Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 30
30 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
✝ Halldóra Sig-urlaug Jónsdóttir
fæddist í Þverárdal í
Bólstaðarhlíð-
arhreppi, Austur-
Húnavatnssýslu, 11.
mars 1921. Hún and-
aðist á Heilbrigð-
isstofnun Siglu-
fjarðar föstudaginn
25. september 2009.
Foreldrar Hall-
dóru voru Jón
Björnsson bóndi á
Heiði, f. á Ytri-
Löngumýri í Blöndu-
dal, Austur-Húnavatnssýslu 17.
júlí 1891, d. 27. júlí 1983, og Fin-
ney Reginbaldsdóttir húsfreyja, f.
á Látrum í Aðalvík, Norður-
Ísafjarðarsýslu 22. júní 1897, d. 7.
desember 1988. Systir Halldóru er
Sigríður Jóhanna Jóhannsdóttir, f.
28. apríl 1923. Kjörforeldrar Sig-
ríðar Jóhönnu voru Jóhann Ein-
arsson, f. 22. desember 1885, d. 9.
apríl 1973 og Sigríður Þórunn Sig-
urðardóttir, f. 22.desember 1885,
d. 1. júlí 1974.
Þann 24. ágúst 1946 giftist Hall-
dóra, á Hólum í Hjaltadal, Jóhann-
esi Þórðarsyni yfirlögregluþjóni,
f. á Siglufirði 29. september 1919.
hjúkrunarfræðingur, f. 11. maí
1957, maður hennar er Ólafur
Kristinn Ólafs viðskiptafræðingur,
f. 11. maí 1957. Dætur þeirra eru:
a) Halldóra Sigurlaug, f. 23. júní
1985 og b) Magnea Jónína, f. 14.
nóvember 1989.
Halldóra ólst upp í Skagafirði.
Fram til 5 ára aldurs bjó hún á
Sjávarborg í Borgarsveit og til 15
ára aldurs á Heiði í Gönguskörð-
um er hún flutti til Sauðárkróks.
Hún hóf skólagöngu sína í far-
skólum til skiptis á bæjunum Heiði
og Veðramóti og útskrifaðist
gagnfræðingur frá Sauðárkróki.
Hún stundaði síðan nám í hús-
mæðradeild Kvennaskólans í
Reykjavík. Halldóra fór þá til
starfa á Sjúkrahúsi Siglufjarðar.
Á Siglufirði kynntist hún eftirlif-
andi eiginmanni sínum Jóhannesi
Þórðarsyni og bjuggu þau þar eft-
ir það. Halldóra vann meðal ann-
ars við verslunarstörf, síld-
arsöltun og ræstingar. Halldóra
starfaði mikið að félagsmálum og
lét til sín taka í mörgum fé-
lagasamtökum, meðal annars í
Slysavarnafélaginu, Rauða kross-
inum, Krabbameinsfélaginu,
Hjartavernd og Framsókn-
arflokknum. Í mörgum félögunum
á Siglufirði var hún formaður um
langt skeið. Hún starfaði jafn-
framt í nefndum á vegum Siglu-
fjarðarbæjar.
Útför Halldóru fór fram í kyrr-
þey frá Siglufjarðarkirkju 17.
október 2009.
Foreldrar Jóhann-
esar voru Þórður
Guðni Jóhannesson,
f. á Sævarlandi, Lax-
árdal ytri, Skaga-
firði, 13. júlí 1890, d.
15. mars 1978, og
Þórunn Ólafsdóttir,
f. í Reykjavík 14.
apríl 1884, d. 28. nóv-
ember 1972.
Börn Halldóru og
Jóhannesar eru: 1)
Jón Finnur raf-
iðnfræðingur, f. 24.
september 1951, d.
28. maí 2003. Fyrri kona hans er
Guðrún Helga Hjartardóttur, f. 25.
desember 1961. Þau skildu. Seinni
kona hans er Ólafía Margrét Guð-
mundsdóttir ljósmóðir, f. 28. mars
1955. Dóttir þeirra er Margrét
Finney, f. 12. desember 1997. Syn-
ir Jóns Finns eru: a) Jóhannes
Már, f. 30. september 1974, móðir
hans er Þóra Hansdóttir, f. 26.júlí
1954. Kona hans er Halldóra Íris
Sigurgeirsdóttir, f. 14. desember
1972. Dóttir þeirra er Eydís Ósk, f.
10. mars 1999. b) Kjartan Orri, f.
