Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 13
Daglegt líf 13
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009
Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur
khk@mbl.is
Við opnuðum þessa verslun rétt eftirhrunið í fyrra. Kreppan kom í raun íveg fyrir að við færum að flytja innvörur að utan eins og við ætluðum
okkur, sem var augljóslega ekkert vit. En
núna erum við dauðfegnir að við fórum ekki út
í innflutning. Við snerum okkur alfarið að því
að selja innlenda hönnun og það gengur mjög
vel,“ segir Finnur Thorlacius, einn af þremur
eigendum verslunarinnar Reykjavik Bags á
Skólavörðustíg. Finnur og meðeigendur hans,
Guðmundur Pálsson og Baldvin Berndsen,
ákváðu strax í byrjun að stíla inn á erlenda
ferðamenn og það hefur gengið eftir að þeir
eru í miklum meirihluta viðskiptavina. „Um
sjötíu prósent viðskiptavina okkar eru erlendir
ferðamenn, en um jólin snerist þetta reyndar
við, þá fjölgaði mikið í hópi íslenskra við-
skiptavina. Nýliðið sumar var mjög gott, það
var geysilegur fjöldi ferðamanna á ferð í bæn-
um í allt sumar. Útlendingar eru mjög hrifnir
af þeirri sérstöðu sem varan okkar hefur, við
erum með óvenjuleg hráefni eins og fiskiroð og
þess háttar. Við leggjum líka mikið upp úr því
að vera með vandaða vöru,“ segir Finnur.
Fjölskylda á bak
við hvern hönnuð
Hjá Reykjavik Bags er lögð áhersla á hvers
konar töskur, eins og nafnið gefur til kynna, en
þar fæst líka skart, fatnaður, húfur, belti og
aðrir fylgihlutir. „Við seljum vörur frá 25 ís-
lenskum hönnuðum, og þar af eru tíu þeirra að
hanna töskur. Allt eru þetta konur, hver ann-
arri frábærari. Á bak við alla þessa hönnuði
eru fjölskyldur og við erum ánægðir með að
skapa þeim atvinnu í því ástandi sem er núna.
Í leiðinni drögum við gjaldeyri inn í landið,
þannig að okkur finnst við vera að láta gott af
okkur leiða. Við erum því mjög sáttir við þessa
tilraun sem þetta var í upphafi, því hún hefur
gengið upp. Þetta hefur vissulega þróast hjá
okkur á þessu ári sem liðið er síðan við opn-
uðum, sumir hönnuðir hafa dottið út og aðrir
komið inn í staðinn. En það er mjög ánægju-
legt að finna hversu mikill vöxtur hefur hlaup-
ið í íslenska hönnun undanfarið og það er ein-
staklega gaman að vinna í þessum bransa,
skemmtilegt fólk og skemmtilegar vörur.“
Stækkun og netverslun
Meðal þeirra hönnuða sem selja vörur í
Reykjavik Bags eru Fjóla María og Sólveig
eða SOLKA. „Mig langar að nefna sérstaklega
hana Guðbjörgu Magnúsdóttir sem kallar sig
NANA, en hún er á sjötugsaldri og við seljum
mest frá henni. Svo er það hún Jója frá Ak-
ureyri eða Soffía eins og hún heitir, en við er-
um þeir einu sem seljum frá henni hér sunnan
heiða og erum stoltir af því. Helena Sólbrá er
líka mjög flott í húfum, stúkum og púðum. En
þetta eru allt frábærar konur og ekki hægt að
gera upp á milli þeirra á nokkurn hátt.“
Finnur segist hafa unnið meira og minna
kauplaust að uppbyggingu fyrirtækisins, í
þeirri von að það muni skila einhverju, sem
þeir félagarnir eru reyndar sannfærðir um að
verði. „Við erum í stækkunarhugleiðingum, er-
um að leggja drög að vefverslun til að geta
boðið upp á enn fleiri vörur en við höfum í búð-
inni og tekið inn fleiri hönnuði. Kannski
stækkum við verslunina sjálfa líka, þetta er
allt í skoðun. Þetta er allt með svo jákvæðum
formerkjum að ég á von á að þetta verði sífellt
betra.“
Gaman að leggja
sitt af mörkum
Almennt bann hefur ríkt við inn-
flutningi skriðdýra á borð við slöng-
ur, skjaldbökur og eðlur frá því
snemma á 9. áratug síðust aldar.
