Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 11
Fréttir 11INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„ÞEGAR ég horfi til baka að verki
loknu er margt sem er tilefni um-
hugsunar og eftirþanka. Til dæmis
get ég ekki varist því að velta fyr-
ir mér hvort verkalýðshreyfingin
og eftirlitsstofnanir hérlendis geri
meiri kröfur til erlendra verktaka-
fyrirtækja, sem hingað koma til
starfa, en til íslenskra fyrirtækja.“
Þetta segir Friðrik Sophusson,
fráfarandi forstjóri Landsvirkj-
unar, m.a. í bókinni Orkubrunnur
á Austurlandi, sem Atli Rúnar
Halldórsson hefur tekið saman um
sögu Kárahnjúkavirkjunar. Form-
leg verklok virkjunarinnar fóru
fram nýverið, en það var síðasta
embættisverks Friðriks. Sem
kunnugt er mun Hörður Arnar-
son, fv. forstjóri Sjóvár og Marels,
taka við forstjórastarfinu.
Í viðtalinu segist Friðrik hafa
skynjað það þannig að ítalski
verktakinn Impregilo hafi sætt
meira eftirliti og harðari kröfum
en aðrir verktakar, hver sem
ástæðan hafi verið.
„Jafnvel var talað niður til Ítal-
anna á þeirri forsendu að þeir sem
Suður-Evrópumenn væru á leið í
verkefni sem þeir réðu síður við
en norrænir eða norður-evrópskir
verktakar. Impregilo var fundið
flest til foráttu en staðreyndin er
sú að fyrirtækið stóð sig með mik-
illi prýði og sannaði bæði við
stíflugerð og gangaborun að það
er í fremstu röð í heiminum,“ seg-
ir Friðrik í viðtalinu og telur
Landsvirkjun hafa verið lánsama
að fá Impregilo til starfa við
stærstu og erfiðustu verkþætti
Kárahnjúkavirkjunar.
Verktakar beittir þrýstingi
Hann gagnrýnir ennfremur
framferði tiltekinna skandinav-
ískra verktaka. Framkoma þeirra
hafi verið umhugsunarverð og þeir
m.a. látið undan óeðlilegum þrýst-
ingi náttúruverndarsamtaka. Vísar
hann þarna til skandinavíska fyr-
irtækisins NCC, en eins og fram
kom í viðtali við forráðamenn
NCC í Morgunblaðinu í október
2003 viðurkenndu þeir mistök í
útboðsferlinu og báðust afsök-
unar á því að hafa hætt við á síð-
ustu stundu að bjóða í gerð Kára-
hnjúkavirkjunar.
Í Morgunblaðinu kom einnig
fram að sænska verktakafyr-
irtækið Skänska og norska fyr-
irtækið Veidekke hefðu hætt við
að gera tilboð. Þrátt fyrir allt
kom NCC þó að ákveðnum þætti
virkjunarframkvæmda sem und-
irverktaki.
„Starfsmönnum NCC var hins
vegar uppálagt að leyna nærveru
fyrirtækisins og þeir máluðu því
yfir merki þess á tækjum sínum
og tólum á vettvangi,“ segir Frið-
rik.
Hefðum mátt hlusta fyrr
Í bókinni er einnig rætt við
forsvarsmenn Impregilo, þá Gi-
anni Porta og Richard Graham.
Þeir segjast sem verktakar aldrei
hafa upplifað viðlíka fjölmiðlaat-
hygli og þeir fengu í upphafi
verksins. Þeir viðurkenna mistök
í því að hafa ekki hlutstað fyrr á
ráðleggingar Landsvirkjunar um
að fá til sín íslenska ráðgjafa og
talsmann.
„Við töldum sitt hvað eðlilegt
sem var ekki eðlilegt í augum Ís-
lendinga og smám saman gerðum
við okkur grein fyrir því að Imp-
regilo væri lent í afar vondum
málum gagnvart íslenskri verka-
lýðshreyfingu og gagnvart al-
menningsálitinu á Íslandi. Illt
umtal um Impregilo skaðaði auð-
vitað Kárahnjúkaverkefnið sjálft
og þar með Landsvirkjun og við
urðum að sjálfsögðu að bregðast
við því,“ segja þeir Porta og Gra-
ham en Impregilo réð síðan ís-
lenskan almannatengil til að vera
opinberan talsmann fyrirtækisins.