20. júní 1978, móðir hans er Þor-
gerður Heiðrún Hlöðversdóttir, f.
3. ágúst 1955. 2) Soffía Guðbjörg
Halldóra fluttist ung til Siglu-
fjarðar þar sem hún fann sinn lífs-
förunaut Jóhannes Þórðarson. Þar
bjuggu þau sér einstaklega fagurt
heimili, sem margir eiga minningar
um að hafa notið gestrisni og átt
notalegar stundir. Þau eignuðust
börnin sín tvö og komu þeim báðum
til mennta. Ég kynnist Halldóru
þegar við fórum að vinna saman í fé-
lagsmálum, hún var gjaldkeri í
stjórn Framsóknarfélags Siglufjarð-
ar meðan ég var formaður í rúma
þrjá áratugi. Við áttum mjög gott
samstarf. Elja hennar og dugnaður
var mikill og er best lýst með orðum
eins kunningja míns í öðrum flokki
þegar hann sagði „Mikið öfunda ég
þig að hafa hana Halldóru með ykk-
ur“.
Það var eftir því tekið í Siglufirði
þegar hún tók til hendinni og lagði
málum lið.
Hún hafði orðið fyrir því á besta
aldri að fá krabbamein sem hún
læknaðist af, þá snéri hún sér af al-
vöru að störfum á félagsmálasviði.
Þegar hún tók við formennsku í
Krabbameinsfélagi Siglufjarðar
fékk hún mig til þess að vera með
sér í stjórn félagsins í mörg ár. Var
það mér lærdómsríkt að vinna með
henni. Félagið var ekki fjársterkt,
en hún var fundvís á einstaklinga,
sem áttu um sárt að binda, og veitti
þeim stuðning. Þátttaka í hóprann-
sóknum vegna krabbameinsleitar á
Siglufirði var með hæstu mætingu
yfir landið í mörg skipti. Það var
mikið að þakka hennar dugnaði og
árvekni.
Halldóra var valin af bæjarstjórn
Siglufjarðar í bygginganefnd Dval-
arheimilis aldraða á Siglufirði. Störf
hennar við það verkefni ber að
þakka. Þetta hús er Siglufirði til
mikils sóma og er öldruðum skjól í
ellinni.
Hún sat í félagsmálanefnd fyrir
Framsóknarflokkinn og skilaði þar
starfi sem ástæða er að þakka fyrir.
Halldóra var ein af stofnendum
LFK 1981 og var í fyrstu stjórn
samtakanna.
Þegar við hættum útgerð Tog-
skips hf. 1982 falaðist Halldóra eftir
húsnæði sem fyrirtækið átti og var
ekki í notkun. Skemmst er frá því að
segja að Slysavarnafélaginu var gef-
ið húsið en Halldóra var þá formað-
ur Slysavarnadeildarinnar Varnar.
Það liðu ekki mörg ár þar til húsið
hafði verið innréttað með góðum
fundarsal á efri hæð og aðstöðu fyrir
félagsstarfsemi Björgunarsveitar-
innar Stráka á neðri hæð hússins.
Svipaða sögu er að segja um
starfsemi Rauða krossins á Siglu-
firði þar sem hún tók við for-
mennsku og kom upp félagsheimili á
Aðalgötu 23. Í fjölda ára stóð hún
ásamt Jóhannesi fyrir fatasöfnun
ásamt öðrum störfum fyrir samtök-
in.
Halldóra var heiðruð fyrir sín
fórnfúsu félagsmálastörf. Henni var
veitt hin íslenska Fálkaorða og
heiðruð af Slysavarnafélagi Íslands,
Krabbameinsfélagi Íslands og
Rauða krossinum.
Verk sín vann hún með dyggum
stuðningi Jóhannesar. Þau hjón
voru mjög samrýmd og oftast nefnd
í sömu andrá þegar um var rætt.
Á þessari stundu er mér efst í
huga þakklæti til Halldóru sem ég
var svo heppinn að kynnast og fá að
vinna með til fjölda ára, það starf
var bæði þroskandi og mannbæt-
andi.
Aðstandendum hennar sendum
við Auður innilegar samúðarkveðj-
ur.
Sverrir Sveinsson.
Á æskuheimili mínu á Siglufirði
voru Halldóra og Jóhannes yfirleitt
nefnd í sömu andrá. Þau voru bæði
mjög ræktarsöm og miklir vinir vina
sinna. Góðar minningar eru tengdar
heimsóknum þessara heiðurshjóna
til okkar á Hlíðarveginum og það
var alltaf tekið vel á móti okkur þeg-
ar við komum á Hverfisgötuna.
