Morgunblaðið - 27.10.2009, Page 10

Morgunblaðið - 27.10.2009, Page 10
Ögmundur Jónasson alþingismaður Þegar ríkisstjórnin ákvað að geraekkert með samþykkt sjálfs Al- þingis um fyrirvara við Icesave- samningana var mörgum misboðið.     Þegar í ljós kom að jafnframthafði verið gerður leynisamn- ingur við Ögmund Jónasson og lið hans varð margur dapur.     Í sinn hlut fékk Ögmundur yfir-lýsingar um að afsögn hans hefði styrkt samningsstöðu ríkisstjórn- arinnar! Þeir sem héldu að þær yf- irlýsingar væru gefnar til að gera lítið úr Ögmundi og félögum virð- ast hafa misskilið málið.     Því var sem sagt haldið fram í fúl-ustu alvöru að afsögn Ögmund- ar hefði gefið Steingrími og Jó- hönnu aukinn styrk til að hafa lög frá Alþingi að engu. Samt hafa þau ítrekað sýnt og sannað að uppgjöf og afslátt á hagsmunum þjóð- arinnar geta þau gefið hjálparlaust.     Páll Vilhjálmsson blaðamaðurgefur til kynna í pistli sínum að látalæti Samfylkingar um hugs- anlegt samstarf við Sjálfstæð- isflokk að nýju hafi plægt þennan jarðveg, en innan þess síðarnefnda séu enn menn sem veikir séu fyrir slíku.     Páll er glöggur og veit lengranefi sínu. En menn verða að láta segja sér þetta þrem sinnum áður en trúað er. Afsagnarkenningin ekki grín 10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 2009 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 8 skýjað Lúxemborg 12 skýjað Algarve 25 heiðskírt Bolungarvík 4 alskýjað Brussel 14 skýjað Madríd 23 heiðskírt Akureyri 0 skýjað Dublin 13 skýjað Barcelona 21 léttskýjað Egilsstaðir 0 léttskýjað Glasgow 12 skýjað Mallorca 22 léttskýjað Kirkjubæjarkl. 5 súld London 16 skýjað Róm 20 heiðskírt Nuuk 3 skúrir París 15 léttskýjað Aþena 17 léttskýjað Þórshöfn 7 léttskýjað Amsterdam 13 skýjað Winnipeg 4 skýjað Ósló 5 skýjað Hamborg 12 súld Montreal 5 skýjað Kaupmannahöfn 11 skúrir Berlín 12 skýjað New York 13 heiðskírt Stokkhólmur 9 skýjað Vín 12 skúrir Chicago 12 alskýjað Helsinki 9 súld Moskva 4 þoka Orlando 27 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 27. október Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 0.51 2,7 7.01 1,7 13.37 3,0 20.10 1,6 8:56 17:28 ÍSAFJÖRÐUR 2.53 1,4 8.59 0,9 15.41 1,6 22.15 0,8 9:12 17:22 SIGLUFJÖRÐUR 5.19 1,0 11.15 0,7 17.30 1,1 8:55 17:05 DJÚPIVOGUR 3.36 0,9 10.18 1,5 16.59 0,9 23.02 1,4 8:28 16:55 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á miðvikudag Austan- og norðaustanátt, víða 8-13 m/s, en 13-18 við SA- ströndina. Hægari um kvöldið. Rigning SA- og A-lands, en ann- ars úrkomulítið og bjart með köflum V-lands. Hiti 0 til 6 stig, svalast fyrir norðan. Á fimmtudag Gengur í suðaustan 8-15 m/s með rigningu eða súld S- og V-lands, en hægari og léttir til NA-til. Hlýnar í veðri. Á föstudag Suðaustan 8-13 m/s og súld með köflum, en bjartviðri N- og NA-lands. Hiti 5 til 10 stig. Á laugardag Stíf suðaustan- og sunnanátt og vætusamt, einkum S- og V-lands. Áfram milt í veðri. Á sunnudag Snýst í suðvestanátt með skúr- um eða slydduéljum og kóln- andi veðri, en léttir til NA-lands. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan og norðaustan 5-13 m/s, en 13-20 og rigning síð- degis allra syðst. Hiti 0 til 8 stig, svalast fyrir norðan og líkur á næturfrosti. UNDIRRITAÐUR hefur verið samningur um ígræðslu líffæra við Sahlgrenska háskólasjúkrahúsið í Gautaborg. Þetta þýðir að líf- færaígræðslur Íslendinga flytjast frá Kaupmannahöfn til Gautaborg- ar um áramótin. Samningurinn var gerður að ósk heilbrigðisráðuneytisins eftir ráð- gjöf frá líffæraígræðslunefnd sem lagði til að gengið yrði til samn- inga við Sahlgrenska háskóla- sjúkrahúsið í Gautaborg um líf- færatöku og ígræðslu líffæra fyrir íslenska sjúklinga. Fulltrúi Sjúkra- tryggingastofnunar Íslands und- irritaði samninginn fyrir hönd heilbrigðisyfirvalda hér en af hálfu háskólasjúkrahússins í Gautaborg er það Sahlgrenska International Care AB, og Sahlgrenska I.C. sem formlega gera samninginn. Hann er gerður að undangengnum samningaviðræðum við helstu sjúkrahús á Norðurlöndunum, hann gildir til 2010 og er til eins árs í senn, en framlengist sjálf- krafa um ár sé honum ekki sagt upp sex mánuðum áður en hann á að renna úr gildi. Með samn- ingnum er íslenskum sjúklingum tryggður lágmarksbiðtími eftir ígræðslu líffæra. Biðtími sam- kvæmt honum er mun styttri en var í fyrri samningi og kostnaður við nýjan samning miðað við til- teknar forsendur um þörf fyrir líf- færi er rúmar sex hundruð millj- ónir króna á ári. Gert er ráð fyrir að samningurinn við Sahlgrenska verði um 18% ódýrari en samning- urinn sem nú er í gildi. Líffæraígræðslur færast til Gautaborgar Samningur Steingrímur Ari Arason forstjóri Sjúkratrygginga, Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráðherra og Marika Qvist að rita undir samninginn. Slökkvibifreið til sölu til afhendingar strax Sigurjón Magnússon ehf. Námuvegi 2 - 625 Ólafsfirði www.smagnusson.is - s. 466-3939 MAN 8 / 153 nýbyggður ónotaður - árgerð 1996 Tankur: 1.600L - Dælugeta: hámark 2.000L Farþegafjöldi: 9 - Reykköfunarstólar: 2 í ökuhúsi 160 hestöfl - beinskiptur - afturhjóladrifinn Rafdrifin slöngurúlla - 60 m slanga með stút Verð: 7 milljónir + vsk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.