Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 48
SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 291. DAGUR ÁRSINS 2009 Heitast 7°C | Kaldast 0°C Vestanátt, en norð- anátt nyrðra, 3-8 m/s. Skúrir S og V til, en él norðan og austan til. Hiti breytist lítið. »10 ÞETTA HELST» Bjóða niðurfærslu skulda  „Lánastofnanir hafa boðið mönn- um leiðréttingu lána, en það er oft- ast bundið þeim skilyrðum að menn samþykki að lánin verði færð yfir í verðtryggðar íslenskar krónur. Það hugnast mönnum ekki, nema til komi viðunandi vaxtakjör,“ segir framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda. Samkvæmt heim- ildum Morgunblaðsins hefur Kaup- þing boðið nokkrum fjölda smábáta- eigenda 35-45% niðurfærslu á höfuðstól gengistryggðra lána. »2 Mældu brottkastið  Um þrjú þúsund tonnum af þorski og ýsu, einkum smáfiski, var hent í hafið á síðasta ári, samkvæmt mæl- ingum Hafrannsóknastofnunar- innar. Í skýrslu eru þessi þrjú þús- und tonn skilgreind sem lágmarks- brottkast þeirra fisktegunda sem það beinist að á Íslandsmiðum. Spurður hversu mikið megi áætla að brottkastið sé í heild segir fiskifræð- ingur að til að meta það þurfi meiri rannsóknir og eftirlit. „Hins vegar er að mínu mati ekki spurning að brottkastið er meira. Í raun getur hver sem er haft sína skoðun á því hversu mikið það er, en ég ímynda mér að annað brottkast sé ekki meira en sem nemur þessum þrjú þúsund tonnum.“ »26 Steinasafni stolið  „Það er ekkert eftir,“ segir Jónína Björg Ingvarsdóttir, en hún komst að því á föstudagskvöld að dýrmætu steinasafni þeirra hjóna á Teigar- horni við Berufjörð hafði verið stol- ið. Hún metur safnið á um 15 millj- ónir króna og segir það hafa verið ótryggt. Hjónin hafa verið með ferðatengda þjónustu á Teigarhorni undanfarin 17 ár. Jónína Björg segir að á þessum tíma hafi þau komið sér upp fágætu steinasafni. Eiginmað- urinn sé krabbameinssjúklingur og vegna læknismeðferðar hafi þau lítið geta verið á bænum í sumar. »2 SKOÐANIR» Staksteinar: Fréttaflutningur … Forystugrein: Nýjungar og reynsla Reykjavíkurbréf: Út af í fyrstu beygju Pistill: Í sandkassanum Ljósvaki: Bless, SkjárEinn TÓNLIST» Ný plata Lady & Bird gagnrýnd. »41 Vefsíða vikunnar, The Smoking Gun, birtir m.a. myndir af þekktu fólki sem hefur farið á svig við lögin. »39 VEFSÍÐA VIKUNNAR» Þekktir brjóta líka … TÍSKA» Oscar de la Renta er með þetta. »40 KYNÞOKKI» Fox og Depp eru með þetta. »39 Ben Frost sló í gegn – sló í gegnum hljóð- himnur gesta það er að segja, með hreint út sagt ótrúlegum hávaða. »44, 45 Airwaves- pakki TÓNLIST» reykjavíkreykjavík 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana SPARIÐ HELMING MEÐ ÁSKRIFT Í LAUSASÖLU 395 ÁSKRIFT 3390 HELGARÁSKRIFT 2070 PDF Á MBL.IS 1950 VEÐUR» » VEÐUR mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Viljum fá prestinn okkar aftur 2. Hringdi fyrst í sjónvarpið 3. Meint allsherjarmisnotkun … 4. Játaði að hafa orðið Braga að bana MIKILL ys og þys er í Íslensku óperunni þessa dagana. Þar fara fram æfingar á Ástardrykkn- um eftir Donizetti en verkið verður frumsýnt næstu helgi. Garðar Thór Cortes leikur ungan mann sem reynir að vinna hug Dísellu Lárus- dóttur en þegar það gengur illa leitar hann til kuklara, Bjarna Thors Kristinssonar, sem út- vegar honum svokallaðan ástardrykk. Þegar litið var í kjallara óperunnar rétt fyr- ir æfingu á fimmtudaginn iðaði allt af lífi. Verið var að leggja lokahönd á búninga, söngvararnir sátu prúðbúnir fyrir framan stóra spegla á meðan verið var að greiða þeim og farða en aðrir gengu um og rauluðu stef úr óperunni. | 24 Skyggnst bak við tjöldin í Íslensku óperunni Ástardrykkur á fjölunum Morgunblaðið/Kristinn Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „Djassinn, sem er til í mörgum skemmtilegum stílum, var popptónlist þegar ég var að alast upp í Hafnarfirði,“ segir Guðmundur Steingrímsson tónlistarmaður sem er áttræður á morgun. Afmælistónleikar Guðmundar, sem gjarnan er nefndur Papa Jazz, verða haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag og hefjast kl. 15. Þar koma ýmsir djassarar fram. Þar má nefna píanóleikarana Carl Möll- er og Árna Ísleifsson, gítarleikarann Ólaf Hauk og Bjarna Sveinbjörnsson bassaleikara. „Ég lofa skemmti- legu swingi á tónleikunum,“ segir afmælisbarnið sem leggur áherslu á nota w-ið í þessu samhengi. Í dag koma út æviminningar Guðmundar, skráðar af Árna Matthíassyni. Þar eru rifjaðar upp ýmsar sögur af sviðinu og af litríkum ferli Guðmundar sem byrjaði að spila djass fyrir 65 árum og er enn að sem trymbill í Furstunum, hljómsveit Geirs Ólafssonar. „Ég ætla að halda áfram að spila svo lengi sem ég hef dómgreind og skrokkurinn dugar til. Ég vona bara að ég eldist vel,“ segir Papa Jazz. Djassinn var popptónlist  „Swing“ á tónleikum í Ráðhúsinu í dag  Æviminningar og afmælistónleikar  Áttræður og enn á fullu Kóngurinn Papa Jazz er enn á fullu í tónlistinni. „VERKSMIÐJAN gefur möguleika á að hægt verði að draga úr útblæstri koltvísýrings frá bílum og auka jafn- framt gjaldeyris- tekjur,“ segir Andri Ottesen hjá Carbon Recycling International. Til stóð að taka fyrstu skóflustungu að metanólverksmiðju fyrirtækisins í Svartsengi síðdegis í gær. Verksmiðjan er sú fyrsta sinnar tegundar í veröldinni, en hún breytir koltvísýringsútblæstri í eldsneyti fyr- ir bíla sem nýta núverandi dreifikerfi fyrir bensín. Framleiðslugeta verður fjórar milljónir lítra á ári. sbs@mbl.is Framleiða orku og spara gjaldeyrinn Svartsengi Orka nýtt með nýjum hætti.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.