Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 12.10.2009, Blaðsíða 29
Yfirlit yfir nýútkomnar íslenskar plötur sem eiga það sameiginlegt að standa utan við meginstrauminn. Synir syndanna – Hvernig eru himnar? bbbnn Hér höfum við ellefu laga upp- gjör við fíkniefna- djöfulinn, takk fyrir. Af þeim sökum er yf- irbragðið nokkuð gráleitt og lögin eru leidd af mel- ankólískum píanóleik og kassagít- arstrokum. Að baki er auðheyr- anlegur metnaður en söngurinn dregur verkið nokkuð niður og stundum eru textar fullbarnalegir. Lagasmíðar eru melódískar, með „hefðbundnu“ popprokkssniði en halda flestallar glettilega vel sjó. Koi – Sum of all thing bbbmn Talandi um metn- að, þessi hlaðna plata virðist hafa dottið af himnum ofan en að henni stendur Kjartan Orri Ingvason, og útskýrir það nafnið. Tónlistin er íburðarmikið, kántrískotið myrkra- ballöðupopp sem kallar fram nöfn eins og Neil Young, Nick Cave og The Band. Strengir, blástur, stálgít- arar og ýmislegt fleira byggir undir volduga hljóðmynd. Veiki bletturinn felst í söngnum og sum lögin fljóta fulltilþrifalítið hjá en allt í allt er þetta tilkomumikill frumburður. Bjarni Þór – Ánþínlegt bbmnn Innihald þessarar plötu hins ágæta söngvara Bjarna Þórs, sem er jafn- vígur á popp og óperur, er um margt jafn einkennilegt og titillinn. Stíla- flökt er mikið, farið er úr ein- földum og þekki- legum ást- arballöðum yfir í reiðilegt hetjurokk þar sem útrás- arvíkingum (nema hvað) er úthúðað. „Dómsdagur“ er þannig úr sér geng- ið testósterónrokk en strax á eftir kemur hið undurfagra „Bæn“. Mis- jafnt eins og gengur en ósvikin ein- lægnin heillar engu að síður Skelkur í bringu – Húðlitað klám bbbnn Undirmerki Kimi Records, Brak, hefur þann göf- uga tilgang að dæla út efni, hratt og vel og vera ekki með pjatt eða pjátur. Þessi plata Skelks í bringu smellpassar við þá hug- myndafræði; reiðileysislegt, grall- aralegt og lágfitlslegt pönkrokk með súrrealískum, flippuðum textum. Styrkjandi kæruleysi og fyrirlitning gagnvart því sem má og ekki má eru kostirnir hér og siglir þetta plötunni farsællega í höfn. Ljósvaki – Ljósvaki EP bbbmn Leifur Eiríksson heillaði Músíktil- raunagesti upp úr skónum með ofureinlægri framgöngu þar sem sungið var um ást, frið og möguleika mann- skepnunnar á að hefja sig upp úr grámyglu hversdagsleikans. Raf- popp Ljósvaka er alúðlegt í allri út- færslu, nokkurs konar Sri-Chinmoy- popp. „Scraping the Sky“ er smell- urinn en „Englalagið“ er ekki síðra, minnir á fallegustu lög Gil Scott- Heron og Brian Jackson. Gone Postal – In the Depths of Despair bbbmn Gone Postal hefur lengi verið nokk- urs konar Motör- head íslensku dauðarokkssen- unnar, kýs grúv fremur en tækni- æfingar. Hljómur plötunnar er stór- góður og æði og ofsi ungviðisins lek- ur hér af hverjum tón. Punktar frá hinum og þessum dauðarokks- hetjum er fléttað inn í einkar sann- færandi keyrslu, og allar misfellur eru jafnaðar út með tilfinnanlegri – og vel rokkandi – ástríðu. Hitakútur – Ástin míní bnnnn Hér höfum við venjubundið popp- rokk sem hefur alveg furðulega lítið við sig. Þegar platan er ca hálfnuð klórar maður sér í hausnum. Lögin eru stirðbusaleg, söngurinn frá- hrindandi og textarnir ófyndn- ir með öllu. Það eru stöku undantekningar („Lifa“, „Gefið mig allan“) en í raun hefði betur verið heima setið en af stað farið, svei mér þá. Eiki Einars – … ég er með hugmynd! bbbbn Eiki þessi er (var?) formaður íslensks Bítla- klúbbs en stígur hér fram með nokk kerskn- islega og bara býsna skemmtilega sólóplötu. Full- komið dæmi um hversu gefandi það getur verið að slægjast eftir gull- molum í grasrótinni. Lögin fara sniðuglega á svig við hefðbundna dægurlagabyggingu, sækja grunn- inn til gullaldar dægurlagarokksins, sjöunda áratugarins, og halda þann- ig athyglinni út í gegn. Bráðvel heppnuð plata. Grallarar „...reyðuleysilegt, grallaralegt og lágfitlslegt pönkrokk með súr- realískum, flippuðum textum,“ segir m.a. um plötu Skelks í