Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
Afsláttur af fyrsta skipti
Stutt er í að dómar falli í stærstu málum umfangsmestu kannabisræktendanna
Sé tekið mið af dómaframkvæmd sleppa þeir með fingraáslátt og töpuð tæki
FRÉTTASKÝRING
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
VÆGAN fékk hann dóm kannabis-
ræktandinn sem staðinn var að verki
með 573 kannabisplöntur í mars síð-
astliðnum. Þó að óvarlegt sé að áætla
hversu mikið magn af maríjúana
hefði geta fengist af plöntunum má
hæglega halda því fram að það sé á
annað hundrað kíló. Í því ljósi er
ágætt að líta á dóminn; fjögurra mán-
aða skilborðsbundið fangelsi.
Í sjálfu sér er dómurinn ekkert
hneyksli, enda í góðu samræmi við
dómaframkvæmd. Auk þess játaði
maðurinn brot sitt skýlaus og átti
ekki að baki sakarferil sem hafði áhrif
á refsinguna. Þegar hins vegar er litið
til þess að nýverið voru tveir karl-
menn dæmdir í tíu og átta ára fang-
elsi fyrir amfetamínframleiðslu
vakna upp spurningar.
„Ég hef verið þeirrar skoðunar að
horfa eigi til þess hvað mögulega
megi framleiða á þessum stöðum. Og
það er ekki aðeins magnið sem gefur
það til kynna heldur umbúnaðurinn í
kringum ræktunina,“ segir Stefán Ei-
ríksson, lögreglustjóri höfuðborg-
arsvæðisins. „En það er ekki staðan
eins og hún er í dag.“
Halda úti einyrkjum
Af dómum yfir ræktendum má
gefa sér að það sé því sem næst refsi-
laust að leggja stund á þessa ábata-
sömu en jafnframt ólöglegu iðju. Sér í
lagi ef um fyrsta brot er að ræða.
Karl Steinar Valsson, yfirmaður
fíkniefnadeildar lögreglu höfuðborg-
arsvæðisins, tekur ekki jafn djúpt í
árinni en leynir því ekki að menn geta
sloppið ansi vel. Það sé þó eðlilegt að
hreinn sakarferill hafi mikið vægi og
sjálfsagt að menn fái tækifæri til
betrunar. Karl Steinar segir talsvert
mikið um það, í þeim málum sem upp
hafa komið á árinu, að um sé að ræða
einstaklinga sem ekki hafi brotið af
sér áður. Það sé jafnvel herbragð af
hálfu þeirra sem standa að baki að
halda úti einyrkjum með hreint sak-
arvottorð.
Karl Steinar bendir þó á að dómar
séu að fara falla í stærstu málunum
og það verði að sjá til hvað kemur út
úr þeim „og hvaða skilaboð koma frá
dómstólum“.
Fyrir utan refsingu ræktenda
verður auðvitað einnig að líta til þess
magns plantna – og þar af leiðandi
fíkniefna – sem lögreglan leggur hald
á og fargar. Með aðgerðum lögreglu
tekst að afstýra því að efnin fari á
markað. Og það er samfélaginu sann-
arlega til heilla.
Dómur féll fyrir helgi í máli
kannabisræktanda. Sá var stór-
tækur en var í héraði þó aðeins
dæmdur í fjögurra mánaða skil-
orðsbundið fangelsi.
„ÞAÐ hefur ræst
meira úr [at-
vinnuhorfum
starfsmanna fjár-
málageirans] en
við þorðum að
vona,“ segir Frið-
bert Traustason,
formaður Sam-
taka starfsmanna
fjármálafyrir-
tækja. Til marks
um þetta nefnir hann að af þeim
1.500 starfsmönnum fjármálafyr-
irtækja sem á tímabilinu frá apríl
2008 til júní 2009 misstu vinnuna
hafi um 600 þeirra fundið önnur
störf innan fjármálageirans, m.a. á
vegum gömlu bankanna, og aðeins
innan við 150 bankastarfsmenn séu
á atvinnuleysisskrá samkvæmt upp-
lýsingum frá Atvinnuleysistrygg-
ingasjóði. „Ég held helst að atvinnu-
markaðurinn hafi verið hálfsveltur.
Bankarnir hafi tekið til sín svo mikið
af fólki með góða menntun, s.s. verk-
fræðinga, tölvunarfræðinga sem og
vel menntaða viðskipta- og hagfræð-
inga.“
Fjórir bankar auglýstu tíu störf
laus til umsóknar í Morgunblaðinu í
gær. Að sögn Friðberts eru bank-
arnir augljóslega í mikilli sam-
keppni um lögfræðinga auk þess
sem þá vantar lánasérfræðinga.
silja@mbl.is
Ræst úr
atvinnu-
horfum
Friðbert
Traustason
Bankar auglýsa störf
ENN hefur ekki fengist niðurstaða
um hvort krafa lífeyrissjóðsins
Stapa í þrotabú Straums fjárfest-
ingabanka verður tekin til greina.
