Morgunblaðið - 18.10.2009, Blaðsíða 22
22 Aldarminning
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. OKTÓBER 2009
Eftir Ólaf Egilsson
Ö
ld var í vikunni liðin
frá fæðingu Agnars
Klemensar Jóns-
sonar – eins af mæt-
ustu starfsmönnum
Stjórnarráðs Íslands í allri sögu þess.
– Agnar gegndi mjög mikilvægu
hlutverki við meðferð utanríkismála
þjóðarinnar í fjóra áratugi og var
jafnframt mikilvirkur söguritari. Öll
störf sín vann hann af framúrskar-
andi trúmennsku, eljusemi og vand-
virkni.
Agnar var fæddur í Reykjavík
hinn 13. október 1909 og lést þar á 75.
aldursári hinn 14. febrúar 1984.
Hann var sonur Klemensar Jóns-
sonar sýslumanns, bæjarfógeta og al-
þingismanns á Akureyri, síðar land-
ritara og ráðherra í Reykjavík, og
síðari konu hans, Önnu Maríu Schi-
öth húsfreyju.
Eftir lagapróf frá Háskóla Íslands
árið 1933 vann Agnar fyrst stutta
hríð í fjármálaráðuneytinu en 1. febr-
úar 1934 gekk hann í dönsku utanrík-
isþjónustuna sem annaðist þá sam-
kvæmt Sambandslögum Íslands og
Danmerkur frá 1918 framkvæmd ís-
lenskra utanríkismála í umboði hins
fullvalda íslenska ríkis. Var það að
ráði mágs hans, Tryggva Þórhalls-
sonar forsætisráðherra, sem sá fyrir
sér þann tíma að þjóðin sæi sjálf að
öllu leyti um þessi mikilsverðu mál og
myndi þá þarfnast manna með þekk-
ingu og reynslu af rekstri þeirra.
Þegar hernám Danmerkur í síðari
heimsstyrjöldinni leiddi til þess að
Íslendingar tóku utanríkismálin al-
farið í eigin hendur 10. apríl 1940,
hafði Agnar verið við störf í danska
sendiráðinu í Washington um 2ja ára
skeið. Þótti honum sjálfsagt að ganga
til liðs við nýstofnaða utanríkisþjón-
ustu síns eigin lands.
Tvö fyrstu árin starfaði Agnar við
aðalræðisskrifstofu Íslands í New
York en hún var fyrsta sendi-
skrifstofan sem sett var á fót. Síðan
varð frami hans skjótur. Hann var
ráðinn deildarstjóri í utanríkisráðu-
neytinu 1. október 1942, fyrstur til að
bera það starfsheiti í Stjórnarráðinu,
og falið að annast upplýsinga- og
kynningarmál. Liðu svo ekki nema 16
mánuðir uns hann í janúarlok 1944
tók við starfi skrifstofustjóra, eins og
ráðuneytisstjórar voru þá nefndir. Í
mörg horn var að líta og má nærri
geta að reynt hefur á hinn 34 ára
gamla ráðuneytisstjóra. Framundan
var stofnun lýðveldisins þá um sum-
arið, þar sem samskipti við önnur
ríki, heimsóknir háttsettra fulltrúa
þeirra og ekki síst öflun viðurkenn-
ingar ríkjanna á þessu mikilvæga
skrefi í sjálfstæðisgöngu þjóð-
arinnar, skipti land og þjóð afar
miklu. En Agnar reyndist alla tíð
þeim vanda vaxinn sem á hans
herðar var lagður; kom sér vel gott
upplag og menntun, og sú starfs-
reynsla sem hann hafði öðlast í hinni
gamalgrónu dönsku utanríkisþjón-
ustu, bæði ráðuneyti og dönsku
sendiráði, sem margt mátti af læra.
Auk lýðveldisstofnunarinnar kom til
kasta ráðuneytisins á þessu tímabili
frekari uppbygging utanríkisþjón-
ustunnar og ýmis mikilvæg mál sem
miðuðu að því að styrkja lýðveldið í
sessi, m.a. aðild að Sameinuðu þjóð-
unum og fleiri milliríkjastofnunum,
svo og ráðstafanir til að tryggja af-
komu og öryggi þjóðarinnar til fram-
búðar. Með samhentu starfi ráðherra
og embættismanna var unnið að mót-
un sjálfstæðrar utanríkisstefnu hins
unga lýðveldis. Ríkti bæði þá og síðar
af hálfu ríkisstjórna og ráðherra mik-
ið traust í garð Agnars í því lykilhlut-
verki sem hann var við undirbúning
og framkvæmd margra þessara
mála.
Margvísleg nefndarstörf, félags-
og trúnaðarstörf, sem Agnari voru
falin yrði of langt upp að telja. En til
að bregða upp mynd af vægi þeirra
og fjölbreytni skal getið formennsku
í Stúdentaráði Háskóla Íslands 1930-
31, setu í nefnd til að ákveða gerð
skjaldarmerkis lýðveldisins 1944, rit-
arastarfa í utanríkismálanefnd Al-
þingis 1943-51 og 1961-69, for-
mennsku Knattspyrnusambands
Íslands frá stofnun 1947 til hausts ár-
ið eftir, formennsku í samninga-
nefndum um viðskiptamál við Fær-
eyinga 1945, Breta 1948 og Dani
1949, svo og setu í fríverslunarnefnd
til athugunar á markaðsmálum í Evr-
ópu frá 1961 til 1963 er nefndin var
lögð niður, í stjórn Sögufélags 1965-
69, orðunefnd Hinnar íslensku fálka-
orðu 1968-69 og formennsku í nefnd
til að endurskoða lögin um utanrík-
isráðuneyti Íslands og fulltrúa þess
erlendis 1968.
