinnar. Með því þurfi þeir að kyngja hugmynda- fræði í skiptum fyrir völd. »12 Írskir græningjar leggja hugsjónirnar til hliðar  FRAMLAG Reykjavíkurborgar til 18 einkarekinna tónlistarskóla verða skorin niður um 16%, sé tekið mið af öllu skólaárinu. Almennt rekstrarframlag til skólanna á þessu ári er áætlað rúmar 800 millj- ónir króna. Skólarnir hafa fengið heimild til að stytta skólaárið um allt að tvær vikur og munu starfs- hlutföll kennara og laun lækka til samræmis við það. Skólarnir hafa þurft að grípa til ýmissa annarra aðgerða. »14 Framlög til tónlistarskóla skorin niður um 16%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.