Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 42
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009 Fyndnasta rómantíska gamanmynd ársins SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG REGNBOGANUM SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Söguleg kvikmynd eftir Helga Felixson sem verður sýnd víða um heim á næstunni og enginn Íslendingur má missa af. HHH „Tímamótamynd!” – Erpur Eyvindarson, DV HHH – Sæbjörn Valdimarsson, Mbl „Áhugaverð og skemmtileg.” – Dr. Gunni, Fréttablaðið SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓISÝND Í SMÁRABÍÓI HHH „9 er fyrirtaks samansuða af spennu, ævintýrum og óhugnaði í réttum hlutföllum” B.I. – kvikmyndir.com HHH „9 er með þeim frumlegri – og drungalegri – teiknimyndum sem ég hef séð í langan tíma. Grafíkin er augnakonfekt í orðsins fyllstu merkingu.” T.V. – Kvikmyndir.is HHH „Teikningarnar og tölvu- grafíkin ber vott um hugmyndaauðgi og er afar vönduð, sannkallað konfekt fyrir augað.” -S.V., MBL „9 er allt að því framandi verk í fábreytilegri kvikmyndaflórunni, mynd sem skilur við mann dálítið sleginn út af laginu og jákvæðan” -S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI REGNBOGANUM www.facebook.com/graenaljosid „Stórskemmtileg!” – Hollywood Reporter SUMIR DAGAR... NÝ ÍSLENSK GAMANMYND HHH „Jóhannes er myndin hans Ladda, hún er röð af bráðfyndnum uppákomum sem hann og pottþétt aukaleikaralið koma frábærlega til skila svo úr verður ósvikin skemmtun. ...Sann- kölluð „feelgood”- mynd, ekki veitir af.” – S.V., MBL HHHHH „Þetta er alvöru tær snilld.” A.K., Útvarpi Sögu Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Regnboganum og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann m Sími 551 9000 Þú færð 5 % e n d u r g r e i t t í Regnboganum Þú færð 5% endurgreitt í HáskólabíóSími 462 3500 Þú færð 5 % endurgreitt í Borgarbíó Jóhannes kl. 4, 6, 8 og 10 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 8 og 10:20 B.i. 16 ára Guð blessi Ísland kl. 6 LEYFÐ Bionicle ísl. tal kl. 4 LEYFÐ Broken Embraces kl. 2:40 - 5:20 - 8 - 10:40 B.i.12 ára Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 2:40 (550 kr.) - 5:20 - 8 - 10:40 B.i.16 ára Jennifer‘s Body kl. 10:20 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 3:30 (550 kr.) - 5:45 - 8 B.i.14 ára Inglorious Bastards kl. 3 (550 kr.) - 6 - 9 B.i.16 ára Jóhannes kl. 3 - 5 - 7 - 9 - 11 LEYFÐ Guð blessi Ísland kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:15 LEYFÐ Stúlkan sem lék sér að eldinum kl. 3 (550 kr.) - 6 - 9 B.i.16 ára The Ugly Truth kl. 3:30 (550 kr.) - 5:45 - 8 B.i.14 ára Antichrist ATH. ótextuð kl. 10:20 B.i.18 ára FRAMSÆKIÐ rokk áttunda áratug- arins, proggið, varð eiginlega til þess að menn fengu ógeð á gít- arsólóum; eftir því sem menn fetuðu sig lengra og lengra út í geim í laga- smíðum og -flækjum og sólóin urði lengir og lengri minnkaði samband áheyrenda við músíkina og lyktaði með uppreisn – pönkinu. Eitt af því sem pönkarar hötuðust sem mest við var tilgerð og skraut í músík, tjáningin átti að vera hrá og helst harkaleg. Áþekk viðhorf eru uppi í því sem kalla má óháða rokk- músík eða indí, en margur hefur samt verið veikur fyrir smá gít- arfimleikum eins og sjá má á dálæti manna á sveitum eins og Dinosaru Jr. og eins Built to Spill sem gít- argoðið Doug Martsch hefur leitt í tæpa tvo áratugi. Hálfgerð sólóskífa Built to Spill sendi frá sér fyrstu plötuna 1993, en sveitin hafði þá starfað um hríð sem sólóverkefni Martsch sem spilaði á flest það sem spila þurfti. Sú plata, sem vakti hvað mesta athygli á sveitinni, var Perfect From Now On, sem kom út 1997 og svo gekk Keep It Like a Secret mjög vel en hún kom út tveimur árum síðar. Plötuútgáfunni fylgir mikið tón- leikastreð og svo mikið reyndar að Martsch fékk eiginlega nóg og svo fór að hann lagði rokkið alveg á hilluna um hríð, ekkert rafmagn takk, bara kassagítarblús. Næsta skífa var því sólóskífa og hrein- ræktaður blús. Þegar allt var orðið svo lágstemmt og rólyndislegt var hann til í að leggjast í ferðalög að nýju, en áttaði sig þá á því að það hafði sína kosti að vera í rokksveit og lét þau orð falla að þó það hafi verið indælt að vera einn á ferð að mestu, þá hafi það eiginlega verið meira gaman þegar allir voru sam- an. Aftur í gang Við heimkomuna úr blústúrnum haustið 2004 kallaði Martsch því saman mannskapinn að nýju og byrjaði upptökur á nýrri plötu og eins tónleikahald. Afrakstur þess var You in Reverse sem kom út fyrir þremur árum. Hún er frábrugðin fyrri verkum sveitarinnar í því að menn unnu hana í sameiningu en ekki þannig að Martsch mætti í hljóðverið með allt tilbúið eins og forðum. Að vissu leyti naut platan þess, hljómur á henni var til að mynda fjölbreyttari og ferskari en á síðustu skífum, en hún galt þess líka, því hún varð eilítið sundurlausari fyrir vikið. Nánast um leið og You in Reverse kom út byrjaði Martsch að vinna að næstu skífu eins og kona hans lýsir svo vel á vefsetri sveitarinnar. Henni segist svo frá að hann hafi setið við sleitulaust næstu þrjú árin og vinna gengi svo nærri honum að hann hafi verið farinn að tala um að þetta yrði hans síðasta skífa, eða réttara sagt síðasta platan sem Built to Spill myndi gera. Hvað sem því líður þá kom There Is No Enemy út ytra um daginn og berst hingað til lands á næstu dögum ef að líkum lætur. Hljómur á skífunni er hliðrænn, enda endurhljóðblandaði hann plöt- una alla hliðrænt vegna þess að hon- um fannst ekki hafa tekist nógu vel með stafrænu vinnsluna, lagasmíðar hnitmiðaðar, sum lögin beinlínis létt og grípandi, og mikið er af gítarleik, eins og sveitarinnar er von og vísa. arnim@mbl.is Hljómsveitin Built to Spill byggir að mestu leyti á gítarfimleikum höfuðpaurs hennar eins og heyra má á nýrri skífu sveitarinnar. TÓNLIST Á SUNNUDEGI Árni Matthíasson Gítargoðið gengur nærri sér Rokkhetjur Doug Martsch og félagar í Built to Spill.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.