bringu. Úr staflanum Arnar Eggert Thoroddsen | arnart@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 12. OKTÓBER 2009 LEIKSTJÓRINN Bryan Singer seg- ir ekki útilokað að hann leikstýri enn einni kvikmyndinni um ofur- hetjurnar X-Men. Singer hefur til þessa gert tvær myndir um hetjurn- ar, X-Men og X2: X-Men United en afþakkaði boð um að leikstýra þeirri þriðju, ákvað að leikstýra heldur Superman Returns. Það var Brett Ratner sem tók að sér að leik- stýra þriðju myndinni, X-Men: The Last Stand og Gavin Hood tók svo við kyndlinum og gerði X-Men Origins: Wolverine. Singer segist afskaplega ánægður með leikarann Hugh Jackman, sem leikið hefur Wolverine í öllum myndunum. Þá þykir Singer kvikmyndirnar um X- mennina segja svo margt um eðli mannsins, umburðarlyndi og for- dóma. Singer hefur þó gert fleira en hasarhetjumyndir, leikstýrði The Usual Suspects fyrir einum 14 árum en hún þótti afbragðsgóð. Reuters Wolverine og Mystique Hugh Jackman og Rebecca Romjin-Stamos. Fimmta kvikmyndin um X-Men á teikniborðinu EINN söngvara Boyzone, Stephen Gately, er látinn, aðeins 33 ára að aldri. Gately lést á Mallorca þar sem hann var í fríi. Gately mun hafa fengið sér nokkur glös af áfengi áður en hann lést. Hann lagðist til hvílu og lést í svefni. Boyzone var afar vinsæl á ár- unum 1994-2000, átti lög í fyrsta sæti breskra vinsældalista sex sinn- um á þeim tíma. Sveitin lagði upp laupana árið 2000 þegar Ronan Keating ákvað að hefja sólóferil. Sveitin kom þó saman siíar við valin tækifæri. Reuters Stephen Gatley Lést í svefni að því er nýjustu fréttir herma. Stephen Gately látinn AÐDÁENDUR knattspyrnugoðsins David Beckham geta varpað önd- inni léttar því ljóst er orðið að kappinn hefur ekki sagt skilið við nærfatabransann. Fréttir bárust fyrir örfáum dögum af því að annað knattspyrnugoð, Cristiano Ron- aldo, hefði tekið að sér að sýna nær- buxur fyrir tískurisann Armani og þá leyst Beckham af sem nærfata- fyrirsæta fyrirtækisins úr röðum knattspyrnumanna. Beckham hefur nú kunngert að hann ætli að ljá nærfötum nafn sitt og leitar rétta framleiðandans. Þykir líklegt að Beckham-nærfatalínan líti dagsins ljós næsta vor. Reuters Beckham Hefur áhuga á nærfötum. Beckham í brækurnar FRÁ LEIK- STJÓRA 40 YEAR OLD VIRGIN OG KNOCKED UP. STÓRKOSTLEG GRÍNMYND MEÐ ÞEIM ADAM SANDLER, SETH ROGEN OG ERIC BANA. BYGGÐ Á SANNSÖGU- LEGUM ATBURÐUM ÓHUGNALEG MYND ÞAR SEM ÓÚTSKÝRÐIR HLUTIR ÁTTU SÉR STAÐ Í GÖMLU ÚTFARARHEIMILI SUMA HLUTI ER EKKI HÆGT AÐ ÚTSKÝRA ATH. ALLS EKKI FYRIR VIÐKVÆMA Giacomo Puccini TOSCA KYNNTU ÞÉR MÁLIÐ Á WWW.OPERUBIO.IS ENDURSÝND Á MIÐVIKUDAG KL. 18.30 ÖRFÁIR LAUSIR MIÐAR! SÝND Í KRINGLUNNI HHHH HULDA GEIRSDÓTTIR, RÁS 2 FRÁ FRAMLEIÐANDANUM PETER JACKSON KEMUR EIN BESTA MYND ÞESSA ÁRS! SÝND Í KRINGLUNNI A REACH FOR EXCELLENCE THAT TAKES BIG RISKS.“ 100/100 – SAN FRANCISCO CHRONICLE „IT’S THE WORK OF A MAJOR TALENT.“ 88/100 - ROLLING STONES. „CAREFULLY WRITTEN DIALOGUE AND CAREFULLY PLACED SUPPORTING PER- FORMANCES -- AND IT’S ABOUT SOMETHING.“ 88/100 – CHICAGO SUN-TIMES BÍÓ GESTIR TJÁ SIG Á FACEBOOK - Æðisleg! - Algjört meistarverk!! - Myndin er geeðveik! :D - sá myndina þína í dag þú er idolið mitt sveppi - Þetta er geðveik mynd!!!! Allir að fara á hana - Langbesta myndin líka - Sveppi á erindi til okkar allra - hún er geeeðveik - Snillddddddd - Besta fjölskyldumyndin síðan MEÐ ALLT Á HREINU - Hún er jafn fyndin fyrir fullorðna! - Strákurinn minn er enn með stjörnur í augunum - Krakkarnir tala ekki um annað! YFIR 20.000 GESTIR FYRSTU 2 VIKURNAR VINSÆLASTA MYNDIN AÐRA VIKUNA Í RÖÐ Á ÍSLANDI SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG SELFOSSI SÝND Í ÁLFABAKKA OG AKUREYRI SÝND Í KRINGLUNNI SÝND Í ÁLFABAKKA / SELFOSSI FAME kl. 8 - 10:20 L JENNIFER'S BODY kl. 8 16 DISTRICT 9 kl. 10:20 16 / KEFLAVÍK FAME kl. 8 - 10:20 L ORPHAN kl. 8 - 10:30 16 / AKUREYRI kl. 6 L kl. 8 - 10:20 L kl. 5:40 12 kl. 8 L kl. 10:20 12

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.