Halldóra hafði ákveðnar skoðanir á
umræðuefnum líðandi stundar, var
vel að sér um menn og málefni og
hafði alltaf eitthvað til málanna að
leggja. Hún var mikill félagsmála-
frömuður, tók virkan þátt í stjórn-
málastarfi og var formaður í mörg-
um líknarfélögum. En fyrst og
fremst bar hún hag Siglufjarðar fyr-
ir brjósti og beitti sér í ýmsum fram-
faramálum bæjarins. Missir Jóhann-
esar, Soffíu, tengdabarna og
barnabarna er mikill. Blessuð sé
minning Halldóru Sigurlaugar Jóns-
dóttur.
Jónas Ragnarsson.
Halldóra Sigurlaug
Jónsdóttir
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi,
ÁRNI GRÉTAR FINNSSON
hæstaréttarlögmaður,
Hafnarfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi sunnudaginn
11. október.
Jarðarförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku-
daginn 21. október kl. 15.00.
Sigríður Oliversdóttir,
Lovísa Árnadóttir, Viðar Pétursson,
Finnur Árnason, Anna María Urbancic,
Ingibjörg Árnadóttir, Jónas Þór Guðmundsson,
Sigríður Erla, Pétur, Davíð, Finnur Árni, Árni Grétar,
Ebba Katrín, Oliver Páll, Viktor Pétur,
Guðmundur Már, Lovísa Margrét og Stefán Árni.
✝
Okkar ástkæri
ZAKARÍAS HÓLM HJARTARSON
fv. deildarstjóri Tollgæslunnar í Keflavík,
Grænumörk 2,
Selfossi,
andaðist fimmtudaginn 15. október.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju föstudaginn
23. október kl. 14.00.
Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarstofnanir.
Fyrir hönd aðstandenda,
Margrét Jónsdóttir.
✝
Ástkær faðir, tengdafaðir, afi og langafi,
BERGÞÓR KJARTAN AUÐUNSSON,
lést á lungnadeild Landspítalans þriðjudaginn
13. október.
Jarðsungið verður frá Guðríðarkirkju fimmtudaginn
22. október kl. 13.00. Jarðsett verður í Grafarkirkju-
garði í Skaftártungu föstudaginn 23. október.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir.
Gísli Kjartansson, Erla Fanney Ívarsdóttir,
Jóhannes Kjartansson, Lilja Hjelm,
Auðunn Kjartansson,
Grétar Kjartansson, Steinunn Þorsteinsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir
og amma,
SUSIE BACHMANN,
Depluhólum 10,
Reykjavík,
andaðist á hjúkrunarheimilinu Eir sunnudaginn
4. október.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn
19. október kl. 13.00.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja
minnast hinnar látnu er bent á Samband íslenskra kristniboðsfélaga
og Styrktarsjóð Susie Rutar.
Páll Friðriksson,
Stefán Jóhann Pálsson, Kristín Lilliendahl,
Regína Gréta Pálsdóttir, Einar Sveinn Hálfdánarson,
Páll Heimir Pálsson, Bryndís Skaftadóttir,
Gréta Bachmann, Magnús Kristinsson
og barnabörn.
✝
Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og systir
ELÍN SVERRISDÓTTIR,
Boras,
Svíþjóð,
lést á heimili sínu miðvikudaginn 14. október.
Ingibjörg Marteinsdóttir,
Sverrir Þór Hilmarsson,
Hálfdán Þór Hilmarsson, Ann,
Hilmar Þór Hilmarsson, Anna,
Halldór Þór Hilmarsson, Karin,
Erlendur Þór Hilmarsson, Michelle,
barnabörn, systkini
og aðrir ástvinir.
✝
Elskulegur faðir minn, bróðir okkar og mágur,
GUÐJÓN SIGURÐSSON,
Eskihlíð 26,
Reykjavík,
sem lést þriðjudaginn 6. október, verður
jarðsunginn frá Garðakirkju Álftanesi mánudaginn
19. október kl.13.00.
Anna Björg Guðjónsdóttir,
Rafn Sigurðsson, Guðrún Nielsen,
Jónfríður Sigurðardóttir, Ólafur Nielsen,
Guðmunda Lilja Sigvaldadóttir, Helga Nielsen
og aðrir aðstandendur.