Bannið byggðist upphaflega á alvar-
legum sjúkdómstilfellum í fólki af
völdum salmonellusmits sem rekja
mátti með ótvíræðum hætti til þess-
ara gæludýra. Árið 1983 kom upp al-
varleg salmonellusýking í Reykjavík
sem reyndist eiga uppruna í skjald-
böku heimilisins. Í kjölfarið voru
framkvæmdar rannsóknir sem
sýndu mikla salmonellumengun í
fiskabúrum og skjaldbökum gælu-
dýraverslana á höfuðborgarsvæðinu
og greindust salmonellusýklar í
skjaldbökum á 30% af 183 heimilum
víðsvegar á landinu.
Vinsældir skriðdýra sem gælu-
dýra koma í bylgjum og eykst þá
þrýstingur fyrir innflutning og jafn-
framt fer að bera á smygli slíkra
dýra. Fyrir rúmum áratug var til-
raun gerð til að slá á svartamark-
aðsbrask með því að leyfa innflutn-
ing á eðlum gegn framvísun á
heilbrigðisvottorði frá þarlendum
yfirvöldum þar sem staðfest var að
dýrin væru laus við salmonellu. Eftir
3 vikur í sóttkví kom í ljós að öll sýni
reyndust bullandi jákvæð gagnvart
salmonellu.
Þegar skriðdýr koma til kasta
heilbrigðis- og lögregluyfirvalda er
þeim fargað og sýni tekin til salmon-
ellugreiningar. Nær undantekning-
arlaust greinist ein eða fleiri salmon-
ellutegund. Nýjasta dæmið er þegar
lögreglan í Hafnarfirði gerði upp-
tækan fjöldann allan af snákum,
skordýrum og tarantula kóngulóm
hinn 1. júlí sl. Snákarnir voru alls
fimm af fjórum mismunandi teg-
undum og við rannsókn kom í ljós að
allir voru smitaðir af salmonellu.
Öðru hvoru koma upp þær raddir
hvort ekki beri að endurskoða af-
stöðu yfirvalda. Reynsla nágranna-
ríkja okkar er að þegar höftum á
innflutningi hefur verið aflétt hefur
fylgt mikil aukning salmonellu-
tilfella í fólki sem rekja má til skrið-
dýra. Því er til að svara að fylgst er
með þróun þessara mála eftir bestu
getu en eins og staðan er í dag væri
óábyrgt að mæla með slíkum inn-
flutningi, slíkt væri einnig stílbrot
miðað við ábyrga stefnu Matvæla-
stofnunar í baráttunni við salmon-
ellu hér á landi.
Gísli Jónsson, dýralæknir fisk-
sjúkdóma hjá Matvælastofnun.
Morgunblaðið/Golli
Fagurgræn Bannað er að flytja skepnu sem þessa hingað til lands.
Af hverju ríkir bann
á snákum, eðlum
og skjaldbökum?
Heilbrigði og velferð dýra
Hlíðasmára 14
sími 588 2122
www.eltak.is
Eltak sérhæfir sig
í sölu og þjónustu
á vogum
Bjóðum mesta úrval
á Íslandi af smáum
og stórum vogum
Hafðu samband
líðas ára 14
Sí i 588 2122
.eltak.is
Morgunblaðið/RAX
Gengur vel Finnur kann vel við að vinna með íslenskum hönnuðum og er ánægður með fjöl-
breyttar vörur. Hann segir erlenda ferðamenn mjög hrifna af sérstöðu íslenskrar hönnunar.
Skraut um háls Hrafn-
hildur sem afgreiðir í
versluninni skellti
þessu hálsskarti á sig
en það er hannað af
FRÍÐU og er úr þæfðri
ull og silki.
Engin eins Töskurnar eru eins misjafnar og
þær eru margar og í öllum stærðum og gerð-
um, sumar þeirra má jafnvel horfa í gegnum.