Vegna mistaka skilaði sjóðurinn
ekki inn kröfu upp á fjóra milljarða
króna fyrir auglýstan kröfulýsing-
arfrest. Til að ná fram kröfunni
þarf Stapi að óska eftir því við aðra
kröfuhafa að þeir samþykki að taka
kröfuna til greina. Upphaflega var
gert ráð fyrir að það tæki tvær til
þrjár vikur að fá niðurstöðu um
málið, en nú er ljóst að það tekur
mun lengri tíma að fá botn í það. Á
heimasíðu sjóðsins kemur fram að
líklega verði ekki ljóst hvernig mál-
ið fer fyrr en í fyrsta lagi í nóv-
ember. Verði krafa Stapa ekki tek-
in til greina er líklegt að ávöxtun
sjóðsins rýrni um 2-4%. Heildar-
stærð lífeyrissjóðsins er um 100
milljarðar króna og sjóðsfélagar
eru um 45-50 þúsund. egol@mbl.is
Óljóst með
kröfu Stapa
Íslandsdeild Amnesty International efndi til
kynningar í Smáralind um helgina á herferð
samtakanna í að berjast gegn mannréttinda-
brotum á fátækum í heiminum. „Krefjumst virð-
ingar“ er yfirskrift herferðarinnar og af því til-
efni var hreysi reist í Smáralind. Þar gátu gestir
ritað nafn sitt á „hús undirskriftanna“ og meðal
þeirra sem það gerðu voru stöllurnar Kolbrún
María og Hugrún, báðar níu ára.
Amnesty vakti athygli á mannréttindabrotum á fátækum
Skrifað á hús undirskriftanna
Morgunblaðið/Ómar
ÁRNI Grétar Finns-
son hrl. og fyrrverandi
bæjarfulltrúi í Hafn-
arfirði lést í gær á
Borgarspítalanum, 75
ára að aldri. Hann
fæddist 3. ágúst 1934,
sonur Finns Árnason-
ar, trésmíðameistara
og bæjarverkstjóra á
Akranesi, og Eyglóar
Gamalíelsdóttur.
Árni varð stúdent
frá VÍ 1955 og lauk
cand. juris-prófi frá HÍ
1961. Sama ár stofnaði
Árni eigin lögfræðiskrifstofu í Hafn-
arfirði og rak hana til ársins 2007.
Hann var umsjónarmaður Sjóvá-
tryggingafélags Íslands hf. í Hafn-
arfirði 1962-89. Árni var alla tíð virk-
ur í félagsstarfi. Hann var m.a.
formaður Taflfélags
Hafnarfjarðar, sat í
stjórn Sambands ungra
sjálfstæðismanna 1957-
67 og í miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins 1964-
67. Árni var varabæj-
arfulltrúi í Hafnarfirði
1962-66 og bæjar-
fulltrúi þar 1966-90.
Árni sat í stjórn Lands-
virkjunar 1965-2005, í
blaðstjórn Hamars ára-
tugum saman sem og í
stjórn Sparisjóðs Hafn-
arfjarðar. Árni var
mikill ljóðaunnandi og liggja eftir
hann fjórar ljóðabækur sem út komu
á árunum 1982-2006. Eftirlifandi
eiginkona Árna er Sigríður Olivers-
dóttir. Þau eignuðust þrjú börn,
Lovísu, Finn og Ingibjörgu.
Andlát
Árni Grétar Finnsson
HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef-
ur dæmt karlmann á þrítugsaldri í
þriggja mánaða fangelsi fyrir kyn-
ferðisbrot gegn stúlku fæddri 1995.
Honum var einnig gert að greiða
henni 300 þúsund krónur í miska-
bætur.
Maðurinn var sakfelldur fyrir að
strjúka á stúlkunni kviðinn innan
klæða og tilraun til að losa um belti
á buxum hennar. Jafnframt fyrir að
hafa sett sig í samband við stúlkuna
í gegnum msn-samskiptaforritið og
hvatt hana með lostugum og ósið-
legum hætti til að afklæðast og
sýna sig fyrir honum fáklædd og
nakin að hluta í vefmyndavél.
Brotin áttu sér stað seint á árinu
2007 og vorið 2008. Maðurinn hélt
því fram að hann hefði talið stúlk-
una vera sextán ára. Í niðurstöðum
dómsins segir hins vegar að honum
hefði ekki getað dulist að stúlkan
var barn að aldri.
Hvatti unga
stúlku til að
afklæðast