Það er órækur vottur um fádæma
elju Agnars og sagnfræðilegan
áhuga, sem rekja má til Klemensar
föður hans og föðurafans Jóns Borg-
firðings Jónssonar bóksala og fræði-
manns, að samhliða áðurnefndum
störfum, sem oft urðu erilsöm, auðn-
aðist honum að vinna þrekvirki á
sviði söguritunar. Þar ber hæst rit-
verkið „Stjórnarráð Íslands 1904-
1964“, tvö bindi mikil að vöxtum, sem
hið gamalgróna Sögufélag gaf út
1969 og var þá stærsta rit sinnar teg-
undar er félagið hafði gefið út á nær
sjö áratuga ferli sínum. Ritið samdi
Agnar að áeggjan dr. Bjarna Bene-
diktssonar forsætisráðherra er
þekkti vel hæfileika Agnars af löngu
Mótaði utanríkisþjónustuna
Ungur Agnar Kl. Jónsson á yngri árum.
Með Franco Agnar Kl. Jónsson heilsar Francisco Franco við afhendingu
trúnaðarbréfs sem sendiherra Íslands á Spáni 24. nóvember 1956. Spánn
var lengi eitt mikilvægasta fiskkaupaland okkar.
Á Ítalíu Agnar Kl. Jónsson ásamt Giuseppe Saragat, forseta Ítalíu við af-
hendingu trúnaðarbréfs þar í landi öðru sinni hinn 1. febrúar 1970; var áður
sendiherra þar árin 1956-1961, þá með búsetu í París en nú Ósló.
Ráðuneytisstjórinn Agnar Kl. Jónsson ráðuneytisstjóri afhendir Ármanni Snævarr háskólarektor silf-
urbakka frá Atlantshafsbandalaginu í þakkkarskyni fyrir afnot húsakynna H.Í. er utanríkisráðherra-
fundur Atlantshafsríkjanna var haldinn hér á landi í fyrsta sinn árið 1968. Á myndinni er einnig Tómas Á.
Tómasson deildarstjóri alþjóðadeildar utanríkisráðuneytisins sem stjórnaði undirbúningi fundarins.
MERKUR FERILL AGNARS KL. JÓNSSONAR SENDIHERRA OG RÁÐUNEYTISSTJÓRA
samstarfi þeirra. Einnig gaf Agnar
þrívegis út Lögfræðingatal (1950,
1963 og 1976), en það hafði einnig
gert faðir hans. Fylgir síðustu útgáf-
unni ritgerð Agnars um þróun laga-
náms allt frá 10. febrúar 1736, þegar
opinbert próf við lagadeild Kaup-
mannahafnarháskóla var með kon-
unglegri tilskipun gert að skilyrði
fyrir dómaraembætti eða málfærslu-
mannssýslan, og fram til ársins 1975.
Af öðrum ritstörfum Agnars er sér-
stök ástæða til að geta ritgerðar hans
um föður sinn í bókinni „Faðir minn“
sem út kom 1950 með þáttum um
marga þjóðkunna menn ritaða ýmist
af sonum eða dætrum þeirra. Ótal
tímaritsgreinar, einkum um utanrík-
isþjónustuna og efni tengd henni,
liggja eftir Agnar. Öll eru skrif hans
hin vönduðustu og heimildargildi
þeirra mikið.
Engan er fremur hægt að nefna
föður íslensku utanríkisþjónustunnar
en Agnar Kl. Jónsson, svo marg-
háttað, langt og giftudrjúgt starf sem
hann vann að alhliða uppbyggingu
hennar og mótun. Hafa þó margir
aðrir mætir menn einnig átt þar hlut
að máli. Agnar hafði sem ráðuneyt-
isstjóri góða yfirsýn yfir starfsemina,
fékk til sín samrit allra bréfa sem
send voru út í nafni ráðuneytisins, og
lét sig allt skipta sem gat orðið henni
til eflingar. Honum var mikið í mun
að fylgt væri í hvívetna þeim hefðum
og venjum í milliríkjasamskiptum
sem myndast hafa í tímans rás og
þjóna þeim tilgangi að greiða fyrir
árangri og forða misskilningi milli
þjóða sem búa við ólíka menningu.
En árvekni hans laut líka að þáttum
eins og skjalasafni ráðuneytisins sem
undir handarjaðri hans og góðra
skjalavarða fékk á sig orð í Stjórn-
arráðinu fyrir að vera öðrum skjala-
söfnum skipulegra og traustara; voru
þess jafnvel dæmi að fljótlegra þætti
að leita þangað en í eigin ranni, ef
hafa þurfti upp á skjali sem átti að
vera til á báðum stöðum. Þá er vert
að nefna að aðhald í fjármálum utan-
ríkisþjónustunnar var Agnari tamt,
enda mála sannast að í þann taum er
meira haldið en ókunnugir láta
stundum í veðri vaka. Er þeim er