Það hafði fyrirtækið aldrei gert í
nokkru öðru verki í heiminum
„og þurfum vonandi ekki að gera
aftur,“ segja þeir ennfremur.
Impregilo fundið flest til foráttu
Fráfarandi forstjóri Landsvirkjunar segir Impregilo hafa sætt meira eftirliti og kröfum en aðrir
verktakar Gagnrýnir framferði skandinavískra verktaka í útboðsferli Kárahnjúkavirkjunar
Kárahnjúkavirkjun Friðrik Sophusson undirritar samninga við forsvarsmenn Impregilo um gerð Kárahnjúkavirkj-
unar vorið 2003, þá Richard Graham (t.v.) og Gianni Porta, sem síðar stýrðu verkinu við Kárahnjúka.
Morgunblaðið/Kristinn
Upplýst er í bókinni um Kára-
hnjúkavirkjun að Kárahnjúkastífla
fái verðlaun fyrir hönnun og bygg-
ingu á alþjóðlegri ráðstefnu um
grjótstíflur sem fram fer í Kína síð-
ar í þessum mánuði.
Fékk Landsvirkjun að vita í sum-
ar að mannvirkið væri tilnefnt til
þessarar viðurkenningar á vegum
alþjóðlegra samtaka um stórar
stíflur. Um miðjan september sl.
var staðfest að stíflan hefði
hreppt verðlaun ásamt fjórum öðr-
um stíflum sömu gerðar.
Hönnun stíflunnar og vinna við
hana er dagskrárefni á ýmsum
ráðstefnum í heiminum um vatns-
aflsvirkjanir og steypumannvirki.
Hönnuðirnir voru frumkvöðlar við
tæknilega útfærslu tiltekinna
þátta við stíflugerðina og lausnir
þeirra eru nú hafðar til fyrir-
myndar í hliðstæðum verkefnum
erlendis, segir í bókinni.
Gríðarleg vöktun fer fram á
stíflunni og m.a. er fylgst náið
með hreyfingum á henni og leka
gegnum hana. Er vöktuninni líkt
við gjörgæslu. Hefur lekinn reynst
mun minni en búist var við, eða
um 225 lítrar á sekúndu þegar
Hálslónið er fullt. Við hönnunina
var reiknað með 500-1.000 lítrum
á sekúndu. Í bókinni kemur fram
að frá upphafi hefur stíflan sigið
um tvo metra þar sem mest er.
Kárahnjúkastíflan fær alþjóðlega viðurkenningu
Morgunblaðið/RAX
Kárahnjúkastífla Þykir fyrir-
mynd annarra sambærilegra
mannvirkja í heiminum.
FYRIRTÆKIÐ Míla, sem rekur fjar-
skiptanet allra landsmanna, hefur
ákveðið að segja upp 19 manns, níu
á landsbyggðinni
og tíu á höfuð-
borgarsvæðinu.
Páll Á. Jónsson,
framkvæmda-
stjóri Mílu, segir
að þessi ákvörð-
un sé tilkomin
vegna þess að lít-
ið sé um að vera í
byggingariðnaði
og það hafi áhrif
á starfsemi Mílu.
„Ætli við séum ekki með um tvo
milljarða króna í ónotaðri fjárfest-
ingu í nýjum götum,“ sagði Páll.
Flestir af þeim sem sagt hefur verið
upp eru tæknimenn sem unnið hafa
við að leggja fjarskiptakerfi í ný
hverfi. Vegna samdráttar í bygging-
ariðnaði hefur vinna hjá þessum
mönnum dregist saman sem leitt
hefur til þess að þeim hefur verið
sagt upp störfum. Páll sagði þessa
ákvörðun þungbæra fyrir fyrirtækið
og starfsmennina.
Páll sagði að stefnt væri að því að
semja við þjónustuaðila á nokkrum
stöðum á landsbyggðinni um að taka
yfir þjónustu við viðskiptavini á við-
komandi svæðum. Hann sagðist
gera sér vonir um að einhverjir af
þeim sem sagt hefði verið upp störf-
um fengju vinnu hjá þessum sam-
starfsaðilum. egol@mbl.is
Nítján sagt
upp hjá Mílu
Páll Á. Jónsson